NT - 08.06.1985, Blaðsíða 21

NT - 08.06.1985, Blaðsíða 21
JLjUl_______Útlönd Finnskum gíslum í Líbanon hótað lífláti Sidon-Sameinuðu þjóðirnar-Reuter ■ Suður-Líbanonher shita, sem ísraelsmenn styðja, tóku í gær 22 finnska friðargæslumenn í gíslingu og hótuðu að drepa þá nema friðargæslusveitir Sam- einuðu þjóðanna sleppi úr haldi ellefu Amal-hermönnum úr Suður-Líbanonhernum. Shitarnir ásökuðu finnsku hermennina um að hafa gert árás á bækistöð Suður-Líbanon- hers og handtekið þar tólf hermenn. Friðargæslusveitirnar neita þessu algjörlega og segja að friðargæsluhermenn eigi aldrei upptökin að átökum. Samkvæmt frásögn William Callaghan yfirmanni í friðar- gæslusveitunum handtóku shit- arnir fyrst fimm Finna í bæki- stöð þeirra í Qantara í Suður-Lí- banon skammt frá yfirráðasvæði ísraelsmanna þar. Síðar hand- tóku þeir nítján Finna til viðbót- ar þegar þeir komu til bæki- stöðvarinnar frá höfuðstöðvum sínum í Norður-ísrael. Tveir Finnar voru síðar látnir lausir til að skýra frá atburðunum. Javier Perez De Cuellar aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna fór í gær á fund fulltrúa ísraels hjá SÞ og bað hann um aðstoð ísraelsmanna við að fá Finnana leysta úr haldi. ísraelsmenn styðja Suður-Líbanonher og segjast vilja að hann sjái um öryggisvörslu í syðsta hluta Lí- banons eftir að ísraelsmenn hafa flutt allan her sinn á brott þaðan. Þótt takmörkuð átök milli hermanna friðargæslusveitanna og Amal-shita hafi áður átt sér stað í Líbanon er handtaka Finnanna talin mun alvarlegri en fyrri átök. Þegar NT fór í prentun í gær höfðu þeir enn ekki verið látnir lausir. Japanir óttast Rauða herinn ■ Kozo Okamoto var vel fagnað við komuna til Líbýu. Nú óttast japanska lögreglan að hann grípi til vopna að nýju. Herhestar dýrir í rekstri Stokkhólmur-Reuter ■ Sænska ríkisstjórnin hefur falið sænska hernum að athuga hvort nokkur möguleiki sé á því að leigja hestana sem notaðir eru á hersýningum og við önnur opinber tækifæri, í sparnaðar- skyni. Embættismenn ríkisstjórnar- innar áætla að með þessu móti yrði unnt að spara ríflega 1,7 milljónir sænskra króna. Hest- arnir yrðu seldir til einkastofn- ana sem væru viljugar til að leigja hernum hesta hvenær sem þeirra væri þörf. Tokyo-Reuter ■ Yfirmaður japönsku lög- reglunnar, Sadatoshi Suzuki, sagði í gær að hann óttaðist að japanski skæruliðahópurinn, sem hefur kallað sig Rauða herinn, hefji nú nýia ofbeldis- herferð eftir að Israelsmenn slepptu einum af forystumönn- um hópsins, Kozo Okamoto úr haldi í seinasta mánuði. Okamoto, sem er 37 ára gamall, tók þátt í morðárás þriggja japanskra borgarskæru- liða á flugvellinum í Tel Aviv árið 1972. Skæruliðarnir myrtu 25 manns með vélbyssuskothríð áður en þeir voru yfirbugaðir. Félagar Okamotos féllu í bar- daga við ísraelska öryggisverði en hann var sjálfur fangelsaður. Okamoto var í hópi 1150 palistínskra og líbanskra skæru- liða sem ísraelsmenn létu úr haldi í seinasta mánuði í skipt- um fyrir þrjá ísraelska hermenn. Suzuki sagði á fundi yfir- manna öryggissveita japönsku lögreglunnar að Rauði herinn hefði ekki sagt skilið við vopna- baráttuna og það væri hætta á því að hann gripi aftur til hryðju- verka. Það er álitið að japanski Rauði herinn hafi um þrjátíu félaga sem stefna að því að koma á fót miðstöðvum víðs vegar um heiminn til að hleypa af stað vopnaðri heimsbyltingu. Ekki er vitað hvar Okamoto heldur sig núna. Hann fór fyrst til Lýbíu eftir að honum var sleppt úr haldi en síðan er talið að hann hafi e.t.v. farið til Sýrlands. Níu félagar í japanska Rauða hernum eru í útlegð í Norður- Kóreu. Þar hafa þeir dvalist frá því árið 1970 þegar þeir rændu japanskri flugvél og þvinguðu flugmenn hennar til að fljúga til Pyongyang höfuðborgar Norð- ur-Kóreu. Eldri bróðir Kozo Okamotos er í hóp þessara níu útlaga. ■ Mehmet Ali Agca í fylgd lögreglumanna. Treglega gengur að leiða sannleikann í Ijós í skotmálinu gegn Jóni Páli páfa. Réttarhöldin yfir páfaskotmanni: Agca skiptir enn um skoðun Róm-Reuter Vopnalaust svæði við landamæri Nicaragua? Amsterdam-Reuter ■ Stjórnvöld í Nicaragua hafa lagt til að komið verði á vopna- , iausu svæði mcðfram öllum landamærum Nicaragua. Þau hafa beðið ríki Mið- og Suður- Ameríku um aðstoð við að koma á slíku svæði til að binda | enda á átök við landamærin. Varaforseti Nicaragua, Serg- io Ramirez Mercado. sagði á blaðamannafundi fyrr í þessari viku að stjórn Nicaragua myndi biðja Contadora-ríkin svoköll- uðu, Mexíko, Kólombíu, Ven- ezúela, Panama,og fleiri ríki um að gerast aðilar að eftirlitsnefnd sem myndi fylgjast með því að engin vopn yrðu á vopnalausa svæðinu við landamærin. Varaforsetinn lofaði friðar- frumkvæði Contadoraríkjanna. Hann sagði að Nicaraguamenn hefðu verið tilbúnir til að skrifa undir friðartillögur Contadora á seinasta ári en þá hefðu Bandaríkjamenn sagt stjórn- völdum í E1 Salvador og Hond- uras að neita að skrifa undir. Þess vegna hefði ekkert orðið úr friðarsamkomulaginu. Ramirez sagði heimsókn sína til fimm Evrópuríkja mjög ár- angursríka til að afla stuðnings vegna viðskiptabanns Banda- ríkjamanna í Nicaragua. ■ Mehmet Ali Agca, Tyrkinn sem skaut á Jón Pál páfa sagði í gær að bæði Búlgarir og Tyrkir hefðu verið með í samsærinu gegn páfa en sagði mjög óljóst frá með hvaða hætti það hefði verið, þar eð hann hélt því fram að honum hefði verið hótað af sovéskum og búlgörskum leyni- þjónustumönnum. Agca hafði áður mótmælt því að Búlgarir væru viðriðnir morðtilraunina en skipti um skoðun að afloknum hádeg- isverði. ítalskir verjendur þeirra þriggja Búlgara sem ákærðir hafa verið vegna þessa máls mótmæltu fullyrðingu Agca og að loknu stuttu réttarhléi neit- aði Agca að svara spurningum. Réttarhöldunum var þá frestað fram á þriðjudag. Laugardagur 8. júní 1985 21 ■ Þessir tyrknesku karlmenn hafa veriö pyntaöir af tyrkneskum meöbræörum sínum en í París stendur nú yfír skelfíleg sýning á pyntingartækjum. Pyntingartækja- sýning í París-Reuter ■ Vesalings fertugi sálfræð- ingurinn rak upp skelfingaróp þegar viðkvæmir fingurgómar hans snertu flugbeitt egg ryðg- aðrar sagar. „Að hugsa sér að slíkt skaðræðisvopn hafi verið notað til að flá fólk lifandi," hrópaði hann. Sálfræðingurinn fertugi var einn gesta á sýningu á pynting- artækjum sem sett hefur verið upp í þeim tilgangi að fá skelfda sýningargesti til liðs við baráttu gegn pyntingum. Hann sagði að forvitnin hefði dregið sig á sýn- inguna og að hún hefði haft mjög óþægileg áhrif á sig. Hann gæti alls ekki skilið hvernig svona grimmd væri möguleg. Á alla vegu voru hinir hræði- legustu hlutir sem blóðþyrstir og heittrúaðir sadistar og brjál- æðingar allra alda hafa fundið upp. Fórnarlömbin voru allt frá venjulegum glæpamönnum, pólitískum föngum, mönnum sem höfðu trúarafstöðu sem fór í bága við hina opinberu afstöðu kirkjunnar til manna sem brutu gegn „almennri siðsemi". Við hlið hvers sýningargrips voru nákvæmar útlistingar á því hvenær og hvernig pyntingar- tækin höfðu verið notuð og ekkert skilið eftir handa ímynd- unaraflinu. Sýning þessi er haldin í Galer- ie de Nesle á Signubökkum í herbergjuin sem hönnuð hafa verið eins og dýflissur. Mannréttindasamtökin Am- París nesty International standa ásamt fleirum að sýningunni. Þegar forstöðumaður sýningar- innar var spurð að því hvort sýningin væri ekki einurn of viðbjóðsleg sagði hún að til- gangurinn hefði verið sá að vekja meðvitund fólks um að pyntingar tilheyrðu síður en svo sögunni heldur ástundaðar af fullum krafti. Líkamlegar pynt- ingar væru enn til staðar og í enn ógnvænlegra formi, pynt- ingar sem skildu ekki eftir nein sýnileg ummerki á fórnarlamb- inu eins og þegar menn væru sprautaðir heilarýrnunarefnum. Hún benti og á að fallöxin og skelfilegt kyrkingarhálsjárn hefðu enn verið notuð í Frakk- landi og á Spáni um miðjan sjöunda áratug þessarar aldar. Eitt pyntingartækjanna á sýn- ingunni, oddhvass trépíramídi sem fórnarlambið er hvað eftir annað neytt til að setjast á, er enn í notkun í Suður-Ámeríku, að því er flóttamaður nokkur frá Chile sagði í viðtali í tengsl- um viðsýninguna. Flóttamaður- inn sagði og að enginn kæmi samur maður út af sýningu sem þessari og að tilfinningalegt áfall sýningargesta hlyti að leiða til þess að menn fylltust baráttu- vilja til að uppræta þetta krabba- mein mannkynsins eins og hann orðaði það. Talsmenn mannréttindasam- takanna Amnesty International segja að um 60 ríki í heiminum ástundi pyntingar. Umsjón: Ragnar Baldursson og Margrét Rún Guðmundsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.