NT - 03.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 03.11.1985, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 3. nóvember NT Svarti hatturinn Móðir mín hafði mikið yndi af kvikmyndum. Hún fór oft í bíó og fengum við strákarnir þá stundum að fljóta með. Þannig komumst við inn á ýmsar myndir sem voru bannaðar börnum. En við það að sjá slíkar myndir svo ungur að árum óx maður stórum hjá jafnöldrunum og breyttist í sagnaþul sem endursagði fyrir þá myndirnar. Fadir rmnn var hins vegar lítt fyrir þvílíka skemmtan gefinn. Þó lét harm stöku sinnum til leiðast þegar um stórmyndir var að ræða. Sunnudag einn var ákveðið að öll fjölskyldan færi að sjá „Konung konunganna" eftir Nicholas Ray sem mælst hafði vel fyrir hjá nágrönnunum. Við bræðurnir vorum drifnir í sparifötin, faðir minn klæddist teinóttum jakkafötum og setti upp bindi og barðastóran svartan hatt, en móðir mín var í grænni dragt, poplínkápu og á höfði hennar brúnn hattur með gylltri spennu sem hún hafði keyp^ af danskri hattadömu. Síðan keyrði öll hersingin í Fiat 1400 B sem leið lá niður í Gamla bíó. „Konungur konunganna“ þótti heldur hrottafengin mynd. Ekki virðist föður mínum heldur hafa þótt allir kaflar guðspjallanna eiga jafnmikið erindi við viðkvæma barnsál mína því að þegar kom að því atriði er negla átti frelsarann á krossinn lagði hann svarían hatt sinn yfir höfuð mitt svo að almyrkvað varð fyrir augum mínum. Þetta voru mín fyrstu kynni af kvikmyndaeft- irliti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.