NT - 20.10.1985, Side 20

NT - 20.10.1985, Side 20
20 Sunnudagur 20. október NT Glíma mannsog minnis r\ I A / % # r | | r \ I _ Bernskar æviminningar Arngríms Vídalíns Guömundssonar frá Hesti í Önundarfirði Arngrímur Vídatín Guðmundsson er nú vistmaður í Sunnuhlíð, hjúkrunar- heimili aldraðra í Kópavogi. NT-mynd: Ami Bjama Nýlega rak á fjörur ritstjórnar NT fimmtíu og tveggja blaðsíðna hefti er hefur að geyma æviminningar Arngríms Vídalíns Guðmundssonar frá Hesti í Önundarfirði. Heftið er offsetfjölritun af vélrituðu handriti. í því rekur Arngrímur lífshlaup sitt; frá æskuárunum í Hjarðardal og undir Hafurshesti til þess að hann er orðinn vinnulúið gamalmenni í Kópavogi. Bróðurpartur heftisins er lagður undir lýsingar á lífinu um borð í þeim togurum og bátum þar sem Arngrím- ur var löngum kyndari. Arngrímur skrifaði æviminningar sínar þegar hann var orðinn áttatíu og þriggja ára og honum farið að förl- ast mimi. Þær eru því kapphlaup hans .við gleymskuna og bera þess glögg merki. Og í því kapphlaupi hafa farið úrbyrðis flestar þær reglur er sjálf- sagðar þykja í bókum; umhverfislýs- ingar, skilmerkileg kynning persóna, rökrétt samhengi o.s.frv. Verkinu er heldur ekki að fullu lokið, því í glímunni við minnisleysið varð Arn- grímur undir og varð því að hætta í hálfköruðu verki og eru því víða í heftinu lausir þræðir og óbotnaðar vísur. Og þegar við bætist sá grunur manns að Arngrímur sé hvorki maður víðlesinn né þjálfaður í skriftum og því hvorki undir áhrifum af öðrum pennum né sínum eigin, situr maður uppi með bók þar sem öll þekkt hjálpargögn til skilnings eru gagn- laus. Bók sem virðist óritskoðaöar hugrenningar minnisdapurs gamal- mennis. En samt er heftið undursamleg lesning. Eða kannski fyrir þessar sakir. Mat það sem Arngrímur leggur á atburði; hvað hann telur til tíðinda og hvað ekki er kostulegt og ekki ósvip- að og hjá skáldbróður hans Tómasi Jónssyni í samnefndri bók Guðbergs Bergssonar. Bókin hefst á yfirlýsingu um ágæti C-vítamíns og endar á bollaleggingum um snjóþyngsli undir Kópavogsbrúnni. Þó bókin sé ekki nema rétt rúmlega fimmtíu síður tekst Arngrími að drepa á mikinn fjölda slysa og veikinda sem hann hefur orðið fyrir á lífsleiðinni; allt frá mislingum og sjóveiki að blýeitrun og kransæðaþrengslum. Það er samt ekki að sjá að Arngrímur hafi verið heilsutæpari um ævina en aðrir er stundað hafa erfiðisvinnu og náð jafn háum aldri og hann. En veikindi og slys eru, fyrir utan ráðningar í pláss, þær stiklur er hann vinnur sig eftir við skriftirnar. Það er líka kostulegt hvernig Arn- grímur spinnur saman stórviðburði og því er aðrir kunna að álíta smá- vægilega atburði. Hann er tit dæmis a einum stað aö lýsa loftárásum á Liverpool og segir svo frá: En þá var glatt á hjalla í Liverpool, það var stærsta loftárás á Liverpool, sem hafði verið gerð. Þeir vissu ekkert hvað margar flugvélar voru, en við sáum eitthvað af brennandi flugvélum steypast niður. Við vissum ekki hvað var mikill skaði, við fórum í sirkus í Blackpool daginn eftir. En þrátt fyrir einkennilega fram- setningu og fátækt í stílbrögðum er heftið vitnisburður um ævi manns er stundaði alla sína tíð erfiðisvinnu. Eftir lestur þess setur að manni hroll yfir óhugnanlegum aðbúnaði og ómældu erfiði sem Arngrímur og hans líkar lögðu á sig á tímum kolaskipanna og eflaust lengur en þeirra tími varði. í stað þess að segja lengur frá Arngrími og æviminningum hans birt- ist hér að neðan þrjú brot úr verkinu svo lesendur geti notið þessa bernska texta. Fyrsti kaflinn segir frá því er Arngrímur kemur fyrst til Reykjavíkur í atvinnuleit, annar kaflinn gerist töluvert síðar er Arngrímur hefur verið í vinnu hjá hernum og er því loðnari um lófana en hann var sem kyndari um borð í togururtum, og síðast er lokaþáttur heftisins. 9** N ú setdi ég Mwrk-Vatnateysu fyrir svona særmtegt verð. Svo fór hann frá henni og þá augJýstu þeir hana sem jörð með rrúkJum húsum. Þá sneri hann sér að henni og keypti hana, sá sem er þar nú, með eitt stærsta svínabú landsins er víst óhætt að segja. Ég fór að hugsa um að fá mér lóð til að byggja mér íbúðarhús, ég hélt að það væri ódýrara ef ég væri við það sjálfur. Ég hafði spurt um lóð á bæjarskrifstofunni í þrjú ár og nú kom ég þar sömu erinda. Eg hitti manninn sem sat við umsóknabunkann, ég held hann hafi verið tilbúinn með svariö. Síðast sagði hann mér, mað- urinn sem hafði með þetta að gera, að það væru hérna tólfhundruð um- sóknir á undan mér og ég væri í svo góðri íbúð að ég þyrfti ekkert að búast við að fá lóð. Þetta var svarið frá bæjarstjórn Reykjavíkur. Nú þetta leist mér ekkert á, svo ég fór til Finnboga Rúts í Kópavoginum til að vita hvað hann segði. Hann útvegaði mér lóð og viku eftir að ég talaði við hann gat ég farið að vinna í lóðinni, búa hana undir byggingu. Þetta var lóð sem mikið grjót var í og þar á meðal hellan fræga sem var letri skreytt og sett á þingstaðinn eða hólinn fræga. Lóðin fékk númerið Þinghólsbraut 24 í Kópavogi og þar er ég enn. Ekki veit ég hvernig sölusamningur það hefur verið, en það var fólkið frá Kletti sem kom til vinnu í Faxa. Ekki byrjaði vel, þaðátti að leggja olíuleiðslu frá ketilhúsinu og út að verksmiðjuhúsinu. Þar voru byggðir tveir þurrkarar og þar átti olían að nýtast. Magnús Jónsson vélstjóri sagði að það þyrfti 2 þenslu- beygjur á þetta rör, en valdið á Kletti sagði nei, við höfum enga þenslu- beygju og þar við sat. Nú það er mál að segja frá, óg var að fá mér að borða þá kom maður frá Eimskip en þeir höfðu vörugeymslu í skemmunni á móti ketilhúsinu. Hann var að biðja um hjálp, það v»ri kviknað í. Ég fór út með manninum, það var ekki mikil eldhætta að sjá, það var smá logi í hampbúnti. En það kom rigning úr þakinu og það varð koldimmt um leið og það reyndi hver að bjarga sér. Pilturinn sem var á lyftaranum skildi hann eftir á miðri leið og treysti betur fótum sínum. Það var efnið úr þak- pappanum sem var svona eldfimt og skemman varð alelda í einu vetfangi. Slökkviliðsmaður sem ég talaði við þegar búið var að slökkva eldinn, að þetta hafði orðið erfiðara fyrir að þeim hefði verið sagt rangt til með bensín- tank. Það var hiklaust haldið áfram að byggja verksmiðjuna í hinu hús- inu, því fyrst þurfti að flytja aðra verksmiðju út sem ekki var svo lítið verk. Það var búið að ráða nýjan kyndara og akki bar á ööru en að ketttíirm stæði sig prýðilega, virtist hafa verið vef geymdur. Þessi kyndari var dálítið fyrir að vera að klína málningu hér og þar. Strákarnir sögðu að honum Jónasi þætti gaman að sjá ný málað, en mér fannst að hann ætti að passa sitt verk. Það var, að ég tók við vakt, að ég sagði við kyndarann, hvort það hefði verið einhver spankeyrsla, ég sýndi honum að hann hefði mælt mikið meiri olíu en hann hefði notað, ég talaði við kyndarann á þurrkurunum og hann sagði það ekki nein óeðlileg eyðsla og hann kom á eftir mér og sagði það hefði alls ekki verið mikil eyðsla. Þá fór ég og hitti vélstjórann, hann var að ég held frá Álftanesi, ég gaf honum skýrslu. Einhver sagði, hún ætti þá að sjást og fór út á uppfyllinguna, jú ég held hún segi til sín. Gunnar Þorgeirsson gerði við leiðsluna, mér var sagt að það ætti að setja 2 þenslubeygjur á leiðsluna. Svo var haldið áfram að bræða. Eitt var það sem aldrei hafði hent mig, það var loftpressan. Hún tók skröltkast og var svo stopp. Þetta var nú meiri sprettur- inn, að skipta öllu á hendi án þess að dampurinn félli, þetta hafðist, damp- urinn var farinn að stíga aftur þegar maður kom utan úr vinnsluhúsinu að spyrja hvort dampurinn hafi fallið. Gunnar Þorgeirsson var þarna staddur, hann svaraði honum, það væri general stopp ef einhver annar en hann hefði verið á vakt, honum hefur fundist þurfa að hreyfa sig við þetta. Það voru draumar, ekki löngu áður en ég fór úr eyjunni, dreymdi mig, ég var upp í einhverjum garði, þetta var svo sóðalegt að ég sökk í þetta og gat rétt rifið mig upp og þegar ég var kominn út úr þessu var ég kominn út á rúmt svæði og þar var beinn og breiður vegur, hallaði heldur á móti mér, ég hélt hiklaust út á þennan veg. N ú er ég kominn til Reykjavíkur, en ekki í vinnuna. Gekk atvinnulaus og fór að snapa við höfnina. Það var lítið sem ég fékk þar. Þó var það helst hjá Thorsteinson og svo einum og einum, hvergi last. Það voru margar hendur sem fengu ékki neitt. En svo þegar var komið nokkuð langt fram á, þá kom maður til mín sem var að vinna við höfnina og spurði hvort ég vildi koma kyndari á Apríl. Ég sagði „já“, og ég fór um borð í Apríl beina leið eins og ég var búinn, í gallanum sem ég var að vinna í. Það var agalegt. Það voru blóðnasir og það var gubb. Ég var með vélstjóranum á vaktinni, það var mesti ágætismaöur, hann Magnús vélstjóri. Hann var að koma og fiÖMt við okkur og IuMn mér. En ég gubbaði á hendumar á mér og akipti mér ekkert af því og bióði rarm ruðor á skófluna og það var allt útatað í blóði og gubbu. Þegar hinn kyndarirm kom á vakt, byrjaði starfið með að taka skófluna og þvo hana undir krananum. En eftir tvo daga var ég farinn að hressast. Ég lagöist ekkert, ég hélt mig að verkinu hvernig sem var. Dampurinn var uppi, ég var nýbúinn að moka á aHt. Það voru vaktaskipti, kyndarinn sem kom á vakt sagðist ekki taka við þessum eldum. Eg sagði að hann þyrfti þess ekki, hann mætti sitja þarna í eins og tuttugu míriutur, þá skyldi ég klóra í þeim áður en ég færi. Þegar ég væri bínn að þvo mér. Hann vildi fá eldana svoleiðis að hann gæti fljótlega farið að hreinsa. Þarna var ég þangað til úthaldið var búið á Apríl. Ég var ákveðinn í að vera áfram. Þá kom maður þar um borð úr vélskólanum, ráðirfn hjá Magnúsi vélstjóra. Þá varð annar kyndari að fara, þá var ég látinn vera kyrr. Það þótti mér gott. Svo var aðstoðarmaður sem var á Apríl, hann var frændi minn. Það var móðursystir hans, sem var kona Guðbjarts vélstjóra á varðskipinu Þór. Þá var hann að ráða sig á Þór og hann gat komið þangað kyndara líka. Þá tók hann mig þangað sem kynd- ara, svo þetta var allt í lagi. Ég fór heim til Guðbjarts vélstjóra, það var allt sjálfsagt og hann ætlaði meira að segja að kosta mig í smiðju ef ég vildi. Það varð aldrei neitt úr því. Eg þurfti að vinna. Ég var ákveðinn í að hjálpa yngri bræðrum mínum eitthvað, Vé- steini vildi ég koma í menntaskóla og háskóla. Hann er búinn að vera það, hann er dáinn. Hann var síðast við kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn. Ég var á Þór, sem kallaður var Skota- Þór. Hann kom náttúrlega víða, í hverja höfn. Við komum til Akureyrar um sumarið. Þar var slegið upp balli með leyfi skipherrans. Mér var sama þó ég væri dyravörður. Eg var ekki svo mikið fyrir dansinn. Þegar liðið var nokkuð á nótt, ekki voru það samt lokin, þá var ég fram við dymar og bjóst ekki við neinu. Þá var allt í einu slegið af afli með staf í hurðarrúðuna og þetta lenti beint í andlitinu á mér, það var eins og það logaði allt andlitið, ég hljóp bara eitthvað. Þetta lenti allt í veseni, ég hafði ganað inn í ballsal og ballið var búið. Ég heyrði það sagt seinna, að sá sem var valdur að þessu og hans fólk hefði viljað bæta eitthvað fyrir þetta, það er þakkarvert. Það var víst afþakkað af þeim sem hafði umboð, hvort sem það hefur verið skrifstofan eða skip- herrann. Læknirinn á Akureyri benti á að koma mér til læknis i Reykjavík, Kjartans Ólafssonar. Ég fór á Hótel Heklu og hann sagðist ætla að koma fljódega og gera við þetta. Svo kom laakntrim «fbr tvo eða þrji daga, hann tók frá auganu og sagði: „Hvað kom fyrir? Hvað hefur komið fyrir?“ Þá vsr atlt í vilsu í auganu og runnið út úr því. Hann hélt að það hefði bara særst sjónhimnan, nú sá hann að það hafði komið gat á sjónhimnuna og þá gat hann ekkert. Og með augað hef ég verið svona síðan, fjórðapart sjón á því og mikla vanlíð- an. Núna er ég á níræðisaldri og líður mér stöðugt illa í því og þarf að hafa fyrir auganu. En það var ekki meira að hafa úr þessu. Ég fór á Þór aftur og var á honum þangað til vorið eftir, við vorum við Vestmannaeyjar. Við strönduðum einu sinni. Við vorum að fara með 2. vélstjóra, hann var með blóðeitrun og við ætluðum að láta hann í land á Eyrarbakka, þá var 3. stýrimaöur framá og hafði lóðið allt úti og sagði hvað dýpið væri. Nú stendur hann, þá var Þór runninn upp á skerið, þarna varð hann að vera þangað til flæddi að aftur. Hann lagðist ansi mikið, en ekki hvolfdi honum. Ég fór af Þór um vorið. Togarinn Egill Skallagrímsson var að búa sig út á síld. Það var Kveldúlfur sem átti hann. Ég er kominn á Egil, ég hitti Þorstein vélstjóra, var með kveðju frá Guðbjarti vélstjóra á Þór. Það spillti víst ekki fyrir. Þorsteinn var ágætis- maður og okkur kom prýðilega saman. Skipstjóri var Snæbjörn Stef- ánsson. Þá var það að fara á síld, það hafði ég gert áður en nú átti ég að horfa á og ef það þurfti að kippa, þá varð ég að taka til hendinni. Við héldum lengi til, við vorum fýrir innan Grímsey við Steingrímsfjörð og það var farið með nótina í land á Drangs- nesi til að gera við nótina þar. Það var komið fram í september þegar við komum til Reykjavíkur að lokinni síldarvertíð og það átti að fara á ísfisksveiðar og sigla. Ég hafði aldrei verið á skipi sem sigldi með aflann til Englands. Við fiskuðum í Húnaflóa, kannski verið að huga að flatfisk þar. Og svo fórum við til Akureyrar, tókum þar nokkur tonn af kolum til útferðar- innar. Ég var búinn aö koma til Akur- eyrar áður, þegar ég var að stúa í skipið. Svo var togað út af Norðfirði, í Gullkistunni. Þar voru tekin tvö eða þrjú höl, mig minnir það væri þorskur. Svo var það England í fyrsta skipti. Það var í Hull sem við lönduðum og seld- um prýðilega. Það bar ekkert til tíðinda. Annan túr gerðum við á Engalnd, og líklega hafa þeir verið þrír. Maður fór til að versla án þess að hafa fylgd. Svo var ég á skvernum í Hull. Hann er talinn alveg sérstakur, þar er svo frjálslegt fólk. Svo kom til mín ung stúlka rétt um tvítugt. Hún sagði við mig „you want a girl for the night, you like me, come so“. Þannig voru viðsktptet. Ntð var néOúriega verstað og kynnst tfflnu. ^ að var allt á fteygiferð hjá Kópa- vogskaupstað. Það var verið að vinna við að koma umferðinni í ajána. Það þurfti svo oft að ffytja leiðsturnar til eftir því sem verið var að vinna. Það var margt að gera, en altt hafðist þetta ágætiega og varð Kópavogsbæ og íbúum til mikils sóma. Það var eins og sumir tryðu því ekki, að þetta gæti gerst. Þetta var eitthvað svo nýtt og mikið í sér. Það voru komnir nýir framámenn í Kópavogi. Þá þurfum við að færa okkur af hæðinni þar sem við vorum áður með starfsemina. Við vorum reknir niður að Vogi, drulludap, þetta var niður undan hárri brekku og seig allt þangað niður. Það var varla kornandi þar út úr húsi nema í stígvélum. Þetta var margt sem gekk í ósköpum og margt sem átti að laga. Þá var ég líka svo til hættur að vinna nema hálfan daginn, en svo hætti ég alveg að vinna þegar ég var 74 ára, árið 1975. Var búinn að fá bióðtappa í bakæð, kransæðaþrenglsi hrjá mig. Læknirinn sagði að ég hefði ekkert á vinnustað að gera, því ég gæti ekkert gert. Ég lærði ungur að prjóna, en svo fór ég að prjóna, ég prjónaði lopapeysur í þrjú ár. Svo versnaði markaðurinn. Ég missti konuna. Mig langar til að byrja aftur að prjóna. Heilsan er sæmileg, égfinn alltaf fyrir kransæðaþrengslum. Eg get lítið far- ið út nema hlýjasta tíma ársins. Ég er orðinn 83 ára og fer oft í mat upp í Fannborg, efég ersvohraustur, að ég geti komist niður í skýlið við uppganginn frá undirganginum, þá þarf stundum að hinkra við eftir strætisvagni, þá verður manni á að líta niður og horfa á umferðina í gilinu, það er eins og þetta taki engan enda. Og hvað er það sem þarna hefur átt sér stað. Þarna mætist umferðin frá öllu Reykjanesinu og Hafnarfirði, og svo til baka aftur, án þess að gera Kópavog nokkurt ónæði. Til voru þeir menn eða ffokkur sem sögðu að það yrði lagður annar vegur sem tæki alla umferðina svo að um leið og gjáin væri tilbúin yrði hún óþörf. Það eru að verða tíu ár síðan - október 1984 - og ekki er neitt ákveðið með þann veg. Það er svo að mér þykir svolitið gaman að hafa verið smá þátttakandi í þessu starfi, og að koma að gilinu minnir mig á það, og á Ólaf Jensson, alltaf fannst mér hann vera sterki maðurinn í þessu. Ég spurði Ólaf einhverju sinni hvort þeir væru ekki hræddir um að gilið fylltist af snjó. Hann kvað nei við, það væri búið að athuga svo lengi snjóþyngslin á hálsinum að hann teldi það enga hættu. Alltaf hefi ég dáð Ólaf Jensson.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.