NT - 11.06.1985, Blaðsíða 24
LÚRIR ÞU Á FRÉTT?
HRINGDU PÁ I SÍMA 60-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt |
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
mmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmm ■ 1 ■ "l""—mmmm’^^mmmmmmm
Tvö íslensk gull
Ragnheiður Runólfsdóttir nieð mct.
Þrjú íslandsmet
■ írar sigruöu íslendinga með
199 stigum gegn 123 í lands-
keppni í sundi, sern fram fór í
Belfast um helgina.
Ragnheiöur Runólfsdóttir frá
Akranesi setti þrjú íslandsmet í
keppninni. Hún synti 100 m
baksund á 1:07,81 mín. 200 m
fjórsund á 2:26,43 mín. og 400
m fjórsund á 5:12,67 rnín.
■ Torfí Ólafsson og Hjalti Árnason (innfelld mynd) náðu góðum árangri í Finnlandi.
Góð ferð til Finnlands:
og eitt silfur á NM í kraftlyftingum
■ íslensku keppendurnir
gerðu heldur betur góöa ferð á
Norðurlandamótið í kraftlyft-
ingum, sem haldið var í Finn-
landi um helgina. Torfi Ólafs-
son og Hjalti Árnason unnu
báðir sinn þyngdarflokk og
Matthías Eggertsson nældi í silf-
urverðlaunin í sínum.
Torfi keppti í yfir 125 kg
flokki og lyfti samtals 810 kg.
Hann tók 300 kg í hnébeygju,
lyfti 190 kg í bekkpressu og
320 kg í réttstöðulyftu.
lljalti var í 125 kg flokki og
byrjaöi á að lyfta 305 kg í
hnébeygju. Síðan lyfti hann 175
kg í bekkpressu og 300 kg í
réttstöðulyftu. Samtals 780 kg.
hann reyndi svo við heimsmet í
réttstöðulyftu, 342,5 kg, en fór
ekki upp með þá þyngd.
Matthías keppti í 110 kg
flokki og lyfti samtals 635 kg. í
hnébeygju lyfti liann 230 kg.
155 kg í bekkpressu og 250 kg í
réttstöðulyftu.
Finnar sigruðu í stigakeppn-
inni á mótinu og Norðmenn
urðu í öðru sæti.
Næsta stórmót íslensku kraft-
lyftingamannanna er lands-
keppnin við Skota 6. júlí. Þar
munu tíu sterkustu menn hvorr-
ar þjóðar etja kappi saman og
ætti það að geta orðið tvísýn
viðureign.
Guðni Kjartansson, landsliðsþjalfari U-21:
„Hóflega bjartsýnir
■ „Ég held að menn séu
bara hóflega bjartsýnir.
Þetta er spurning um
stemmningu, hvort leik-
me'nnirnir ná að skapa rétta
stemmningu tvívegis
með stuttu millibili," sagöi
Guðni Kjartansson þjálfari
landsliðs íslands skipað leik-
mönnum 21 árs og vngri,
sem í dag leikur við Spán á
Kópavogsvelli.
Sömu leikmennirnir munu
byrja leikinn í dag og hófu
2-0 sigurleikinn gegn Skot-
um , enginn er meiddur.
Friðrik Friðriksson verður í
markinu og aðrir leikmenn
eru Þorsteinn Þorsteinsson,
Kristján Jónsson, Loftur
Ólafsson, Guðni Bergsson,
Pétur Arnþórsson, Ágúst
Már Jónsson, Kristinn
Jónsson, Ólafur Þórðarson,
Halldór Áskelsson og Jón E.
Ragnarsson.
Spánverjar unnu Skota í
Skotlandi. Allir leikmanna
liðs þeirra Ieika með liðum í'
spænsku 1. deildinni og því
má búast við að róðurinn
verði þungur. Leikurinn
hefst svo klukkan 20.
■ Landsliðið U-21 árs á æfmgu undir stjórn Guðna.
NT-mynd Sverrir
Handknattleiksdeild KA:
FærJúgóslava
- sem þjálfar alla flokka
Frá Gylfa Kristjánssyni, fréttaritara
NT á Akureyri:
■ Handknattleiksdeild KA
gekk um helgina frá ráðn-
ingu júgóslavnesks þjálfara
að nafni Ljubo Lazic. Lazic
er fyrrverandi landsliðsmað-
ur og hefur þjálfað lið í
Júgóslavíu, Sviss og Frakk-
landi.
Samningurinn er til
tveggja ára og mun Lazic
taka að sér þjálfun allra
flokka hjá félaginu. Lazic
hefur leyfi frá Alþjóðahand-
knattleikssambandinu til að
halda þjálfaranámskeið og
hefur gert það víða um lönd
með góðum árangri.
„Við erum mjög ánægðir
með að hafa fengið hann og
bindum miklar vonir við
starf hans,“ sagði Jóhann
Karl Sigurðsson, formaður
handknattleiksdeildar KA.
KA vann sig upp í 1. deild í
vor og hefur liðið nú greini-
lega sett markið hátt fyrir
næsta vetur.
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Brassasigur
■ Brasilíumenn eru nú að ná
sér á strik í upphitunarleikjum
sínum fyrirundankeppni lieims-
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu. Á laugardaginn unnu
þeir Chile-búa með þremur
mörkum gegn einu og var sigur-
inn öruggur allan tírnann. Al-
gjör stakkaskipti hafa orðið á
liðinu eftir að Tele Santana tók
við því aftur og leikmennirnir
Zico, Socrates og Junior bættust
í hópinn.
Það var einmitt Zico sem var
maður leiksins gegn Chile á
laugardaginn og skoraði hann
tvö mörk og stjórnaði leiknum
á miðjunni. Brassar komust í
3-0 en undir lok leiksins skipti
Santana fimm leikmönnum inná
og eftir það skoruðu Chile-búar
sitt eina mark. Þriðja mark
Brasilíu skoraði Leandro.
Zico sem leikið hefur á Ítalíu
undanfarin tvö ár hefur nú skrif-
að undir samning við sitt gamla
félag, Flamengo og leikur því á
heimaslóðum í framtíðinni.
Hann verður að vara sig á því
aö hætta sér ekki til Ítalíu í bráð
því hann hefur verið dæmdur í
8 mánaða fangelsi og til að
greiða sekt að upphæð
33.000.000 íslenskra króna fyrir
að brjóta ítölsk skattalög. Zico
segist muni áfrýja þessum dómi.
Bikarkeppni KSI:
KSgegnKA
■ Nú er ljóst hvaða lið leika saman
í 3. umferð bikarkeppni KSÍ, sem
leikin verður 19. þessa mánaðar.
Leikirnir eru:
Grindavík-Árvakur
Grótta-ÍBV
KS-KA
Reynir S.-ÍR
Víkingur ÓL.-Njarðvík
Austri-Einherji
í 4. umferð mæta síðan liðin í 1.
deild til leiks.
Mexíkó vann
England
■ Mexíkó vann Kng-
land 1-0 í landslcik í
knattspyrnu í
Mexíkó á sunnudag.
Flores skoraði eina niark
leiksins á 19. mínútu.
Þetta var annar ósigur
Englendinga í þessari
keppnisferd, sem farín er
til að venja leikmenn við
þunna loftið í hálöndum
Mexíkó, þar sem HM fer
frain á næsta ári.
Englendingar náðu
sjaldan að ógna marki
heimamanna, en á 25.
mínútu voru þeir þó
óheppnir er varnarmaður
bjargaði skoti Trevor
Francis á marklínu.
Lið Englands var þannig skipað:
Bailey, Anderson, Sansom,
Hoddle (Dixon), Fenwick,
Watson, Robson, Wilkins (Reid),
Hateley, Francis, Barnes
(Waddle).