NT - 31.08.1985, Side 3

NT - 31.08.1985, Side 3
Sex herskip til íslands Reuter ■ ísland mun koma við sögu í umfangsmestu flotaæfingum sem haidnar hafa verið á Atlantshaf- inu, síðan í seinni heimsstyrjöld. Gert er ráð fyrir að skipalest sem telur ellefu skip hafi viðkomu á íslandi á leið sinni yfir Atlantshaf- ið. Fimm skipanna eru kaupskip með birgðir fyrir iönd Atlantshafs- bandalagsins. Þeim til fylgdar eru fimm herskip og ein freigáta, kanadísk að uppruna. Nú eru fjórar flotadeildir á hraðri siglingu til Norður-Atlants- hafsins, þar sem æfingaskipulagið gerir ráð fyrir því að aukin ókyrrð eigi sér stað í Evrópu. Pegar líður á fyrstu viku í september, er gert ráð fyrir því að stríð brjótist út í Evrópu. Alls eru það níu þjóðir sem þátt taka í æfíngunum. Ráðamenn Ati- antshafsbandalagsins hafa sagt að ekki verði gert ráð fyrir notkun kjarnorkuvopna í æfingunum, þar sem cinungis er um að ræða vernd- un á skipalest á sigiingu yfir Atlantshaf. Æfingarnar eru nefnd- ar Ocean Safari 85. Bílvelta ■ Volkswagen sendi- ferðabíll fór útaf veginum, og valt, í Norðurárdal í Skagafiröi í gærmorgun. Bíllinn er talinn gjörónýt- ur, og allir sem voru í honum voru fluttir með sjúkrabifreið til Akureyr- ar. Þrennt var í bílnum, og mun ökumaður vera talsvert slasaður. Verið var að hefla veg- inn þegar slysið varð, og því lausamöl mikil. í sam- tali NT við lögreglu á Sauðárkróki kom fram að ekki hefði verið hægt að yfirheyra ökumann vegna meiðsla. Ekkert kom fram sem bendir til hrað- aksturs. ■ Svona var umhorfs eftir sprenginguna. Motturnar voru ekki nægileg vöm og lyftust undan sprengingunni. Stórgrýtið kastaðist í allar áttir. Innfellda myndin sýnir einn bílinn sem varð fyrir grjóti. NT-myndir Guðlaucur Sprengjuregn á Seltjarnarnesi Ellefu bílar skemmdir. Engin meiðsl á fólki ■ Ellefu bílar skemmdust þegar stórgrýti rigndi yfir þá, eftir sprengingu á Seltjarnarnesi í fyrradag. Verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmundur sf. var að sprengja fyrir íbúðarhúsnæði fyrir Byggung. Alls voru settar tíu hleðslur af dýnamíti í jafnmargar holur. Breitt var yfir holurnar með þar til gerðum mottum, yfirbreiðsl- an reyndist ófullnægjandi, og lyftust motturnar með þeim af- leiðingum að stórgrýti rigndi yfir nærliggjandi hús og bíla. Á bílastæði við Nesskip voru margir bílar og uröu ellefu þeirra fyrir skemmdum. Þá skemmdist lyftari og útidyra- hurð á húsnæði Nesskip var illa farin eftir stórgrýti sem kastað- ist á hana. Að sögn lögreglu á Seltiarn- arnesi varð gífurlegur hvellur þegar sprengingin varð. Mesta mildi var að ekki skyldi neinn verða fyrir grjótinu sem flaug í allar áttir. Sprengingum var hætt á fimmtudag, eftir að óhappið yarð, en þær hófust að nýju í gær. I nágrenni við sprengingar- svæðið er fjöldinn allur af þjón- ustufyrirtækjum, og var margt um manninn þegar sprengt var. Sprengjumennirnir voru alls óviðbúnir þessu óhappi, og sluppu með skrekkinn og grjót- ið þjótandi urn eyru sér. Fiskeldi: Dýralæknir til starfa ■ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hefur skipað Árna M. Mathiesen, dýralækni, í embætti „dýralæknis fisksjúk- dóma" en það embætti var stofnað með lögum nr. 61, 27. júní sl. Árni tekur við starfinu l. september. Til embættisins er stofnað vegna aukningar í fiskirækt hér á landi. Skal Árni sinna sjúk- dómsgreiningum og reglu- bundnu eftirliti með fisksjúk- dómum. í greinagerð með frumvarpi því sem lagt var fram í vetur um stofnun embættisins segir: „Fiskirækt er viðkvæm og vandasörh atvinnugrein sem krefst bæði vísindalegrar þekk- ingar og reynslu. Þar sem fisk- sjúkdómar gerast nú æ ágengari er brýn nauðsyn á að hafa kerfisbundið eftirlit með fisk- eldisstöðvum í landinu og fyrir- byggja að sýktum fiskum sé dreift milli stöðva og út í hina villtu náttúru landsiTfs.“ Árni stundaði dýralæknisnám við Royal Schooí of Vetinary Studies í Edinborg í Skotlandi, og lauk í sumar M.Sc. prófi í fisksjúkdómafræðum við Stirl- ing Úniversity í Skotlandi. ■ Árni M. Mathiesen dýralæknir. NT-mynd Ámi Bjama NYRIADA STATION VEL: 1300 CM3 72 HO. 4 GIRA 254.600 VEL: 1500 CM3 77 HO. 4 GIRA 269.000 VÉL: 1500 CM3 77 HÖ. 5 GÍRA 288.800 Söludeild opin í dag kl. 1-4 ATH. Tökum vei með farna Lada bíla uppí. < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. ' 11 f - Gs eiTnimi m «mrnn « im m m « A ^ SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEDLD: 31236

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.