NT - 11.06.1985, Blaðsíða 14
Sjónvarp kl. 22.05:
Sjónvarp kl. 20.40:
Kortagerð fyrr og nú
Þriðjudagur 11. júní 1985 14
ijonvarp
■ Gefa fegurðarsamkeppnir fallegum stúlkum ómetanleg tækifæri til að sjá sig um í heiminum og
Öðlast lífsrcynslu? TN-raynd: Ari.
■ Kortagerð að fornu og
nýju nefnist kanadísk fræðslu-
mynd um landabréf, sem sýnd
verður í sjónvarpi í kvöld kl.
20.40.
Þar er rakin saga kortagerð-
ar frá upphafi og athygli vakin
á því að nútímaaðferðir byggj-
ast enn þann dag í dag á þeim
lögmálum sem Forn-Grikkir
uppgötvuðu á sínum tíma. I
þættinum verða sýndir furðu
nákvæmir uppdrættir gerðir af
nokkrum hinna ævintýra-
gjörnu sæfara sem upphaflega
könnuðu ókunn úthöf, svo sem
Kristófer Kólumbusi, Samuel
De Champlain, Cook kafteini
o.s.frv.
í þættinum eru sýndar þær
aðferðir sem notast er við til að
gera kort, allt frá loftmynda-
tökum eða geimhnattasend-
ingum til fullfrágengins landa-
bréfs. Þar er einnig sýnd ný
tækni sem gerir vísinda-
mönnum fært að komast að
raun um hvar er að finna
náttúruauðlindir. Sú tækni ger-
ir vísindamönnum einnig kleift
að kanna yfirborð fjarlægra
himinhnatta án þess að þurfa
að hreyfa sig úr stólnum á
rannsóknarstofum sínum.
Þýðandi og þulur er Bogi
Arnar Finnbogason.
■ Það skiptir miklu máli fyrir þá sem stýra farartækjum á láöi og legi aö hafa sem nákvæmust
kort. Þátturinn í sjónvarpi í kvöld skýrir hvernig staðið er að slíkri kortagerð.
Umræðuþáttur um
fegurðarsamkeppnir
■ I kvöld kl. 22.05 liefst urn-
ræðuþáttur í beinni útscndingu
í sjónvarpi undir umsjón Ein-
ars Arnar Stefánssonar frétta-
nianns. Umræðuefnið er feg-
urðarsamkeppnir.
Sem kunnugt er eru skoðan-
ir mjög skiptar um ágæti
fegurðarsamkeppna. Sumir
halda fram þeirri skoðun að
hér sé um saklausa skemmtun
að ræða, sem í besta falli gefi
ungum fallegum og hæfileika-
ríkum stúlkum tækifæri til að
koma sér áfram í veröldinni.
Aðrir, og sú skoðun á sér
einkum hljómgrunn meðal
kvenna, líta svo á, að hér sé
ekki einungis um algert hé-
gómamál að ræða, heldur sé
hreinlega verið að svívirða
konur með þessum uppákom-
um.
Vafalaust eiga bæði þessi
sjónarmið sér málsvara í
þættinum í kvöld en viðmæl-
endur Einars Arnar eru Baldv-
in Jónsson, en hann veitir for-
stöðu fegurðarsamkeppninni
hér á landi, María jóhanna
Lárusdóttir, ein þeirra kvenna
sem mættu á borgarstjórnar-
fund á dögunum, Theódóra
Þórðardóttir, Fegurðardrottn-
ing íslands 1963 ogséra Baldur
Kristjánsson.
■ Eða eru feguröarsam-
keppnir konum til háðungar?
NT-mynd: Arni Bjarna
Beint útvarp frá Alþingi
■ í kvöld kl. 20 hefst bein
útsending frá almennum
stjórnmálaumræðum í samein-
uðu þingi, eldhúsdagsumræð-
um, og þykir mörgum senni-
lega forvitnilegt að heyra hvað
þingmennirnir hafa að færa
þjóðinni nú í þinglok.
Umferðirnar verða tvær, og
fær hver þingflokkur til um-
ráða 15-20 mínútur í fyrri um-
ferð og 10-15 mínútur í hinni
síðari.
Þriðjudagur
11. júní
7.00 Veðurtregnir. Fréttir Bæn.
„Morgunútvarpið" 7.20 Leikfimi.
Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Valdimars Gunnarssonar frá
kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Morgunorð Hró-
bjartur Árnason talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Börn eru besta fólk“ eftir Stef-
án Jonsson Þórunn Hjartardóttir
les (15).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar.
10.45 „Man ég það sem löngu leið“
Ragnheiöur Viggósdsóttir sér um
þáttinn.
11.15 í fórum mínum Umsjón Inga
■ Eydal (RÚVAK)
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.30 Frétlir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Inn og út um gluggann Um-
sjón Sverrir Guðjónsson.
13.40 Tónleikar
14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens
Björnebo Dagný Kristjánsdóttir
þýddi. Kristján Jóhann Jónsson
les (7).
14.30 Miðdegistónleikar a. „Draum-
ar og ástríður", þáttur úr „Óra-
hljómkviðunni" eftir Hector Berlioz.
Sinfóníuhljómsveitin í Chicago
leikur; Georg Solti stjórnar. b. Sin-
fónía í C-dúr eftir Igor Stravinský.
Suisse Romande-hljómsveitin
leikur; Charles Dutoit stjórnar.
15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur
Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu-
degi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Upptaktur Guðmundur Ben-
ediktsson.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 „Sumar á Flambardssetri“
eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteins-
dóttir les þýöingu sina (4).
17.35 Tónleikar
17.50 Síðdegisútvarp Sverrir Gauti
Diego.
18.20 tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning-
ar. Dagiegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Útvarp frá Alþingi Almennar
stjórnmálaumræður í sameinuðu
þingi (eldhúsdagsumræður). Um-
ferðir verða tvær, og fær hver
þingflokkur til umráða 15-20 mín-
útur í fyrri umferð og 10-15mínútur
í hinni síðari. Veðurfregnir. Tón-
leikar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
11. júní
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Þorsteinn G. Gunnarsson.
14:00-15:00 Vagg og velta Létt lög
leikin af hljómplötum. Stjórnandi:
Gisli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Með sínu lagi. Lög leikin
af islenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur. Komið
viö vitt og breitt í heimi
þjóðlagatónlistarinnar. Stjórnandi:
Kristján Sigurjónsson
17:00-18:00 Frístund. Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
Þriggja mínútna fréttir sagðar
klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og
17:00.
Þriðjudagur
11. júní
19.25 Guðir og hetjur í fornum
sögnum. Annar þáttur. Ástralsk-
svissnesksur myndaflokkur í sex
þáttum um grískar og rómverskar
góösagnir. Þýðandi og þulur Bald-
ur Hólmgeirsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Kortagerð að fornu og nýju
kanadísk fræðslumynd um
landabréf. I myndinni er lýst aö-
ferðum Forn-Grikkja og land-
könnuða fyrri alda og síðan þeirri
tækni sem nú er beitt, Ijósmyndum
úr lofti og tölvuvinnslu. Þýðandi og
þulur Bogi Arnar Finnbogason.
21.15 Verðir laganna. Frumskóga-
fár - fyrri hluti. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur um iögreglu-
störf í stórborg. Aöalhlutverk: Dan-
iel J. Travanti, Veronica Hamel og
Michael Conrad. Þýðandi Bogi
Arnar Finnbogason.
22.05 Umræðuþáttur Umsjón: Einar
Örn Stefánsson, fréttamaður.
23.00 Fréttir f dagskrárlok.