NT - 31.08.1985, Page 15
engin leiðindastopp verði þenn-
an tíma. Meðan hljómsveitirnar
eru að koma sér fyrir mun
, vídeótjaldið sjá til þess að eng-
um leiðist, auk þess verða alls-
,konar uppákomur á hinum
ólíklegustu stöðum. Svo verða
seldar pylsur, gos og minjagripir
á staðnum.
Hljómsveitirnar sem troða
upp á Rykk-Rokkinu eru sex,
bæði þekktar og óþekktar. Pær
eru Dynamite, Sweet Pain,
Falskir tónar, The Voice, Tic
Tack, Þetta er bara kraftaverk
og síðan mun Megas ganga til
liðs við Kuklið og saman syngur
hópurinn nokkur vinsæl lög.
Kjörorð Rykk-Rokksins ’85
er „Gegnum geimið til stjarn-
anna“.
Laugardagur 31. ágúst 1985 15
Rykk-Rokk
Útitónleikar við Fellahelli
■ Gamli maðurinn mun syngja vinsæl lög fyrir unglingana í
Breiðholtinu, á tónleikunum Rykk-Rokk. NT-mynd - Sverrir
■ Það fer enginn snemma að útitónleikana Rykk-Rokk.
sofa í Breiðholtinu í nótt, Tónleikarnir hefjast klukkan
krakkarnir í Fellahelli sjá til 18 og standa þeir linnulaust til
þess. Pau halda annað árið í röð klukkan 23. Það er ábyrgst að
umsjón: ! Þorsteinn G., Gunnarsson
Kate Bush
- rýfur þriggja ára þögn með nýrri plötu
■ í hvert sinn sem Kate Bush
sendir frá sér nýtt efni vekur
það mikla athygli og hana
verðskuldaða. Sviðsframkom-
an og vídeómyndirnar hafa
heldur ekki spillt fyrir henni og
það er í raun maicalaust hvað
þessi listakona getur gert með
röddinni og líkamanum.
Ekkert hefur heyrst frá Kate
Bush liðin 3 ár og svo löng
þögn jafngildir dauðadómi í
poppinu, enda eru þeir ófáir
sem telja Kate Bush útbrunna
stjörnu, en nú verður breyting
þar á.
Sú breyting er kærkomin
dyggum aðdáendum Kate, en
þeir sem aldrei hafa heyrt á
hana minnst eiga ugglaust eftir
að leggja eyrun við. Kynslóða-
skiptingin er nefnilega mjög ör
í poppinu og margir unglingar
sem vel hafa fylgst með öllu
því sem gerst hefur liðin 2-3 ár
hafa vel getað komist hjá því
að heyra nefnt nafn þessarar
konu. En hvað hefur Kate
Bush verið að gera síðustu 3
ár?
„Ég hef hvílt mig. Að vísu
ekki allan þennan tíma, en ég
tók það rölega eftir að öll
vinnan við síðustu plötu mína
var búin. Ég var að kynna
hana með tónleikum, viðtöl-
um, sjónvarpsupptökum og
annarri auglýsingastarfsemi,
allt til ársloka 1982. Þetta var
mjög erfiður tími og mikið af
ferðalögum, svo hvíldin var
mér nauðsynleg.
Ég lifði mjög öfgakenndu
lífi á þessum tímum og geri að
sumu leyti ennþá. Stúdíóvinn-
an er einmanaleg og reyndar
kýs ég að vera einangruð þegar
ég er að vinna að plötu. Það er
því stórt stökk yfir í mjög
opinbert og áberandi líf, sem
krafist er af poppstjörnurii,
eftir að plata er komin út.
Þennan tíma notaði ég alger-
lega fyrir mig og ég gerði hluti
sem ég hafði ekki komið í
framkvæmd lengi. Vinir voru
heimsóttir, ég innréttaði mér
nýtt stúdíó og fann mér nýjan
og góðan danskennara, sem
gaf mér mikinn kraft og ég fór
að semja og vinna aftur við
tónlist.”
Þú fórst að semja og nýja
lagið Running up the Hill
hljómar öðruvísi en fyrri plöt-
ur þínar. Er von á miklum
breytingum þegar nýja platan
„Hounds of Love“ kemur út í
haust?
„Já, ég leitað nýjunga þegar
ég vann að „Hounds of Love“
og til að byrja með var það
mjög erfitt. Mér þótti allt sem
ég samdi líkjast því efni sem
var á síðustu plötu og ég hef
aldrei séð neinn tilgang í því
að endurtaka það sem ég hef
áður gert, svo þau lög voru öll
lögð á hilluna.
Reyndar tel ég það hættulegt
hverjum listamanni að leita
ekki nýrra leiða í listsköpun
sinni. Allt of margir sitja bara
á rassinum og segja að þetta
komi yfir þá, en það þarf
virkilega að nálgast hlutina.
Fjallið kom ekki til Múham-
eðs.
Ég samdi mikið af lögum og
valdi þau bestu á plötuna, sem
ég vann mjög hægt og rólega,
miðað við fyrri plötur mínar.
Núna var ég í eigin stúdíói og
hafði nægan tíma. Áður hafði
ég miklar áhyggjur af því hvað
stúdíótíminn kostaði mikið og
hvað öll vinnan var dýr, þessar
hugsanir gerðu mig óstyrka. í
rnínu stúdíói var ég miklu
yfirvegaðri og gat unnið hlut-
ina eins og ég vildi hafa þá.
Á síðustu plötu var allt of
mikið um að fólk væri fengið
til að spila með mér lag, eða
hluta úr lagi, svo var það rokið
og nýtt komið í þeirra stað.
Mér líkar ekki þessi hraði.
Reyndar halda margir að
lítið sé fengið með því að
vinna hægt og margyfirfara
sömu hlutina, en ég verð ekki
ánægð nema ég viti að ég hafi
gert eins vel og kostur er, og til
þess að vera viss um að svo sé,
þarf ég að liggja yfir hlutunum
dögum saman.“
Lög og saga
„Þessi nýja plata er í raun og
veru tvö aðskilin og ólík verk.
Önnur hliðin er „Hounds of
Love", hin hliðin er samfelld
saga sem ég kalla „The 9th
Wave“. Það tók miklu lengri
tíma að gera söguna heldur en
lögin á „Hounds of Love“.
Sagan mátti ekki verða lengri
en 30 mínútur og hún varð að
renna vel áfram og það tók
langan tíma að gera hana sam-
fellda og snurðulausa.
Sagan er lík draumi. Hún
fjallar um mann sem fellur af
skipi og velkist um í sjónum
heila nótt. Þar gefst honum
nægur tími til þess að hugsa líf
sitt og tilgang. í lokin nálgast
maðurinn upphafið og það má
segja að hann gangi í gegnum
einskonar endurfæðingu.
Já, ég trúi á framhaldslíf og
draumar hafa mikla merkingu
fyrir mig. Mínir draumar eru
oft hinir furðulegustu og þeir
hafa oft áhrif á það sem ég er
að gera, bæði tónlistina og
vídeóið. Mig dreymir oft fólk
sem ég af einhverjum ástæðum
lít upp til. Leikarinn Peter
O’Toole snæddi með mér
kvöldmáltíð í draumi, ekki alls
fyrir löngu, trommarinn sálugi
Keith Moon hefur heimsótt
mig, það sama má segja um
aðra sem ég hef dálæti á, svo
sem Oscar Wilde, Bryan
Ferry, Billie Holiday og
Hitchcock."
Geitamjólk
„Ég held að margir noti
tónlistina til að lýsa tilfinning-
um og oft veitir tónlistin áhrif
sem samfélagið getur ekki
gefið. Tónlistin er því margs-
konar hjálparmeðal og ekki
síst gegn einsemdinni."
En margir segja þína tónlist
frábrugðna öllu öðru, er það
rétt?
„Ég veit satt að segja ekki af
hverju fólk segir mín lög svona
mikið öðruvísi, ætli það sé
vegna þess að ég baða rnig í
geitamjólk!
Nei, í alvöru talað, þá ætti
ekki að spyrja mig um þetta,
það væri nær að leggja þessa
spurningu fyrir mömmu, því
ástæðan liggur kannski í
bernsku minni.“
Vinsældalistar Vinsældalistar Vinsældalistar
Rás 2 i Grammið Fálkinn: 12 tommur
1. (1) Into The Groove.......................Madonna
2. ( 2) We Don’t Need Another Hero .... Tina Turner
3. ( 5) Tarzan Boy...................... Balti Mora
4. ( -) Dancing In The Streets . D.Bowie & M. Jagger
5. ( 4) Money For Nothing .............. Dire Straits
6. ( 6) Á rauðu Ijósi............ Mannakorn
7. ( 3) Live Is Life ............................Opus
8. (13) PeepingTom ..........................Rockwell
9. ( 9) Endless Road....................Time Bandits
10.(7) Hittlagið.............................Fásinna
1. ( 1) LowLife ....................... NewOrder
2. ( 2) Kona....................... Bubbi Morthens
3. ( 4) Skemmtun .....................Með Nöktum
4. ( 7) The Fishborn Is Dead ...................
............ Nick Cave And The Bad Seeds
5. ( 3) Litle Creatures ..........Talking Heads
6. ( -) And A Time To Dance..........Los Lobos
7. ( -) ThemesTwo .................... PsychicTV
8. ( 5) I Put A Spell On You . Screaming Jay Hawkins
9. (10) First Circle .......... Pat Metheny Group
10. ( -) Don’t Forget That Beet ........FatsComet
1. ( 1) Into The groove ..................Madonna
2. ( 5) I Got You Baby ....................... UB 40
3. ( -) My Too Too ................... Denise Lasalle
4. (10) You Are Only A Human..............BillyJoel
5. ( 1) We Dont Need Another Hero.........Tina Turner
6. ( -) This Is Not America...........................
.............D. Bowie & Pat Metheny Group
7. ( -) Slave To Dance....................Bryan Ferry
8. (7) Act Of War...........Elton John & Millie Jacson
9. ( -) Drive................................. Cars
10. ( 6) Money For Nothing ................ Dire Straits