NT - 21.08.1985, Blaðsíða 10

NT - 21.08.1985, Blaðsíða 10
 mr Miðvikudagur 21. ágúst 1985 10 LlIÍ Hestar og merm Hestaþing Trausta á Laugarvatnsvöllum: Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunar- kunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrík- isráðuneytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykja- vík, fyrir 1. september n.k. Utanríkisráðuneytið J.R.J. hf. bifreiðasmiðja Varmahl íð - Sími 95-6119 Klæðningar í jeppa og fólksbíla. Klæðningar í fólksflutningabíla. Yfirbyggingar á: Zuzuki, Pick-up, Nissan Patrol, Toyota Haylux og aðra pick-up bíla og jeppa. Almálanir og skreytingar. Réttingar, stór tjón íítil tjón. Vanir menn - vönduð vinna. Kennarar- Kennarar Við Grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði eru lausar almennar kennarastöður. Leitað er eftir kennurum sem geta tekið að sér: Kennslu yngri barna, kennslu í líffræði, eðlisfræði, tónmennt og handmennt (hann- yrðir). Húsnæði í boði (húsnæðisfríðindi). Leikskóli á staðnum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-8619 eða 93-8802. IÐNSKÓUNN f REYKJAVÍK Hárgreiðslu- meistarar Kennara vatnar í hárgreiðslu, upplýsingar veitir skólastjóri í síma 26240. Iðnskólinn í Reykjavík. Bræðratunga þjálfunar- og þjónustumið- stöð fatlaðra á Vestfjörðum. Þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa strax eða eftir samkomulagi. Um er að ræða störf á þjónustumiðstöðinni sjálfri svo og sambýli sem rekið verður í tengslum við hana. Upplýsingar um starfið, launakjör og húsnæði veitir forstöðumaður í síma 94- 3290. Fjölmenni tók þátt í - enda reiðnámskeiði nýlokið á vegum félagsins Tryggvi Guðmundsson á Roða sínum, efsta hesti í B-flokki. NT-mynd: Gylfi. ■ Hestamannafélagið Trausti hélt á sunnudaginn árlegt hesta- þing sitt á Laugarvatnsvöllum. Að þessu sinni var andrúmsloft- ið óvenju afslappað, enda höfðu menn engar áhyggjur af því að hey væru að rigna niður eins og undanfarin ár. Heyskap er að mestu lokið á félagssvæðinu sem nær yfir Grímsnes, Grafning, Þingvallasveit og Laugardal og því flykktust bændur og búalið á Vellina. Veður var með besta móti, sæmilega hlýtt og þurrt lengi framan af. Undir lokin á mótinu vætti lítillega, en slíkt er Sunnlendingum einungis til ánægju og yndisauka á þeim sumrum sem menn fá sæmiiegan frið til að heyja. Óvenju margir skráðu hesta sína til keppni að þessu sinni. Ástæðan er vafalaust sú að ný- lokið var reiðnámskeiði sem Ingimar Ingimarsson frá Hólum hélt á Bjarnastöðum. Hvorki fleiri né færri en 74 numu reið- listina á námskeiði þessu og því lá beinast við að skella sér beint út í alvöru keppni. Það er til lítils að útskrifast á námskeiði ef maður getur ekki sannað færni sína annarsstaðar en á bak við bæjarhólinn, með búrtík og forystusauð fyrir vitni. Alls kepptu 19 hestar í A- flokki gæðinga og 21 í B-flokki. Unglingar 12 ára og yngri voru 14 og 13-15 ára heldur færri, eða 8. í kappreiðar voru skráðir 45 hestar til leiks, þar af tveir sem kepptu sem gestir. Vegna fjölda þátttakenda í gæðingakeppnum var reynt að flýta fyrir eins og hægt var og riðu menn því einn, tvo eða þrjá hringi eftir aldri. í samræmi við þetta riðu sumir þeir elstu fjóra hringi. Kappreiðamar voru skemmti- legar og spennandi. Blakkur frá Gamla-Hrauni, Magnúsar Ein- arssonar, sem keppti sem gestur náði góðum tíma í 250 m skeiði, hljóp á 24,7. Hann var ekki gjaldgengur til verðlauna. Sig- urvegarinn í þeirri grein varð Hnallþóra 5390 frá Stykkis- hólmi á 25,1 sek. Hrókur Árna Gunnarssonar sigraði í 350 m stökki á 26,7 sek og Þokki Kristrúnar Sigurfinns- dóttur í 250 m stökki á 19,3 sek. Skúmur Gunnars Sigurðssonar vann 150 metra skeiðið á 18,3 og Glæsir Sigurfinns Vilmund- arsonar 600 metra stökk á 48,8. Skjóni Sigríðar Eiríksdóttur vann 600 metra brokk á 1:36,5 min. Óhætt er að fullyrða að Traustafélagar hafi yfirgefið hinn fagra fjallasal sem Laugar- vatnsvellirnir eru glaðir og hreifir. Úrslitin á mótinu fylgja hér á eftir: A-flokkur gæðinga: einkunn: Neisti rauðstjörnóttur 9v. frá Efstadal 8,09 F: Frami, Kirkjubæ M: Stjarna, Efstadal Eig.: Vilmundur Indriðason Efstadal Knapi: Sigurfinnur Vilmundar- son Hari brúnn 8v. frá Laugar- vatni 8,00 F: Fáfnir 747 Laugarvatni M: Sif 4035 Laugarvatni Eig.: Lilja Guðmundsdóttir Rein Laugarvatni Knapi: Bjarni Þorkelsson Kalsi grár 7v. frá Laugar- vatni 7,92 F: Dreyri 834 Álfsnesi M: Frigg 3699 Laugarvatni Eig.: Ragnheiður E. Guð- mundsdóttir Þröm Laugarvatni Knapi: Bjarni Þorkelsson B-flokkur gæðinga: einkunn: Roði rauðurfrá Bjarnastöðum 8,04 F: Sörli 653 M: Nös 3010 Eig.: Tryggvi Guðmundsson Bjarnastöðum Knapi: Eigandi Tinni brúnn 5v. frá Efri-Brú 7,87 F. Stormur Sauðárkróki M: Brúnka Efri-Brú Eig.: Böðvar Guðmundsson Efri-Brú Knapi: Sigvaldi Ægisson Bakkus brúnn 15v. úr Dalasýslu 7,87 F: ? M: ? Eig.: Leó Steinar Leósson Bjarnastöðum Knapi: Eigandi Unglingar 12 ára og yngri: einkunn: Guðný Tómasdóttir Ormsstöð- um 7,67 Hestur: Hófadynur móálóttur 6v. frá Ormsstöðum Hjörtur Harðarson Þröm Laug- arvatni 7,42 Hestur: Hnallþóra 5390 frá Stykkishólmi Hulda Karólína Harðardóttir Böðmóðsstöðum 7,42 ■ Neisti Vilmundar Indriðasonar stóð efstur í A-flokki gæðinga. Knapi var Sigurfinnur Vilmundarson. isT-mynd: Gyin. Unglingar 12 ára og yngri. Guðný lengst til hægri, þá Hjörtur og loks Hulda. NT-mynd: Gylfi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.