NT


NT - 21.08.1985, Side 24

NT - 21.08.1985, Side 24
.. 11 —........... ' ------------------------- Ilúrir þúá frétt? HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 é ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Heimilið ’85: Sýning-markaður-skemmtun - franskur blær í Laugardalshöll um vörur á kynningarverði, þá aðallega neysluvöru. Einnig hefur verið mikið um það að fyrirtæki hafi boðið gestum afslátt á vörum, sem keyptar eru á sýningunni." Skemmtiatriði hafa löngum fylgt sýningunni. í ár er ætlunin að franskur sýningarflokkur verði með dagskrá tvisvar á hverjum virkum degi vikunnar og þrisvar sinnum um helgar. Þá verður sýningargestum boð- ið í bíó sem er með öðru sniði en kvikmyndahúsagestir eiga að venjast. Sýningartjaldið er 180 gráður, og virkar þannig á áhorfendur að þeim finnst þeim vera þátttakendur í atburðarás- inni á tjaldinu. Yfirskrift sýningarinnar er Sýning, - markaður skemmtun. Pessi yfirskrift segir meira um sýninguna .en mörg orð sagði Halldór „Ekkert tívolí verður að þessu sinni í tengslum við sýninguna. Tívoli hefur ver- ið starfrækt frá því í vor þannig að sá draumur er búinn. Pess í stað verðum við með franska sýningarflokkinn og kvikmyndasýningarnar sem eru nýstárlegar fyrir íslenska kvik- myndaáhugamenn.“ ■ Sýningargestir geta séð nýstárlega kvikmyndatækni í þessu kúluhúsi sem reist verður við Laugardalshöllina. ■ Franskur blær verður ríkjandi á heimilissýningunni ’85 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 29. ágúst - 8. september. Franskur tískusýningarflokkur mun sýna frönsku tískuna. Þá verða frönsk fyrirtæki með 220 fermetra sýningarpláss, þar sem vörur frá frönskum framleiðendum verða sýndar. Alls verða hátt á annað hundrað fyrirtæki sem sýna og kynna vörur sínar almenningi í Laugardalshöll. Vörukynning- ar, þar sem fólki gefst kostur á að smakka matföng hafa sett aukinn svip á sýningar þessar og mun ýmislegt verða á boð- stólum fyrir forvitna og hungr- aða sýningargesti. Halldór Guðmundsson full- trúi Kaupstefnunnar hf. sem heldur sýninguna, sagði í sam- tali við NT í gær að þetta væri tíunda stóra sýningin sem Kaup- stefnan stæði að. Hann sagði að á sýningunni yrði flest allt það sem hægt væri að hugsa sér varðandi heimilið, til kynningar og á boðstólum. „Mikið verður Hestur: Synti á haf út ■ Reykjavíkurlögreglan leitaði að hesti á Viðeyj- arsundi í fyrrinótt. Hest- urinn fór frá Geldinga- nesi, og synti á haf út með full reiðtygi. Dýrið sprengdi sig á sundinu, og fann lögreglan hestinn rekinn á rif síðar um nótt- ina. Táragassprengja í miðborginni ■ íbúar við Miðstræti í Reykjavík urðu fyrir sérkenni- legri upplifun í fyrrakvöld. íbúðir fylltust af nokkurskonar hnerrigufu. Tár runnu úr augum og öll vit fylltust af slími. Grun- ur leikur á að táragassprengja hafi verið sprengd í nágrenni við götuna, og hafi leifar gassins komist inn um glugga á íbúðum með fyrrgreindum afleiðingum. Arnþór Ingólfsson hjá lög- reglunni í Reykjavík sagði í samtali við NT í gær að ekki væri víst að um táragas hefði verið að ræða, en hann benti jafnframt á að mjög auðvelt væri að komast yfir táragas- sprengjur og sprautur úti í hin- um stóra heimi. Illa gengur að fá beinhákarl til vinnslu: „Sjómenn seinir að taka við sér“ - segir Baldur Hjaltason, efnaverkfræðingur ■ „Sjómennirnir virðast vera seinir að taka við sér því við höfum ekki fengið einn einasta ugga til vinnslu enn sem komið er. Það er eins og þeir átti sig ekki á því, að beinhákarl, sem hingað til hefur ekki verið nýttur hér á landi, getur verið þeim allt að 30 þúsund króna virði,“ sagði Baldur Hjaltason, efna- verkfræðingur hjá Lýsi hf. þegar NT spurði hann hvern- ig vinnsla á uggum og lifur úr beinhákarli gengi. Eins og greint hefur verið frá í blaðinu hyggst fyrirtækið vinna lýsi úr lifur beinhákarls og „veislumat" fyrir Austur- landabúa úr uggum hans. Baldur sagðist vita til að nokkrir hákarlar hefðu feng- ist í veiðarfæri báta í sumar, en það væri eins og sjómenn áttuðu sig ekki á því að skepnan væri markaðsvara þrátt fyrir að leitast hefði verið við að koma upplýsing- um til þeirra á framfæri. „Við gerum okkur vonir um að þetta fari að breytast. Nú er netaveiðitími rétt haf- inn og það fæst nokkuð af beinhákarli í net,“ sagði Baldur. Baldur sagði ennfremur að markaðurinn fyrir afurðir beinhákarls liti út fyrir að vera ennþá stærri en forráða- menn Lýsis héldu þegar ákveðið var að fara af stað með tilraunirnar. Eldsvoði á Ósabakka á Skeíðum Tjónið skiptir milljónum króna ■ Stórfcllt tjón varö í bruna að Ósabakka á Skciöum um helgina. Tvö hundruð kinda fjárhús, hesthús, hænsnahús og hlaða brunnu til kaldra kola. Talið er að tjónið skipti milljón- um króna. Ekkert var af skepn- um í húsunum, utan þess að nokkrar hænur köfnuðu í elds- voðanum. Slökkviliðið á Selfossi kom að Ósabakka með þrjá bOa, og barðist við eldinn í níu klukku- stundir. Fjárhúsið var fallið saman þegar slökkviliðið kom á vettvang. Plasteinangrun í lofti gerði það að verkum að eldur- inn breiddist út eins og hendi væri veifað. Hluti af heyi því sem var í hlöðunni bjargaðist, og mun talið nothæft. Eldsupp- tök eru talin vera vegna rafmagns. Að Ósabakka er þrí- býli. Eigandi að húsunum sem brunnu var Kárí Sveinssun. NT-mynd: Guðmur.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.