NT

Ulloq

NT - 31.08.1985, Qupperneq 7

NT - 31.08.1985, Qupperneq 7
Laugardagur 31. ágúst 1985 Pólland: Fimm ár liðin frá stofnun Samstöðu Samstöðuleiðtogar endurnýja samvinnutilboð ■ Zbigniew Bujak er einn helsti leiðtogi neðan- jarðarhreyfingar Sam- stöðu. Hann er eftirlýstur vegna andstöðu sinnar við stjórnvöld en víðtækur stuðningur almennings við Samstöðu hefur gert hon- um kleift að sleppa undan handtöku. Þessi mynd var tekin af honum fyrir skömmu þegar vestrænir blaðamenn tóku viðtal við hann. Bujak segir að 50.000 til 70.000 Pólverjar taki þátt í neðanjarðar- starfi Samstöðu. Gdunsk-Kcutcr. ■ Nú eru liðin nákvæmlega fimm ár frá því að Lech Walesa leiðtogi verkalýðssambandsins Samstöðu undirritaði sam- komulag við pólsku stjórnina um stofnun óháðra verkalýðsfé- laga. Óháðu verkalýðsfélögin voru síðan bönnuð í desember 1981 eftir að pólski herinn tók völdin undir forystu Wojciech Jaruzelskis. í tilefni af stofnafmælinu sendu fyrrverandi leiðtogar Samstöðu frá sér ítarlega grein- argerð þar sem þeir hvetja stjórnvöld m.a. til að taka aftur upp samvinnu við óháðu verka- lýðsfélögin. Greinargerðin, sem er 500 blaðsíður, er skrifuð af ýmsum fyrrverandi leiðtogum og ráð- gjöfum Samstöðu. Hún er harð- orð gagnrýni á stefnu núverandi stjórnvalda. Höfundar grein- argerðarinnar krefjast þess að stjórnvöld láti alla pólitíska fanga lausa, hætti kúgunar- stefnu og haldi aftur inn á braut sátta og samvinnu. Walesa skrifar meðal annars: „Enginn getur einokað hugsun í Póllandi og enginn getur bann- að okkur að tala og hugsa um Pólland." í greinargerðinni seg- ir að markmiðið með henni sé að hvetja til sjálfstæðra um- ræðna um ástandið í landinu, ýta undir skoðanaskipti og endurspegla afstöðu fólks í öll- um starfstéttum. Greinargerðinni er skipt í fimm hluta. Hún hvetur til endurreisnar óháðra verkalýðs- félaga, fjallar um mannréttindi, efnahagsmál, lífskjör í Póllandi, þjóðlega menningu og í lokakafl- anum draga höfundar saman afstöðu sína. Þeir segja m.a: „Grundvallarorsökin fyrir kreppunni í Póllandi er eyði- legging gagnkvæms trausts á milli almennings og stjórn- valda.“ t skýrslunni er því haldið fram að rauntekjur hafi lækkað um sextán prósent á undanförn- um árum og að næstum 30% pólskra fjölskyldna lifi í fátækt. Pólsk blöð hafa þagað um fimm ára afmæli Samstöðu. En talsmaður stjórnarinnar, Jerzy Urban, sagði fyrr í þessari viku að sú stefna stjórnarinnar að semja ekki við Walesa eða aðra leiðtoga Samstöðu myndi ekki breytast. Bretland: Skotinn heiguil alltaf heigull ■ Lech Walesa hefur ekki misst trú á hugsjóninni. Hann vonast til þess að stjórnvöld í Póllandi sjái að sér og taki upp viðræður við sig og aðra Samstöðuleiðtoga. London-Rcutcr. ■ Varnarmálaráðuneyti Bret- lands hefur hafnað beiðni sam- taka gamalla stríðsmanna um að endurskoða mál hermanna, sem voru skotnir fyrir hugleysi í heimsstyrjöldinni fyrri, og veita þeim uppreisn æru. Trefgarne lávarður, sem fer með málefni hersins innan varn- armálaráðuneytisins, sagði að hann gæti í sjálfu sér fallist á að sumir hermannanna hefðu þjáðst af stríðslosti og þreytu. En það væri óréttlátt gagnvart þeim sem börðust af hugrekki við þessar erfiðu kringumstæð- ur, að veita þeim sakaruppgjöf sem hefðu verið dæmdir fyrir hugleysi. Pað er talið að 18 til 35 menn liafi verið skotnir fyrir hugleysi í heimsstyrjöldinni fyrri. Fyrir skömmu var sýnd heimildar- mynd í breska sjónvarpinu þar sem því var lýst hvernig þessir menn voru dæmdir fyrir hug- leysi og skotnir án þess að sérmenntaðir læknar hefðu at- hugað þá og án möguleika á lögfræðilegri vörn. Filippseyjar: Blóðugirfréttamenn krefjast málfrelsis Manila-Kcutcr ■ Um tuttugu fréttamenn, sem starfa við blöð og útvarp á Filippseyjum, skrifuðu í gær undir áskorun með eigin blóði þar sem þess er krafist að stjórn- völd tryggi raunverulegt mál- frelsi og refsi þeim sem að undanförnu hafa myrt fjölda blaðamanna. Mörg þúsund manns horfðu á þegar fréttamennirnir skáru á æðar á höndum sér með hnífum og rakvélablöðum á torgi í mið- borg Manila. Að minnsta kosti Portúgal: Hasshringur í légregluhöndum Lissabon-Reutcr ■ Portúgalska lögreglan hefur skýrt frá því að tek- ist hefði að stöðva starf- semi öflugs smyglhrings sem hefði smyglað hassi frá Marokkó til Norður- Evrópu. Fjórtán Portúgalar og einn Spánverji voru hand- teknir í hafnarbænum Tavira við Algarveströnd Portúgals þar sem smygl- ararnir höfðu höfuðbæki- stöðvar sínar. Lögreglan lagði hald á einn flutn- ingabíl, tíu bíla og fimm smábáta. Ein vélbyssa og nokkrar skammbyssur fundust heima hjá smygl- urunum. tólf fréttamenn hafa verið myrt- ir á síðustu níu mánuðum og frá því 1979 háfa 22 blaðamenn, ritstjórar og fréttamenn út- varpsstöðva látið lífið. Blóðundirskrift fréttamann- anna var liður í einnar viku baráttuherferð fyrir raunveru- legu málfrelsi. Fréttamennirnir segja að stjórnvöld tali gjarnan fjálglega um fréttafrelsi. Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar hafi lítið sem ekkert gerst til ,að vernda blaðamenn og útvarpsfrétta- menn fyrir morðárásum. í yfirlýsingu, sem fimm hundruð blaðamenn og út- varpsfréttamenn skrifuðu undir og birt hefur verið í öllum helstu blöðum Manila, er þess krafist að hlutlæg rannsókn verði gerð á því hvers vegna fréttamennirnir hafi verið myrtir. Marcos forseti á Filippseyjum hefur lofað að láta rannsaka morðin. Hann hefur þegar til- kynnt að hann muni setja á fót rannsóknarnefnd með fulltrú- um leynilögreglu hersins, lögf- ræðingum og fulltrúum dóms- Ónæmistær- ing á Græn- landi Nuuk-Rcutcr. ■ Starfsmaður,semvinnur við heilsugæsluna á Græn- landi, skýrði frá því í gær að læknar þar hefðu nú í fyrsta skipti greint ónæmistæringu úr blóðsýni sem tekið var úr homma. Við rannsókn á blóðsýn- inu fannst mótefni við ónæmistæringu. Reynslan sýnir að um 20% allra sem hafa slíkt motefni sýkjast af þessum banvæna sjúkdómi innan þriggja ára. Líklegt þykir að hlutfallið sé enn hærra ef miðað er við lengri tíma. ■ Rísavaxin steinstytta af höfði Ferdinands Marcosar forseta Filippseyja og einvalds. Hann hefur lofað að rannsaka morð á fréttamönnum en þeim hefur fjölgað mjög að undan- förnu. Margir fréttamannanna voru myrtir eftir að þeir skrif- uðu greinar þar sem stjórn Mar- cosar var gagnrýnd. málaráðuneytisins til að rann- saka þessi morðmál. Marcos kveðst sjálfur munu v'eita rann- sóknarnefndinni forstöðu. £ S Þeytingur á dönskum póstmönnum Kaupmannahöfn-Rcutcr. ■ í könnun á póstþjónustu Evrópuríkja kom í Ijós að danska póstþjónustan var fljótust að koma bréfum á leiðarenda en sú ítalska gekk hægast. Það voru vestur-þýsk neyt- endasamtök sem áttu frumkvæði að könnuninni sem náði til Dan- merkur, Noregs, Bretlands, Vest- ur-Þýskalands, Hollands, Frakklands, Austurríkis og ítal- íu. Af 194 bréfum sem voru látin í póst í Danmörk komu 95% til móttakanda strax daginn eftir. Norðmenn voru næstfljótastir en þar komust 82,5% bréfanna til móttakanda næsta dag og Bretar voru í þriðja sæti með 79%. ~NEWS IN BRIEF-] August 30 Reuter. CAPE TOWN - South African police firing shotguns from armoured vehicles fought running battles with rioters in no- white suburbs in some of the worst violence the area has secn this century. In the Zambian capital Lu-' saka, the African National Congress (ANC) Guerr- illa movement said it planned to meet a group of South African business- men for talks on dismantl- ing apartheid but declined to name companies or individuals who would attend. • BONN - Chancellor Hel- mut KohÞs government came under growing po- litical pressure over West Germany's spy scandal as the opposition stepped up demands for the dismissal of the Interior Minister and for new details of the damage caused. BAGHDAD - Iraq said its warplanes hit Iran’s Ul main oil terminal at ^ Kharg Island in the Nort-1 hern gulf for the third time in two weeks. A military spokesman said the aircraft dropped 12 bombs of 500 kg (1,100 pounds) on the terminal. • BOMBAY - One person was killed and hundreds were affectcd by chlorine gas which leaked twice from a Bombay chemical factory during a protest demonstration by plant workers, police said. UJ s HARARE - Rebels att- acked a farm and burned down a school in Southern Zimbabwe, killing 17 pe- ople and wounding four, a government spokesman said. • GDANSK - Poland’s banned solidarity free trade union marked the fifth anniversary of its birth by publishing a long report sharply critical of communist rule and app- ealing to the government for reconcilation. FRANFURT, WEST GERMANY - West German forensic experts need at least another month to decide whether nazi war criminal Josef Mengele is dead. Fra- U. nkfurt public prosecutor lij Hans Eberhard Klein said today. For nearly two ^ months. Experts have been 5 examining remains ex- </> humed ih Brazil widely S believed to be those of the infamous Auschwitz conc- entration camp doctor. • NEW ORLEANS, Louis- iana - Hurricanc Elena changed course and head- ed for the beaches of Al- abama and Northern Flor- ida, weathcr forecasters 1 said, as more than 200.000 residents of coastal areas fled in search of higher 1 ground. MADRAS, India - Police arrested more than 3,500 people during a rail block- ade in India’s Tamil Nadu state when rocks were I placed on tracks and signal I lines were cut in protest at the deportation of two Sri j Lankan Tamil guerrilla , leaders. NEWSINBRIEF.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.