NT - 21.08.1985, Page 5

NT - 21.08.1985, Page 5
 rn i7 Miðvikudagur 21. ágúst 1985 5 Lu |J Fréttir Off járfesting í vörubílum? Einn af hverjum sex körlum vörubílst jóri Vörubílum fjölgað meira s.l. 7 ár en næstu 30 árum þar á undan ■ Hafa íslendingar fengið vörubíladellu? Eða hver getur verið skýringin á þeirri gífurlegu fjölgun vörubíla sem hér hefur orðið síðustu 7-8 árin, eftir að tala vörubíla hafði að segja má staðið í stað hlutfallslega frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. Um síðustu áramót var tala skráðra vörubíla komin í 11.560, sem jafngildir einum vörubíl á hverja 20 íslendinga. Ef við gefurn okkur að vörubíl- stjórar og -eigendur séu fyrst og frenist í hópi karlmanna á aldr- inum '20-70 ára, þyrfti um 6. hver þeirra að starfa sem vöru- bílstjóri ef manna ætti alla þessa bíla. Á 30 árum-frá 1947 til 1977 - fjölgað vörubílum hér á landi aðeins úr tæplega 4.400 í um 6.900, þ.e. 58%, sem var tæp- lega í takt við fólksfjölgunina á þessu þriggja áratuga tímabili. Síðustu 7 árin hefur fjölgunin hins vegar verið 67%, eða úr um 6.900 bílum upp í 11.560 sem fyrr segir. Árleg fjölgun hefur verið minnst 465 bílar og upp í tæplega 1.000 vörubíla hvort ár 1981 og 1982, en það er álíka fjölgun og varð á tveim áratugum frá 1955-1974. íslenskir karlmenn á aldrin- um 20-70 ára voru tæplega 70.500 utn síðustu áramót. Ef við deilum vörubílafjöldanunt niður á þann hóp kæmi 1 bíll í hlut hverra 6 karla. Ef við hins vegar skiptum íbúafjöldanum niður í margumræddar „vísi- tölufjölskyldur" kemur vörubíll í hlut 5. hverrar fjölskyldu. Hvað allur þessi bílafjöldi hefur að flytja á sama tíma og t.d. fiskafíi og búvörufram- leiðsla hefur verið að dragast saman, skal ekki reynt að giska á hér. Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort ekki hafi átt sér stað nokkur umframfjárfesting í vörubílum á undanförnum árum, eins og svo mjög hefur verið rætt um í sambandi við skuttogarana einmitt á svipuðu árabili. Fimm milljarða skuldbreytingar - hjá Fiskveiðisjóði í fyrra ■ Nær allar lánveitingar (94%) Fiskveiðisjóðs ís- lands á síðasta ári fóru til skuldbreytinga skipalána. Skuldbreytingar skipalána námu samtals 4.843,4 mill- jónum króna, af alls 5.153,1 millj. króna lánveitingum sjóðsins. Önnur lán til fiski- skipa á árinu námu 189,4 millj. króna (samanborið við 730 millj. árið áður), hvar af 74,6 millj. fóru til innlendra skipasmíða (451 millj. árið áður) og 113,8 millj. króna til endurbóta á skipum og tækjakaupa. Til fasteignalána fóru síðan 115,4millj. króna,aðmestu til fiskvinnsluhúsa og fiski- mjölsverksmiðja. Hin mikla skuldbreyting skipalána úr sjóðnum var ákveðin í júní í fyrra. Fyrr- nefndar 4.843,5 milljónir skiptust niður í alls 292 afgreidd lán, sem hafa því að meðaltali numið um 16,6 millj. króna að meðaltali hvert. í ársreikningum Fisk- veiðisjóðs kemur fram að skuldbreytt hafi verið um 86% þeirrar fjárhæðar sem skuldbreyting bauðst á. Við skuldbreytinguna hafi bæði vanskil og greiðslubyrði af skipunum lækkað verulega, jafníramt því sem lánum hafi fækkað vegna upp- greiðslu eldri lána. Þá kemur fram að reikn- að er með að eftirgjöf vaxta á útlánum sjóðsins til fiski- skipa rnuni nema samtals 921 milljón króna á árunum 1982-1985. Það var fyrir atbeina ríkisstjórnar haust- ið 1982 og 1983 að ákveðin var tímabundin breyting á kjörum fiskiskipalána, þannig að sjóðurinn gæfi eftir ákveðinn hundraðs- hluta þeirra vaxta er féllu til greiðslu á skipalán, og er sá hluti 60% af vöxtum á árun- um 1984 og 1985. Eftirgjöf þessi nam 44 millj. fyrsta árið, 168 millj. annað árið, um 309 millj. í fyrra og er áætluð um 400 milljónir króna á þessu ári. Útistandandi lán Fisk- veiðisjóðs námu alls 7.892,7 milljónum um síðustu ára- mót. Þar af námu skipalán 6.671,1 milljón króna eða nær 85% af heildar útlánum sjóðsins, og er lang stærstur hluti þeirrar skuld- breytingalánin frá síðasta ári. Fasteignalán námu samtals um 1.004 millj. króna, að stærstum hluta til hraðfrystihúsa eða 592,7 millj. króna. ■ Gerður Steinþórsdóttir flutti ávarp þegar hún afhenti undirskriftalista með nöfnum 36.720 íslenskra kvenna á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naírobí. Florence Ponez hlýddi á en hún tók við friðarávarpinu og mun koma því á framfæri. 36.720 undirskriftir vöktu mikla athygli ■ Gerður Steinþórsdóttir cand.mag.afhenti hinn 19. júlí sl. undirskriftalista með 36.720 nöfnunt íslenskra kvenna, sem Friðarhreyfing íslenskra kvenna og ’85-nefndin gengust fyrir í sumar, á kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Naírobí. Frú Florence Ponez fulltrúi aðalframkvæmdastjóra S.Þ. tók við listunum, sem hafði verið pakkað inn í fjóra stóra pakka, og hlýddi á ávarp Gerðar þar sem hún gerði grein fyrir til- gangi söfnunarinnar og inntaki friðarávarpsins. Florence Ponez lét þau orð falla að ávarpið væri mjög í anda S.Þ. Ekki er kunnugt um að fulltrú- ar annarra þjóða hafi haft nokkuð þessu líkt og því vakti þetta framtak íslenskra kvenna mikla athygli og ekki síður sú bjartsýni sem þar kemur fram, auk samþykktar Alþingis um að hér skuli ekki staðsett kjarnorkuvorpn. 2. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið að Laugarvatni 31. ágúst og 1. september 1985. Laugardagur 31. ágúst: Kl. 10.00 Þingsetning, Sigrún Sturludóttir, formaður. Skýrsla stjórnar: a) Formanns Sigrúnar Sturludóttur. b) Gjaldkera Drífu Sigfúsdóttur. Umræður um skýrslu stjórnar. Kl. 11.30 Ávörp gesta. Kl. 12.00 Hádegisverður. Framsöguerindi: Kl. 13.00 Framboðsmál. Sigrún Magnúsdóttir. Ingibjög Pálmadóttir. Kl. 13.30 Launamál kvenna: Gerður Steinþórsdóttir. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Kl. 13.50 Fjölskyldupólitík: Þórdís Bergsdóttir. Guðrún Jóhannsdóttir. Kl. 14.10 Starfsval kvenna: Inga Þyrí Kjartansdóttir. Þrúður Helgadóttir. Kl. 14.20 Umræður um framsöguerindi. Kl. 15.15 Kaffihlé. Vörukynning frá Kjötiðnaðarstöð SÍS. Kl. 16.20 Hópstarf. Kl. 20.20 Kvöldverður. Kl. 22.00 Kvöldvaka í umsjón Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu. Nætursnarl frá Osta og smjörsölunni. Sunnudagur 1. september: Kl. 8.00 Gufubað. Kl. 9.00 Morgunverður. Kl. 10.00 Erindi: a) Stjórnmálaástandið: Valgerður Sverrisdóttir. b) Stjórnmálaþátttaka kvenna: Drífa Sigfúsdóttir. c) Hvernig efla má starf LFK: Unnur Stefánsdóttir. Kl. 10.45 Umræður um erindin. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 14.00 Niðurstöður umræðuhópa kynntar. Kl. 15.00 Umræður og afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 17.00 Kosningar. a) formaður b) meðstjórnendur í framkvæmdastjórn (4) c) landsstjórn (6) d) varamenn í framkvæmdastjórn (3) Kl. 18.00 Þingslit. Þjóðskjalasafn íslands óskar aö taka á leigu um 2000m2 geymslu- húsnæði. Nauðsynlegt er að burðarþol gólfs sé nálægt 1,5 tonn/m2. Upplýsingar eru veittar í síma 19815. Þjóðskjalasafn íslands.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.