NT

Ulloq

NT - 14.09.1985, Qupperneq 2

NT - 14.09.1985, Qupperneq 2
 14. september 1985 Stórverslun IKEA: Þangað hefur fjöldinn lagt leið sína ■ Nú er liðinn rúmur mánuður síðan stórverslun IKEA í Húsi verslunarinnar í Nýja miðbænum var opnuð. Blaðamaður hitti að máli Gest Hjaltason, rekstrarstjóra hinnar nýju verslunar, til að forvitn- ast um hvernig aðsóknin og salan hafi verið fyrstu vikurnar. Gífurleg aðsókn „Þetta hefur allt gengið mjög vel,“ sagði Gestur, „aðsóknin fór fram úr okkar björtustu vonum, það er bara eins og við séum hér með húsgagnasýningu. Fyrstu þrjár vikurnar komu 85.000 manns, að jafnaði hafa komið hingað milli þrjú þeir framleiða eftir þeirra teikning- um.“ „60% af því sem IKEA selur er framleitt í Skandinavíu, en hitt er framleitt úti um allan heim.“ Ódýr vara - Nú en hvernig fara þeir að því að halda verðinu svona lágu? „Það er margt sem kemur þar til, en númer eitt er að þeir kaupa í alveg ótrúlegu magni. Þeir haga framleiðslu sinni eftir framleiðslu- getu verksmiðjanna. Til dæmis eru það venjulegar sögunarmyllur sem saga niður allt efni í stofutréhillurn- ar, sem eru að vísu svolítið hráar en smart. Þeir panta þetta í svo gífur- komið nálægt þessu gengur yfirleitt allt mjög vel því þeir fara nákvæm- lega eftir leiðbeiningunum." Er gengið er um verslunina vekur athygli hve allar vörur eru greinilega merktar. Gestur segir að mikil áhersla hafi verið lögð á þennan þátt. Á hverjum hlut eru upplýsing- ar um verð, lit, efni, mál og jafnvel þyngd. Einnig er greint frá hvort kaupendur geti sjálfir valið vöruna eða verði að fá aðstoð afgreiðslu- fólks. Það er komið til vegna þess að stærri hlutir eru yfirleitt geymdir á lager. Starfsfólk verslunarinnar er nú um fjörutíu manns, en lagerpláss er ekki stórt í Húsi verslunarinnar, allar stærri vörur eru afhentar í Litast um í versluninni. degi og fjögur þúsund manns á hverjum.“ „Salan hefur verið mjög góð, sumir vöruliðir seldust upp jafnvel á fyrsta degi. Það er svona þegar verið er með um 4000 vöruiiði, þá er erfitt að áætla nákvæmlega sölu á hverjum og einum. En nú eru að koma inn pantanir í hverri viku. Satt að segja seldist meira en við áttum von á.“ Þekkt hér á landi - Hvernig stendur á þessari miklu sölu? „Varan er góð, nýtískuleg og ódýr og IKEA er mjög þekkt merki hér á íslandi. Verslanir IKEA eru á öllum Norðurlöndunum og reyndar nú um allan heim. Margir Islending- ar þekkja þetta eftir veru sína í Skandinavíu, bæði námsmenn og ferðamenn. Ég vil leyfa mér að segja, að IKEA-verslanirnar séu eiginlega engu líkar. IKEA menn hanna sjálfir sín húsgögn og þá eru þau gerð í stíl. Til dæmis ef keyptur er sófi þá fást líka gluggatjöld í sarna stíl (áklæði), lampaskermar og fleira. Hefðbundinn húsgagna- sali kaupir kannski inn frá 100 mismunandi framleiðendum, þann- ig að þar er þessu ekki fyrir að fara. IKEA kaupir að vísu frá 1500 mismunandi framleiðendum, en legu magni, að sögunarmyllan telur hagkvæmt að taka það að sér, ef magnið væri minna gerði hún það ekki.“ „Við hérna erum bara smá angi af alveg gífurlega stóru „apparati“. IKEA er með 85 verslanir og þær eru flestar á bilinu 7-40 þúsund fermetrar að stærð. Þannig að það er rétt hægt að ímynda sér inn- kaupamagnið. Þá sparast mikill kostnaður við það að húsgögnin eru ósamsett, bæði flutningskostnaður og vinnulaun. Til dæmis má nefna að stöðugt eru menn í vinnu hj.i þeim við að hanna lxt:i og betri pakkningar, þannig að Oeiri hlutir komist á hvert flutning. >’ etti og að minnka loftið á milli hhn Kjör- orð hjá þeim er: A'io ;n ekki Ioft!““ Leiðbeiningar - Hvernig gengur íslendingum að fara eftir leiðbeiningm 1 sam- setningar sem fylgja me ,kkn- ingunum? „Leiðbeiningarnar eru ú þýsku, ensku og sænsku og vefjast nú yfir- leitt ekki fyrir íslendingum. Segja má að þeir sem lenda í mestum vandræðum séu helst iðnlærðir menn og þá smiðir. Þeir ætla oft að flýta sér eitthvað og nota sínar eigin aðferðir. Hjá þeim sem aldrei hafa vöruskemmu IKEA að Fellsmúla 24-26, eftir að kaup haf farið fram í versluninni. Gestur segir að draumaaðstaðan sé 7-10 þúsund fer- metra húsnæði þar sem lagerinn sé á sama stað. Vöruúrval - Eru allar gerðir húsbúnaðar á boðstólum hér í versluninni? „Hér fæst allur húsbúnaður nema það vantar raftækin, en IKEA versl- anir erlendis hafa ekki heldur raf- tæki á boðstólum. Úrvalið er heldur minna hjá okkur en í stórverslunum IKEA erlendis, umboðsmanna- erslunir eru yfirleitt smærri og svo Itka spurning hvenær maður er i: íinn að keppa við sjálfa sig með orval. - Frændur okkar þarna úti í Skandinavíu, sem hafa skaffað okk- ur vörurnar og bjálpað okkur að koma þessu upp, eiga ekki orð til að lýsa undrun sinni á livað þetta hefur larið vel af stað. Þeir hafa aldrei náð slíkum fjölda inn í eigin verslanir hlutfallslega, miðað við stærð versl- unarinnar og fjölda manns á þessu svæði. Það má scgja að nær allir íbúar Reykjavíkursvæðisins hafi þegar komið hér r i." Um helgina verður opið í IKEA á laugardaginn og þannig framvegis í vetur. Gestur Hjaltason, rekstrarstjóri. Húsgögnin prófuð. NT-myndir: Róbert.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.