NT - 31.08.1985, Side 8

NT - 31.08.1985, Side 8
Máisvari frjalslyndis, samvinnu og felagshyggju LJtgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglysingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj: Oddur Ólalsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskritt og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495. tækmdeild 686538 Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askritt 360 kr. Landshlutarnirþinga ■ Nú stendur yfir í Laugum í Reykjadal Fjórðungs- þing Norðlendinga. Nú eru liðin 40 ár frá stofnun þess og hefur Fjórðungssambandið á þessum árum sannað gildi sitt og látið margt gott af sér leiða fyrir norðlenskar byggðir. Aðalmál þingsins að þessu sinni eru atvinnu- og menntamál á Norðurlandi og einnig tillögur frá Fjórð- ungsráði um ný lög fyrir sambandið. An efa verður mikið rædd kennsla á háskólastigi á Akureyri en fyrir því réttlætis- og hagsmunamáli er mikill áhugi hjá Norðlendingum. Svo sem komið hefur fram hjá ýmsum aðilum sem málið best þekkja er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þar kennslu á háskólastigi og er það undir stjórnvöldum og ekki síst menntamálaráðherra komið hvort af því verður eða ekki. NT skorar á þá aðila að bregðast nú skjótt við og afgreiða þetta mál á þann hátt að háskólaútibú á Akureyri taki til starfa á Akureyri. Þetta er eitt af réttindamálum Norðlendinga og liður í þeirri baráttu að jafna aðstöðu landsmanna og dreifa valdinu um landið. Fjórðungsþingið hefur sýnt það í gegnum árin að hlutverk þess er stórt og að með þrýstingi sínum hefur það komið mörgum góðum málum fram. Má þar nefna rekstur ríkisútvarpsins á Akureyri sem öllum finnst nú sjálfsagt og mikil ánægja ríkir um. Pá hefur Fjórðungs- sambandið unnið að skipulagi samgangna á Norður- landi, staðið að kynningu ferðamála, séð um iðnráðgjöf svo eitthvað sé nefnt að ógleymdu miklu starfi varðandi mennta- og menningarmál og kostnaðarskiptingu ríkis- og sveitarfélaga í þeim málaflokki. Fjórðungssambandið spannar yfir stórt svæði allt frá Langanesi í Hrútafjörð. Sjónarmið þeirra sem á þessu svæði búa eru mismunandiií ýmsum málum og alveg ljóst að í sumum tilfellum falla hagsmunir ekki saman. A þessu svæði eru stórir byggðakjarnar sem keppast um að halda sínum hlut og fámennir hreppar með misjafna aðstöðu. En á sama hátt og nauðsynlegt er að þjóðin standi saman í mikilvægum málaflokkum er brýnt að Norðlendingar nái samstöðu um sín hagsmunamál. Þá stendur einnig yfir á Reyðarfirði aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Meginmál þess fundar eru samstarf sveitarfélaganna á Austurlandi um verkmenntaskóla og byggðamál fjórðungsins. Þar ekki síður en annars staðar eru menn uggandi um sinn hag og óttast afleiðingar þess mikla fólksflótta sem á sér stað frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins sem stafar af erfiðri stöðu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Frá báðum þessum fundum má búast við samþykkt- um og tillögum til úrbóta í mörgum málum og vert er fyrir þingmenn og aðra ráðamenn að taka vel eftir þeim og vinna að framgangi þeirra svo sem kostur er. Mikil umræða hefur farið fram um þann aðstöðumun sem er hjá fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu og hinna sem úti á landi búa. Vissulega er aðstaða ekki hin sama en við megum vara okkur á að kynda undir óánægju meðal landsmanna um þessi mál því auðvelt er að ala á sundrungu og telja mönnum trú á að grasið sé grænna á öðrum stað en þeir búa á. NT leggur á það áherslu að í landinu býr ein þjóð og hefur ekki efni á öðru en að standa saman en þeim mun meiri nauðsyn ber til að sjálfsögð réttindamál nái fram að ganga og að flokkspólitík spilli þar ekki fyrir. Sá fólksflótti sem varð til höfuðborgarsvæðisins á dögum Viðreisnarstjórnarinnar leiddi m.a. af sér að fjöldi íslendinga fluttist úr landi. Það má ekki endurtaka sig. Þann fólksflótta tókst að stöðva í tíð með átaki í uppbyggingu landsbyggðarinnar. Nauðsynlegt er að ráðamenn átti sig á því að framtíð þjóðarinnar felst í því að byggja landið allt og aðstaða til búsetu sé sem jöfnust. NT óskarFjórðungssamböndunum velfarnaðar í starfi og árangursríkra funda. Laugardagur 31. ágúst 1985 8 Vettvangur Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra: „Umsköpun“ efna- hagssamstarfs þjóða forsenda lífvænlegrar framtíðar mannkynsins „Umsköpun“ efnahagssam- starfs þjóða forsenda lífvænlegrar fram- tíðar mannkynsins. Úr bókinni Heimsástandi 1984. ■ í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur í all- mörg ár starfað félagsskapur, sem nefnist Worldwatch Instit- ute og hefur það meginhlut- verk, eins og nafnið bendir til, að „horfa á heiminn" með gagnrýnum augum og sjálf- stæðu hugarfari gagnvart ráða- mönnum og ríkjandi stefnum. Worldwatch Institute gefur sérstakan gaum að matvæla- og efnahagsástandi á heims- byggðinni og hverjar horfur séu um afkomu mannkynsins í framtíðinni, hvort þjóðirnar „fái staðist" - svo notað sé orðalag Abrahams Lincolns af öðru tilefni, - hvort heimurinn geti lifað af þá ógn sem auð- lindaþurrð, uppblástur, gróð- ureyðing, vatnsskortur og mengun, auk offjölgunar fólks, hefur f för með sér. Þetta eru ógnir, sem World- watch Institute leiðir öðru fremur hugann að. Stofnun þessi hefur notið, fjárstuðnings ýmissa amerískra styrktarsjóða s.s. Rockefeller Brothers Fund o. fl. f stjórn stofnunarinnar eru heimskunnir menn. Formaður stjórnarinnar er Orville Free- man, sem eitt sinn var ríkis- stjóri í Minnesota og landbún- aðarráðherra í ríkisstjórnum Kennedys og Johnsons. Á síðari árum hefur Orville Freeman gefið sig að barátt- unni gegn hungrinu í heimin- um og ritað um það efni bækur og blaðagreinar. Worldwatch Institute hefur á sér virðulegan amerískan heldrimannablæ, ef út í það er farið, og verður síst kcnnd við róttæklinga á vinstri kanti stjórnmála. Merk bók Á vegum þessarar stofnunar hefur nýlega komið út 250 bls. rit í stóru broti undir nafninu State of the World 1984 (Heimsástandið 1984) ogerað formi til skýrsla um það hvar mannkynið er statt á Íeið sinni til samfélags án vistkreppu, þess samfélags þar sem auð- Íindir tæmast ekki, þar sem ekki þekkist hungur, þar sem varanlegt atvinnuöryggi jarð- arbúa er tryggt, eða eins og segir svo skýrt í frumtexta: „...toward a sustainable soc- iety“, til þess samfélags sem stenst. Aðalhöfundur og rit- stjóri skýrslunnar er maður að nafni Lester R. Brown, sem verið hefur einn af helstu ráða- mönnum Worldwatch Insti.tute frá stofnun. Hann er búnaðar- hagfræðingur að mennt og starfaði í landbúnaðarráðu- neyti Bandaríkjanna í ráð- herratíð Orvilles Freemans, en er nú fyrst og fremst kunnur sem rithöfundur og sérfræðing- ur hvað varðar matvælafram- leiðslu í heiminum, ástand auðlinda jarðar almennt og þá ógn sem vofir yfir mannkyni vegna rangrar grundvallar- stefnu í efnahagsmálum heims- ins alls. Bók sú sem hér um ræðir, State of the World 1984, er fyrsta rit í sérstakri ritröð sem ráðgerð er og út mun koma á næstu árum. Meginefni bókar- innar skiptist í 11 kafla auk formála, skýringa við einstaka kafla og nafna- og atriðisorða- skrár. Kaflaheitin gefa til kynna hvað um er fjallað í bókinni. 1. Yfirlit 2. Um takmörkun fólks fjölda 3. Um að daga úr olíunotk un 4. Um jarðvegsvernd 5. Um vernd skóga 6. Um endurnýtingu efna 7. Um endurmat á hag kvæmni kjarnorku 8. Um þróun orkugjafa, sem ekki þrýtur 9. Um framtíð bílaiðnaðar 10. Um matvælaframleiðslu 11. Um gerbreytta stefnu í efnahagsmálum. Samspil auðlinda og efnahagskerfis í formála segir ritstjórinn að í bókinni sé fyrst og fremst leitast við að varpa ljósi á það samspil sem óhjákvæmilega verður að vera milli raunveru- legra auðlinda jarðar og ríkj- andi efnahagskerfis í heimin- um. Milli þessa tvenns þarf að vera jafnvægi. Felst í því í stuttu máli að framleiðslustarf- semin í heiminum verður að vera í samræmi við viðhalds- þrótt þeirra auðlinda, sem kerfið er reist á, að öðrum kosti hlýtur kerfið að hrynja saman fyrr eða síðar. M.ö.o.: Nauðsynlegt er að miða fram- leiðsluhætti, landbúnað, veið- ar, orkuframleiðslu og hvers kyns iðnað, við ástand auð- linda jarðar, jarðargróður, gögn lands og gæði, allt það sem jörðin gefur af sér án rányrkju. Grundvallaratriði þess að mannkynið geti lifað af er því auðlindavernd í víðtæk- um skilningi þess orðs og það að finna og nýta nýjar orkulindir í stað þeirra sem þrýtur áður en langt um líður. Framtíð mannkynsins hvílir hvað mest á því að mönnum lærist að nýta orkugjafa sem endurnýja sig í sífellu. I þessu felst einnig og ekki síður jarð- vegsvernd, vatnsvernd, skógarvernd og hvers kyns önnur gróðurvernd. Framlag til mikilvægrar umræðu Nú má með réttu segja að ekki komi margt nýtt fram í þessum orðum, heldur sé hér aðeins um að ræða áréttingu þess sem um hefur verið fjallað í ýmsum ritum síðustu 12-15 ár, s.s. Limits to Growth eftir D.L. Meádows o.fl. 1972 (ísl. þýðing Endimörk vaxtarins, útg. Menningarsjóður 1974), enda draga höfundar Heims- ástands 1984 ekki dul á að þeir eru samherjar og skoðana- bræður ýmissa annarra höfunda sem ritað hafa um þessi efni, og þeir ætla sér þann hlut hvað helst, að séð verður, að fylla best þann flokk, sem kenna má við Rómarsamtökin. Þeir sem þar eiga hlut að máli hafa ekki verið „kveðnir í kútinn", eins og einhver sagði nýlega, heldur er málstaður þeirra í fullu gildi og nýtur stuðnings manna um allan heim. En Framtíð mannkynsins hvílir hvað mest á því að mönnum lærist að nýta orkugjafa sem endurnýja sig í sífellu. í þessu felst einnig og ekki síður jarðvegsvernd, vatnsvernd, skógarvernd og hvers kyns önnur gróðurvernd Herskylda í nánd? ■ í 75. grein stjórnarskrár íslands, segir: „Sérhver vopn- fær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins, eftir því sem nákvæmar kann að verða mælt fyrir í lögum.“ í lögum um almannavarnir frá 1962 segir, í 10. grein: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18-65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast, sam- kvæmt fyrirmælum, er lög- reglustjóri gefur, aö fengnum tillögum almannavarnanefnd- ar.“ Fyrsti hermaðurinn Fyrsti íslenski hermaðurinn hefur verið kallaður tii starfa. Tveir aðrir munu fljótlega fylgja í kjölfarið. Það var Arn- ór Sigurjónsson úr norska hernum sem ráðinn var sem „varnarmálafulltrúi". Hlut- verk hans verður m.a. að leggja mat á varnarþörfina og fylgjast með æfingum og bún- aði hjá varnarliðinu. Það er viðbúið að varnarliðið láti ekki hvern sem er vera með nefið niðri í þeirra koppi í grennd við Keflavík. Það er þó viðbúið að Arnór sem er einn af „þeim“ eigi greiðari samskipti við herliðið. Hann talar þeirra tungu og hefur þeirra innsæi í hernaðarumsvif. Því er viðbú- ið að hann muni eiga auðveldar með að átta sig á hlutunum. Varnarmála- skrifstofan í Brússel Nú mun ísland í fyrsta skipti eignast fulltrúa á varnarmála- skrifstofunni í Brússel. Því ber að fagna. í fyrsta skipti getum við fylgst með því innanfrá hvað er verið að skipuleggja, og hver hlutur íslands er í hernaðaráætlunum Atlants- hafbandalagsins. Allar stærri nágrannaþjóðir okkar eiga fulltrúa í Brússel, og hafa því haft tækifæri til þess að tryggja sín lönd, svo framarlega sem unnt er, á stríðstímum. Norð- menn hafa verið mjög ötulir við að tryggja sitt land, með tilliti til liðsflutninga. Ekkert slíkt hefur verið gert á íslandi. Þó er vitað að talsverð umsvif verða við landið ef til átaka kemur. Kjarnorkuvopn Annað slagið hefur verið umræða um það hvort kjarn- orkuvopn séu staðsett á ís- landi. Enginn ætti að vera betur í stakk búinn til þess að leita svara við þessari spurn- ingu, en maður með menntun í hernaði, sem getur lagt mat á þau umsvif sem fara fram á Keflavíkurvelli. Það ætti að vera fyrsta verkefni Arnórs, að ganga úr skugga um hvort svo sé. Varnarmálafulltrúi er sameiginlegt hagsmunamál fyrir íslendinga og bandaríska herliðið á Keflavíkurflugvelli. Eins og áður segir er hann einn af þeim, þ.e.a.s. hermaður. Með svipaðan bakgrunn, þjálf- un og hugsunarhátt. Þessi þekking er örugglega betur nýtt í því starfi sem hann hefur bráðlega með höndum, heldur en sem aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í lögreglunni. Vísir að íslenska hernum Með tilkomu varnarmála-

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.