NT - 27.06.1985, Blaðsíða 7

NT - 27.06.1985, Blaðsíða 7
\fettvangur1 Framfylgja verður ályktun Norðurlandaráðs: Opinber könnun á stöðu lesbía og homma á íslandi að leitað verði leiða til þess að afnema löggjðf sem felur í sér misrétti gagnvart samkyn- hneigðum og sett verði lög er tryggi jafnrétti lesbía og homma og vörn þeirra gegn misrétti. Hin greinin felur í sér að löndin standi saman á al- þjóðlegum vettvangi til þess að tryggja vörn gegn misrétti gagnvart samkynhneigðum. Islensk stjórnvöld, þing- menn og ráðuneyti, hafa enn ekki sýnt að þau hyggist verða við þessari ályktun Norður- landaráðs. Grciddi þó meiri- hluti íslenskra Norðurlanda- ráð.ananna henni atkvæði, þeir Eiður Guðnason, Friðjón Pórðarson. Ólafur G. Einars- son og Stefán Benediktsson. Páll Pétursson sat hjá við at- kvæðagrciðsluna, en Guðrún Helgadóttir og Pétur Sigurðs- son voru fjarvcrandi hana. Staða lesbía og homma á íslandi cr ótvírætt miklu lakari en hún er hjá öðrum þjóðum sem íslendingar cru vanir að bera sig saman við. Er skylda stjórnvalda að vcröa viö álykt- un Norðurlandaráðs því þcim mun mciri. Á frclsisdcgi lcsbía og homma, 27. júní, cr tilcfni til þcss að minna stjórnvöld cnn einu sinni á þá kröfu íslenskra lcsbía og homma að þau hcfjist nú þegar handa um þær úrbætur scm í valdi þcirra eru. Hagsmuna og baráttufé- lag okkar, býr yfir víðtækri þekkingu á málefnum okkar og eru sjálfsagður aðili að undirbúningi þcirra. Ekkcrt er að vanbúnaði að hefjast handa strax, verkefniö cr knýjandi og þolir ckki bið. eftir Guðna Baldursson ■ Merkur áfangi náðist í rétt- indabaráttu lesbía og homma á Norðurlöndum þegar Noröurlandaráð samþykkti 1. mars 1984 ályktun til ríkis- stjórna landanna og norrænu ráðherranefndarinnar varð- andi stöðu lesbía og homma. Ályktunina fluttu 11 þingmenn frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Flutningsmenn bentu á það í greinargerð að staða lesbía og homma er ákaflega mis- munandi á hinum einstöku Norðurlöndum. Bent er á þær aðgerðir sem þegar hafa átt sér stað af hálfu stjórnvalda í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, og jafnframt vakin athygli á því að í Finnlandi og á íslandi hafa stjórnvöld ekkert aðhafst til þess að tryggja full mannrétt- indi lesbía og homma. Greinar ályktunarinnar eru tvær. Önnur er þess efnis að fram fari könnun á stöðu lesbía og homma í hverju landanna. Göngu-Reynir Ég verð að játa það að hamagangurinn í kringum hringreisu Reynis Péturs vekur með mér mjög blandnar til- finningar. Undanfarin tvö ár hafa framlög til framkvæmda fatlaðra verið skarin niður um helming og ósköp hljótt verið um það í samfélaginu. Pó vant- ar heimili fyrir fatlaða víða um landið og þar sem þau eru, vantar víða aðstöðu alla, sem við heilbrigöir teljum sjálf- sagða. En þetta er í samræmi við hið nýja lífsviðhorf sem ekki gætir síst hjá ungu fólki að hver sé sinnar gæfu smiður og sem minnst af aflafé fólks eigi að renna til samneyslunnar og það felur í sér að öll upp- bygging til þeirra sem minna mega sín er dæmd til að sitja á hakanum. Hins vegar er liðið ginnkeypt fyrir hverskonar uppákomum og það getur tek- ið upp á arma sína eitt og eitt verkefni ef nógu sniðuglega er staðið að því að vekja á því athygli. Hér er ekki verið að gera lítið úr afreki Göngu-Reynis síður en svo. Með afreki sínu hefur hann opnað augu margra fyrir hlutskipti hins fatlaða í samfélaginu og þau gleðilegu tíðindi standa eftir að heimilis- fólkið á Sólheimum fær sitt íþróttahús, enda þarf það á því að halda umfram flesta sem heilbrigðir eru og hafa notið slíkra gæða alla tíð. Hins vegar vantar íþróttahús víðar og það sem verra er, það vantar nær alls staðar viðunandi þjálfun- araðstöðu fyrir fatlað fólk, að- stöðu sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk nær þeirri hreyfigetu sem það mögulega býr yfir. Þetta er spurning um heilbrigðisþjónustu cn ekki lúxus. Vonandi verður ganga Reynis til þess að framlög til Framkvæmdasjóðs fatlaðra verða ckki skorin eins mikiö niður og ella hcfði orðið, því eðli málsins samkvæmt þá gcta ekki allir vakiö athygli á bágri aöstöðu mcð sama liætti og Göngu-Reynir og Sólheimar hafa gert._ Baldur Kristjánsson Fimmtudagur 27. júní 1985 7 Verð i lausasölu 35 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guömundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. 1 Prentun: Blaðaprent h.f. . Kvöldsfmar: 686387 og 686306 og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Menntun er ekki fyrir alla ■ Nýjasta þjónustugreinin á höfuðborgarsvæðinu er rekstur einkaskóla á grunnskólastigi. Það var vonum seinna, að menn áttuðu sig á því að hægt væri að selja hver öðrum menntun fyrir fjörutíu þúsund krónur hvert skólaár hér á mölinni. Hugmyndin er að tengja kennsluna atvinnulífinu. Ljóst er, að atvinnulíf í hugum þeirra, sem að slíkum skóla standa getur varla verið annað en verslun, þjónusta og viðskipti, því skólinn á jú að hal'a aðsetur í gamla Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Og ólíklcgt er að þeir foreldrar, seni efni liafa á að senda börn sín í skóla fyrir fjörutíu þúsund krónur á skólaár, ætlist til þess að krakkarnir læri fiskverkun, kynnist landbúnað- arstörfum eða kjörum verkamanna. Ósjálfrátt rennur menn grun í að tilgangurinn sé jafnvcl að forða „sumum" börnum frá því að þurfa að umgangast „önnur“ börn og það er auðvclt að gera rneð því að hafa aðgangseyrinn fjörutíu þúsund krónur. Menn setur hljóða við þessi tíðindi. Minnumst þess, að á hverjum vetri þurfa skólabörn úti á landi, allt niður í sjö ára, að dvelja langdvölúm fjarri hcimilum sínum á heimavistarskólum eða heimangönguskólum, til þess eins að fá notið lögboðinnar fræðslu. Minnumst þess, að á hverjum vetri þurfa margar fjölskyldur að bregða búi eða leysa upp heimili sín til þess að fylgja börnum og unglingum í skóla í kaupstað þar sem þau stunda framhaldsnám eða jafnvel skyldunám. Og minnumst þess, að skortur á kennurum og stefnu- leysi í menntamálum hefur orðið til þess, umfram svo margt annað, að auka á óánægju og vonleysi þeirra, sem standa undir þjóðarbúinu við undirstöðufram- leiðsluna úti á landsbyggðinni og í sjávarplássum. Sumum finnst greinilega allt í lagi að sparka enn einu sinni í punginn á þessu fólki. bar í hópi eru þeir, sem bentu á það í kjaradeilu BSRB að best væri að stofna einkaskóla til þess að geta haldið börnunum sínum frá þessum kröfuhörðu kenn- aradruslum, sem sífellt væru að heimta hærra kaup. Þar í hópi eru þeir, sem tóku undir efasemdir fjármálaráðherra um að kennarar skiluðu yfirleitt því sem af þeim væri ætlast og ekki væri það nú mikið fyrir. Þar í hópi hlýtur menntamálaráðherrann að vera því ekki verður annað séö, en hún vilji leggja einkaskólan- um til kennaralaun af almannafé, ekki ein heldur fimni slík. Það er eftir öðru þegar frjálshyggjufólkið fer á stúfana, þá á ríkið að hlaupa undir bagga og standa undir hugmyndunum. Konan úti á landi, sem sér á eftir sjö ára dóttur sinni í heimavistarskóla svo vikum skiptir, hún á að leggja fram sinn skerf af sköttum til þess að borga laun fyrir kennara handa börnum foreldra sem hafa efni á að borga fjörutíu þúsund krónur fyrir hvert barn á skólaári í einkaskóla í Reykjavík. Þarna í hópi eru vonandi ekki ráðherrarframsóknar- manna. Pað hefur verið trú félagshyggju- og samvinnu- fólks að hlúa bæri svo að menntun allra í landinu að viðunandi væri fyrir alla - og ekki nóg með það, heldur sækja fram í menntun á tímum nýsköpunar í atvinnulífi og hátækni. En það átti að gilda fyrir alla landsmenn. Við trúum því ekki að ráðherrar framsóknarmanna taki þátt í því að reisa einkaskóla í Reykjavík fyrir forréttindabörn á sliguðum herðum fiskverkunarfólks, bænda og sjómanna með flissandi frjálshyggjufólki.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.