NT - 20.10.1985, Side 2
Surinudagur 20. októbér
Nt'
Forsíða:
Forsíða Tímans 5. febrúar 1966
þegar Hamrafellsmálið stóð sem
hæst (Sjá síðu 21-23 í blaðinu)
Umsjón:
Arnaldur Sigurðsson
Gunnar Smári Egilsson
Útlit:
Ólöf Nordal
Teikningar:
Jón Axel Björnsson
Parið á ströndinni
Nú leggjum við þraut fyrir lesendur.
Hún felst í þvi að þekkja hverjum
hárið tilheyrir sem birtist hér til hliðar.
Hver ber þetta hár?
Verðlaun:
í þessari viku stendur lesendum til
boða einn sekkur af rófum að laun-
um fyrir rétt svar.
SvarsendisttikHárrétt
NT-Helgarblað
Síðumúla 15
108 Reykjavík
„Það var undarlegt sem kom
fyrir í fjósinu í nótt,“ sagði ná-
grannakona mín. Við höfðum sest
niður í makindum við eldhúsborðið
og biðum eftir kaffinu. Þessar kaffi-
vélar (skollinn hirði þær) eru sumar.
svo lengi að hella upp á.
„Nú,“ sagði ég, „var kýrin borin
og kálfurinn dauður."
„Nei,“ sagði hún og hnussaði viö.
„Það hefur nú oft komið fyrir.“
„Var hann kannski með tvö
höfuð?" Ég var að reyna að vera
fyndin. Því miður tekst mér það
aldrei. Reyni ég að vera fyndin,
setja allir upp hundshaus. Segi ég
eitthvað í fúlustu alvöru er eins víst
að einhver hlæi. Venjulegast veit ég
þá ekki að hverju hlegið er. Og Lollý
setti upp hundshaus og fannst þetta
greinilega ekkert fyndið.
„Jæja,“ sagði ég, „út með það ef
það er svona merkilegt." En nú var
kaffið tilbúið og Lollý stóö upp til að
hella í bollana. Ég þekkti hana nógu
vel til að vita að nú þýddi ekki að
spyrja frekar í bráð. Hún naut þess
aö láta mig bíða eftir sögunni. Hún
var eða öllu heldur er svolítill prakk-
ari í sér. En hörkudugleg. Sama á
hverju hún snertir. Húsverkin ganga
í flughasti. Hún er snilldarkokkur.
Og dæturnar. Þær eru alltaf vel
klæddar. í útiverkunum er hún
hreinn víkingur. Sama hvort hey-
skapur, gegningar eða garðvinna.
Að öllu gengur hún með fítonskrafti.
Nú, hún hafði líka fengið öndvegis-
'mann. Hann var fæddur hér og
uppalinn, en Lollý var aðflutt úr
öðrum landsfjórðungi. Þau höfðu
tekið við búi fyrir nokkrum árum af
foreldrum hans, sem höfðu þó dval-
ið hér áfram. En nú hafði gamli
maðurinn dáið á síðastliðnu ári.
Það hafði verið mjög kært með Lollý
og tengdaföður hennar og hann
hafði alltaf borið sérstaka umhyggju
fyrir henni.
En.þetta var nú útúrdúr.
Lollý settist, saup á kaffinu og átti
greinilega í erfiðleikum með að
hajda aftur af sér. Svo byrjaði hún.
„Sjáðu nú til,“ sagði hún. „Skrauta
átti aö vera borin og við vorum að
vakta hana í allan gærdag. Seint í
gærkvöldi fannst mér að hún hefði
svo sem ekkert gert að, svo okkur
fannst óþarfi aö vakna til að vitja um
hana. Ég hafði samt orð á því við
Steina að það væri vissara að loka
opinu niður í skíthúsið. Ef kýrin
bæri var eins víst að kálfurinn brölti
eftir flórnum og færi hann niður um
gatið var hann dauðans matur. Það
eru ekki nema þrír básar frá Skrautu
bás að gatinu. En við gleymdum þó
bæði að setja hierann fyrir.
„Bara laglegur formáli," sagði ég
til að dylja eftirvæntinguna. Lollý lét
sem hún heyrði ekki og hélt áfram.
“Og í morgun þegar ég kom í
fjósið var kýrin borin."
„Og kálfurinn fastur í gatinu eins
og skessan," sagði ég.
„Hann hefði nú farið niður ef
hann hefði komist að því. Nei, hann
lá í flórnum með hausinn við gatið
og kýrin var laus. Hún hafði lagst á
tröðina hjá kálfinum og lagt aðra
framlöppina yfir hann svo hann gat
sig hvergi hreyft.“
„Þú skrökvar,“ sagði ég.
„ Þetta er eins satt og ég sit hér.“
„Þú hefur gleymt að binda hana."
Ég lét mig ekki.
„Kýrnar voru ekki leystar í gær.“
„Sleit hún bandið“?
„Nei, það lá bara eins og það
hefði verið leyst."
„Og þú ert viss um að enginn hafi
gert það.“ Mér fannst sagan farin
að verða nokkuð dularfull.
„Hundrað prósent. Hver hefði
svo sem átt að leysa kúna. Ég fór
ein í fjós í gærkvöldi.
„Og hvað gerðist þegar þú komst
í fjósið í rnorgun?"
„Skrauta lá bara kyrr þangað til
ég tók kálfinn."
„Og svo?“
„Svo stóð hún upp og fór sjálf á
básinn sinn.“
„Nei, nú hætti ég að trúa,“ sagði
ég. Vissi þó með sjálfri mér að Lollý
var ekki að búa þetta til. Svo datt
mér nokkuð í hug.
„Hvernig hnút notarðu á böndin?“
„Ég nota bara þennan sama hnút
og tengdapabbi notaði alltaf. Hann
hefur alltaf dugað hingað til. Ég man
ekki til að kýr hafi nokkurn tíma
losnað hjáokkur."
Við horfðumst í augu. Við vissum
báðar hvað hin hugsaði. En svoleið-
is segir maður bara ekki upphátt nú
á dögum.
Ef við hefuðum lesið þessa sögu
í gamalli bók hefðum við eflaust
hugsað, og brosað út í annað. Það
sem fólki datt í hug í gamla daga.
En þessi saga er ekki úr bók og hún
gerðist ekki í. gamla daga. Það er
ekki liðið ár frá því atburðurinn átti
sér stað. Og hann átti sér stað. Það
er enginn vafi. Og svo erum við að
tala um að fólk sé nautheimskt.
Sigrún Björgvinsdóttir.