NT - 06.07.1985, Blaðsíða 12

NT - 06.07.1985, Blaðsíða 12
 »ÍT?iS Eur „Wh plötl ræðí hefu Won lagi i honi plate og fc Eric með „She er la Sun‘ Laugardagur 6. júlí 1985 12 ■ Madonna við leik í kvik- myndinni „Desperately Seeking Susan“ •* S ■ Á stuttum tíma hefur söngkonan Madonnaskipað sér veglegan sess i heimi dægurtónlistarínnar. Hún á hvert topplagið á fætur öðru beggja vegna Atlantsála og nýtur virðingar fyrir vand- aða tónlist. Er nú svo komið að éfsta sæti vinsældalista í Bandaríkjunum er hennar i hvert skifti sem hún sendir frá sér lag. Kvikmyndstjarna Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikil- vægi videómynda fyrir poppstjörnur nú orðið. Ekki er gefið út lag á hljómplötu án þess að myndband fylgi f kjölfarið og á það Ifka við um Madonnu. Myndbönd hennar þóttu strax bera miklum hæfileik- um hennar vitni. Myndband- ið með laginu „Material Girl“ og sérstaklega þó „Like A Virgin“ eru talin hafa skipt sköpum fyrir Madonnu og gert plötur hennar að þeim söluhæstu jafnt í Evrópu sem f Ameríku. í framhaldi af mússik- vídeómyndunum fór Mad- onna að þreifa fyrir sér í kvikmyndaleik. Reynd- ar hafði hún farið með smá hlutverk f nauðaómerkilegri kvikmynd sem gerð var áríð 1979 og sagan segir að á unglingsárum sínum hafi hún leikið f einni Ijósblárri, en sú mynd hefur fyrst vakið athyglí eftir að Mad- onna sló í gegn. Fyrsta stóra mynd Mad- onnu var „Vision Quest“, sem frumsýnd var i Bandaríkjunum á siðasta ári. I þeirri mynd fór Ma- donna með hlutverk leik- konu og söng hún tvö lög í myijdinrii, annað þeírra, ballaðan „Crazy for you“ hefur notið töluverðra vin- sælda. Nýjasta kvikmynd hennar heitir „Desperately Seekíng Susan“ og verður hún tekin til sýningar hér- lendis innan fárra vikna. Plata með lögunum úr myndinni er komin út í Bandaríkjunum. Madonna fer með stórt hlutverk í myndinni og að sögn erlendra gagnrýnenda stendur hún sig með stakri prýði. Það er ails ekki óalgengt að poppstjömum verði vel ágengt í kvikmyridaleik. A síðustu árum hafa nokkrar kynsystur Madonnu leikið þennan leik með góðum árangri. Diana Ross lék Biily Holliday í kvikmyndinni „Lady sirigs the Blues“, Bette Midler stóð sig vel í kvikmyndinni „The Rose“, söngkonari Cher lék í kvik- myndínni „Silkwood“ og svo hefur Dollý Parton verið að breyta sér úr kántrýsöng- konu yfir i kvikmyndaleik- konu. 1985 er ár Madonnu Madonna er ung að árum, 25 ára gömul. Foreldrar hennar eru af ítölskum ætt- um og börnin eru átta. Ma- donna er þar elst. Madonna ■ Hún Madonna er dálítið Ifk Marilyn Monroe, eða er það ekki. var skfrð f höfuðið á móður sinni, sem lést þegar Ma- donna var 7 ára. Faðir henn- ar giftist aftur og samdi þeim stjúpmæðgum frekar illa. Madonna var ekki gömul þegar hún strauk að heiman og fór að sækja danstfma og nema leiklist. Hún stundaði hefðbundið skólastarf með listnáminu, en þegar hún var komin f háskóla sneri hún blaðinu við. Hún hætti allrt skólagöngu og ætlaði sér að verða dansari. Næstu árin þar á eftir kom hún víða við. Hún skemmti aðallega í klúbbum, fyrst sem dansari en sfðan fór hún að reyna fyrir sér á öðrum vfgstöðvum. Hennf vegnaði ágætlega sem leik- konu og hún komst að þvf að söngröddin var hreint ágæt. Madonna hefur sjálf sagt að þessi ár áður en hún sló í gegn sem söngkona, hafi verfð einhver albesti skóli sem völ væri á, því hvað er betra fyrir söngvara en kunna eitthvað fyrir sér f leiklist og dansi. Þessir hæfileikar hennar hafa nýst henni vel, sviðs- framkoma hennar er örugg og reynsla hennar í leiklist- inni tryggir henni góða at- vinnumöguleika f framfíð- inni. Madonna - Monroe Þær eru fáar poppstjörn- urnar sem notið hafa eins mikitlar athygli og Madonna. Hún er sögð vera einhver mest Ijósmyndaðasta poppstjarna sem uppi hefur verið. Kemur þar margt til. Hún kann að sitja fyrir og veit nákvæmlega hvaða kar- akter hún ætlar að laða fram í hvert skifti. Hún er glys- gjörn og klæðir sig í lit- skrúðug föt sem falla vel persónunni Madonnu. Madonna þykir lifandi kyntákn nfunda áratugarins. Hún er kvenleg og með klæðnaði sínum og andlits- farða laðar hún fram allt hið kvenlega í fari sfnu. Hún er í senn, saklaus og lífsreynd f útliti. Þegar lagið hennar „Like A Virgin“ var sem vinsæiast lagði hún allt uppúr hrein- ieikanum og sakieysinu, en jónfrúarstimpillinn er farinn af henni, hún ætlar nefnilega að gifta sig i næsta mánuði. Hinn hamingjusami er leik- ari og heitir Sean Penn. Einkenni Madonnu er kvenlegt fas, Ijóst og mikið hár og fegurðarbletturinn fyrir neðan hægri nösina. Þessí lýsing gæti allt eins átt við aðra stjörnu sem nú er liðin, hana Marilyn Monroe: Dor sveil skön Nún; lagin plöti síða: Roc stórí síöa: verð Is Wi DeE að fc þeirr sveit og 1 Hold Stir út la Then

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.