NT - 06.07.1985, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júlí 1985 5
Sumarleyfi og mannekla hjá sjónvarpinu:
Fréttum sjónvarp-
að úr þulastúdíói
■ Fréttamenn sjónvarps eru
komnir í nýtt umhverfi eins og
sjónvarpsáhorfendur hafa vænt-
anlega tekið eftir. Bakgrunnur
fréttamannanna er allur annar,
núna hafa þeir alla jarðkringl-
una á bak við sig.
Helgi E. Helgason varafrétta-
stjóri sjónvarps sagði NT að
vegna sumarleyfa starfsmanna
og manneklu væri aðalstúdíó
sjónvarpsins lokað. Meðan á
þessu stendur er fréttunum
sjónvarpað úr litlum klefa sem
þulur sjónvarpsins sitja í þegar
þær kynna dagskrá kvöldsins.
Alla jafna er fréttunum sjón-
varpað úr sjónvarpssalnum og
taka þá allt að 3 fréttamenn sem
eru á vakt þann daginn þátt í
útsendingunni, auk veðurfræð-
ings. Þetta er ekki hægt vegna
plássleysis í þulustúdíóinu.
Núna er einungis einn maður
sem les fréttirnar í beinu frétta-
útsendingunni. Öll innskot
fréttamannanna og veðurfræð-
ings eru tekin upp á myndbönd
áður en fréttaútsendingin hefst.
Helgi sagði að vegna þessara
sumarleyfa væri framleiðsla á
öllu innlendu sjónvarpsefni í
lágmarki, þar sem stúdíóið er
ekkert notað. Helgi sagði að
þetta hefði engin veruleg óþæg-
indi í för með sér fyrir frétta-
mennina, þeir væru að vísu
vanir beinum útsendingum en
hann telur að vinna eigi fréttirn-
ar sem mest fyrirfram.
Þegar NT var sýnd aðstaðan í
þulustúdíóinu var Magnús
Bjarnfreðsson í óða önn að lesa
sjónvarp næstu viku. Hann
sagði að í sjálfu sér væri ekki
vont að lesa inn í þessu litla
stúdíói, en bætti því viðað þetta
væri ein af þessum hallærisráð-
stöfunum sem gripið væri til
þegar ekkert væri hægt að gera.
Magnús sagði að þegar sjón-
varpið hefði ákveðið að sjón-
varpa í júlí hefðu menn ekki
áttað sig á því að það þyrfti
mannskap til að vinna þann
tíma. Vönumennirnireru flestir
í fríi og óvanir afleysingarmenn
komnir í þeirra stað.
■ Þegar aðalsfúdíó sjónvarpsins er lokað er útsendingum sjónvarpsins stjórnað úr þessu herbergi.
■ Magnús Bjarnfreðsson les sjónvarpsdagskrá næstu viku úr
stúdíói þulanna. NT-myndir: Róbcrt
Sjúkrahúsprestur
við Borgarspítalann
■ Sjúkrahúsprestur tók til
starfa við Borgarspítalann í
Reykjavík og aðrar stofnanir
hans, hinn 1. júlí sl. Sr.
Sigfinnur Þorleifsson hefur
verið ráðinn til að gegna
þessu embætti en hér er um
nýja þjónustu að ræða.
Sr. Sigfinnur mun halda
uppi reglubundnum sjúkra-
vitjunum, sinna beiðnum og
ábendingum og skipuleggja
helgihald en hann heíur að
baki framhaldsnám í sálu-
sorgun og hlaut í tengslum
við það starfsþjálfun sjúkra-
hússprests á Bethesda
sjúkrahúsinu í St. Paul í
Bandaríkjunum.
Sigfinnur hefur verið starf-
andi sóknarprestur í 11 ár.
■ Sr. Sigfinnur Þorleifs-
son, sjúkrahúsprestur við
Rorgarspítalann.
bændur!
Boða bindigarn er framleitt á vegum
fyrirtækisins fyrir íslenska bændur.
Garnið er níðsterkt, (120kg slitþol),
eðlislétt (400 m í kg)
auk þess sem það hefur
mjög
mildan snúning.
Hafðu samband við sölumenn okkar
strax