NT - 20.10.1985, Side 21

NT - 20.10.1985, Side 21
NT Sunnudagur 20. október 21 Sagan af því hvernig (slendingar eignuðust olíuflutningaskip og hvernig þeir töpuðu því aftur Um Hamrafells-málið var mikið rætt og ritað á sínum tíma. NT rifjar upp í eftirfarandi samantekt það helsta, sem fram kom í TÍMANUM og öðrum dagblöðum um sögu Hamrafells. All harkalega var deilt um tilverurétt skipsins og rekstraraðstöðu undir íslenskum fána. Auðsætt virðist að það andaði köldu í garð skipsins frá þáverandi stjórnvöldum og niðurstaðan varð sú, að þetta stærsta skip landsmanna var selt úr landi. Forsaga þessa máls nær allt aftur til ársins 1953. Þá hugðist nýstofnuð skipadeild Sambandsins taka 17- 18.000 tonna olíuflutningaskip á langtímaleigu í samvinnu við Olíufé- lagið sem þá var einnig nýstofnað. Sótt var um leyfi til ríkisstjórnarinnar en þeirri beiðni var hafnað. Þá var sótt um leyfi til kaupa á slíku skipi en það fékkst ekki heldur. Ekki tókst heldur að fá heimild til þess að láta smíða stórt olíuflutningaskip í árs- byrjun 1954. Samvinnumönnum virðist hafa fundist maðkar í mysunni því stuttu síðar þáru þeir fram tillögu þess efnis að hin olíufélögin tvö verði eignaraðil- ar að skipinu svo einokun Sambands- ins á olíuflutnignum til landsins stæði ekki í veginum. Þeirri tillögu var hafnað. Þá komu samvinnumenn með þá tillögu að I framtíðinni mætti kaupa annað skip og fengju þá hvorir sitt skip, annarsvegar Skeljungur og Olíuverslunin og hinsvegar Sam- bandið og Olíufélagið, ef sameigin- legur rekstur skipsins með Samband- ínu væri illa þokkaður. Þessari tillögu var einnig hafnað. Málið endaði því í biðstöðu að sinni. Ástæðan fyrir vilja samvinnu- manna á kaupum eða leigu olíuflutn- ingaskips var fyrir utan hugsanlegan ábata sú að í fyrstu samningum íslendinga og Róssa um olíukaup 1953 var olían keyþtá fob-verði og urðu því íslendingar sjálfir að flytja hingað alla olíu. Þeir voru,þannig háðir verðsveiflum á heimsmarkaði og óvarðir gegn óhagstæðum breyt- ingum á honum. Samvinnumönnum fannst að hér væri á ferðinni einn af þáttunum í sjálfstæðisbaráttunni. Olíuflutningaskip í höfn Um áramótin 1955-56 tók Samband- ið aftur að reifa málið. Loks í desem- ber 1955 gaf ríkisstjórnin heimild til kaupa á olíuflutningaskipi. En þá hafði ýmislegt breyst til verri vegar útí heimi og þar sem áður var tveggja ára biðtími eftir nýsmíði skipa var nú kominn fjögurra til fimm ára biðlisti. Því var hafin leit að nýlegu tankskipi jafnframt því sem leitað var lána erlendis til kaupanna. Lánið fékkst hjá The First National City Bank í New York í febrúar 1956 og hljóðaði það uppá 80% af kaupverðinu. Hvorki var krafist banka- né ríkis- ábyrgðar á láninu. Skipið fannst svo í apríl; 16.730 tonna norskt tankskip sem hafði verið smíðað I Þýskalandi fjórum árum áður. Kaupverðið var tvær milljónir og áttahundruð þúsund dalir og skyldi 80% af kaupverðinu greiðast við afhendingu en 20% á fimm árum. Sambandinu hafði því tekist að fá allt kaupverð skipsins að láni. Til samanburðar má geta þess að kaup- verðið svaraði til hálfvirðis Áburðar- verksmiðju rikisins í Gufunesi. Skipið var afhent íslendingum þann 21. september 1956 og gefið nafnið Hamrafell. Það fór fyrst í ferð til Caripito og sótti þar farm sem fluttur var til Gautaborgar og strax að henni lokinni hóf það olíuflutninga frá Batumi við Svartahaf til íslands. í nóvember sama ár braust út Súesstríðið. Vegna lokunar skurðs- ins ruku farmgjöld upp. Þar sem íslendingar þurftu að sinna sínum olíuflutningum sjálfir samkvæmt samningi við Rússa hafði þetta alvar- legar afleiðingar fyrir olíuverslunina. Tvö leiguskip sem fluttu hingaö farm í nóvember og desember 1956 fengu í þóknun 220 shillinga pr. lest í frakt. Eigendur Hamrafells högnuðust líka á Súesdeilunni þó þóknun þeirra hafi verið töluvert minni eða 160 shillingar pr. lest. Eftir að stríðinu lauk var samning- um við Hamrafellið rift og það dæmt til að lækka fragtina og miða við alþjóðlega meðalfragt. Það þótti sam- vinnumönnum súr biti að kyngja því þeir gerðu ráð fyrir að fá að njóta sanngirni sinnar á tímum Súesstríðs- ins. Rússar tvístíga í samningum Næst gerist það í olíuviðskiftunum við Rússa að þeir bjóðast 1957 til þess að flytja hingað til lands gegn ákveðnu gjaldi alla þá olíu er íslend- ingar sjálfir gátu ekki flutt. Þetta fyrirkomulag hélst til ársins 1963 og flutti Hamrafellið á þeim tíma um 50% af allri þeirri olíu er íslendingar keyftu af Rússum. En árið 1963 þegar verið er að gera samninga um olíukaup við Rússa fyrir 1964 krefjast þeir að sett verði ákvæði í samninginn er skyldi íslendinga til að flytja hingað til lands 40% af allri olíunni. Hamrafellið var að sjálfsögðu fengið til þessara flutn- inga og var greitt fyrir hana alþjóóleg meðalfragt sem fyrr að viðbættu 5% álagi vegna Islandssiglinga. Arið eftir þegar samið var um viðskiftin fyrir árið 1965 settu Rússar hinsvegar engin slík skilyrði en buð- ust þess í stað til að flytja alla olíu til íslands á mun lægra verði en Hamra- fellið hafði gert árið áður. Buðu Rúss- ar 25 shillinga pr. lest í stað 33 shillinga hjá Hamrafellinu. Leituöu olíufélögin til eigenda Hamrafells og óskuðu eftir því að þeir lækkuðu sína fragt en samvinnumenn þvertóku fyrir það enda sögðu þeir að taprekstur hefði verið á skipinu áriö áður og því óvinnandi vegur að lækka farmgjöld- in. 13. nóvember 1964 var svo undir- ritaður samningur milli viðskiftamála- ráðuneytisins og sovésku fulltrúanna þess efnis að Rússar sæu um alla . olíuflutninga til íslands áriö 1965. Þetta þýddi að Hamrafellið yröi verkefnalaust það ár og eins og einn samvinnumaðurinn orðaði það „rekiö út í veröldina" í leit að verkefnum. „Annarlegir verslunarhættir“ Þetta áttu samvinnumenn erfitt með að sætta sig við. Hjörtur Hjartar, forstjóri skipadeildar SÍS, skrifaði langa grein í Tímann þann 18. nó- vember. Hann sagði meðal annars: „Þegarþað kom fram í síðastlið- inni viku, við samningsgerð um olíukaup frá Rússum fyrir árið 1965, að þeir væru reiðubúnir til þess, að flytja alla olíuna til Islands fyrir 25 shillinga, eða um 150 kr. á tonnið, var eigendum Hamrafells látin vitneskja um þetta í té. Enda þótt flutningsgjaldþað, sem olíufé- lögin greiða Hamrafelli frá Rúss- landi nægi hvergi nærri til að standa undir rekstrarkostnaði skipsins og halli verði á rekstri þess á yfirstandandi ári, ákváðu forráðamenn skipsins að bjóðast til að hafa Hamrafell í þessum flutn- ingum áfram á næsta ári fyrirsama flutningsgjald og það fær fyrir árið 1964. Ráðuneytisstjóri Viðskiftamála- ráðuneytisins, sem fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar hafði að nokkru leyti með samningsgerðina við Rússa að gera, mun hafa gert sér það Ijóst; þegar þetta tilboð Rússanna kom fram, að ný og óvænt viðhorf blöstu við. „Dumping" tilboð Rúss- anna - ef samþykkt yrði fyrir öll olíukaupin - hlaut að hafa þau áhrif, að eigendur Hamrafells gátu ef til vill þurft að taka þá ákvörðun, að leggja þessu stóra atvinnutæki upp eða jafnvel selja skipið pr landi. Sá var þriðji möguleikinn, að leigja skipið úr landi og gefa þar með upp á bátinn það sjónarmið, sem lá til grundvallar fyrir kaupum þess, að skipið skyldi annast flutn- inga á olíum til íslands. Ráðuneytisstjórinn mun hafa tal- ið eðlilegt, að ríkisstjórninni yrði gert viðvart áður en endanleg ákvörðun yrði tekin í þessu efni. Svo virðist sem ríkisstjórninni hafi fundist málið einfalt til úrlausn- ar. Hennar úrskurður mun hafa verið, að ekki kæmi til mála að gera samning um, að Hamrafell annað- ist olíuflutninga næsta ár á sama hátt og nú, fyrir óbreytt flutnings- gjaldog verður fyrir árið 1964. Hún taldi sjálfsagt, að taka hinu rúss- neska tilboði og láta lönd og leið, að gera upp hvaða áhrifsú ákvörð- un kynni almennt að hafa. Að tonnafjölda mun olían vera

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.