NT - 11.06.1985, Blaðsíða 22
Slakur
árangur
í Moskvu
■ Árangur á þriðja
Grand Prix mótinu í
frjálsum íþróttum, sem
þaldið var í Moskvu um
helgina, var frekar
slakur. Það var aðeins í
400 m hlaupinu, sem góð-
ur árangur náðist. Todd
Bennett frá Bretlandi
sigraði í 45,49 sek., kom
í mark fimm hundruðustu
úr sekúndu á undan
heimamanninum. Vla-
dimir Krylov. Harald
Schmidt frá V-Þýskalandi
var þriðji á 45,99 sek., en
næstu fimm voru allir frá
Sovétríkjunum.
í spjótkasti sigraði
Oleg Pakhol, kastaði
85,36 m. Einar Vil-
hjálmsson keppti ekki á
mótinu, en sigurkast hans
á Grand Prix leikunum í
Oregon á dögunum var
88,90 m. Annar í Moskvu
var Yuri Novikov með
84,58 m og Sergei Gabras
kastaði 83,74 m. Árangur
Sigurðar Einarssonar á
EOP-mótinu í síðustu
viku hefði því dugað hon-
um til bronsverðlauna á
mótinu, því Sigurður
kastaði 84,30 m.
í 110 m grinduhlaupi
hljóp Sergei Usov á nýju
sovésku meti 13,33 sek. í
undanrásunum. í úrslit-
unum var hann greinilega
ekki búinn að ná sér og
varð að láta sér lynda 2.
sætið, hfjóp á 13,71 sek.
Igor Kazaknov sigraði á
13,62
Þetta var þriðja Grand
Prix mótið af 16, en þeir
sem ná bestum saman-
lögðum árangri keppa
svo á móti í Róm í sept-
ember.
■ ívar Hauksson varð annar á Nissan golfmótinu. Hér er hann á 17. braut sem gaf bíl í verðlaun
fyrir holu í höggi. Enginn náði þeim árangri. NT-mynd Sverrir
Lokaumferðin í V-Þýskalandi:
Bayern endaði með glans
- Dortmund vann Bremen og bjargaði sér frá falli í leiðinni
Frá Guðmundi Karlssyni fréttafnanni NT i
V-Þýskalandi
■ Nú um helgina var leikinn
síðasta umferð í 1. deild vestur-
þýsku knattspyrnunnar. Bayern
Múnchen sem leitt hefur í deild-
inni frá því í haust vann sinn
síðasta leik og tryggði sér því
meistaratitilinn í 8. sinn. Síðast
varð Bayern meistari 1981.
Þá tryggðu Hamborgarar sér
Evrópusæti með sigri á Schalke
á meðan Mannheim tapaði fyrir
Leverkuesen. Hin liðin sem
komast í UEFA-keppni eru
Köln, Bremen og Gladbach.
Úerdingen leikur í Evróðu-
keppni bikarhafa.
Atli Eðvaldsson og félagar í
Dusseldorf sluppu við fall en
Bielefeld verður að leika um
sæti í fyrstu deild gegn 2. deild-
arliði vegna óhagstaðara marka-
hlutfalls en Dusseldorf hefur.
Braunschweig-Bayern 0-1:
Dieter Höness tryggði
Bayern titilinn með marki á 49.
mínútu. Leikmenn Breunsch-
weig, sem þegar vissu að þeir
myndu leika í 2. deild að ári,
börðust eins og ljón strax þegar
flautað var til leiks. Það var líka
metaðsókn að heimavelli liðsins
á laugardaginn. Fyrri hálfleikur
var jafn og bæði liðin áttu
stórgóð færi. En eftir að Höness
potaði inn markinu var mesti
vindurinn úr leikmönnum
Braunschweig á meðan Bayern
setti á fullt. Það varð mikill
fögnuður meðal stuðnings-
manna Bayern eftir leikinn er
Klaus Augentahler fyrirliði liðs-
ins lyfti verðlaunabikarnum.
Augenthaler og Ludwig Kögl
eru báðir komnir í landsliðið
fyrir leikina gegn Englending-
um og Mexíkönum. Kögl var
einnig valinn í lið tímabilsins
hjá Bild og síðan besti leikmað-
ur af þeim II sern í það komust.
Hann fékk einnig viðurkennigu
fyrir mestar framfarir á leiktíma-
bilinu. Sören Lerby var hæstur
í einkunnagjöf Bild svo sjá má
að Bayjarar eru í fremstu röð
allsstaðar.
Dortmund-Bremen 2-0:
Rudi Völler gat ekki leikið
með vegna meiðsla og virtist
það hafa slæm áhrif á Bremen.
Leikmenn Dortmund urðu að
sigra til að sleppa við fall og
börðust eins og brjálaðir væru.
Þeim tókst þó ekki að skora fyrr
en í seinni hálfleik en þá komu
tvö góð mörk. Bremen sýndi
aldrei lit og átti ekki eitt einasta
dauðafæri. Merkilegt áhuga-
leysi.
Bochum-Diisseldorf 1-0:
Það voru aðeins 7 þúsund
áhorfendur sem ómökuðu sig á
völlinn í Bochum og þeir hefðu
betur setið heima. Leikurinn
var afspyrnulélegur. Dússeldorf
lék upp á jafnteflið og því var
lítið um færi. Schultz skoraði þó
eina mark leiksins á 35. mínútu
úr þvögu. Dússeldorf fékk
nokkur tækifæri til að jafna í
seinni hálfleik en tókst ekki.
Úerdingen-Bielefeld 0-1:
Úerdingen tapaði síðasta leik
sínum, enda leikmennirnir
þreyttir. Bielifeld þurfti að
vinna 4-0 til að markahlutfall
þeirra yrði hagstæðara en
Dússeldorf en það tókst ekki,
vörn Úerdingen var þétt. Lárus
átti ágætan leik og gott skot sem
var naumlega varið.
Markhæstu leikmennirnir í
fyrstu deildinni voru þessir:
Klaus Allofs, Köln 26 mörk
Rudi Völler, Bremen 25 mörk
Thomas Allofs, Kaiserslautern
19 mörk
Karl Allgöwer, Stuttgart 19
mörk
Tauber, Schalke 18 mörk
Reich, Bielefeld 18 mörk
Gúnter Thiele, Dússeldorf 17
mörk
Önnur úrslit á laugardaginn
en þegar eru talin voru þannig:
Leverkusen-Mannheim............. 2-1
Gladbach-Frankfurt........... 3-3
Hamborg-Schalke ................ 2-0
Kaiserslautern-Köln ............ 6-0
Karlsruhe-Stuttgart............. 1-1
Lokastadan í deildinni var svona:
Bayern Munich.
.................... 34 21 8 5 79 38 50
Bremen....... 34 18 10 6 87 51 46
Köln......... 34 18 4 12 69 66 40
Gladbach..... 34 15 9 10 77 53 39
Hamborg...... 34 14 9 11 58 49 37
Mannheim .... 34 13 11 10 47 50 37
tíerdingen... 34 14 8 12 57 52 36
Schalke ......... 34 13 8 13 63 62 34
Bochum....... 34 12 10 12 52 54 34
Stuttgart.... 34 14 5 15 79 59 33
Kaiserslautern . 34 11 11 12 56 60 33
Frankfurt ....... 34 10 12 12 62 67 32
Laverkusen .... 34 9 13 12 52 54 31
Dortmund..... 34 13 4 17 51 65 30
Dússeldorf .... 34 10 9 15 53 66 29
Bielefeld.... 34 8 13 13 46 61 29
Karlsruhe ....... 34 5 12 17 47 88 22
Braunschweig .34 9 2 23 39 79 20
Ludwig Kögl til vinstri ásamt Lothar Matthaus.
Risastökk hjá Banks
■ Bandaríkjamaðurinn
Willie Banks náði sannköll-
uðu risastökki í þrístökki á
frjálsíþróttamóti í Los
Angeles um helgina. Hann
flaug 17,67 metra og er það
næstlengsta stökk, sem mælst
hefur. Heimsmetið á Joao
Oliveira frá B.rasilíu, 17,89
m. Það var sett í þunna
loftinu í Mexíkóborg árið
1975.
Stökk Banks er það
lengsta í keppni niðri við
sjávarmál og hann er greini-
lega til alls líklegur.
Þriðjudagur 11. júní 1985 22
íþróttir
Nissan-golfmótið á Grafarhoitsvelli:
Ragnar vann
í bráðabana
■ Ragnar Ólafsson, GR, sigr-
aði á Nissan-mótinu í golfi, sem
lauk í Grafarholti á sunnudag.
Ragnar var jafn ívari Hauks-
syni, GR og Sigurði Péturssyni,
GR, að keppni lokinni, en sigr-
aði í bráðabana. Hann fór fyrstu
holuna í bráðabananum á pari
en hinir tveir á höggi meira.
Þeir ívar og Sigurður léku þá
þrjár holur í viðbót og þá hafði
Ivar betur og varð því í 2. sæti.
Allir þrír léku holurnar 72 á 298
höggum. Úlfar Jónsson, GK,
varð fjórði á 301 höggi og
Hannes Eyvindsson í 5. sæti á
304 höggum.
Los Angeles Lakers:
Tókst loks í
níundu tilraun
- að bera sigurorð af Boston Celtics í
úrslitum NBA deildarinnar í körfuknattleik
■ Loksins í níundu tilraun
tókst Los Angeles Lakers að
leggja Boston Celtics í úrslitum
bandarísku atvinnumanna-
deildarinnar í körfuknattleik
(NBA). Á sunnudag unnu Lak-
ers Celtics 111-100 í sjötta leik
liðanna, sem lcikinn var í
Boston. Lakers unnu því fjóra
leiki, en Celtics tvo.
Kareem Abdul-Jabbar skor-
aði 29 stig fyrir Lakers á sunnu-
dag og eftir leikinn var hann
valinn besti leikmaður úrslita-
keppninnar. „Sigurinn nú á
Boston á þeirra heimavelli er
hápunktur ferils míns. Ekkert
Lakers-lið hefur nokkurn tíma
fyrr unnið Boston í úrslitun-
um,“ sagði Jabbar eftir leikinn.
James Worthy skoraði 28 stig
fyrir Los Angeles og Byron
Scott og Ervin „Magic“ John-
son gerðu 14 hvor. Johnson
náði einnig 10 fráköstum og átti
14 sendingar sem gáfu körfur.
Kevin McHale skoraði 32 stig
fyrir Boston og náði 16 fráköst-
um. Larry Bird gerði 28 stig og
krækti 10 sinnum í fráköstin og
Robert Parish skoraði 14 stig og
náði 11 fráköstum.
Þetta var 8 sigur Lakers í
NBA, en Celtics hafa unnið
keppnina 15 sinnum.
Á laugardag sigruðu Lakcrs
Boston 120-111 í fimmta leik
liðanna og fór sá fram í Los
Angeles.
Evrópukeppni landsliða í körfu:
Sovétmenn og
ítalir sterkir
■ Á sunnudaginn lauk riðla-
keppni í úrslitum Evrópu-
keppninnar í körfuknattleik
sem fram fer í Vestur-Þýska-
landi.
í A-riðli urðu engin óvænt
úrslit í síðustu leikjunum: Júgó-
slavía vann Rúmeníu með 102
stigum gegn 93, Sovétríkin sigr-
uðu Pólland 122-99 og Spánn
sigraði Frakkland 109-83. Loka-
staðan í A-riðlinum varð því
þessi:
Sovótríkin......... 5 4 1 537-483 8
Júgóslavía......... 5 4 1 514-464 8
Spánn ............. 54 1 496-465 8
Frakkland.......... 5 1 4 479-530 2
Rúmenía............ 5 1 4 452-488 2
Pólland ........... 5 1 4 457-504 2
í B-riðli urðu aftur á móti
óvænt úrslit í einum leik. Evrópu-
meistarar Ítalíu töpuðu fyrir
ísrael eftir hörkuspennandi
framlengdan leik. Staðan eftir
venjulegan leiktíma var 79-79
en ísraelar sigruðu að lokum
92-89 og komu í veg fyrir að
ítalir færu taplausir í 8-liða
úrslitin. Önnur úrslit í þeim
riðli urðu sem hérsegir: Vestur-
Þjóðverjar unnu Búlgari 73-70,
Tékkar unnu heillum horfna
Hollendinga 104-66. Lokastað-
an í B-riðli varð svona:
Ítalía ............ 5 4 1 459-388 8
V-Þýskaland........ 5 3 2 445-420 6
Búlgaría........... 5 3 2 396-385 6
Tékkóslóvakía ..... 5 2 3 428-425 4
ísrael............. 5 2 3 430-434 4
Holland............ 5 1 4 397-503 2
Fjögur efstu liðin úr hvorum
riðli komast áfram í keppninni.
Það sem helst vakti athygli í
keppninni var að Spánverjar
unnu Sovétmenn í Á-riðli og
ísrael vann Ítalíu í B-riðli.
Úrslitakeppnin hefst strax nú
í þessari viku í Stuttgart og
verða ábyggilega stórskemmti-
legir leikir á dagskrá og spenn-
andi.
ítalir, núverandi Evrópu-
meistarar, og Sovétmenn sem
oftast hafa hreppt þann titil
undanfarin ár eru líklegustu
þjóðirnar til að standa uppi sem
sigurvegarar. Litríkasti leik-
maðurinn í riðlakeppninni var
án vafa ísraelinn Doron Jamchy
sem skoraði meðal annars 42
stig gegn V-Þjóðverjum, þar af
10 skot fyrir utan 3-stiga línu.
Hann var óstöðvandi í keppn-
inni. í sama leik blómstraði
einnig V-Þjóðverjinn Detlef
Schrempf sem skoraði 36 stig og
var óstöðvandi undir körfunni.
Schrempf þessi er 2,10 metrar á
hæð og hefur gert atvinnusamn-
ing við liðíNBA. Hann erfyrsti
Þjóðverjinn sem það gerir.
Sovétmaðurinn Sabonis er einnig
gríðarsterkur, kornungur og há-
vaxinn og það var öðrum fremur
hann sem jarðaði Júgóslava,
kappinn skoraði þá 34 stig.