NT - 31.08.1985, Síða 1
Þing Fjórðungssam*
bans Norðlendinga:
Breyting á
skipulagi
Haraldur Ingi Haraldsson Akureyri:
■ Þing Fjóröungssambands
Norðlendinga hófst að Laugum
í Reykjadal á fimmtudaginn.
Pinginu lauk í gærkvöldi með
kvöldverðaboði Suður-Þingey-
inga.
Aðalmál þingsins voru
annarsvegar starfshættir og
skipulag fjórðungssambandsins
og menntunarmál á Norður-
iandi hinsvegar. Pær breytingar
voru gerðar á skipuiagi sam-
bandsins að 12 manna fjórð-
ungsráð hefur verið lagt niður,
og skipuð fimm manna fjórð-
ungsstjórn.
Mikil aukning á
ölvunarakstri
■ Á fyrri hluta þessa árs
hefur orðið veruleg aukning
á bílveltum og útafakstri,
þar sem slys urðu á mönnum.
Voru slys þessi 104 í ár, á
móti 56 að meðaltali árin
1981-84. Nær þriðjungur
ökumanna í þessum umferð-
arslysum reyndist hafa verið
undir áhrifum áfengis.
Þessar tölur koma fram í
fréttatilkynningu sem dóms-
og kirkjumálaráðuneytið
hefur sent frá sér vegna um-
ræðu í fjölmiðlum um slys af
völdum ölvunaraksturs.
Ennfremur segir í tilkynn-
ingunni að um síðustu helgi
hafi kærur til lögreglunnar í
Reykjavík vegna ölvunar-
aksturs verið 58 fleiri en á
sama tíma á síðasta ári. Um-
ferðaróhöppum þar sem ekið
hafði vcrið undir áhrifum
áfengis hafði fjölgað úr 69 í
82.
Svipaðar tölur er að finna
í Kópavogi. Þar hefur orðið
veruleg fjölgun á kærum
vegna ölvunaraksturs,
undanfarin ár. Voru kærur
126 árið 1982, 174 árið 1983
og 264 árið 1984.
Ráðuneytið rnetur svo að
þessar tölur með þeim
slysum, limlestingum og
mannslátum sem raun ber
vitni, réttlæti ekki aðeins
heldur gefi fyllilega tilefni til
þess að gerðar séu ráðstafan-
ir til þess að draga úr ölvun-
arakstri.
Ungviðið horfir sem dáleitt á broddgöltinn Óskar enda nýtur hann mikilla vinsælda á heimilissýningunni. - Sjá nánar af heimilissýningunni bls. 5.
NT-mynd: Sverrir.
Stéttarsambandið:
Afnám
tolla og
skatta
■ Afnám tolla og skatta á
framkvæmdar- og rekstrarvörur
hinna hefðbundnu búgreina.
Þriggja mánaða fæðingarorlof
til handa bændakonum, og for-
fallaþjónustu í þeim tilfellum
þegar foreldri þarf að vera fjar-
verandi heimili sitt vegna veik-
inda barna.
Þetta er meðal þeirra máia
sem aðalfundur Stéttarsam-
bands bænda, sem nú er haldinn
á Laugarvatni, samþykkti í gær,
að krefjast af stjórnvöldum.
Dagurinn í gær fór aðallega í
nefndarstörf og skiluðu néfndir
af sér seinnipartinn. Á meðan
bændur sátu á fumlurn skoöuðu
eiginkonur þeirra sig um í ná-
grenni Laugarvatns.
Auk ofangreindra samþykkta
aðalfundarins vill fundurinn
vekja athygli á ófremdarástandi
sem hefurskapast þarsem ríkis-
sjóður hefur ekki greitt nema
helming lögboðinna framlaga,
samkvæmt jarðræktarlögum,
fyrir árið í fyrra.
Þá beinir fundurinn þeim til-
mælum til forsætisráðherra að
láta gera úttekt á gildi landbún-
aðar með tilliti til þjóðarörygg-
is. Nánar verður greint frá fund-
inum í NT á þriðjudag.
Kína:
Ósiðlegt
skírlífi
Peking-Reuter
■ Kínverskt tímarit gagn-
rýndi í gær strangar giftingar-
hefðir í sex afskekktum
þorpum í Fujianfylki í Suð-
ur-Kína þar sem hjón fá ekki
að sofa saman nema á stór-
hátíðum. Samkvæmt blaðinu
hefur þetta leitt til margs
konar ósiðsemi.
Margar konur í þorpunum
eru sagðar hafa hneigst til
samkynja ásta og karlmenn
leggjast í drykkjusýki. Hvort
tveggja þykir mjög ósiðlegt í
Kína.
Börn eru lofuð þegar þau
eru enn mjög ung en hjón fá
ekki að búa saman nema í
tvo til þrjá daga eftir giftingu.
Konurnar fá heldur ekki að
dveljast næturlangt með eig-
inmönnum sínum nema við
sérstök hátíðarhöld. Þá
koma þær seint um nótt þeg-
ar almyrkvað er orðið og
hafa andlitsblæju svo að þeir
fá ekki að sjá andlit þeirra.
Þessir ströngu giftingarsið-
ir hafa það í för með sér að
íbúar þorpanna eiga við ýmis
geðræn vandamál að stríða
og sjálfsmorð eru algeng.
Blaðið hvatti þorpsbúa til að
breyta þessum ómannúðlegu
siðum hið fyrsta.
Trausti Þorsteinsson skólastjóri á Dalvík:
Skólakostnaður allt
að 70% skatttekna
- hjá sveitarfélögum, er verst lætur
Haraldur Ingi Haraldsson, Akureyri:
■ „Munurþéttbýlisogdreif-
býlis stingur í augun. Skóla-
kostnaður sem prósenta af
skatttekjum þéttbýlisins er
10-12%, ámeðan beinn skóla-
kostnaður í dreifbýlinu er 30-
50 prósent,“ sagði Trausti
Þorsteinsson skólastjóri á
Dalvík í samtali við NT í gær.
Trausti vitnaði í skýrslu sem
Fræðsluráð Norðurlands
gerði að beiðni Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um
rekstrarkostnað grunnskóla
árið 1983. Skýrslan var lögð
fram í gær á þingi Fjórðungs-
sambands Norðlendinga.
Aðalástæða þessa sagði
Trausti vera rekstrarkostnað-
ur við húsnæði, þar sem fjór-
um til fimm sinnum stærra
húsnæði þarf í sveitum miðað
við bæjarfélög. Þá nefndi
Trausti kostnað vegna raf-
magns og hita og aksturs-
kostnað sem væri meiri en í
þéttbýlinu.
„Okkar er ekki að draga
ályktanir á þessu stigi málsins.
Okkar er að spyrja hvort
þetta eigi að vera svona eða
hvort breyta eigi þessu. Það
er viðtekin venja í samfélag-
inu að gosdrykkir eru dýrari á
Ólafsfirði en í Reykjavík, en
er það viðtekið að atkvæði
sem barn les úti á landi eigi að
vera tugum prósenta dýrara
en í Reykjavík?" sagði Sturla
Kristjánsson hreppstjóri í
samtali við NT í gær vegna
áður umræddrar skýrslu.
Trausti sagði að í skýrslunni
kæmi fram að 30-50% af
skatttekjum sveitarfélaga
væru bundin í skólakostnað.
„Sveitarfélögin gegna gjald-
kerahlutverki fyrir hönd ríkis-
sjóðs, þar sem ríkið frystir oft
um 10% af skatttekjum sveit-
arfélaganna. Auk greiðslutafa
í 2-3 mánuði. Af þessu leiðir
að 60-70% skatttekna sveitar-
félaga geta verið bundin í
kostnað við skóla.“