NT - 08.06.1985, Page 9
Bikarkeppnin að hefjast:
GD
Fjörutíu sveitir eru
skráðar í keppnina
■ Metþátttaka er í Bikar-
keppni 1985. Alls eru 40 sveitir
sem taka þátt í keppninni að
þessu sinni. Þar af 16 sveitir frá
Reykjavík og 24 utan Reykja-
víkur. Dregið hefur verið í 1.
umferð Bikarkeppni. Sú sveit
sem talin er upp á undan, á
heimaleik og skal sjá um fram-
kvæmd leiksins. Spiluð eru 40
spil milli sveita, í 4x10 spila
lotum.
Jón Hauksson Vestm.eyjum -
Friðrik Sigurðsson Reykjv.
Eiríkur Jónsson Akranesi -
Þórarinn Sófusson Hafnarf.
Einar Sigurðsson Hveragerði -
Zarioh Akureyri
Karl Logason Reykjavík -
Örn Einarsson Akureyri
Jón Stefánsson Akureyri -
SigmundurStefánss. Reykjav.
Úrval Reykjavík -
Jón Ingi Ragnarsson Kópav.
Þórarinn Sigþórsson Reykjav. -
Sigtryggur Sigurðsson Rvk.
Heimir Hjartarson Suðurn. -
Bjarki Tryggvason Sauðárk.
Þessum leikjum skal vera Iok-
ið fyrir 26. júní.
Einnig hefur verið dregið í 2.
umferð Bikarkeppni. Eftirtald-
ar sveitir leika saman:
Unnar A. Guðms. Hvammst. -
Jón G. Gunnarss. Hornafirði
Arnar Geir Hinriksson ísafirði -
Stefán Pálsson Reykjavík
Heimir/Bjarki -
Þórarinn B. Jónss. Akureyri
Karl L./Örn E. -
Jón Baldursson Reykjavík
Jón Hjaltason Reykjavík -
Geirarður Geirarðss. Rvk.
Eggert Sigurðsson Stykkish. -
Úrval/Jón Ingi
Myndband h/f Reykjavík -
Grímur Thorarensen Kópav.
Aðalsteinn Jónsson Eskifirði -
Suðurgarður h/f Selfossi
Þorvaldur Pálmason Borgarf. -
Brynjólfur Gestsson Selfossi
Bragi Jónsson Reykjavík -
SigurðurB. Þorsteinsson Rvk
ísak Ö. Sigurðsson Reykjav. -
Einar Sig./Zarioh
Þórarinn S./Sigtryggur -
Gísli Torfason Suðurnesjum
Jón Stef./Sigmundur -
Eiríkur J./Þórarinn Sóf.
Eggert Karlsson Hvammst. -
Eðvarð Hallgrímsson Skagas.
Jón Hauksson/Friðrik Sig. -
Anton R. Gunnarsson Rvk.
Kristján Jónsson Blönduósi -
Þórður Sigfússon Reykjavík
2. umferð skal vera lokið fyrir
17. júlí og 3. umferð skal vera
lokið fyrir 14. ágúst.
Bikarkeppni
Bridgesambands íslands
Eins og komið hefur fram,
hefur nú verið dregið í 1. og 2.
umferð Bikarkeppni Bridge-
sambands íslands 1985. 40sveit-
ir eru skráðar til leiks að þessu
sinni, sem er mesti fjöldi frá
upphafi í Bikarkeppni sveita.
Fyrirkomulagið er þannig
byggt upp, að spilaður er einn
40 spila leikur milli sveita. Sú
sveit sem talin er upp á undan,
á heimaleik og sér um fram-
kvæmd leiksins, svo og móttökur
aðrar (útvegun á gistingu ef
nauðsyn krefur, veitingar og
áhöld o.fl.) ef fyrirkomulag býð-
ur upp á það. Ef við tökum sem
dæmi í þessu sambandi, að sveit
frá ísafirði á að ieika á Fá-
skrúðsfirði, þá gefur auga leið,
að slík athöfn krefst aðeins meir
en að heiisast, spila og kveðjast.
Þar spilar hinn mannlegi þáttur
stórt hlutverk og skyldur gest-
gjafans eru meiri (og sjálfsagð-
ar).
Þessi áminning er rituð af
gefnu tilefni, því það hefur því
miður gerst í Bikarkeppni, að
gestrisni landans hefur brugðist,
þannig að gestirnir sem voru
langt að komnir sátu eftir með
sárt ennið (og tapaðan leik) er
40 spilunum var iokið. Þetta má
ekki gerast, í dæminu sem nefnt
er hér á undan. Annað lögmál
gildir um leiki á stöðum eins og
Reykjavík eða Akureyri. Þar
geta allir menn bjargað sér, þó
þeir slái ekki hendinni á móti
kaffibolla eða svo.
Þátttökugjaldið á sveit er kr.
3000. Greiðslu má koma til
Ólafs Lárussonar eða senda í
pósthólf 156 210 Garðabæ,
merkt sendanda og nafni Bridge-
sambands Islands. Þegar keppni
er lokið í haust, mun Bridge-
sambandið géra upp ferðastyrki
sveita og deila út því fé, sem inn
hefur komið í þátttökugjöldum.
Einnig er brýn nauðsyn á því,
að úrslit og nöfn spilara, berist
skrifstofu Bridgesambandsins
um leið og leik er lokið. Bregð-
ist þetta, geta menn ekki búist
við að áunnin stig þeirra verði
skráð.
Skrifstofa Bridgesambands
íslands verður opin í allt sumar,
milli kl. 13-16. Einnig má hafa
samband við Ólaf í heimasíma
91-16538, komi eitthvað uppá.
Um framkvæmd leikja er far-
ið að alþjóðalögum. Komi upp
ágreiningur, sem ekki leysist
milli keppenda, skal það tekið
frani, að keppnisstjórn Bikar-
keppni er í höndum stjórnar
Bridgesambandsins/fulltrúa
þess. Bridgesambandið mun að-
stoða fyrirliða við að útvega
áhöld ef þörf krefur.
Sumarbridge Skagfirðinga
Sl. þriðjudag hófst Sumar-
bridge hjá Skagfirðingum í
Reykjavík. Spilað var í 2x14
para riðlum (28 pör) og urðu
úrslit þessi:
A) stig
Matthías Þorvaldsson -
Rögnvaldur Möller 195
Gróa Guðnadóttir -
Guðrún Jóhannesdóttir 191
Árni Már Björnsson -
Guðmundur Grétarsson 179
Dröfn Guðmundsdóttir -
Einar Sigurðsson 177
B)
Haraldur Arnljótsson -
Sveinn Þorvaldsson 209
Jón Viðar Jónmundsson -
Óskar Guðjónsson 165
Guðrún Hinriksdóttir -
Haukur Hannesson 165
Hulda Hjálmarsdóttir -
Þórarinn Andrewsson 162
Sumarbridge á þriðjudögum
verður framhaldið í alít sumar.
Spilað er í Drangey v/Síðumúla
35. Spilamennska hefst kl.
19.30. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Keppnisstjóri er
Ólafur Lárusson.
Líf og land:
Gestur
Ólafsson
kjörinn
formaður
■ Gestur Ólafsson, arkitekt,
var endurkjörinn formaður Lífs
og Lands á aðalfundi félagsins
síðastliðinn mánudag.
Aðrir í stjórn voru kosnir
Einar Erlendsson, Herdís Þor-
valdsdóttir, Hilmar Þór
Björnsson, Ragnhildur Skarp-
héðinsdóttir og Sigurður Sig-
urðsson.
Skrifstofa félagsins er í
Garðastræti 17 í Reykjavík.
Gestur Ólafsson, arkitekt.
Samtökin Alþjóðleg ungmennaskipti:
20 Islendingar til
útlanda á þessu ári
■ 20 íslensk ungmenni munu
halda utan á þessu ári á vegum
samtakanna Alþjóðleg ung-
mennaskipti og álíka mörg ung-
menni, víðs vegar að úr heimin-
um, munu koma hingað til dvalar
í sumar. Þeir sem áhuga hafa á
að taka skiptinema á sitt heimili
til lengri eða skemmri dvalar
geta snúið sér til samtakanna.
Samtökin Alþjóðleg ung-
mennaskipti hafa nýlega flutt
starfsemi sína frá Fríkirkjuvegi
11 í Skátahúsið á Snorrabraut 60
og er skrifstofan þeirra opin frá
13-16 daglega, sími 24617. Sam-
tökin eru skiptinemasamtök sem
vinna með ungu fólki á aldrinum
17-25 ára og eru þau nú að hefja
sitt 25. starfsár.
Ástarjátning á hljómleikum
■ Mánudaginn 10. júní verða
haldnir tónleikar í Iðnó til
styrktar bókaútgáfu á blindra-
letri og hefjast þeir klukkan
20.30
Bygging kísilmálmverksmiðju verði ákveðin
■ Verkamannafélag Reyðar-
fjarðar hefur skorað á iðnaðar-
ráðherra og Alþingi að taka um
það ákvörðun á þessu ári að
byggja kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði.
Aðalfundur félagsins, sem
haldinn var 17. maí, benti á að
brostinn væri á fólksflótti frá
byggðunum við Reyðarfjörð og
óhjákvæmilegt sé að bregðast
við því og treysta byggðina með
nýsköpun atvinnulífs.
Þar munu hljómsveitin „Hálft
í hvoru“, Arnþór og Gísli
Helgasynir og Helgi E. Krist-
jánsson flytja efni af nýútkom-
inni hljómplötu Gísla Helga-
sonar, „Ástarjátningu". Elín
Sigurvi nsdóttir flytur lög eftir
Sigfús Halldórsson við undirleik
höfundar, Kristín Liljendal
syngur nokkur lög og kynnir á
tónleikunum verður Magnús
Ólafsson.
Allur ágóði rennur til styrktar
bókaútgáfu á blindraletri.
Tónlistarviðburður í Njarðvíkum um helgina
Frá frétlaritara NT í Keflavík
■ Tveir bæir, Njarðvík og
Fitjar í Noregi, hafa á undan-
förnum árum haft með sér
vinabæjartengsl, sem felast í
heimsóknum sveitarstjórn-
armanna á tveggja ára fresti.
Önnur samskipti fara eftir því
hvað til fellur hverju sinni, og
hafa íbúar bæjanna farið hóp-
ferðir í heimsókn hvor til
annars. Sumarið 1980 fór
Lúðrasveit Tónlistarskóla
Njarðvíkur í heimsókn til
Fitja.
Árlega, fyrir hver jól, fær
grunnskóli Njarðvíkur sent
jólatré frá barna- og unglinga-
skólanum í Fitjum.
Að þessu sinni munu koma
og heimsækja Njarðvík tvær
ungar stúlkur, Sólveig
Strömme sópran og Laila
Kristín Helland píanóleikari,
frá Fitjum í Noregi, í boði
Tónlistarskóla Njarðvíkur.
Með þeim í förinni er faðir
Sólveigar og amma hennar
sem er söngkennari í Noregi
og hefur kennt Sólveigu söng
frá upphafi.
Þær munu halda tónleika
ásamt tveimur nemendum úr
söngdeild Tónlistarskóla
Njarðvíkur, þeim Guðmundi
Sigurðssyni tenór og Maríu
Guðmundsdóttur sópran
ásamt Sveinbjörgu Vilhjálms-
dóttur píanóleikara, f Ytri-
Njarðvíkurkirkju mánudaginn
10. júní og í Norræna húsinu
fimmtudaginn 13. júní en þar
verða þær norsku einar með
tónleika.
Þetta er því tónlistarheim-
sókn nr. 2 sem vinabæjarsam-
starf Njarðvíkur og Fitja í
Noregi hefur leitt af sér, og
forvitnilegt að vita hversu vel
þessu unga fólki tekst til,
ásamt tónlistarfólki okkar, eft-
ir helgina.
Laugardagur 8. júní 1985 9
Kvenfélag Bústaðasóknar
Gróðursetning á vegum
Bandalags kvenna fer fram
fimmtudagsvöld 13. júní. Hitt-
umst við kirkjuna kl. 19.30 og
takið með ykkur kaffi. - Fund-
ur út af sumarferðinni verður
20. júní kl. 20.30.
Guðþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudaginn 9.
júní1985.
Árbæjarprestakall
Guðsþjónusta í safnaðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd.
Organleikari Jón Mýrdal.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja
Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr.
Guðmundur Karl Ágústsson,
sóknarprestur í Ólafsvík préd-
ikar. KórarÓlafsvíkurkirkjuog
Áskirkju syngja undir stjórn
David Woodhouse og Kristjáns
Sigtryggssonar. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall
Messa kl. 11.00 árd. í Breið-
holtsskóla. Organleikari Daníel
Jónsson. Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja
Guðsþjónusta kl. 10.00 árd.
Organleikari Guðni Þ. Guð-
mundsson. Sr. ÓlafurSkúlason.
Dómkirkjan
Messa kl. 11.00. Dómkórinn
syngur, organleikari Marteinn
H. Friðriksson. Sr. ÞórirSteph-
ensen.
Landakotsspítali
Messa kl. 10.00. Organleikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr.
Þórir Stephensen.
Elliheimilið Grund
Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Hall-
dórsson.
Fella- og Hólakirkja
Guðsþjónusta kl. 11.00. Organ-
leikari Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Sr. Hreinn Hjartarson.
Neskirkja
Guðsþjónusta kl. 11.(X). Sr.
Frank M. Halldórsson. Miðviku-
dag, fyrirbænamessa kl. 18.20.
Sr. Frank M. Halldórsson. Far-
seðlar í Vestfjarðaferðimar 24.
júní og 4. júlí eru tilbúnir til
afgreiðslu hjá kirkjuverði milli
kl. 5 og 6 næstu daga.
Fríkirkjan í Reykjavík
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Guðspjallið í myndum. Barna-
sálmar og smábarnasöngvar.
Afmælisbörn boðin sérstaklega
velkomin. Sunnudagspóstur
handa börnunum. Framhalds-
saga. Við hljóðfærið Pavel
Smid. Bænastundir eru í Frí-
kirkjunni þriðjud., miðvikud.,
fimmtud. og föstudag kl. 18.00
og standa í stundarfjórðung.
Sr. Gunnar Bjömsson.
Grensáskirkja
Guðsþjónusta kl. 11.00. Organ-
leikari Jón G. Þórarinsson.
Sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Þriðjudag kl. 10.30
fyrirbænaguðsþjónusta, beðið
lyrir sjúkum.
Landsspítalinn
Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
Háteigskirkja
Messa kl. 11.00. Sr. Amgrímur
Jónsson.
Kópavogskirkja
Guðsþjónusta kl. 11.(X). Sr. Ámi
Pálsson.
Langholtskirkja
Messa kl. 2.00. Biskup íslands
herra Pétur Sigurgeirsson préd-
ikar. Sr. Pétur Maack og sr.
Hjalti Guðmundsson þjóna fyrir
altari. Messutón eftir Þorkel Sig-
urbjömsson. Kórfólk og organ-
istar sjá um söng, kórstjóm og
orgelleik, en leikið verður á org-
eliðfrákl. 1.00.
Laugameskirkja
Laugardag 8. júní, guðsþjónusta
Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00.
Sunnudag: Guðsþjónusta kl.
11.(X). Sr. Helgi Hróbjartsson
prestur í Hrísey messar. Þriðju-
dag, bænaguðsþjónusta kl.
18.1X). Sóknarprestur.
Seljasókn
Messa í Ölduselsskóla kl. 11.00.
Fyrirbænaguðsþjónusta fimmtu-
dag 13. júní í Tindaseli 3 kl.
20.30. Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Guðsþjónusta kl. 11.00. Organ-
leikur og kórstjórn Þóra Guð-
mundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
Þing bankamanna:
Ahersla verði lögð á
raunhæfar kjarabætur
- bankamenn hafa dregist aftur úr
■ 34. þing Sambands íslenskra
bankamanna, sem haldið var ný-
lega, telur, að bankamenn hati
dregist aftur úr ýmsum launþeg-
ahópum í launum. Skorar þingið
á stjóm og samninganefnd sam-
bandsins að snúa þeirrí þróun
við, þar sem störf bankamanna
verði sífellt verðmætarí með auk-
inni tæknivæðingu.
í ályktun þings bankamanna
um kjaramál er stjórn SÍB hvött
til að leggja mesta áherslu á að
ná fram raunhæfum kjarabótum,
og er í því sambandi bent á
grunnkaupshækkanir, aukiö
flokkaskrið, aukið starfsaldurs-
álag og sérsamninga vegna tækni-
væðingar í bankakerfinu. Þingið
telur nauðsynlegt, að komið
verði á þeim kaupmætti launa,
sem var í september 1982 og að
hann verði tryggður.
Bankamenn ályktuðu einnig
um húsnæðismál og telja, að
endurskoða þurfi grundvöll láns-
kjaravísitölu. Hún þurfi á hverj-
um tíma að vera í samræmi við
tekjur launþega, þannig að tryggt
sé að greiðslubyrði vegna húsn-
æðislána þyngist ekki. Jafnframt
þurfi að leiðrétta það misgengi,
sem þegar hafi myndast.
Þing bankamanna skorar þá á
stjórn SÍB að taka aukinn virkan
þátt í umræðu stjórnvalda og
annarra launþegasamtaka um
launamál vinnumarkaðarins.