NT

Ulloq

NT - 31.08.1985, Qupperneq 5

NT - 31.08.1985, Qupperneq 5
Laugardagur 31. ágúst 1985 5 Heimilið: „Byrjunin lofar góðu“ Póra og Sigurður. Langt að komin. NT-mynd: Svenir að vera, tískusýningar og margskonar uppákomur sem gleðja bæði unga og aldna enda finna þar flestir eitthvað við sitt hæfi. Blaðamaður NT ræddi við nokkra aðila í gær, sem eru með bása á sýningunni og að sögn þeirra voru þeir mjög ánægðir með hvernig sýningin hefur far- ið af stað, aðsókn væri mikil og áhugi ríkjandi meðal almenn- ings á þessu. Það má því segja að byrjunin lofi góðu. ■ Ámi Elvar á sínum stað eins og venjulega en hann hefur átt sitt fasta hom á síðastliðnum heimilissýningum, þar sem hann teiknar andlitsmyndir af fólki á staðnum. _______________________ NT-mynd: Sverrir. Tveggja og 3ja herbergja íbúðir á 2,1 >3 milljónir ■ Áætlað kostnaðarverð þeirra 2ja og 3ja herbergja íbúða sem nú er verið að byggja sem söluíbúðir fyrir aldraða Reykvíkinga er á bilinu 2,1 til 3 milljónir króna, samkvæmt nú- ildandi byggingarvísitölu. búðir þessar eru 60-100 fer- metrar að stærð og afhentar fullbúnar. Við þetta verð á eftir að bætast fjármagnskostnaður, sem ekki er vitað hvað verður hár. Lögvernd opnar skrifstofu Að sögn Arnórs Arnórsson- ar, skrifstofustj. Verslunar- mannafélags Reykjavíkur-sem stendur í byggingu 60 íbúða fyrir aldraða félagsmenn sína - er framangreint verð eingöngu framreikningur eftir byggingar- vísitölu á þeirri kostnaðaráætl- un sem gerð var í upphafi. Félagið hafi ekki farið út í að gefa upp annað verð fyrr en betur verður séð hver endanleg- ur byggingakostnaður verður, en íbúðirnar eru seldar á kostn- aðarverði. Að mun hærra verð sé á þessum íbúðum en notuð- um íbúðum á almennum mark- aði sagði Árnór eiga sér eðlileg- ar skýringar. Á sama tíma og byggingarkostnaður hafi rokið upp úr öllu valdi (t.d. 25% frá des. 1984 til ágúst 1985) hafi verð á fasteignamarkaðinum nær staðið í stað eða hækkað sáralítið. Arnór sagði verðið mjög svipað hjá öðrum íbúða- byggjendum í Nýja-Miðbænum og einnig á íbúðum þeim sem verið er að byggja fyrir aldraða annarsstaðar í borginni. íbúðirnar, sem áætlað er að verði afhentar í mars n.k., sagði Arnór allar seldar, og raunar nokkra kaupendur á biðlista ef einhverjir skyldu hætta við, en engin hreyfing hafi verið í þá átt að undanförnu. Kaupendur greiddu í byrjun ákveðið stað- festingargjald, en síðan er áætl- að að greiðslur hefjist um tveim mánuðum áður en fólk fær íbúð- irnar afhentar, þannig að það geti selt sínar núverandi íbúðir undir áramótin og flutt síðan beint á milli í þær nýju. ■ Nú er þriðji dagur heimilis- eflaust nota margir tækifærið þar fer fram. sýningarinnar runninnupp og yfir helgina til að skoða hvað Á hverjum degi er mikið um «4* .**■ w „Eins og í draumi“ ■ Mæðginin Þóra Sigurgeirs- dóttir og Sigurður Flosason sem koma að norðan voru mjög ánægð með sýninguna enda væri hægt að sjá útrúlega margt á sama stað. „Ég var nú í og með að litast um eftir baðinnréttingum og gróðurhúsum líka,“ sagði Sig- urður „annars er spennandi að Gífurleg- ur kennara- skortur ■ Mjög alvarlegur kenn- araskortur blasir nú við grunnskólunum í upphafi skólaárs og í mörgum tilfell- um er ekki spurt um stöður þótt margauglýstar séu. í mörgum skólanna er reynt að bjarga því sem bjargað verður með aukinni kennslu og yfirvinnu hvers kennara. Þetta er niðurstaða af skyndikönnun sem starfs- maður Kennarasambands- ins framkvæmdi dagana 27,- 29. ágúst sl. Könnunin náði til 44 skóla af 221 og þessa skóla vantaði 50 kennara. Þegar höfðu verið ráðnir 120 réttinda- lausir kennarar, þar af eru 48 nýráðningar. 181 kennari frá þessum skólum hefur hætt störfum eða farið í leyfi og 175 ráðnir í staðinn. í Reykjavík náði könnun- in til 13 skóla af 29 og þá vantar um 15 kennara. Að- eins 7 réttindalausir kennar- ar hafa verið ráðnir að þeim skólum í Reykjavík sem könnunin náði til, en 113 utan höfuðborgarinnar. skoða allt hérna. Það er líka lífsreynsla fyrir móður mína sem er komin á níræðisaldur og man tímana tvenna en hefur aldrei farið á svona heimilissýn- ingu áður.“ „Mér finnst þetta bara alveg eins og í draumi,“ sagði Þóra. „Þetta er svo huggulega saman- sett og skipulagning svo til fyrir- myndar að mér finnst þetta beinlínis fallegt, svo ég tali ekki um hvað mér finnst gaman að vera innan um allt þetta fólk.“ „Tölvurnar og kúlubíóið það skemmtilegasta“ ■ „Þetta er þriðja heimilissýn- ingin sem ég fer á og mér finnst alltaf jafn gaman,“ sagði Valur Gunnlaugsson 12 ára, er blaða- maður spurði hann álits. Hvað finnst þér skemmtileg- ast á þessari sýningu? „Tölvurnar í básnum hjá Bókabúð Braga. Ég hef nefni- lega ofsalegan áhuga á tölvum og á eina sjálfur með allskonar leikjum og svoleiðis. Svo fannst mér líka frábært að fara í kúlu- bíóið. Það er alveg eins og maður taki sjálfur þátt í því sem er að gerast á tjaldinu, eins og að vera inní miðri atburðarás. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona kúlubíó." Finnst þér jafn mikið gert fyrir krakkana eins og fullorðna á sýningunni? „Já, það finnst mér. Mér finnst jafnvel eins og sýningin sé frekar gerð fyrir krakka en full- orðna.“ ■ Valur Gunnlaugsson, „Tölvurnar mest spennandi...“ NT-mynd: Sverrir ■ Samtökin Lögvernd hafa nú opnað skrifstofu í Reykjavík, þar sem félagsmenn geta leitað upplýsinga og ráðgjafar í ýms- um málum, jafnframt því sem Lögvernd mun reyna að hjálpa fólki við að ná rétti sínum. Algengast er að fólk leiti til Lögverndar vegna ýmissa vandamála sem upp koma í sambandi við húsnæðiskaup og vaxtamál og jafnvel okurlán í því sambandi, segir í frétt frá samtökunum. En þau hyggjast m.a. aðstoða félagsmenn við gerð samninga um íbúðarhús- næði. Eitt af markmiðum Lög- verndar er að vekja almenning á íslandi til umhugsunar um „hina óvægilegu misnotkun verðtyggingar sem gerir fólki ókleift að lifa mannsæmandi lífi af óverðtryggðum launum“. Til þessa hafa samtökin eink- um starfað í Reykjavík, en vinna nú að því að koma á umboðsmannakerfi hringinn í kring um landið. Er stefnt að því að umboðsmenn verði 25 talsins. Skrifstofan í Reykjavík ~er til húsa að Ármúla 19. Magnús Magnússon, Borgarfirdi: ■ Netaveiði er hafin á Arn- arvatnsheiði. Þá er jafnframt hætt að selja stangaveiði- leyfi. Netaveiðin hófst 20. ágúst. Hvert lögbýlí sem á at- kvæðisrétt í Veiðifélagi Arn- arvatnsheiðar getur keypt netaveiðileyfi í allt að þrjár nætur fyrir þrjú net, og greið- ir fyrir það 650 krónur. Margir urðu fljótir að bregða við, og að sögn kunnugra var óvenju mikil aðsókn í ár. Fréttaritari NT í Borgarfirði brá sér í einn veiðitúrinn. Veiðin var góð og meðal annars veiddist 11 punda urr- iði, sem var geysilega falleg- ur. Koddaefni ■ Veiðimaður úr Borgar- firði fór til gæsaveiða nú fyrir skömmu. Hann hafði með sér riffilinn sinn, sem er cal. 243. Ein gæs varð fyrir skoti. Þegar farið var að kanna fuglinn kom í ljós að hann var orðinn að ruslatunnu- mat. Skotið fór í gegnum fuglinn og kom út um bring- una, sem klofnaði og var harla lítið eftir af kjötinu gómsæta. Eini möguleikinn var að nýta restina í kodda- efni, þ.e. fiðirið. Mikill silungurí Breiðdalsá Óhemju góð silungsveiði hefur verið í Breiðdalsá upp á síðkastið. Sérstök aflahrota kom núna tvo daga í röð, og voru teknir 48 vænir silungar á þrjár stangir annan daginn og 45 daginn eftir. Silungur- inn var mjög vænn, allt upp í fjögur pund. Þá hefur lax- veiði gengið vel í ánni eftir nokkurra ára deyfð. Tæplega 70 fiskar eru komnir á land. Það verður að tjalda því n til er. Þegar sá ellefu nda? var kominn á land, rfti að vigta fiskinn. Ekki r vigt meðferðis, en með stoð ýmissa hluta gekk :mið upp. Við verðum að ia því að hann sé ellefu

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.