NT

Ulloq

NT - 08.06.1985, Qupperneq 22

NT - 08.06.1985, Qupperneq 22
8. júní 1985 22 2. deild kvenna: Keppni hafin ■ Stjarnan sigraöi Hverageröi l-2 á útivelli í l. umferð B-riðils 2. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Hrund Grétars- dóttir og Bryndís Hákonardótt- ir skoruðu mörk gestanna, en Lilja Ólafsdóttir svaraði fyrir Hveragerði. Pá unnu Haukar Selfoss á útivelli 0-3 með mörkum Helenu Önnudóttur (tvö) og Hrafnhild- ar Gunnarsdóttur. Fram sigraði ÍR 2-0. Kristín Þorleifsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir gerðu mörkin. í A-riðli sigraði Víkingur FH í Firðinum 0-2. Hjördís Jóns- dóttir skoraði bæði mörkin. McEnroe steinlá ■ Svíinn Mats Wilander sigr- aði John McEnroe nokkuð óvænt í undanúrslitum einliða- leiks karla í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis í gær. Lokatölur urðu 6-1, 7-5 og 7-5. Mótlætið fór mjög í taugarnar á McEnroe, sem nær sjaldan að sýna sínar bestu hlið- ar á leirvöllum, eins og þeim í París. Var hann orðinn svo æstur í síðustu lotunni að hann braut spaða sinn er Wilander náði að jafna 5-5. Wilander, sem vann þetta mót 1982 aðeins 17 ára að aldri, mætir Ivan Lendl í úr- slitunum. Lendl vann keppnina í fyrra og var frekar snöggur að afgreiða Jimmy Connors í hin- um undanúrslitaleiknum. Úrslit þar 6-2, 6-3 og 6-1. í einliðaleik kvenna mætast Martina Navratilova og Christ Evert Lloyd. Navratilova sigr- aði v-þýsku stúlkuna Claudiu Kohde-Kilsch 6-4 og 6-4 í undanúrslitum og Evert Lloyd sigraði hina 15 ára gömlu Bagri- elu Sabatini frá Argentínu 6-4 og 6-1. ■ Tony Knapp á æfingu með landsliðshópnum fyrir Skotaleikinn. Flestir sömu leikmenn eru með nú, að Pétri Péturssyni frátöldum og ólíklegt má telja að Sigurður Jónsson (fyrir miðri mynd) geti leikið vegna meiðsla. mJ.Ln Þessi M.Bens Unimog er til sölu á bílasölunni Blik. Ekinn 32 þús. km ný dekk, 6 manna hús, klæddur og í góðu ásigkomulagi. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í sím 99-7334 f.h. % & LANDSSAMTOK HJARTASJÚKLINGA l’ósihólf H.ts - i '2 1 Rcykiavík Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu Bókabúð ísafoldar, Austurstræti, Reynisbúð, Bræðraborgarstig 47 Versl. Framtíðin, Laugavegi 45 Bókabúð Vesturbæjar, Víðimel 35. Seltjarnarnes Margrét Sigurðardóttir, Nesbala 7 Kópavogur Bókaversl. Veda, Hamraborg 5 Hafnarfjjörður Bókabúð Böðvars, Strandgötu 3 Grindavík Sigurður Ólafsson, Hvassahrauni 2 Keflavík Bókabúð Keflavíkur, Sólvaliagötu 2 Rammar og Gler, Sólvallagötu 11 Sandgerði Pósthúsið Selfoss Selfoss Apótek, Austurvegi 44 Hvolsvöllur Stella Ottósdóttir, Norðurgarði 5 Ólafsvík Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 36 Grundarfj. Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 fsafjörður Urður Ólafsdóttir, Brautarholti 3 Versl. Leggur og Skel Versl. Guliauga Vestmannaeyjar Skóbúð Óskars Ó. Lárussonar, Vestmannabraut 23 Akureyri Gísli J. Eyland, Víðimýri 8. Landsliðshópurinn fyrir leikinn gegn Spáni 12. júní: Gunnar Gísla og Sveinbjörn valdir - í stað Péturs Péturssonar og Sigurðar Jónssonar sem leikur varla ■ Tony Knapp, landsliðsþjálfari, valdi í gær 17 manna hópinn fyrir landsleik Islands gegn Spáni í undan- keppni HM 12. þessa mánaðar. Tveir nýir leikmenn komu inn í hann frá leiknum gegn Skotum á dögunum, þeir Gunnar Gíslason, KR og Sveinbjörn Hákonarson, ÍA. Þeir koma í stað Péturs Péturssonar, sem fékk áminningu í Skotaleiknum og er því kominn rneð of mörg refsistig til að geta leikið með, og Sigurðar Jóns- sonar. Sigurður er að vísu með í hópnum, en afar ótrúlegt er að hann geti leikið vegna meiðsla þeirra sem hann hlaut í umræddum leik. Allir aðrir eru valdir aftur nú. Athygli vekur að Lárus Guðmundsson, sem leikur með Bayer Uerdingen, er ekki heldur í hópnum að þessu sinni, enda mun einhver misklíð hafa komið upp á milli hans og Knapp. Hópinn skipa því eftirtaldir: Markmenn: Bjarni Sigurðsson, Brann 9 landsleikir Eggert Guðmundsson, Holmstad 1 landsleikur Aðrir leikmenn: Árni Sveinsson, ÍA 48 landsleikir ísiand'Spánn U-21 árs 11. júní: Sigurliðið óbreytt Atli Eðvaldsson, Fortuna Dússeldorf 37 landsleikir Guðmundur Steinsson, Fram 3 landsleikir Guðmundur Þorbjörnsson, Val 33 landsleikir Gunnar Gíslason, KR 13 landsleikir Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln 32 landsleikir Magnús Bergs, Eintract Braunschweig 15 landsleikir Ómar Torfason, Fram 17 landsleikir Ragnar Margeirsson, ÍBK 15 landsleikir Sigurður Grétarsson, Iraklis Saloniki 15 landsleikir Sigurður Jónsson, Sheffield Wedensday 5 landsleikir Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 2 landsleikir Sævar Jónsson, Val 22 landsleikir Teitur Þórðarson, Yverdon 39 landsleikir Þorgrímur Þráinsson, Val 10 landsleikir Landsliðshópurinn mun koma saman á Hótel Loftleiðum síðdegis á mánudag og dvelja á hótelinu þar til leikurinn hefst á miðvikudag kl. 20. Æfingar verða daglega, þar af tvær á þriðjudag. TIL SÖLU Volkswagen árg. 72 1200 model. Litur: Brúnsanseraður. Biilinn þarfnast viðgerðar og selst þvi mjög Ódýrt. í honum eru einnig mjög góðar græjur sem geta selst sér ef út í það er farið. Frekari uppl. í síma 18300 (Jakob) frá leiknum á móti Skotum ■ Eins og vænta mátti gerði Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari, engar breytingar á liðinu frá ieiknum gegn Skotum í síðasta mánuði, er hann valdi 16 manna hóp leikmanna undir 21 árs Spænsku leikmennirnir: Komaá morgun ■ Spænsku landsliðin í knattspyrnu, sem leika við íslendinga í næstu viku, eru væntanleg til landsins á morgun, sunnudag. Ekki er enn víst hvort tengiliðurinn Rafael Gordillo muni geta leikið með landsliði sínu í HM-Ieikn- um á miðvikudag, vegna meiðsla sem hann hlaut nýlega. Gordillo byrjaði feril sinn sem vinstri bakvörður en er nú ómissandi hlekkur á miðjuspili Spánar og lék flestalla leiki liðs síns á Evrópumeistarakeppninni í fyrra. Hann hefur leikið á sjötta tug landsleikja. Geti hann ekki leikið mun Enrique Ramos frá Atletico Madrid líklega taka stöðu hans. Ramos varfastamaður í liði Spánar í undankeppni HM 1982, en meiddist illa skömmu fyrir sjálfa úrslitakeppnina. Síðan þá hefur hann átt erfitt með að festa sig í sessi í liðinu, var t.d. ekki með í Frakklandi í fyrra. til þátttöku í landsleiknum gegn Spán- vérjum. Sá leikur er liður í Evrópu- keppni þessa aldursflokks og fer fram á Kópavogsvelli næstkomandi þriðju- dag. Leikurinn gegn Skotum vannst 2-0 og eru íslendingar þar með komnir með tvö stig í þessum riðli. Spánverjar eru efstir með þrjú stig, þannig að íslenska liðið verður að vinna það spánska til að eiga raunhæfa möguleika á sigri í riðlinum. Leikmennirnir, sem fá það erfiða hlutverk, eru þessir: Markmenn: Birkir Kristjánsson, ÍA Friðrik Friðriksson, Fram Aðrir lcikmenn: Ágúst Már Jónsson, KR (eldri leikmaður) Andri Marteinsson, Víkingi Björn Rafnsson, KR Guðni Bergsson, Val Halldór Áskelsson, Þór Ingvar Guðmundsson, Val Jón Erl. Ragnarsson, FH Kristinn Jónsson, Fram Kristján Jónsson, Þrótti Loftur Ólafsson, Þrótti (eldri leikmaður) Mark Duffield, KS Ólafur Þórðarson, ÍA Pétur Arnþórsson, Þrótti Þorsteinn Þorsteinsson, Fram Ágúst Már og Loftur eru í hlutverki „öldunganna“, en í hvoru liði mega vera tveir leikmenn eldri en 21 árs. Líkt og A-landsliðið mun þetta landslið vera í æfingabúðum síðustu dagana fyrir leik. Þeir halda til Lauga- vatns á sunnudag og munu dvelja þar við æfingar og annan undirbúning fram á þriðjudagskvöld. ■ Halldór Áskelsson fagnar marki gegn Skotum. Gerir hann það einnig á móti Spánverjum? Vann á rothöggi ■ Michael Spinks varði heimsmeist- aratitil sinn í léttþungavigt í hnefaleik- um í 10. sinn í röð, er hann bar sigurorð af Jim McDonald í átta lotum í Las Vegas í fyrrakvöld. Leikurinn var stöðvaður er ein og hálf mínúta var liðin af áttundu Iotunni, en Spinks hafði þá slegið McDonald niður í þriðja skiptið í keppninni. Þetta var 27. sigur Spinks í röð og þar af hefur hann 19 sinnum unnið á rothöggi. Fyrir sigurinn fékk Spinks 150.000 dollara og McDonald fékk 35.000 fyrir sína frammistöðu.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.