NT - 31.08.1985, Page 4

NT - 31.08.1985, Page 4
Lögfræðingur Vinnumálasamband samvinnufélaganna óskar aö ráða lögfræðing til starfa. Starfssvið hans er að vinna við kjarasamn- inga og vinnumarkaðsmálefni. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrrri störf sendist framkvæmdastjóra Vinnu- málasambands samvinnufélaganna Ármúla 3,108 Reykjavík fyrir 10. september n.k., er veitir nánari upplýsingar. Vinnumálasamband samvinnufélaganna. deild vegna tölvukaupa. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða undirstöðumenntun. Hér er um að ræða lifandi starf fyrir réttan og áhugasaman aðila. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjáStarfsmannahaldi, Ármúla3, sími 81411. Starf í Brunadeild Óskum eftir að ráða starfsmenn í Brunadeild til almennra skrifstofustarfa. Æskilegt að umsækjendur geti byrjað sem fyrst og hafi til að bera færni í skrifstofustörf- um. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfs- mannahaldi, Ármúla 3, sími 81411. Samvinnutryggingar g.t Frá Grunnskólanum í Mosfellssveit Nemendur Varmárskóla (6-12 ára) komi í skólann sem hér segir: 10-12 ára nemendur, mánudaginn 9. sept- ember kl. 10.00. 7-9 ára, mánudaginn 9. september kl. 13.00. Forskólanemendur verða boðaðir bréflega. Nemendur gagnfræðaskólans (13-15 ára) komi í skólann mánudaginn 9. september kl. 9.00. Skólastjóri. Kynningarstarf Kennarasamban JTslands óskar eftir að ráða fulltrúa í hálft starf til starfa fyrir kynningar- nefnd og stjprn KÍ. Starfið felst m.a. í dreifingu upplýsinga til kennara svo og samskipturfiitrjð fjölmiðla. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og miðað við ráðningu til eins árs frá 1. október 1985. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu KÍ, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, merktar „Kynningarstarf." Upplýsingar um starfið og launakjör veitir Guðni Jónsson áskrifstofu KÍ, sími 91 -24070 og 12259. Stjórn KÍ. Laugardagur 31. ágúst 1985 4 ■ „Ætli ég fari ekki í Hollý « sagði Bjarni og sendi stelpunum tvírætt bros. ■ „Það má bóka það að við förum aftur til Ítalíu næsta sumar,« sögðu þær Helga og Kristín og sukku síðan í eigin dagdrauma. Sumarið er búið Skólarnir byrja eftir helgi ■ Sumarið er búið. Það er ótrúiegt, sólin skín dag eftir dag, en eftir helgina fara að sjást ungmenni með skólatöskur á bakinu. Grámyglulegur hvers- dagsleikinn er tekinn við, sumarkaupið búið, tískufötin komin utan á kroppinn og ævintýri haustsins eru í vændum. ' Fyrstu skóladagarnir eru allt- af spennandi, svo ekki sé talað um ef maður er að byrja í nýjum skóla. Það þarf að mæla út félagana og litla dæluverkið tek- ur oft stökk um allan brjóstkass- ann og rómantísk haustkvöld eru planlögð með feimnissvip og roða í kinnum. En hvað segja unglingarnir í miðbænum. NT brá sér í flottar gallabuxur og leðurjakka og skokkaði niður á Lækjartorg og tók nokkratali, allirvoru hressir en dálítið spenntir yfir kvöld- inu, því í vændum var uppskeru- hátíð sumarsins. Ítalía og aftur Ítalía „Gvööd, ætlarðu að tala við okkur,“ sögðu stöllur tvær sem höfðu lagt reiðhjólunum við ágætan bekk á torginu. Ekki sögðust þær hafa mikið að segja, en annað kom á daginn. Pær heita Helga Bertelsen og Kristín Ólafsdóttir, það var Helga sem byrjaði. „Ég var á spítala í allt sumar, að vinna sko. Ég skúraði Landa- kotsspítala að hluta, var á hand- lækninga- og augndeild. Nei, ertu vitlaus, ég fékk ekki að sprauta, hefði hvort sem er ekki fundið neinar æðar, en það var gaman að skúra, sjúkling- arnir voru flestir hressir. Þarna voru ungir strákar sem voru iðnir við að stríða manni. Nei, ég varð ekki skotin í neinum, en sumir læknanemarnir voru sætir, það vantaði ekki. Ég var að koma frá Ítalíu og nú er þetta litla kaup sem ég hafði búið, svo ég verð að vinna eitthvað með skólanum, því ég ætla aftur til Ítalíu næsta sumar. Það er sko æði að vera þar. Strákarnir þar eru miklu hress- ari og skemmtilegri en hér heima.“ „Já, ég var líka á Ítalíu,“ sagði Kristín, „en ég var ekki á Landakoti heldur vann ég norð- ur í landi. Ég var að uppvarta á hótelinu á Laugum í Reykjadal. Það voru aðallega útlending- ar sem komu þangað og þeir gáfu manni þjórfé, eins og þeir eru vanir í útlöndum. Það var stundum 300 kall á kvöldi. Veturinn leggst ágætlega í mig, enda fer ég til Austurríkis í vetur, til að heimsækja ömmu, og svo fer ég náttúrlega á skíði. Nei, nei, það er ekkert mál að fara til útlanda tvisvar á ári, mamma mín er nefnilega flug- freyja.“ Sláttumaður Bjarni Felix Bjarnason var að sniglast í kringum stelpurnar á torginu. Hann sagðist hafa unn- ið hjá Véladeild Reykjavíkur- borgar. „Ég var sláttumaður, akandi á vélknúinni sláttuvél. Nei, það þarf ekki próf á svoleiðis tæki, þú keyrir bara í hringi og slærð gras. Ég fór ekki til útlanda í sumar, hafði það bara gott hér heima í góða veðrinu. Núna í vetur ferég í fjórða bekk M.R., þar sem ég er á málabraut. Ég get varla sagt að ég stefni að neinu ákveðnu, nema þá helst að verða löggiltur iðjuleysingi. í kvöld? Ætli ég fari ekki bara í Hollywood á eftir stelpunum. “ Leiðinlegt í sveitinni „Ég var í sveit og það var hundleiðinlegt,“ sagði Birna Helgadóttir 14 ára. „Ég var óheppin með stað og var aðal- lega höfð í inniverkum. Kaupið var alveg sæmilegt, ég kvarta ekki yfir því, en það var leiðin- legt að þurfa að hanga inni og þurrka af og vaska upp alla daga. Eg fór aldrei í bæinn um helgar, var þarna í 82 daga og svo var haldið ball kvöldið sem ég fór í bæinn, ferlega svekkj- andi.“ Vinkona Birnu heitir Helga P. Finnsdóttir og hún var að passa hann Eyjölf Kára frá klukkan 9-4. „Hann er skemmtilegur, en stundum ansi duttlungafullur greyið. Ég passa hann sennilega tvö kvöld í viku, til að fá mér einhvern pening fyrir fötum og bíóferðum. Já, ég kaupi mér dálítið af fötum, ég vil ekki vera eins og drusla í skólanum." ,Hann er ansi duttlungafullur greyið,“ sagði Helga um Eyjólf Kára. Birna Helgadóttir brosti bara að raunum barnapíunnar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.