NT - 20.10.1985, Side 23

NT - 20.10.1985, Side 23
KlT Sunhúdagur 2Ö.6k'tóber 23 þess að stuðla að því, að Hamra- fellið sitji að flutningunum, þó flutn- ingsgjöld þess væru dálítið hærri. En þau mega ekki vera svo miklu hærri, að um sé að ræða milljóna- skatt á útveginn og alla olíunotend- ur í landinu. Þetta er kjarni málsins."- Spurning um einn aur í Tímanum tveim dögum síðar svarar Hjörtur Hjartar fyrir sig og segir meðal annars um yfirlýsingu ráðherrans um að hugsanlegt sé að ríkisstjórnin greiði fyrir Hamra- fellinu í flutningunum: „Hún lítur laglega út á prenti en gallinn ersá, að tveggja ára reynsla af aðstöðu ríkisstjórnarinnar er í algjerri mótsögn við þetta tal. “ Og um milljónaskattinn segir Hjörtur: „Hamrafellið þurfti að fá 7 ferðir til Rússjands til að tryggja ársverk- efni í íslandssiglingum því að 2-3 ferðir gat það fengið frá Aruba til íslands. Það hefði því flutt um 105 þúsund tonntil landsins frá Rúss- landi. Hefði samningur verið gerður við íslenska skipið, mundi þaó hafa leitt til þess, að gasolía og bensin hefði hækkað um liðlega einn eyri lítrinn. “ Að lokum segir Hjörtur: „Ráðherrann upplýsirað Hamra- fell fái 25 Vz shilling í fragt fyrir þessa ferð. Hann gefur í skyn, að það sé merkilegt, að skipadeild SÍS skuli telja sig þuria 33 shillinga fyrir fragt frá Rússlandi, fyrstskipið geti nú flutt olíu frá Aruba fyrir svo til nákvæmlega sömu fragt og Rússum sé greidd. Ráðherrann ersagður ferðavan- ur maður. Þegar hann greiðir far- gjöld verður hann þess var, að vegalengdir skifta nokkru máli um fargjöldin. Ferð frá Reykjavík til Batumi er um 1250 sjómílum lengri en siglingaleið í ferð til Aruba. Munurinn er álíka og leiðin frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Ætla mætti eftir öðru að þessu myndi Gylfigleyma efhann ættiað ákveða farmgjald Hamrafells. Alþjóðasamtök skipaeigenda gefa út grundvallarútreikninga um olíuflutningagjöld. Farmgjald það sem Hamrafell fær nú fyrir ferðina til Aruba, samsvarar hinsvegar rúmlega 30 shillinga fragt frá Rússlandi. “ 6 milljón kr. aukaskattur Strax daginn eftir birtir Alþýðublað- ið annað viðtal við Gylfa Þ. Gíslason. Hann virtist langþreyttur á vandræða- gangi Tímans og sagði meðal annars: „Málflutningur Hjartar er hvorki til sóma né gsgns fyrir það fyrir- tæki, sem hann stariar fyrir. Stað- reyndir málsins eru mjög einfaldar. SIS hefurákveðið að selja Hamra- fellið, af því að Hirti Hjartar og mönnum hans hefur ekki tekist að reka það hallalaust. Allir hljóta að harma að SÍS skuli telja sig þurfa að selja skipið. Og þá reynist Hjörtur Hjartar ekki melri maður en svo, að hann reynir að kenná ríkisstjórninni um það, að SÍS ætlar að selja skipið. Ríkið hefur engin afskifti haft afrekstri Hamrafellsins. Það, sem Hjörtur Hjartar deilir á rikisstjórnina fyrir er, að hún skuli ekki hafa skyldað oliufélögin haustið 1964 til þess að leigja Hamrafellið til olíuflutninga frá Rússlandi fyrir 32-33 shillinga. Olíufélögin gátu fengið olíuna flutta fyrir 25 shillinga. Olíufélögin vildu ekki leigja Hamrafellið til olíuflutn- inganna haustið 1964 fyrir 32-33 shillinga enda hefði það þýtt 30% hækkun á flutningsgjöldum og að minnsta kosti 6 milljón króna auka- skatt á notendur olíu og bensíns í landinu. EfHirti Hjartar fannst hann endilega þurfa að ráðast á ein- hvern íþessu sambandi, ætti hann fyrst og fremst að ráðast á oliufé- lögin, sem ekki vildu greiða Hamra- fellinu það flutningsgjald sem hann krafðist, en ekki ríkisstjórnina, sem engin afskifti hafði afmálinu önnur en þau, að vilja ekki nota vald sitt til þess að knýja olíufélögin tit þess að gera óhagstæðari samninga en þau áttu kost á, gegn vilja þeirra. Hjörtur Hjartar ræddi aldrei við mig um vandamál Hamrafellsins haust- ið 1964, og hann hefur aldrei rætt við mig um þetta mál eitt einasta orð allt til þessa dags. Hann ræddi heldur aldrei við ráðuneytisstjóra viðskiftamálaráðuneytisins né aðra starfsmenn þess. Hið eina, sem við í viðskiftamálaráðuneytinu höf- um heyrt frá Hirtl Hjartar um vanda- mál Hamrafellslns er skætingur í Timanum. Þegar þannig er á mál- um haldið, er kannski ekki von, að vel fari. “ Seinna sama dag birtir Vísir útdrátt úr viðtalinu og segir svo um framhald þess: „Um þá fullyrðingu forstjóra skipadeildar SÍS að samningar við Hamrafellið 1964 hefðu aðeins kostað eins■ eyris hækkun á olíuverðinu segir ráðherrann: „Út- reikningar sýna að efallir olíuflutn- ingar hefðu farið fram fyrir það flutningsgjald, sem Hjörtur Hjartar krafðist fyrir Hamrafellið, þá hefði verð á bensíni hækkað um 6,5 aura og verð á gasolíulítra um tæpa 5 aura. Það er sá skattur, sem Hjörtur Hjartar virðist enn telja sjálfsagt að þjóðin greiði vegna reksturs Hamrafellsins, sem hann stjórnar." Samtals er hér um að ræða 6 milljón kr. aukagjald, sem neytendur hefðu orðið að greiða ef olíufélögin hefðu leigt Hamrafellið, eins og SÍS menn kröfðust. Þá hrekurráðherra þá fullyrðingu Tímans, að Rússár flytji olíuna til íslands, á undirboðsverði, svo- nefndu dumpingverði. Sé það al- veg órökstutt, enda hefði þetta flutningsgjald gilt í fimm ár. Ef Hjörtur Hjartar hefði verið svolítið hógværari í kröfum sínum, segir ráðherrann, þykir mér ekki ósenni- legt að olíufélögin hefðu viljað við hann tala. “ Olíufélögiri hafria tilboði Hamrafells Daginn eftir birtist í blöðunum yfir- lýsing frá forstjórum allra olíufélag- anna um Hamrafellsmálið. Þar segir: „ Það var ágreiningslaust af hálfu íslensku olíufélaganna 1964 að hafna bæri tilboði útgerðarstjórnar m.s. Hamrafells og taka tilboði Rússa um olíuflutningana. Jafn- framt var því lýst yfir af hálfu olíufélaganna að visst hagræði væri í því fyrir þau, að hafa m.s. Hamrafell í umræddum flutningum en mismunur á flutningsgjöidum sem boðin væru aftur á móti of mikill til þess að réttlætanlegt gæti talist að semja við m.s. Hamrafell um flutningana, vegna þessa hag- ræðis." Síðan segir í yfirlýsingunni að afstaða olíufélaganna hafi verið óbreytt í samningunum fýrir árið 1966. Morgunblaðið'hnýtir aftan við yfir- lýsinguna frétt þess efnis að reyndur skipstjóri telji frásagnir Tímans af vegalengdum til Batumi og Aruba stórlega ýktar og mismunur á þeim sé um helmingi minni en Tíminn vill af vera láta. Heimildarmaður Morgun- blaðsins reyndist vera Sverrir Þór, fyrrverandi skipstjóri Hamrafellsins og boðaði hann blaðamenn á sinn fund daginn eftir. Hann kvað Morgun- blaðið hafa afbakað allar upplýsingar sínar og í rauninni talað við sig án vitundar um að blaðið hygðist nota það sem hann kynni að segja. Síðan lagði hann fram skiþsdagbækur sínar og af þeim mátti lesa að fullyröingar Tímans um vegalengdirnar væru sannar og vanreiknaðar ef eitthvað væri. Sök ráðherra Daginn eftir voru öll blöðin með fréttir af Hamrafellsmálinu. I Timan- um svarar Hjörtur Hjartar viðskifta- ráðherra í viðtali og segir þá fullyrð- ingu hans að tilboð Rússa hafi ekki verið undirboð fjarstæðu. Það sé viðurkennd staöreynd að flutnings- gjald Rússa til íslands liggi langt undir markaðsverði. Síðan fjallar hann um.framkvæmd samninganna og segir meðal annars: „Oliufélögin önnuðust samn- ingsgerð við Rússa i umboði og i fullu samráði við viðskiftamála- ráðuneytið. Þau sögðust mundu greina ráðuneytinu frá tilboði mínu og leita úrskurðar þess. Þetta geröuþau, þóttþaðkomihinsvegar ekki fram í fyrrnefndri yfirlýsingu félaganna. En ráðuneytisstjórlnn vildi ekki á eigin ábyrgð skera úr um málið, en sagðist mundi bera það undir ráðherra. Úrskurðurinn kom og það var úrskurður ráðherrans sjálfs, sem afgreiddi Hamrafell úr leik. Nú læt- ur Gylfi svo sem ástæðan til þess, að hann afgreiddi málið á þennan veg hafi fyrst og fremst verið galli á málsmeðferð. Ég hafi ekki beðið um þersónulegt viðtal við sig um málið. Ef ég hefði bara komið sjálfur og talaö við hann myndi hann áreiðanlega hafa afgreittmál- ið á annan veg. Mál þetta er í sjálfu sér mjög einfalt, þótt ráðherrann reyni að gera það flókið, til að verja gerðir sínar. íslenskt skip óskar eftir því að fá verkefni til olíuflutninga til landsins., íslenska skipið fer fram á að fá sama flutningsgjald og það fékk 1964, þegar erlendi aðilinn vildi ekki annast verkefnið. Þessu var hafnað af ráðherra." „ Varidalaust aö vera vitur eftirá“ í Morgunblaðinu sama dag er birt yfirlýsing forstjóra Olíufélagsins Vil- hjálms Jónssonar. Þar staðfestir hann orð Hjartar Hjartar um að loka- ákvörðunin hafi verið í höndum við- skiftamálaráðuneytisins og segir einnig: „Hamrafell flutti ávallt megin- hluta bílabensíns til landsins án óhappa. Nú hefur það skeð á síðustu þremur mánuðum, að tjón á förmum skipa, sem flutt hafa saman bensín og gasolíu frá Rússlandi nema ca. kr. 4.400.000.00. Þetta stafar afléleg- um skipum og áhöfnum, en skip þessi hafa Rússar á leigu. Þao er vorkunnarmál fyrir mig og aðra þó við sæjum þetta ekki fyrir. Hins vegar sýnir það m.a. rangt mat þeirra, er hlut áttu að máli á mikilvægi þess að hafa öryggi um forsvaranlega flutninga. Það er vandalaust að vera vitur eftir á, en meiri vandi að hagnýta á réttan háttþá reynslu, sem fengisthefur. Að síðustu erréttað benda á, að það ætti að vera umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld og olíufélög- in, að landið verði ekki framvegis háð velvilja góðra manna i Ame- ríku um það, hvort olía er til í landinu á kaldasta tima ársins og þegar vertið stendur sem hæst. “ Strax á eftir yfirlýsingu Vilhjálms í Morgunblaðinu er önnur yfirlýsing og er sú frá viðskiftamálaráðuneytinu þar sem sagt er að engin málaleitun hafi borist ráðuneytinu frá útgerð Hamrafells þess efnis að gerði tilraun til þess að fá olíufélögin til þess að breyta afstööu sinni. Hamrafellið selt Nú virtist sem öll umræða um Hamrafellsmálið væri komin í strand. Hún gerðist æ persónulegri og „skætingur" á báða bóga virtist hindra eðlilega lausn málsins. Hjörtur Hjartar hafði í fyrsta sinn nefnt Gylfa Þ. Gislason á nafn í síðasta viðtali sinu við Tímann, áður hafði hann alltaf talað um viðskiftamálaráðu- neytið sem aðila að málinu. Oa þann 15. febrúar birtir Alþýðublaðið loka- grein Gylfa Þ. Gíslasonar í deilunni og þar nefnir hann Hjört Hjartar á nafn einum níu sinnum í tiltölulega stuttri grein og sjaldan af góðu. Enda varð þaö úr að skipið var selt til indversks skipafélags eftir að Sam- bandið hafði gefist upp á því að reka það á alþjóðlegum leigumarkaði. Það sýndi sig aö skip undir íslenskum fána átti í erfiðri samkeppnisstöðu við skip er sigldu undir fána Liberíu eða annarra ríkja þar sem engin lög eru um útbúnað eða vinnulaun á skipum. Slík skip voru og eru enn nær einráð á þeim markaði. Síðasta sigling Hamrafellsins undir íslenskum fána endaði á því að vélarbilun kom upp og rak það vélar- vana 85 sjómílur fyrir sunnan Vest- mannaeyjar í nokkra daga. Áhöfnin gerði sjálf við bilunina og komst skipið að lokum klakklaust til Reykja- víkur. íslendingar hafa ekki eignast olíu- flutningaskip til millilandasiglinga síð- an Hamrafellið var selt og enn sjá Rússar um alla olíuflutninga hingað og nú á alþjóðlegu meðalverði út- reiknuðu af sérstakri stofnun. Og enn kvarta olíufélögin undan því hversu erfitt er að treysta á þessar ferðir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.