NT - 21.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 21.08.1985, Blaðsíða 2
■ Myndverk og Teikniþjónustan annast í sameiningu hönnun, uppsetningu og frágang á línuritum og töflum. Þannig er hægt aö skýra á einni mynd samansafn flókinna talna á einfaldan hátt. síðan Miðvikudagur 21. ágúst 1985 „Vildi koma með eitthvað nýtt“ Litið inn hjá Einari Erlendssyni í Mvndverkí ■ Myndverk sf. heitir fyrirtæki sem ungur maður Einar Erlendsson stofnaði og rekur. I Myndverki er fengist við margskonar nýjungar á sviði list- myndaeftirtöku, gerð línu- rita, glæra o.s.frv. og er fyrirtækið það eina sinnar tegundar hér á iandi. NT heimsótti Einar í Myndverki um daginn og átti við hann stutt spjall. Lítið um starfsmöguleika að námi loknu „Ertu lærður í faginu?“ „Já, ég lauk B.S. prófi í Photographic Science eða ljósmyndavísinduui frá há- skóla í London árið 1980. í nánrinu hafði ég um tvær leiðir að velja, önnur beindist meira að vísindum í Ijós- myndun, þá efna- og eðlis- fræði o.s.frv. en hitt var meira nám um notkun á sérhæfðri Ijósmyndun allt frá neðan- sjávarljósmyndun og upp í gervihnattarljósmyndum. Ég valdi síðarnefndu leiðina, enda mun praktískari en hin. Meðan ég var úti í náminu hafði ég reynt að grennslast fyrir um vinnu þegar ég kæmi heim, og sendi umsóknir á fjölda staða og til fyrirtækja. Pað var býsna fátt um svör og lítill áhugi, þangað til Land- spítalinn sendi mér jákvætt svar og þar með var ég ráðinn þangað sem sjúkrahússljós- myndari. Sjúkrahússljósmyndun er þegar orðið viðurkennd og nauðsynleg á spítölum er- lendis, í henni er fengist við margt t.d. klíniskar myndatök- ur, myndatökur af sýnum, kennslumyndagerð og ýmis- konar rannsóknir myndaðar. Pví miður eru íslensku spítal- arnir aftarlega á merinni ineð aðstöðu fyrir slíka þjónustu. Aðstaðan á Landspítalanum var mjög bágborin enda engu fé veitt í þetta frá hinu opin- bera. Samt þarf kostnaðurinn við þetta ekki að vera svo hár. Ég varð því fljótt þreytt- ur á skilningsleysinu sem ég mætti alls staðar þegar ég fór fram á að einhvcrjar endur- bætur yrðu gerðar, og svo fór að ég hætti eftir tveggja ára baráttu fyrir daufum eyrum. Áhugaleysið sést best á því að staðan lagðist niður þegar ég fór.“ Byrjaði að framkalla eftir pöntunum heima „Ásamt því að vinna á Landspítalanum kom ég mér upp framköllunaraðstöðu í kjaliaranum heima hjá mér, þar sem ég átti framköilunar- græjur af ýmsum gerðum til að handframkalla og vildi nýta mér þær. Fljótlega byrj- aði ég að framkalla fyrir ýmsa aðila úti í bæ. Umsvifin juk- ust síðan hratt, uns hvert einasta kvöld og allar helgar voru farnar að fara í þetta. Loks ákvað ég að hætta á Landspítalanum, keypti mér nýjar framköllunargræjur og lagði allan kjallarann undir fyrirtækið sem ég stofnaði á sama tíma. Þetta var árið 1982. í fyrra flutti ég síðan í húsnæði hér í Ármúlanum, endurbætti tækjabúnaðinnog býð núna upp á þjónustu sem aldrei áður hefur boðist hér á landi. Tilgangurinn var líka að koma með eitthvað nýtt. “ Samvinna Ijósmynda- stofu og teiknistofu gefur nýja möguleika „í hverju felast þessar nýjungar?" „Til að byrja með erum við með nýja tækni í línuritagerð á glærum. Petta býður upp á ótal möguleika fyrir t.d. fyrir- tæki, rannsóknastofnanir og aðra sem þurfa að setja fram skilmerkilega efni á fundum eða fyrirlestrum. Myndverk hefur samvinnu við teiknistofuna Teikniþjón- ustuna sf. Þegar gera þarf línurit, er nóg að fólk komi með tölurnar og skýrslurnar, Teikniþjónustan sér um að teikna línuritin upp, og ég sé um að koma myndinni á glæru, skyggnur eða pappír fyrir prentun. Þannig er hægt að setja upp skýrt og skorin- ort línu- eða súlurit og töflur úr bunka af blöðum sem inni- halda torskildar og þreytandi tölur. Pá er myndvarpa það eina sem þarf og upplýs- ingarnar komast miklu betur til skila etir þessari leið, auk þess sem veigaminni tölur koma líka skýrt fram en hverfa ekki í talnaflóði. Síðan getum við tekið ljósrit af glærunum ef dreifa þarf skýr- ingarmyndinni. Við höfum verið að reyna að komast inn hjá skólunum Albert lét undan Gamli meirihlutinn í Flugleidum vann kapphlaupid um eignarhlut rikisins. Samningur undirritaður ígaer. Lét A Ibert í minni pokann ? Rikisábyrgðir óbreyttar þráttfyrir að éignaraðild ríkisins hafiáður verið skilyrði. ■ Einar Erlendsson: „Þetta er erfiður bransi enn sem komið er, fólk er oft lengi að meðtaka nýjungar.“ NT-mynd: Svcrnr til þess að þeir gætu notað , þessa aðferð við kennslu, og það er auðvitað draumurinn að menntakerfið taki við sér og sjái hvað þetta er hand- hæg og fræðandi leið sem nota má. Myndverk sér líka um stækkanir á litskyggnuin og getum við stækkað skyggn- urnar allt upp í ljósmyndir í plakatstærð. Allar stækkanir vinnum við á ljósmynda- pappír sem hefur liti í mjög háum gæðaflokki með mikla skerpu og frábæra endingu. Þessi tækni í stækkunum er þegar mikið notuð erlendis bæði til notkunar í sýningar- básum fyrir vörukynningar og til skreytinga. Síðan gerum við stækkanir á filmu í ljóskassa, en þeir eru einnig mikið notaðir er- lendis í auglýsinga og skreyti- skyni. Fólk getur líka komið til okkar með litmyndir og við sjáum um beina litkóper- ingu eftir frummyndinni, líka stækkkun og minnkun og tek- ur það ekki nema örstutta stund." „En þarf ekki dýran og mikinn tækjabúnað til að geta boðið upp á þessa þjónustu?" „Jú, það er málið. Það var rosalega dýrt að koma þessu af stað og kaupa tæki og vélar, sem er ekki síður dýrt að reka, því nýtingin á þeim er ekki mikil enn sem kornið er. Þegar viðskiptin aukast og tækin verða fullnýtt kemur þjónustan til með að verða ódýrari, en ég stefni samt ekki á neina fjöldafram- leiðslu, legg áhersluna á gæði, ekki magn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.