NT - 20.10.1985, Side 7

NT - 20.10.1985, Side 7
NT Sunnudagur 20. október 7 Ég er bara að leika mér úti. ífótbolta? Oftast. Feröu út eftir kvöldmat? Stundum, ef það er eitthvað af strákum úti. Stundum eru stærri strákar úr menntaskólanum í fótbolta og þá fæ ég stundum að vera með þeim. Hlaupa þeir þig ekki niöur? Nei, þeir.þora það ekki. Lestu mikið? Nei ekki mikið. En hvað lestu? Æfintýrabækurnar. Lestu blöðin? Já, Morgunblaðið. Og hvað lestu í því? Íþróttasíðurnar og myndasögurn- ar. Horfirþú á sjónvarp? Já, ef það er eitthvað skemmtilegt í því. Og hvað er skemmtilegt? Oft einhverjar spennumyndir á þriðjudögum, bíómyndirnar, skemmtiþáttinn á laugardögum, íþróttir og stundum horfi ég á fréttirn- ar. En barnaefnið? Tomma og Jenna. Hitt er allt svo leiðinlegt. Ertubarn? Já. En ferð bráðum að verða táningur? Það veit ég ekki? En ertu ekkert myrkfælinn þegar þú ert úti á kvöldin? Jú svolítið. Og við hvað ertu hræddur? Um að einhver komi. Ef ég er að labba heim úr afmælum sem byrja klukkan fimm og eru til kannski hálf tíu þá er ég alltaf hræddur á heimleiö- inni um að einhver komi. Oftast hleypur maður alveg á fullu. Hvenær ferðu svo að sofa? Það er misjafnt. Ég fer seinna að sofa um helgar. Ég fer yfirleitt að sofa þegar sjónvarpið er búið. Ef það er ekkert í sjónvarpinu þá les ég landa- fræði eða eitthvað og fer svo að sofa. gse cSútí '" ...Ananda Marga? Er það ekki hreyfing, sem biskup- inn var að hnýta í fyrir nokkrum 1 árum? Ein af þessum indversku, sem afvegaleiða unglinga? Og þessi er þekkt fyrir bein lögbrot í þokkabót. Allavega úti í heimi. Er það ekki? Ég fullyrði, að hefðbundið umhverfi okkar fullnægir ekki áskapaðri þörf fólks fyrir hugsjónastarf og andlegt líf. Þess vegna eiga ýmsir furðu- söfnuðir allgreiðan aðgang að mörgu fólki. Tækifærissinnar hafa því getað notfært sér andlega þörf fólks, til þess að belgja sjálfa sig út. Hvað segir það okkur um tíðarandann, að frelsarar spretta upp á hverju götu- horni? Og fáir treysta sér til að skilja hismið frá kjarnanum, en afgreiða alla, sem vilja fjalla um andiegt líf, með einni eða tveimur klisjum. Það er einsog að segja: „Bækur, ég veit nú alit um þær. Þær eru yfirfullar af vitleysu." Fáir vita neitt um Ananda Marga. En allmargir telja sig vita af afspurn og umtali að hreyfingin sé hættuleg. Og ef hún er ekki hættuleg, þá er hún allavega hallærisleg. Eru félagarnir ekki bara einfeldningar, sem halda að þeir séu að frelsa heiminn, og vinna kauplaust fyrir toppklíkuna? Og klíkan, eins og venjulega, svíkur undan skatti og safnar hótelum og Rolls Roys bifreiðum. Eða hvað? é Hvaö Ananda Marga er ekki Ananda Marga hreyfingin byggist ekki á textatúlkun eða stórasannleik einhvers rits. Heimspeki hreyfingar- innar byggist ekki á skilyrðislausri trú á einhvern bókstaf, og ekki byggist starfið á órökstuddum helgisiðum. Hér er því ekki um að ræða trúar- brögð í þeim skilningi. Félagar í hreyfingunni eru ekki hvattir til að einangra sig frá samfé- laginu, né heldur telja þeir sig guðs útvalin börn. Ananda Marga á engin hótel, enga Rolls Roys bíla, og ég held ég megi segja enga digra sjóði. Ekki er reynt að þjálfa fólk í að ná valdi á dulrænum kröftum, eða yfir- skilvitlegri skynjun. Ananda Marga hefur ekki patentlausn á öllum vanda. Hér er því ekki um að ræða sér- lundaðan ofstækishóp. Framsækiö þjóðfélagsviðhorf Ananda Marga beinir fólki inn á braut sjálfsþekkingar og skilnings á sammannlegu og andlegu eðli sínu. En andlegur þroski og félagslegt tómlæti fara ekki saman. Félagar í Ananda Marga leggja því áherslu á samfélagslegt réttlæti, og þeir vilja, í samvinnu við fólk og samtök með svipuð markmið, stuðla að ákveöinni þróun. í fyrsta lagi er það krafa Ananda Marga, að öllum mönnum, hvar sem þeir búa á jörðinni verði tryggðar lágmarksnauðsynjar, þ.e. fæði, •klæði, húsnæði, menntun og læknis- hjálp. í öðru lagi leggjum við til, að auðsöfnun einstaklinga verði takmörk- uð. Auðæfi jarðarinnar eru mikil, og nægja vel til að framfleyta öllum. En þau eru ekki ótakmörkuð og nauð- synlegt er að setja eðileg takmörk við auðsöfnun. Þetta þýðir þó ekki að enginn megi eiga neitt, eða að allir eigi að fá sömu laun. Það er nauðsyn- legt að hvetja menn til framtakssemi með því að vérðlauna hæfni og dugnað með góðum launum. En, að yfirmaður í iðnaði fái þúsundföld laun verkamanns. eins oa nú þekkist, misbýður skynsemi okkar og rett- lætiskennd. í þriðja lagi teljum við, að heimurinn sé, m.a. eftir tækniþróun síðustu áratuga, félagsleg, efnahagsleg og vistfræöileg heild. Vegna yfirgangs lágkúru og sölumennsku stendur þjóðleg alþýðumenning víðast höll- um fæti, en óprúttnir auðhringar gína yfir. sjálfstæði þjóðanna. Við teljum, að mynda beri alheimsstjórn, sem mynduð væri af fulltrúum sjálfstæðra og því sem næst sjálfum sér nægra þjóða. í fjórða lagi teljum við, að mannkyn- ið standi á þröskuldi nýrra tíma. Maðurinn býr yfir andlegum hæfileik- um, sem nú eru vannýttir. Ef fólk þroskaði í ríkari mæli innri vitund- arsvið hugans, sem eru uppspretta innsæis og lífsfyllingar, mundi marg- ur nútímavandinn verða að engu. f fimmta lagi mótast félagslegt umhverfi af ríkjandi hugmyndum og gildismati. Ananda Marga setur fram speki, sem nefnast Ný-mannhyggja (neo-humanism). í hennifelst virðing fyrir rétti allra lífvera, manna, dýra og jurta, til lífs og þroska. Grundvöllur þessa viðhorfs er sá, að líf sé runnið frá einni uppsprettu, og að einstakl- ingsvitund allra lífvera sé tengd á innri vitundarsviðum. Með iðkun inn- sæisæfinga má upplifa þessa einingu alls lífs. Slík upplifun eflir með iðk- andanum kærleik og ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart lífinu í kringum hann, en gengur gegn fjárhagslegum mæli- kvarða á alla hluti. Þetta viðhorf þrengir ekki rétt fólks til eðlilegrar framfærslu, heldur stuðlar það þvert á móti að jafnvægi í náttúrunni, sem tryggir okkur fæði og klæöi. Aölögun að tíma og staðháttum Þrjú fyrstu atriðin hér að framan eru þjóðfélagsleg og framkvæmd þeirra hlýtur að aðlaga sig aðstæðum á hverjum stað, sem breytast með tímanum. Það hlýtur að falla í hlut framsækinna afla í hverju landi að taka á þeim málum. Menninaarlegt og efnahagslegt sjálfstæði Islend- inga er nú í hættu, en enginn veit hvernig á að taka á þeim málum. Félagar í Ananda Marga eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum í slíka umræðu á grundvelli framannefndra atriða. Saga fangelsana og niöurlægingar Ástæða þess að hugmyndum An- anda Marga á samfélagi og umhverfi hefur verið lýst allnáið er sú að þau viðhorf hennar hafa lítið komist á framfæri á undanförnum árum en saga Ananda Marga hreyfingarinnar hefur þó verið mjög viðburðarík og athyglisverð fyrir ýmsar sakir. Indverski heimspekingurinn P.R. Sarkar stofnaði hreyfinguna á Ind- landi árið 1955. Hún óx hratt og starfaði mikið aö hjálpar- og líknar- málum. 1959 setti Sarkar fram þjóð- félagsheimspekina PROUT (Prog- ressive Utilization Theory). Þjóðfé- lagsleg markmið og öflugt starf hreyf- ingarinnar urðu valdhöfum fljótt þyrnir í augum. 1971 þegar Indira Gandhi setti neyðarástandslög var hreyfingin bönnuð og skemmdarverk hófust á eigum hennar og félagar fangelsaðir. Saga næstu 7 ára gæti verið kennslu- bók í því hvernig yfirvöld geta mis- beitt valdi og lögum til að kúga fólk, sem þeim er á móti skapi. Máls- höfðunum var hrúgað upp í hundr- aðatali á hendur hreyfingunni og félögum hennar. Yfirvöld voru ekki vönd að meðulunum enda oft hæg heimatökin þar sem nóg mátti fá af vitnum ef diskur af hrísgrjónum var í boði. Verst var þó meðferðin í fang- elsunum. Einangrun, barsmíðar og eiturbyrlanir voru algengar aðferðir til að fá fanga til aö játa á sig sakir eða til að losna við þá með köldu blóði. P.R. Sarkar sat 6 ár í fangelsi og var byrlað eitur af fangelsislækninum sem skaðaði sjón hans alvarlega. Hann var síðar sýknaður af öllum ákærum og hefur á síðustu árum hlotið aukna viðurkenningu i heima- landi sínu m.a. fyrir verk sín í málvís- indum og fyrir Ijóðabálk sinn Prabhat Samgiit sem hefur verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna i bókmenntum. Indverska fréttastofan gerist „blaöafulltrúi“ Ananda Marga Þegar hreyfingin var bönnuð á Ind- landi flúðu margir félagar til annarra landa og hófu m.a. hjálparstarf og starfrækslu skóla. Félögum Ananda Marga í þessum löndum var sárt um meðferðina á félögum hreyfingarinn- ar á Indlandi og höfðu víða í frammi nokkur mótmæli. Þessu svaraði ind- verska stjórnin með þvl að láta ind- versku fréttastofuna, sem var undir strangri ritskoðun stjórnarinnar, fara að dreifa óhróðri um Ananda Marga til starfsbræöra sinna og ríkistjórna í öðrum löndum. Sumir gleyptu þenn- an áróður hráan og stigu dans í takt. Frægasta dæmið um þetta er frá Ástralíu þar sem 3 félagar í Ananda Marga voru fangelsaðir og dæmdir og haldið í fangelsi í 7 ár eftir að lögreglan hafði komið útsendara sín- um inn í Ananda Marga sem útbjó „gabb“ sem þremenningarnir voru síðan saklausir dæmdir fyrir. Þetta mál var síðan tekið upp aftur upp fyrir hálfu ári og lauk með mikilli og verðskuldaðri hneisu fyrir yfirvöld. Lengi mætti rekja þessa dökku sögu fangelsana og ofsókna á hend- ur hreyfingunni að ógleymdum sjálfs- brennum nokkurra einstaklinga sem fannst þessi niðurlæging hreyfingar- innar og tómlæti umheimsins óbæri- leg en eitt atvik í viðbót verður nefnt hér. Atburðurinn gerðist fyrir 2 árum í Kalkútta á Indlandi en þar voru 17 starfsmenn hreyfingarinnar myrtir á hinn hroðalegasta hátt. Setið var fyrir fólkinu á þrem stöðum í miðborg Kalkútta, það lamið með járnkeðjum, sýru hellt í andlitið, bensíni hellt yfir og kveikt í. Lögreglan forðaðist að hafa afskipti af atburðunum. Ananda Marga er heildrænn lífstíll Hvað er þá Ananda Marga? An- anda Marga er hreyfing sem hefur ákveðin þjóðfélagsleg og hugmynda- fræðileg markmið. Ef til vill mætti líka segja að Ananda Marga sé heildrænn lífstíll, lífstíll sem byggist á sjálfs- þekkingu einstaklingsins, heildrænu viðhorfi til lífsins og kröfu um rökræna greiningu á þeim kenningum, trúar- legum jafnt sem þjóðfélagslegum sem settar eru fram. Þessi rökræna greining á að hafa það að leiðarljósi að meðtaka ekkert sem stöðvar eði- lega þróun einstaklings eða samfé- lags á líkamlegu, huglegu eða and- legu sviði. Þessi lífstíll er jákvæður til lífsins og fullur bjartsýni á framtíð mannsins, þar sem neitað er að lifa við kúgun og ótta, heldur er því breytt sem breyta þarf án þess að mikla fyrir sér umstangið. Lífið yrði endalaus lopnmolla ef engin væru verkefnin og nú blasa við Islendingum jafnt sem öðrum þjóðum verkefni við lausn vandamála samtímans. Er nokkuð annað að gera en að bretta upp ermarnar og taka til hendinni? Sigmar E. Amórsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.