NT - 06.07.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 6. júlí 1985
Eiginkonur í Eyjum juku
útivinnu um 31% sl. ár
Atvinnutekjur hækkuðu um 8% umfram taxtahækkanir 1984
■ Komið hefur í ljós að aukið
vinnuframlag íslenskra eigin-
kvenna hefur nú annað árið í
röð (1983 og 1984) lyft meðal-
tekjum heimilanna á flestum
landssvæðum, umfram það sem
karlar þeirra hafa lagt af'
mörkum. Metið ciga eigin-
konur í Vestmannaeyjum. Á
sama tíma og taxtakaup frá
1983 og 1984 hækkaði um tæp
20% hækkuðu atvinnutekjur
eiginkvenna í Eyjum um 57%
að meðaltali, en karla þeirra um
28% (31% meðalhækkun hjá
öllum framteljendum í Eyjum).
Eetta þýðir að eiginkonur í
Vestmannaeyjum hafa að með-
aitali lagt frarn um 31% meiri
vinnu á síðasta ári en árið áður,
en karlar þeirra tæp 7% á sama
tíma, þ.e. miðað við að yfir-
borganir hafi ekki aukist. Sama
þróun hefur vcrið uppi víða um
landið.
Samkvæmt úrtakskönnun
Þjóðhagsstofnunar úr skatt-
framtölum landsmanna vegna
tekna ársins 1984 kernur í Ijós
að atvinnutekjur hafa að meðal-
tali hækkað um 29,5% frá 1983,
' þ.e. tæp 8% umfrarn taxtahækk-
anir. Slík hækkun getur átt 3
skýringar: Meiri vinnu, auknar
yfirborganir og heiðarlcgri
skattframtöl. Hjá körlum á öllu
landinu er þessi hækkun um
28,5% en hjá 2. fyrirvinnu ( =
eiginkonum) er hækkunin um
32%.
Hækkun frá 1983 er nokkuð
misjöfn eftir landsvæðum -
mest á Vestfjörðum 34% en
minnst á Austfjörðum 27%. í
Reykjavík hækkuðu atvinnu-
tekjur karla að meðaltali urn
27,5% en eiginkvenna þeirra
um 35%, þ.e. 12,5% untfram
Arftaki gamals
innrásarpramma
Frá fréttarituru NT á Akranesi, S.L.P.:
■ Nýflotbryggjafyrirsmábáta
var lögð út á Akranesi í sumar.
Leysir hún af gamlan innrásar-
pramma frá því í síðari heims-
styrjöld sem notaður hefur verið
sem smábátabryggja til þessa.
Áætlað er að 40-50 bátar geti
Iegið við nýju bryggjuna í cinu,
en stærð þeirra ræður þó nokkru
þar um.
Flotbryggjan er úr trefja-
steypu, sem er algjör nýjung.
Tilraunir meö þetta nýja efni
standa nú yfir hjá Sementsverk-
smiðjunni á Akranesi.
taxta.
Tekjuhækkanir eiginkvenna
(aukið vinnuframlag) umfram
karla þeirra urðu sem fyrr segir
mestar í Vestmannaeyjum. En
sömuleiðis varð þetta hlutfall
mjög hátt á Suðurlandi. Á Sel-
fossi varð t.d. meðalhækkun
allra 30% - en 26,5% hjá körl-
um og 47% hjá eiginkonunum,
þ.e. 22,5% aukið vinnuframlag.
Akureyri er hins vegar dæmi
um stað þar sem hlutföllin
röskuðust ekki - hækkunin á
tímabilinu varð 29% hjá báðum
kynjum. Einnig finnast staðir
þar sem meðallaun eiginkvenn-
anna hækkuðu niinna en karl-
anna, m.a. Bolungavík og
Akranes, en á Akranesi var t.d.
mikið um atvinnuleysi hjá kon-
um á s.l. ári, sem kunnugt er.
Með dular-
fullan far-
angur, en
manekkert
■ í fyrrakvöld handtók
lögreglan í Reykjavík
þekktan útigangsmann
sem var á labbi með ansi
furðulegan farangur.
nefnilega 20 pör af nælon-
sokkum, 1 kvenmannsúr,
1 myndavél, 2 flöskur af
dönsku sólberjavíni og
eitthvað af snyrtivörum
ætlaðar konum.
Maður þessi segist við
yfirheyrslur hjá lögregl-
unni ekki hafa stolið þess-
um vörum, en hann man
hinsvegar ekki hvar hann
fékk þær. Telur maðurinn
sig hafa gert viðskipti við
einhvern.
Rannsóknalögreglunni
hefur ekki borist nein til-
kynning um þjófnað, en
biður alla þá sem ein-
hverja vitneskju geta gefið
um málið að hafa samband
hið fyrsta.
Tölvunet bankanna og reiknistofunnar:
Uppsetning tefst
um sjö mánuði!
■ Tölvubúnaður bankanna og
Reiknistofu bankanna, sem átti
að taka í notkun fyrir rúmum
tveimur mánuðum, er enn ekki
tilbúinn til notkunar og mun að
líkindum ekki verða fyrr en 1.
nóvember næstkomandi, sem
þýðir sjö mánaða seinkun.
Búnaðurinn er þýskur, af Ki-
enzle gerð, og íslenskur um-
boðsmaður er Einar J. Skúlason
hf. Samningur um kaupin var
undirritaður í febrúar í fyrra og
var þá mjög um hann rætt, enda
rneð stærri sölusamningum á
tölvubúnaði hér á landi.
„Þessi töf veldur okkur eng-
um óþægindum - hún er frekar
til bóta því að við fáum lengri
þjálfunartíma fyrir fólkið sem
þarf að nota búnaðinn," sagði
Þórður B. Sigurðsson, forstjóri
Reiknistofu bankanna, í samtali
við NT. Þegar Þórður var spurð-
ur hvað ylli sagði hann margt
koma til og sökina, ef urn sök
væri að ræða, mætti rekja til
þess að starfsfólki bankanna og
reiknistofunnar hefði ekki gefist
tími til þjálfunar.
Þórður sagði að þegar væri
búið að setja upp þriðjung bún-
aðarins og hann væri í notkun
þrátt fyrir að ekki væri búið að
tengja hann reiknistofunni.
A sínum tíma var sagt að
kaupverð búnaðarins næmi
skuttogaraverði, en Þórður
sagði að það væri fjarri lagi.
Hann vildi ekki gefa upp kaup-
verðið.
■ Áætlað er að 40-50 bátar
geti samtímis legið við hina nýju
smábátabryggju á Akranesi.
NT-mynd: S.L.P.
Tveir bílar í árekstri:
Annar kastaðist á gangandi
vegfarendur við Snorrabraut
■ Allharður árekstur tveggja
bíla varð í gær á mótum Snorra-
brautar og Njálsgötu. Við
áreksturinn kastaðist annar bíll-
inn upp á gangstétt og lenti þar
á tveimur konum sem voru þar
Athugasemd vegna Dropa
■ Vegna Dropa í NT í gær
um samskipti forráðamanna
Hundadaga á Akureyri og
RÚVAK, höfðu bæði Har-
aldur Ingi Haraldsson, for-
svarsmaður Hundadagahá-
tíðar, og Ólafur Torfason
forsvarsmaður Útvarps Sír-
íus, samband við blaðið og
sögðu áðurnefndan Dropa
rangan í öllurn atriðum.
Raunar sögðu þeir að aldr-
ei hefði staðið til að útvarpa
úr húsnæði RÚVAKS, þar
sem þeir vildu hafa sjónlínu
yfir Hundadagahátíðarsvæð-
ið, meðan úsendingar færu
fram og yfir það sæist best
þaðan sem útvarp Síríus er til
húsa, í Eimskipafélagshús-
inu.
Þær heimildir sem ritstj.
hafði fyrir títtnefndum
Dropa eru hinsvegar taldar
áreiðanlegar og því sér NT
ekki ástæðu til að draga neitt
það til baka sem þar stendur,
þrátt fyrir þessar athuga-
semdir.
á gangi. Konurnar voru báðar
fluttar á slysadeild, en þær eru
ekki taldar alvarlega slasaðar.
Oðrum bílnum var ekið suður
Snorrabraut en hinum vestur
Njálsgötu. Ekki er talið að þeir
hafí ekið greitt. Okumennirnir
voru einir í bílunum og sluppu
þeir ómeiddir.
NT-mynd: Jón Svavarsson.
Brunabót gefur
út fréttablað
■ Brunabótafélag íslands hef-
ur hafið útgáfu fréttablaðs, sem
viðskiptavinir fyrirtækisins fá
sent heim til sín í pósti. Frétta-
blaðið mun koma út fjórum
sinnum á ári fyrst um sinn og
verðurfjórar síður.
Hlutverk þess verður, að því
er Ingi R. Helgason forstjóri
segir í inngangsgrein, að „fræða
lesendur um verkefni og starf-
semi Brunabótafélagsins, upp-
lýsa þá um tryggingamála og
hræringar á tryggingamarkaðin-
um, segja fréttir af starfsfólki og
flytja annað efni er tengist félag-
inu.“