NT - 06.07.1985, Blaðsíða 6
Skorturinn á bókum af þessu tæi hefur
orðið til þess hérlendis, að sagn-
fræðingar hafa farið að vinna sérstaka
skrá fyrir sínar þarfir og bókmennta*
menn einnig. Fleiri greinar hugsa
eflaust álíka.
■ Nú liluin viðá öld hraðans.
Fyrsta skóflustunga að Þjóðar-
bókhlöðu var tekin 28. jan.
1978 og hornstcinn lagður 23.
sept. 1981. Nú þegar hefur
Þjóðarbókhlaðan verið meira
en helmingi lengri tíma í smíð-
um en Safnahúsiö var á sínum
tíma, en hvenær Landsbóka-
safn og Háskólabókasafn flytja
í Þjóöarbókhlöðu veit cnginn
enn.
Einar G.
Pétursson:
Úr Landsbókasaf ni, vegna hvatningar
Þessi húsaleigukostnaður er ekki
nema hluti kostnaðarins, sem af litlu
húsnæði stafar. Mikill tími starfsmanna
fer í að sækja og flytja í útibúin. Flutn*
ingskostnaður beinn er einnig verulegur.
Hér er ekki heldur meðtalinn sá kostn*
aður, sem felst í óþægindum og tví*
verknaði, sem af þrengslunum stafar.
■ Þriðjudaginn 25. júní er
Baldur Kristjánsson í pistli sín-
uni í NT með kristilegar
áminningar til stjórnmála-
manna og segir, að þeir megi
ekki leggjast í leti, og ef þeir
treysta sér ekki „til þess að
leggja nótt við dag og vetur við
sumar þá eiga þeir að sækja
um starf á Landsbókasafninu
eða Þjóðminjasafninu og
hlcypa öðrum í stjórnmálin".
Ekkert nema gott er um það að i
segja að stjórnmálamenn og
allir aðrir séu minntir á að
sinna störfum sínum vel.
Samanburður þessi reyndist þó
illa valinn og sumum fannst
nærri sér höggvið og vcittu
Baldri áminningu munnlegaog
iðraðist hann kristilega í NT
fimmtudaginn 27. júní. Iðran
er alltaf góð og fullvíst, að
Baldur þekkir vel mikilvægi
hennar.
í iðran sinni getur Baldur.
að „þetta samanburðarslys"
geti e.t.v. „orðið einhverjum
hvatning ... að kynna þjóð-
inni“ starfsemi þcssara stofn-
ana, hvað þar er gert og hvað
cr ógert. Hér verður örlítið
réynt að verða við tilmælum
þcssum og fjalla í fáeinum
orðum uin einstaka þætti í
starfsemi Landsbókasafns.
Mannekla
I seinni grein sinni segir
Baldur, að þessar stofnanir
séu „mjög undirmannaðar“.
Þaö er fullyrðing sem er
hárrétt. Sem dæmi um það
viöhorf, að hlutir gerist af
sjálfu sér í bókasöfnum, má
nefna, að 16. maí 1977 voru
sett lög um skylduskil til safna
(nr. 43/1977). Með þeim lögum
var bætt viö skylduskilum á
hljómplötum, sem safnið fékk
ekki áður. Þegar Landsbóka-
safn fékk þannig ný verkefni,
var eðlilegt, að safnvörður,
helst sérlæröur á tónlist, fylgdi
með til að sinna plötunum og
jafnvel einnig að safna sam-
svarandi efni frá því áður en
þessi lög vöru sett. Það fékkst
ckki, heldur varð að bæta því
ofan á aðra starfsmenn
safnsins. Síðan 1979 hefur ver-
ið gefin út íslensk hljóörita-
skrá, og ekki gera þeir starfs-
menn safnsins neitt annað á
meðan. Mikið tónlistarefni frá
ýmsum tímum er einnig til í
safninu, sem full þörf væri á að
sinna betur. Þetta er aðeins
eitt dæmi af mörgum.
Nú á seinustu tíu árum hefur
bókaútgáfa aukist um meira
en helming. Um það geta
nienn sannfærst með því að
skoða íslenska bókaskrá, sem
Landsbókasafnið hefur gefið
út árlega frá 1974. Mannafli
við bókaskrána hefur ekki auk-
ist, heldur hefur þeim fækkað
sem sinna skránni, nú eru við
hana VA stöðugildi. Afleiðing-
in er sú, að ekki hefur reynst
unnt að koma út bókaskrá
1983 fyrr en nú í júlí 1985.
Með öðrum orðum er þjónusta
safnsins vegna manncklu
miklu lakari en skyldi. Þessi
aukning útgefinna rita eykur
einnig álag á annan mannafla
svo og bókband og húsnæði.
Samfara þessari aukningu í
bókaútgáfu hefur orðið tækni-
bylting í prentun og fjölritun
og hefur fjölföldunaraðilum
fjölgað verulega. Afleiðingin
er sú, að þurft hefur að hafa
samband við miklu fleiri aðila
og miklu meiri vinna er að ná
í prentskil, t.d. hefur ekki
tekist að fá tilskilinn fjölda af
öllum tölublöðum TNT.
Húsnæði
Landsbókasafnið var opnað
í Safnahúsinu 28. mars 1909.
Teikningar af húsinu komu til
landsins 1906 og var horn-
steinninn lagður23. sept. sama
ár. Nú lifum við á öld hraðans.
Fyrsta skóflustunga að Þjóðar-
bókhlöðu var tekin 28. jan.
1978 og hornsteinn lagður 23.
sept 1981. Nú þegar hefur
Þjóðarbókhlaðan verið meira
en helmingi lengri tíma í smíð-
um en Safnahúsið var á sínum
tíma, en hvenær Landsbóka-
Atök innan BJ:
„Að kasta atkvæði
á krónupening“
■ Það eru kúnstug og hulin
rök sem leiða til þess hverjir
veljast .saman í stjórnmála-
flokka og -samtök og yfirleitt
er miklu meiri skoðanaágrein-
ingur innan flokka og samtaka'
en milli þeirra. Hvað görnlu
flokkana snertir má rekja þetta
í ættir. Menn fylgja gjarnan í
spor feðranna og má fullyrða
að sú eðlilega staðreynd haldi
flokkakerfinu við að verulegu
leyti. Þetta gengur ekki síst
upp vegna þess að flestir líta á
stjórnmálaflokka sem hags-
munaklúbba; sem einhvers-
konar hópbandalög sem ferð-
ast saman í gegnum banka- og
stjórnkerfið og virka sem hald-
góð trygging í lífsins ólgusjó,
einkum fyrir rnenn sem hafa
litla getu til að bjarga sér á
eigin spýtur, en af slíkum er
meira en nóg uppeítir öllum
flokkum.
Hið pólitíska litróf
eins og það leggur sig
En erfiðara reynist um
skýringar þegar nýir flokkar
reynast hafa innan sina vé-
banda hið pólitíska litróf eins
og það leggur sig. Allt frá fólki
sem á sinn frjálshyggjudraum
um lágmarksríkisvald sem
samanstandi varla af meiru en
lögreglu og forsætisráðherra
og upp í gallharða sósíalista
sem vilja vernda það velferðar-
kerfi sem við búum við; vilja
auka jöfnuð og hafa forgöngu
ríkisvaldsins sem mesta. En
flestir eru auðvitað á einhverju
óskilgreindu svamli þarna á
milli.
Nú gutlar mjög í
fyrirbrigðinu
Þessi skoðanaágreiningur
hefur endurspeglast í hinu fá-
menna þingliði Bandalags
jafnaðarmanna. Þar eru full-
trúar beggja ofangreindra
sjónarmiða og aldrei er hægt
að segja til um hvort meirihluti
þingmanna flokksins hallast á
hina hörðu frjálshyggjuár eða
félagshyggjuárina mjúku.
Reyndar hefur bandalagið upp
á síðkastið í auknum mæli
lagst á frjálshyggjuárina og
róið þar lífróður með Sjálf-
stæðisflokknum. Þetta hefur,
svo ekki sé meira sagt, skapað
óánægju hjá óbreyttum liðs-
mönnum s.s. starfsmönnum og
formönnum landsnefnda og
gutlar nú mjöe í tvrirbrigðinu.
Virðist fóstra flokksins, Kristín
Kvaran, í andstöðuhópi svo og
starfsmaður flokksins, Garðar
Sverrisson, og eitthvað virðast
frjálshyggjugaurarnir í þing-
flokknum seinheppnir með
starfsmenn sína því að Jónína
Leósdóttir, einnig starfsmað-
ur, andmælir líka. Þau tala um
hægri sveiflu þingflokksins á
nýafstöðnu þingi og vilja bæta
þar úr, væntanlega með því að
skipta um þingmenn því að
varla er hægt að ætlast til að
fólk breyti lífsafstöðu sinni ein-
göngu út á einhverjar flokks-
samþykktir.
Líff ræðingurinn flettir upp
Eins og í öllum flokkum
reyna forystumennirnir að
gera eins lítið úr ágreiningi
þessara óbrúanlegu sjónar-
miða og hægt er og vinstra
flaggskipið, líffræðingurinn
Guðmundur Einarsson, flettir
upp í fræðum sínum og bendir
á að bestu fiskimiðin séu þar
sem heitir og kaldir straumar
mætast. Þetta er trúlega lík-
ingamál annars myndi Guð-
mundur varla fara að tala um
fiskveiðar í þessu sambandi og
hlýtur hann að eiga við hina
heitu strauma félagshyggjunn-
ar og köldu strauma frjáls-
hyggjunnar. En hvað hann á