NT - 21.08.1985, Blaðsíða 4

NT - 21.08.1985, Blaðsíða 4
■ Einn af starfsmönnum Hagvirkis vinnur við bergþéttingu í Eyvindarkvísl. Hann á von á að fá uppsagnarbréf á næstunni. NT-m>nd: sáf Pólitískt vandræðamál Um tilboð Hagvirkis í veginn norður, uppsagnirnar, tækjasölu og ýmislegt annaö sem tengist þessu pólitíska vandræðamáli ■ Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur Hagvirki, stærsta verktakafyrirtæki landsins, í hyggju að segja upp um 270 manns. Ástæðan fyrir þessum uppsögnum er verk- efnaskortur og niðurskurður í jarðvinnuverkefnum bæði við virkjanaframkvæmdir og vega- gerð. Að sögn Jóhanns Berg- þórssonar, forstjóra Hagvirkis lýkur svo til öllum jarðvinnu- verkefnum fyrirtækisins í október. Þá verða aðeins tvö lítil verkefni í gangi, sem lýkur í nóvember og desember. í framhaldi af uppsögnunum verða svo jarðvinnutæki fyrir- tækisins seld úr landi, en þau eru metin á hálfan milljarð króna. Hafa sölumöguleikar á tækjunum verið kannaðir erlendis og eru þeii taldir nokkuð góðir, hinsvegar fær fyrirtækið aldrei meira en um 200-300 millj. fyrir þau og spila þar aðflutningsgjöld og tollar inn í. í reglugerð um virkjana- framkvæmdir er heimild um að aðflutningsgjöld séu endur- greidd verði tækin seld úr landi að afloknu verki og hefur Hag- virki í hyggju að fara fram á að fá hluta af aðflutningsgjöldun- um endurgreiddan. Flestir við- mælendur NT töldu þó litlar líkur á því að orðið yrði við því. Samdrátturinn f nýframkvæmdir vegaáætl- unar voru áætlaðar 680 milljónir og þar af var áætlað að bjóða út verkefni upp á 400 milljónir. Vegaáætlun var svo við af- greiðslu fjárlaga skorin niður úr því að vera 2,4% af þjóðarfram- leiðslu í 1,9%. Pað var niður- skurður upp á 435 milljónir króna til nýframkvæmda. Þá voru virkjanaframkvæmd- ir skornar niður um 520 milljón- ir króna. Alls hafa því fram- kvæmdir við jarðvinnu verið skornar niður úr 1,7 milljörð- um, sem áætlað hafði verið, í 680 milljónir. Slíkt kemur vita- skuld niður á öllum verktaka- fyrirtækjum í landinu. Urn samdráttinn hjá Vega- gerðinni hafði Matthías Bjarna- son, samgönguráðherra þetta að segja við blaðamann NT: „Samdrátturinn í vegamálum er bara lítilfjörlegur, hann hefur fyrst og fremst orðið í orku- málum. Ég hef áhuga á að halda uppi vegagerð og hef staðið í ströngu að halda henni uppi, en á meðan ég er hér verður ekkert eitt verkefni tekið út á kostnað annarra og ein- hverjum einum aðila fengið til- tekið verkefni." Vegurinn norður Þann 18. apríl sl. vor skilaði Hagvirki inn tilboði í stærsta hluta vegarins sem eftir er að leggja bundið slitlag á, norður til Akureyrar. Hagvirki barst svar samgönguráðhérra nú um miðjan ágúst þar sem tilboðinu var hafnað. í svarinu segir orðrétt: „Tilboð Hagvirkis var tekið til ítarlegrar athugunar í ráðuneytinu og hjá vegamála- stjóra. Forsvarsmönnum fyrir- tækisins er kunnugt um niður- stöðurnar." Jóhann Bergþórsson hjá Hag- virki segir að þarna sé rang- færsla, því forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi aldrei verið kynntar niðurstöðurnar. Sagði hann að þeir hefðu reynt að fá að sjá þessar niðurstöður, en verið neitað um þær. FÍB reyndi sömuleiðis að fá að sjá niður- stöðurnar en fékk iíka neitun. Þá reyndi sjónvarpið að komast yfir þær, en enn var sama sagan. Að lokum reyndi blaðamaður NT að fá þær en fékk þau svör að hann léti ekkert úti um þær. „Nei, nei, ég læt ekkert úti um það. Hagvirki hefur fengið allt og þeir vita allt.“ Ekki segir Jóhann Bergþórs- son það. „Ég veit ekkert um það hvað hann segir. Hann segir svo margt, en það er engin heimild til þess og þó að ég hefði liaft heimild til þess hcfði ég aldrei látið neitt eitt fyrirtæki hafa verk- ið án þess að bjóða það út.“ Mjörg fordæmi eru fyrir því að verktakafyrirtæki hafi fengið verkefni á vegum vegagerðar- innar án þess að verkið væri boðið út áður. Þannig fengu íslenskir Aðalverktakar loka- áfangann í Reykjanesbraut án útboðs, vegna verkefnaskorts fyrirtækisins. Um það sagði Matthías Bjarnason: „Ég svara ekkert fyrir það hvað varð vegna verkefnaskorts hjá hernum. Það er ekki ég sem ákveð framkvæmdir í vegamál- um, heldur Alþingi íslendinga." Þess skal einnig getið hér að öll stærstu verkefni á vegum vegagerðar árið 1984 voru unnin án útboðs, en það voru vega- framkvæmdir á Vestfjörðum, í kjördæmi samgönguráðherra. Jákvæð viðbrögð Mat FÍB á vegaframkvæmd- unum norður var það að fram- kvæmdin væri arðbær upp á 40-70%. NT leitaði álits hjá nokkrum aðilum bæði um tilboð Hagvirkis, uppsagnirnar og áform fyrirtækisins að selja jarðvinnutækin úr landi. Haraldur Ólafsson, alþingis- maður, hefur skoðað tilboðið og sagðist telja að það hefði átt að taka tilboðið til mjög jákvæðrar athugunar vegna þess að þarna væri gert ráð fyrir að hraða verkefninu mikið og gera það á mjög ódýran hátt. Þá er í tilboðinu gert ráð fyrir að verk- takar á öllu svæðinu komi inn í verkið. „Eftir afgreiðslu samgöngu- ráðuneytisins á tilboðinu er hinsvegar ljóst að þetta mun dragast um mörg ár og ekki verðá verktökum eða vinnuvélaeigendum á lands- byggðinni að neinu liði nema á miklu lengri tíma, en margir þeirra hafa fjárfest í dýrum vinnuvélum vegna fyrirhugaðra áætlana í virkjunum sem nú hafa verið skornar niður.“ Sagðist Haraldur ekkert vera hissa á því þó viðhorf smáverk- taka og vinnuvélaeigenda á landsbyggðinni hefði breyst og að þeir væru nú áfram um að tilboði Hagvirkis væri tekið. Sagði hann að um gífurlega hagsmuni væri að ræða fyrir allt landið og sérstaklega fyrir dreif- býlið að ekki sé talað um fyrir Akureyringa. Halldór Björnsson, hjá VMSÍ, sagði að honum per- sónulega eins og flestum öðrum hefði fundist mjög fýsilegur kostur ef gengið hefði verið að tilboði Hagvirkis og lagt bundið slitlag á veginn norður. Sagði hann að enginn neitaði því að vegaframkvæmdir væru með hagkvæmustu framkvæmdum fyrir þjóðina og að honum sem notanda vegakerfisins hefði fundist eðlilegt að tilboðið hefði verið skoðað með jákvæðara hugarfari. Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra vildi ekki tjá sig um afgreiðslu samgönguráðuneytis- ins á tilboðinu. Sagðist hann verða að éta upp viðhorf sam- gönguráðherra, sem gjörþekkir til þessara mála, og taka hans orð trúanleg. Fjármögnunin Hugmynd Hagvirkis um að fjármagna framkvæmdina, var að ekkert yrði tekið af fjárlög- um þau þjú ár, sem framkvæmd- in átti að standa, til hennar. Samkvæmt tilboðinu átti að framkvæmda fyrir 300 milljónir í ár, 400 milljónir á næsta ári og 220 milljónir þriðja árið. Að sögn Jóhanns Bergþórssonar væri þá búið að brúa bilið fram til 1987, en öllu lengur er ekki hægt að fresta framkvæmdum við Blöndu. Það var Kaupþing, sem at- hugaði fjáröflunarleiðir fyrir fyrirtækið. Var ákveðið að fjár- magna framkvæmdirnar með svokölluðum hlutdeildar- skuldabréfum. Þ.e.a.s. að eftir mánaðar vinnu fengi fyrirtækið skuldaviðurkenningu hjá ríkis- sjóði og síðan átti að selja hlutdeildarskuldabréf á al- mennum markaði með bak- tryggingu í skuldaviðurkenning- unni. Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra voru kynntar þessar tillögur og var hann fylgj- andi þeim. Þessi skuldabréf átti svo ríkissjóður að endurgreiða á árunum 1987-1994, eða á sama tíma og áætlað var að ljúka vegalagningunni norður. Haraldur Ólafsson sagði, að þó ekkert væri hægt að segja með vissu um hvernig svona fjáröflun gengi, þá hefði hann heyrt á mörgum að þeir væru tilbúnir að fjárfesta í svona framkvæmd. Minnti hann á hversu vel tókst til með sölu ríkisskuldabréfa í lokaáfanga hringvegarins, þegar vegurinn yfir Skeiðarársand var lagður. Sagði hann að menn væru til- búnir að fjárfesta í framkvæmd- um, sem þeir væru vissir um að skiluðu hagnaði. Lítil umfjöllun Þó hér hafi einkum verið einblínt á tilboðið í norðurveg- inn eru margar aðrar hlióar á þessu máli. Það vekur t.d. furðu hversu iitla athygli þess- ar fyrirhuguðu uppsagnir hafa vakið, þó er verið að ræða um uppsagnir hátt á þriðja hundrað manns. T.d. hefur Þjóðviljinn bara greint örstutt frá fréttatil- kynningu starfsmanna fyrir- tækisins, en engin umfjöllun átt sér stað á síðum blaðsins. Hing- að til hefur þó Þjóðviljinn séð ástæðu til að fjalla um mál af þessu tagi. Þá hefur Verkamannasam- bandið ekki séð ástæðu til að álykta sérstaklega um þessar uppsagnir. Er þó verið að stefna afkomu fjölda heimila í hættu með þeim. Og ekki hafa ríkis- fjölmiðlarnir né hægri pressan séð ástæðu til að kryfja þetta máj. Ástæðan fyrir þessari litlu umfjöllun er eflaust sú, að hér er um hálfgert pólitískt vand- ræðamál að ræða. Öllum er nú ljóst að bráðlætið við virkjana- framkvæmdir var allt of mikið og enginn er tilbúinn að hvetja til þess að þeim verði flýtt aftur. Sverrir Hcrmannsson segir vissulega að ef samningar náist um Kísilmálmvinnsluna á Reyð- arfirði verði að fara aftur af stað með Blöndu. Ymsir eru samt þeirrar skoðunar að þar tali Sverrir ekki fyrir munn iðnað- arráðherra, heldur fyrir þing- mann Austfjarða, því engin von sé til að hægt verði að ná samn- ingum þar sem verðið á orkunni standi undir framleiðslukostn- aði hennar og lítill pólitískur vilji er í landinu að vera með orkuna á útsöluprísum áfram. Þá eru ýmsir aðiiar í landinu ekkert yfir sig hrifnir af hinum öra viðgangi Hagvirkis. Fyrir- tækið var stofnað kringum fram- kvæmdirnar við Sultartanga- stíflu fyrir fjórum árum og er nú stærsta verktakafyrirtækið á sínu sviði hérlendis. Auk þess sagði fyrirtækið sig úr Verktaka- sambandinu þar sem það taldi sig lítið græða á því að vera innan vébanda þess, hinsvegar greiddi fyrirtækið stærstu gjöld- in til sambandsins. Hvort sú úrsögn hafi sitt að segja um stöðu fyrirtækisins nú skal ósagt hér. Hinsvegar er rétt að vekja athygli á því að Hagvirki fékk ekki að taka þátt í fyrsta áfanga framkvæmdanna við Helguvík, þó fyrirtækið sé með tæki sem henti mjög vel til þeirra fram- kvæmda. Sjálfsagt er Hagvirki bara fyrsta verktakafyrirtækið sem verður að grípa til þess að segja upp starfsfólki sínu og selja tækin, fleiri eiga eflaust eftir að fylgja á eftir því lítið útlit er fyrir að ráðist verði í stórfram- kvæmdir á sviði jarðvinnu á næstunni. Við skulum gefa Haraldi Ólafssyni lokaorðið í þessari umfjöllun: „Á sama tíma og samgönguráðherra hafnar þessu tilboði í norðurveginn, sem ég tel að hafi verið mjög athygl- isvert tilboð og hafa getað orðið mikil lyftistöng fyrir dreifbýlið, ef því hefði verið tekið, þá er hann að tala um að grafa tugkíló metra jarðgöng fyrir nokkur hundruð manna byggðir.“ Sáf

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.