NT - 31.08.1985, Síða 19

NT - 31.08.1985, Síða 19
Tjallarúr leik ■ í NT í gær birtum við úrslit á HM-unglinga í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Moskvu. Ekki tókst okkur að koma inn stöðunum í riðlunum en verður bætt úr því hér. Þetta er loka- staðan í riðlunum og í undan- úrslitum mætast: Brasilía og Kólumbía, Mexíkó og Nígería, Kína og Sovétríkin og Spánn og Búlgaría. Brassarnir eru taldir sigurstranglegastir í keppninni en Sovétmenn og Mexíkanar munu ekki verða lömb að leika sér við. Lokastaðan í riðlunum: A-riðill: Búlgaría................ 3 1 2 0 4-2 4 Kólumbía................ 3 1 2 0 5-4 4 Ungverjal .............. 3 1 2 0 5-4 4 Túnis...... ............ 3 0 0 3 2-6 0 B-riðill: Brasilía ............... 3 3 0 0 5-1 6 Spánn .................. 3 1 1 1 4-4 3 SaudiArab .............. 3 1111-13 írland.................. 3 0 0 3 3-7 0 ■ Þau hjónakornin sem á þessari mynd sjást máttu bíta í sitt hvort eplið á Opna-bandaríska meistaramótinu í tennis sem nú fer fram í New York. Þetta eru þau Chris Evert Lloyd og John Lloyd eiginmaður hennar. Chrís sigraði Raffaella Reggi frá Ítalíu nokkuð auðveldlega í annarri umferð á meðan John var sleginn úr keppninni af Tim Mayotte frá Bandaríkjunum eftir nærri þriggja tíma baráttu. HM-unglinga í knattspyrnu: Laugardagur 31. ágúst 1985 19 íþróttir „Jónsmálinu“ er lokið ■ Dómstóll íþróttasam- bands íslands tók fyrir kröfu Þróttar um að öll málsmeðferð í „Jónsmál- inu“ svokallaða skyldi vera ómerk og urðu dómsorð dómstólsins eftirfarandi: Krafa áfrýjanda um ómerkingu allrar meðferð- ar máls fyrir dómstóli KSÍ 16.8.1985 í málinu: Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur gegn Knattspymufélaginu Þrótti, R. og um heimvísun til löglegrar meðferðar fyr- ir dómstóli KSÍ er ekki tekin til greina. Undir þetta ríta Jón Ingimarsson, Hreggviður Jónsson og Stefán Kristjánsson. Þar með er væntanlega endanlega lokið þessu svokallaða „Jónsmáli“ og halda KR-ingar stigunum í leiknum sem þeir unnu 4-3 í 1. umferð íslandsmótsins í knattspyrnu. íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild: Ekkert mál hjá KA C-riðill: Sovétr ................. 3 2 1 0 7-1 6 Nigería ................ 3 2 0 1 6-4 4 Ástralía................ 3 0 2 1 2-3 2 Kanada ................. 3 0 1 2 0-7 1 D-riðill: Mexíkó ................. 3 3 0 0 6-1 6 Kína.................... 3 2 0 1 5-4 4 Paraguay................ 3 0 1 2 3-6 1 England................. 3 0 1 2 2-5 1 UBK ......... 15 9 4 2 28-13 31 ÍBV........ 15 8 6 1 37-13 30 KA .......... 15 9 3 3 32-14 30 KS......... 15 7 3 5 21-19 24 Völsungur .. 15 6 3 6 24-22 21 ÍBÍ ......... 16 3 7 6 15-26 16 Njarðvík ... 14 4 4 6 10-17 16 SkaUagr. ... 16 4 4 7 19-34 16 Fylkir..... 14 3 3 8 12-18 12 Leiftur.... 15 2 3 10 10-31 9 Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri: ■ KA átti ekki í vandræðum með slaka ísfirðinga í norðan garra.hér á Akureyri í gær- kvöldi. Er yfir lauk þá höfðu KA-menn gert fjögur mörk en ísfírðingar eitt. Staða KA í deildinni er nú ágæt. Þeir eru með 30 stig einu stigi á eftir toppliðinu. Breiðablik og jafnir ÍBV í 2-3 sæti. KA og ÍBV eiga eftir að mætast á Akureyri. Leikurinn í gær var ekki gam- all er Steingrímur Birgisson skoraði gott mark fyrir KA eftir einstaklingsframtak. Hann var síðan aftur á ferðinni eftir kort- ers leik og skoraði þá eftir fyrirgjöf Bjarna Jónssonar, 2-0. Þannig var síðan staðan í leikhlé og voru menn strax orðnir kaldir á áhorfendapöllunum. í síðari hálfleik komu Isfirð- ingar nokkuð ákveðnir til leiks og Rúnari Vífilssyni tókst að minnka muninn í 2-1 með ágætu marki. Við þetta héldu menn að ísfirðingar myndu hressast en svo var nú ekki og KA tók öll völd á vellinum. Þeir sóttu stíft og markvörður ÍBÍ varð að taka á á stundum. Tryggva Gunnars- syni var brugðið inní teig á 72 mín. og Njáll Eiðsson skoraði örugglega úr vítinu sem dæmt var. Staðan orðin 3-1 ogTryggvi hafði ekki skorað. Hann bætti úr því með fallegu marki rétt fyrir leikslok er hann lék snyrti- lega á tvo ísfirðinga og renndi tuðrunni í netið, 4-1 og leikur- inn úti. ísafjarðarliðið er slakt og á við falldraug að berjast með slíku áframhaldi. KA slæst við Blika og Eyjamenn á toppnum. Einar þriðji Sigurður fimmti ■ Einar Vilhjálmsson og Sigurð- ur Einarsson kepptu á Grand Prix frjálsíþróttamóti í Brússel í gær- kvöldi. Einar hafði upphaflega ætl- að sér að keppa á heimsleikum stúdenta í Kobe í Japan en hann hætti við það þar eð sýnt var að hann kæmist ekki þangað í tæka tíð. í staðinn þá keppti Einar í Brussel í gær. Hann varð í þriðja sæti með kast uppá 85,60 en Sigurð- ur náði góðum árangri og varð fimmti með 73,58 m kast. Sigurvegari í spjótkastinu í gær- kvöldi varð Bandartkjamaðurinn Duncan Atwood en hann kastaði 87,14 m. Annar varð landi hans Tom Petranoff með aðeins átta sentimetra lengra kast en Einar eða 85,68. Fjórði í röðinni varð síðan Roald Bradstock frá Bret- landi með 81,98 og Sigurður kom síðan fimmti eins og áður segir. Nokkuð var um skemmtilegar greinar á mótinu í gær og má nefna að Mary Decker Slaney sigraði í 1500 m hlaupi kvenna og var þar rétt á undan helstu keppinautum sínum í millivegalengdunum þeim Maricica Puica og Zolu Budd. Puica varð önnur en Budd þriðja. Slaney fékk tímann 3:57,24, Puica var á 3:57,73 og Budd kom í markið á 3:59,96. Sannkallað spennuhlaup. Þá sigraði Doina Melinte í 800 m hlaupi kvenna en Jarmila Kratochvilova varð að láta sér nægja þriðja sætið. Bandaríkjamaðurinn Sidney Maree sigraði nokkuð auðveldlega í míluhlaupi karla og kom í mark á undan Sovétmanninum Yakovlev á tímanum 3:50,54. Einn skæðasti keppinautur Maree í millivega- lengdunum, Marokkóbúinn Said Aouita sigraði létt í 3000 m hlaupi á 7:32,94 en Thomas Wessinghage varð annar á 7:42,61. Mikil keppni var í 200 m hlaupi karla en þar kom Bandaríkjamað- urinn Kirk Baptiste fyrstur í mark á 20,38 en Calvin Smith landi hans varð annar á 20,41. Þá stökk Willie Banks 17,58m íþrístökki ogsigraði að sjálfsögðu. Stúdentaleikhúsið á hringferð með rokk-söngleikinn EKKÓ - guðirnir ungu eftir Ciaes Anderson, þýðing: Ólafur Haukur Símonarson, tónlist: Ragnhildur Gísladóttir, leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. Búðardalur .................. 31. ágúst kl: 21 Patreksfjörður.................... 2. sept. kl 21 Þingeyri .................... 3. sept. kl. 21 Bolungarvík ................. 4. sept. kl. 21 Hnífsdalur....................... 5. sept. kl. 21 Hvammstangi .................. 6. sept. kl. 21 Blönduós......................... 7. sept. ki. 21 Erum meö extra breiða og djúpa bekki meö mjög góö- um andlitsperum: GÓDUR ÁRANGUR EFTIR AÐEINS 5 SKIPTI. Sér klefar og góö sturtu- og snyrtiaöstaöa. Tónlist á staðnum. Sólbaðstofan Hléskógum 1. ATH: Bjóðum upp á ókeypis krem eftir sólböó. VERIÐ VELKOMIN Opið: Mánud.—föstud. 8—22 Laugardaga 8—20. Sunnudaga 14—20. Ennfremur má sérpanta jafnt karla- sem kvennatíma. 'Canalis KLN RAFSKINNU: RENNURFRA Hentugar m.a. fyrir verslanir, iðnfyrirtæki,frystihús, sláturhús og íþróttasali. Einfalt og fljótlegt í uppsetningu nflTUI\ll\l r HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.