NT - 06.07.1985, Blaðsíða 22

NT - 06.07.1985, Blaðsíða 22
Helgar- sportid KNATTSPYRNA: ■ Fyrri hluta 1. dcildar lýkur um helgina - eða reyndar á mánudag. Aðalleikurinn verður á Akranesi í dag. Þá fá Skagamenn efsta liöið í deildinni, Fram í heim- sókn. Leikurinn hefst kl. 14:15. Annarleikurverð- ur í dag. FH og Þór mætast á Kaplakrikavelli kl. 16:00. Á morgun verða leikir ÍBK og Vík- ings og Þróttar og Víðis. Báðir hefjast kl. 20:00. Umferðinni lýkur síðan á mánudagskvöld með leik KR og Vals á KR-velli. í 2. deild eru fjórir leikir í dag. Allir byrja kl. 14:00. Það cru leikir Skallagríms og Leifturs, Völsunga og Njarðvíkur, KS og ÍBI og ÍBV og KA. I 3. deild verða líka leikir og verða þcir allir í dag. Þá er spilað í öllum riðlum 4. deildar um helgina. í kvennaboltanum verða leikir í I. deild. ÍBÍ og KA leika á ísafirði í dag kl. 14:00 ogá morgun leika ÍBK og KA kl. 18:00. FRJÁLSAR ÍÞRÓITIR: Aðalhluti Mcistara- móts íslands fer fram í dag og á morgun og síð- ustu greinarnar veröa á mánudagskvöldiö. KRAFTLYFIINGAR: Miðsumarmót KRAIT’ verður haldið í Garða- skóla í Garðabæ í dag og hefst það kl. 14. Flestir bestu kraftlyftingamcnn landsins verða meðal þátttakenda. Michael Gross er vanur að vera með gull um hálsinn. „Hann elskar að synda,“ er sagt um hann. Sundkappinn Michael Gross eða „Albatrossinn“: Hann hamast við - að slá gömul heimsmet - Keppir við klukkuna en ekki mótherja ■ Vestur-Þjóðverjinn Micha- el Gross, hctur þckktur sem „alhatrossinn" var önnum kaf- inn við eftirlætisiðju sína í síð- ustu viku, hann hamaðist við að slá gömul heimsmct í sundlaug- inni og setja ný. Flestir þeir sem vinna til vcrölauna í sundi á Ólympíuleikunum, láta það eft- ir sér að taka lífínu létt næsta ár á eftir. Þeir baða sig í frægðinni, en leggja minna upp úr því að taka þátt í sundkeppnum. Ekki „albutrossinn". Þótt svo engir sundmcnn væru þess megnugir að veita honum cin- hverja keppni á nýafstöðnu meistaramóti Þýskalands, náði hann að setja tvö heimsmet á mótinu. Hann synti í kapp við klukkuna, vel studdur af æstum áhorfendum, sem öskriiðu og létu öllum illum látum. Og það tókst. Það var stíll yfir báðum metunum. Gross hafði aðeins einu sinni áður keppt í 400 metra skriðsundi, en hann lét sig ekki muna um að bæta heimsmet Sovétmannsins Vlad- imir Salnikov um meira en hálfa sekúndu. Tími „albatrossins" var þrjár mínútur og 47,80 sek. Tæpum einum og hálfum tíma síðar kom hann í mark í 100 metra flugsundi á 53,83 sek., besti tími sem náðst hefur í þessu sundi f ár. Tveimur dögum síðar sló hann annað heimsmet, að þessu sinni 200 metra skriðsundi. Gross hefur ætíð litið á 200 m sundið sem sína sérgrein. Hann var því ákaflcga sár þegar Ástralíubúinn Jon Sieben sigr- aði hann á ÓL í Los Angeles, að taka á móti silfurverðlaunum er nokkuð sem „albatrossinn" er ekki vanur að gera. „Það var ekki erfitt að koma honum í gott keppnisskap fyrir sundið á meistaramótinu,“ sagði þjálfari Gross, Hartmut Öleker. „Ég sagði bara „Sieben" við hann.“ En hann lagði ekki svona hart að sér í sundinu bara til að slá heimsmet Sieben. Hvort sem fólk trúir því eða ekki, þá liefur Gross ákaflega gaman af að synda. Hann syndir eingöngu ánægjunnar vegna," sagði Ölek- er. „Albatrossinn" kom í mark á einni mínútu og 57,01 sekúndu, þremur hundraðshlutum úr sek- úndu betri tíma en Sieben náði í Los Angeles. „Fyrstu 100 metrana synti ég mun hægar en á ÓL, ég gat bara ekki synt hraðar. En áhorfendur voru stórkostlegir og á seinni 100 metrunum komst ég á skrið," sagði Gross. Þá lék Gross stórt hlutverk er sundfélag hans sigraði í þremur boðsundum á meistaramótinu. Daginn eftir meistaramótið ■ Knattspyrnudeild KA mun standa fyrir félags- og firma- keppni í knattspyrnu dagana 11. og 13. júlí næstkomandi. Leikið verður þversum á gras- völlum félagsins við Lundar- skóla á Akureyri. Heimilt er að hafa 10 menn í liði, þó eigi fleiri en sex inn á í einu. Leiktími verður 2x15 var Gross svo alveg búinn. Hann svimaði og var nærri dottinn. Læknar skipuðu hon- um að taka sér algera hvíld í viku. „Ég ætlaði hvort sem er að gera það,“ sagði Gross. Nú hefur „albatrossinn" sett stefnuna á Evrópumeistaramót- ið í Sofíu, Búlgaríu, í ágústmán- uði. Þar á hann fjóra meistara- titla að verja. mín. og verður leyfð rangstaða og frjálsar innáskiptingar, en að öðru leyti verður farið eftir reglum KSÍ um utanhússknatt- spyrnu. Þátttökugjald verður 5000 kr. á lið og verður tekið á móti þátttökutilkynningum í síma96- 23482 eftir kl. 16 alla virka daga. Tilkynningar skulu hafa borist fyrir þriðjudaginn 9. júlí. ■ Hann er víst þekktari með knöttinn á tánum en með golfkylfu i hendi. Hún leikur samt vel í hendi hans. Ásgeir Sigurvinsson atvinnumaður í knattspyrnu í golfsveiflu á Akur- eyri í fyrradag. Nr-mynd: Gyin Firmakeppnin á Akureyri Laugardagur 6. júlí 1985 22 Rafael Gordillo: Farinn frá Real til Real Madrid - Gerði fimm ára samning við liðið ■ Spænski knattspyrnumað- urinn Rafael Gordillo hefur nú flutt sig um set á Spáni og mun spila með Real Madrid næstu fimm árin. Hann var sem sagt keyptur frá Real Betis til Madr- id fyrir væna fúlgu. öordillo var sennilega sá leikmaður sem hvað mest hvað keppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Hann spilar sem hálf- gerður útherji og er mjög slyng- ur boltasparkari. Gordillo hefur spilað 59 Iandsleiki með Spán- verjum. Argentínumenn á faraldsfæti - Burruchaga fer til mótherja Vals ■ Þrír Argentínumenn eru mjög líklegir til að skipta um félög nú um helgina eða í byrjun næstu viku. Þeir eru framherj- inn Alberto Marcico sem spilar með Ferrocarril í Argentínu, Jorge Burruchaga miðvallar- spilari sem spilar með Inde- pendiente í Argentínu og mið- vallarspilarinn Juan Barbas sem spilar með Real Zaragoza á Spáni. Marcico fer til Toulouse í Frakklandi sennilega með þriggja ára samning uppá vasann. Burruchaga fer til mót- herja Vals í Evrópukeppninni, Nantes frá Frakklandi og Bar- bas fer til nýliða Lecce í ítölsku 1. deildinni. Hlauparinn snjalli Boit hættir - eftir 15 ára litríkan feril ■ Kenýamaðurinn Mike Boit, sem var á sínum tíma einn besti millivegalengdahlaupari í heim- inum, hefur tilkynnt að hann muni hætta keppni í frjálsum íþróttum í september á þessu ári. Boit á að baki 15 ára litríkan feril sem m.a. innihélt heimsmet og samveldisleika- met. Hann sagðist vonast til að margar frægar stjörnur myndu koma til keppni á Mike Boit Classic-leikunum sem haldnir verða honum til heiðurs í Nair- obi íKenýa þann 11. september. Þá mun hann hlaupa sitt síðasta keppnishlaup.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.