NT - 11.06.1985, Blaðsíða 6
Hí
Þriðjudagur 11. júní 1985 6
Páll Sigurjónsson, Galtalæk:
Hagvöxturerlykil-
orð samtíðarinnar
Frjálshyggjupostular
viljadragasvoúrland-
búnaðarframleiðslu,
aðinnflutningur verði
talinn raunhssf leið
■ Allt sem hugurinn girnist
er hagvöxtur, enda skal öllu
til kostað. Hvers virði er til
dæmis lífsfylling einstaklings
í draumaríki frjálshyggjunn-
ar?
Svarið við þessari spurn-
ingu er að finna í peninga-
málastefnu þeirri, sem nú er
fylgt hér á landi, og víðar í
hinum vestræna hcimi. Á það
ber þó að líta, að við hér á
landi höfum ekki gengið
götuna þá á enda.
Og til marks um að svo sé,
er nærtækast að vitna í þann
mismun, sem er á atvinnu-
leysi hér á landi og höfuðvíg-
um frjálshyggjunnar, Banda-
ríkjunum og Bretaveldi.
Hinu er þó ekki að leyna, að
stefnan hefur verið mörkuð.
Ég tcl ástæðu til að rökstyðja
þessa fullyrðingu nokkuð
nánar. Bæði til þess að menn
átti sig á, hvað ég er að fara,
og vegna þess að þessum
orðum verður að finna nokk-
urn stað.
Kröfur verslunarráðs um
heimild til innflutnings á
grænmeti, þar með töldum
kartöflum, er krafa um at-
vinnuleysi þess fólks, sem af
garðrækt og gróðurhúsa, hef-
ur haft sitt framfæri. Petta er
krafa um atvinnuleysi, vegna
þess, að þjóðin er ekki í stakk
búin til að útvega ný atvinnu-
tækifæri, í stað þeirra, sem
brott mundu falla. Varla telja
menn að annar landbúnaður
eða sjávarútvegur geti tekið
við því fólki, sem missti at-
vinnuna vegna „Lífsrúms“,
þess er frjálshyggjan krefst
innflutnings versluninni til
handa.
Að hinu leytinu er svo það,
að aðförin að landbúnaðinum
í heild sinni er í því augna-
miði gerð að fá fólk til að trúa
því að hagkvæmt sé að draga
svo úr búvöruframleiðslu, að
innflutningur sé raunhæfasta
leiðin til að mæta árstíða-
bundnum sveiflum í fram-
leiðslunni, og helst skuli alltaf
flytja nokkuð inn. Pau leyna
sér ekki blóðtengsl DV og
frjálshyggju-postula kaup-
mannasamtakanna.
En því miður eru fleiri en
DV-istar á sömu buxunum.
Jón Baldvin hefur t.d. tekið
mjög í sama streng, umfram
framleiðsla búvara sé svo
mjög af hinu illa, að slíkt
megi ekki fyrir nokkurn mun
henda.
Pað getur vel verið að auð-
velt sé að slá upp á vasatölvu
einfölduðunt dæmum, og
segja sem svo, að allar millj-
ónirnar, sem fara í útflutnings-
bætur sé tapað fé. Þcss
vegna ber þeim, sem reikna
og hlaupa svo með sínar fljót-
færnislegu útkomur á torg
æpandi þær yfir allan
landslýð, að færa rök fyrir
máli sínu. Hins vegar er þess
naumast að vænta, því hvoru
tveggja mun vera, að vand-
sönnuð sé þjóðhagsleg hag-
kvæmni þess að leggja niður
innlenda framleiðslu, til þess
að skapa kaupmönnum tæki-
færi á að flytja inn varning
sem unnt er að framleiða í
landinu sjálfu. Og naumast
hafa „vasatölvukóngarnir",
heldur lausnir á þeim vanda
sem skapast við stórfellda
fækkun bænda, sem af brott-
námi útflutningsuppbóta
leiðir.
Ég tel naumast ofrausn að
gera þá kröfu, að þeim detti
í hug að fækkun bænda geti
haft áhrif á atvinnu og af-
komu annarra landsmanna.
Og vegna þess er við hæfi að
leita svara hjá DV-istum og
krötum alls konar, hvernig
eigi að standa að fækkun í
bændastétt?
Er við hæfi að láta lögmál
hendingarinnar ráða? Eða
mega landsmenn vænta
skipulegrar úrvinnslu á
„vandamálinu landbúnaði“?
Svona til hægðarauka, og
vegna hagkvæmni í niður-
skurðinum, vil ég benda á, að
lögmáli hendingarinnar fylgja
þeir kostir, ef kosti skyldi
kalla, að fækkun um eins og
einn bónda í hverri sveit,
þýðir óhagkvæinni vegna þess
að þá dregst saman fram-
leiðsla um land allt, án þess
að unnt sé að koma við hag-
kvæmni í vinnslu og dreif-
ingu. Þannig yrði fastakostn-
aður sá sami í heildina tekið,
sem þýðir aftur það, að á því
færri einingar, sem heildar-
kostnaðurreiknast, því meira
kostar hver eining. Þ.e.a.s.
milliliðakostnaður hækkaði,
bæði neytendum og bændum
til hrellingar.
Ef hins vegar, hagfræði
reiknistokkanna yrði látin
ráða, mætti vafalaust finna út
að nóg mætti framleiða af
mjólk og kjötí á um það bil
hálfulandinu. Þarmeð mætti,
með sömu hagfræði, kasta
fyrir róða allri uppbyggingu á
þeim hluta landsins, sem goð-
in höfnuðu. Þetta mundi líka
þjóna vel draumum verslun-
arráðs um innflutning bú-
vara, vegna þess að eftir því,
sem framleiðslan yrði á tak-
markaðra svæði, væru meiri
líkur á að áföll af völdum
sjúkdóma og tíðarfars yllu
verulegum skakkaföllum. Þar
nægir að minna á kalárin
norðan, austan og vestan-
lands á áttunda áratugnum
og vonda vorið ásamt
óþurrkasumrunum ’83 og ’84
á Suður- og Vesturlandi.
Við skulum vera okkur
þess meðvituð, að þýðing
landbúnaðar er meiri en svo
að ráðlegt sé að vega að
honum á þann hátt sem nú er
gert. Ég vil því minna lesend-
ur á að svara, hver fyrir sig,
spurningum eins og þess-
ari. Hver er þýðing landbún-
aðarins fyrir Blönduós,
Egilsstaði, Selfoss, Borgar-
nes. Ég sleppi því að minnast
á fleiri staði, því ef þessir
ekki þola skakkann, þarf
naumast að bjóða í þá sem
smærri eru. Atvinnumál
kauptúna dreifbýlisins, eru
það tengd landbúnaðinum að
þar verður naumast skilið á
milli.
Að lokum vil ég segja að
mikil sé ábyrgð þeirra manna,
sem leynt og ljóst hafa grafið
undan íslenskum landbúnaði
á liðnum árum.
„Aum finnst mér öldin
atgerfið mornar"
kvað Grímur Thomsen,
forðum.
Hvað mundi hann kveða
nú, ef lifði?
Páll Sigurjónsson
Galtalæk
Reiður
Svavar
■ Svavar Gestsson er reiður
í DV í gær þar sem hann segir
álit sitt á niðurstöðum skoðana-
könnunar blaðsins. En Alþýðu-
bandalagið fengi samkvæmt
henni aðeins 10,5% atkvæða
ef kosið yrði nú. Bandalagið
hefur ekki fyrr farið svo langt
niður í skoðanakönnunum þó
það hafi greinilega verið á
niðurleið og fengi nú aðeins 6
þingmenn. Svavar telur ástæð-
una vera „rógsherferð gegn
Alþýðubandalaginu“ sem sé
farin að bera árangur. Víst er
um það að spjótin hafi mjög
staðið á Alþýðubandalaginu
seinni hluta vetrar, en spurn-
ingin er hvort um er að ræða
rógsherferð sem kemur að
utan eða hvort skrif blaða
einkum DV séu afleiðing af
því að í Alþýðubandalaginu
eru menn ekki á eitt sáttir um
stefnuna. Um það þarf raunar
enginn að efast. Vitnin eru
fyrst og fremst hvað margir
hafa sagt sig úr flokknum
undanfarin misseri. Ástæðurn-
ar fyrir „kreppu" Alþýðu-
bandalagsins eru reyndar
næsta augljósar. Flokkurinn
hefur hvorki orðið sá stóri,
víðsýni og demókratíski flokk-
ur sem menn horfðu til á síð-
asta áratug, né harður og gegn-
umheill verkalýðsflokkur.
Þetta síðara er hægara um að
tala en í að komast, þar sem
verkalýðshreyfingin hefur ver-
ið mjög innbyrðis ósamstæð
síðastliðinn áratug og náði það
Svavar Gestsson,
formaður
Alþýðubandalagsins:
hámarki sínu í verkfalli BSRB
í haust, þegar hún gekk tvær
götur en í umræðum um verka-
lýðshreyfingu er nauðsynlegt
Rógurinn
berárangur
„Ætli þaö sé ekki þessi rógsherferö
gegn Alþýðubandalaginu sem er far-
in aö bera árangur,” sagöi Svavar
formaöur þess, þegar DV
leitaði álits hans í morgun á stööu
bandalagsins í skoðanakönnun blaös-
„Þessar tiöu skoöanakannanir eru
skoöanamyndandi. Þegar saman viö
þær er blandaö heilum opnum og
leiðurum og stanslausum rógi og
áróðri gegn einu stjómmálaafli sér-
staklega, hlýtur þaö aö koma fram (
þessum skoöanakönnunum. DV hef-
ur sannarlega ekki legiö á liði sínu. A
þessari niöurstööu blaðsins nú er
raunar engin önnur skýring.”
HERB
að taka bæði ASÍ og BSRB
sem fullgilt mengi í því orði.
Skoðanakannanir eru
skoðanamyndandi
En Svavar bendir á annað
og það finnst mér laukrétt hjá
honum. Það að skoðanakann-
anir eru í sjálfu sér skoðana-
myndandi. Það gerist t.d.
þannig að þegar einn flokkur
byrjar að dala og það staðfest-
ist í könnun þá eru miklar
líkur á að honum haldi áfram
að hraka því að kannanirnar
móta umræðuna. Þess vegna
má beita skoðanakönnunum
sem pólitísku vopni. Fram-