NT - 03.11.1985, Blaðsíða 7

NT - 03.11.1985, Blaðsíða 7
Jón Helgason dóms- og kirkjumálaráðherra í viðtali við NT yfirvöld t.d. farið í algjört stríð gegn áfengisneyslunni og telja að þar sé þjóðarvoði á ferðinni. Sama viðhorf er uppáteningnum í Bandaríkjunum, það er lögð áhersla á að draga úr áfengisneyslu, þar virðast vera að verða straumhvörf þannig að farið er að líta á málið meira frá heilbrigðis- sjónarmiðum. Meirihluti íslendinga drekkur á- fengi, er ástæða til þess að stjórnvöld vinni gegn því? Það er rétt að yfirgnæfandi meiri- hluti íslendinga neytir áfengis, en menn þurfa líka að horfa á hina hliðina og þar sem við erum hér alltaf að gllma við krónur og aura og fá fjármagn til þess að standa undir þeim skyldum sem hvíla á löggæslu og dómstólum, finnst mér nauðsyn- legt að það komi líka fram að það er verið að reyna að koma í veg fyrir slys og tjón. Séra Jón Bjarman fanga- prestur hefur kynnst fjölda afbrota- manna mjög vel og það er mat hans að allt að 95% þeirra sem lenda í fangelsum lendi þar af völdum áfeng- is. Hingað í ráðuneytiðkomadaglega einstaklingar sem eru að sligast und- an afleiðingum ofneyslu áfengis. Ég get ekki varist þeirri hugsun að vilja gera eitthvað til að draga úr því að þannig fari fyrir einstaklingum það er viðhorf sumra að ekkert eigi að vera að hugsa um náungann en ég felli mig ekki við þá hugsun. Það má einnig benda á að börnin sem eru að alast upp bera ekki ábyrgð á því umhverfi sem leiðir þau í svo ríkum mæli til áfengisneyslu. Hvað er til bóta? Ég held að það sé fyrst og fremst nauðsynlegt að fólk viðurkenni þess- ar staðreyndir, sem ég hef verið að minnast á, hversu slæmt ástandið er. Ef við lítum til baka þá hefur verið mikil sveifla í áfengisneyslu á undan- förnum öldum, hún hefur stundum verið það mikil að það hefur keyrt úr öllu hófi fram og þá myndast það viðhorf, að þörf sé á að snúa við blaðinu. Ætli það sé ekki að gerast núna. Megum við eiga von á einhverjum róttækum breytingum? Ég tel það útilokað að fara að gera einhverjar róttækar breytingar í and- stöðu við yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Ég heíd þess vegna að það þurfi skilning sem flestra á því að hér er um mikinn vanda að ræða, vegna allrar þeirrar þjáningar sem áfengi veldur, heilsutjóni og örorku, refsing- um og fangelsisvist, sundrung og hjónaskilnuðum o.s.frv. auk fjármun- anna sem tapast vegna áfengis. Ég er hér með greinargerð eftir Tómas Helgason prófessor þar sem segir: „batahorfur þeirra sem misnota áfengi eru alltaf taldar óvissar og almennt taldar verri því fyrr sem neyslan byrjar“ og það fer ekki á milli mála að hver sem byrjar áfengis- neyslu stefnir heilsu sinni í voöa. f NT Sunnudagur 3. nóvember ■ „Þættirnir heita Allegro vivace, Moderatissimo, Largo funebre og Presto possiblile ma non troppo“. Hver kannast ekki við þessa kunn- uglegu runú? Auk heitis verks og höfundar er þetta gjarnan látið fylgja , með, þegar klassísk tónlist er „kynnt" í útvarpinu, þ.e.a.s. þegar um „tón- leika" er að ræða, ekki afmarkaða þætti. Sumir hafa gagnrýnt, að slíkt skuli látið duga sem tónlistarkynning og hafa gefið í skyn, að með þessum hætti fæli útvarpið forsendu- leysingjana frá góðu tónlistinni. Geyi sá er ginna skyldi. Um þetta má deila og verður ekki frekar gert að sinni. Margir álíta að músíkin kynni sig sjálf. Það eru vissulega einnig sjónarmið... En tónlrst er svo víðfemt hugtak, að hrein ósköp má spinna utan um hana og hefur óspart verið gert. Ef við hugsum okkur alla evrópska músík sem gefin hefur verið út á prenti frá 1600 til 1900 (dúr/moll tímabilið) - bara eitt eintak af hverju verki - þá mundi tónlistin kannski komast fyrir í sæmilega stóru bókasafnsherbergi, ef þétt yrði raðað og engir hljóðfæra- partar yrðu hafðir með. Ef hinsvegar ætti að hýsa öll rit um músík, tónhöf- unda, flutning, hljóðfæri, tónleika, hljómsveitir, túlkendur, tilgátur, kann- anir alls konar og fleira tengt tónlist, þá mundi Þjóðarbókhlaðan sjálf tæp- lega duga til. Mallebrok Af þessu leiðir, að einnig útvarps- stöðvar geta nálgast tónlist á fleiri vegu en með því að láta leika hana. Það hefur líka óspart verið gert, einkum erlendis. Dagskrárgerð út- heimtir vinnu, hugmyndaflug og hæfi- leika, sem svo allt kostar peninga. Því eru velunnir þættir fáir hér á landi. Mörg ár geta liðið milli hinna eftir- minnilegustu. Til dæmis eru ábyggi- lega 12-14 ár síðan útvarpað var þætti um forföður Churchills, John Marlborough marskálk, eöa réttara sagt um lagið um Marlborough og flakk þess um aðskiljanleg þjóðlönd Norðurálfu frá því er það varð til í spænska erfðastríðinu fyrir um 270 árum. Á einu grannmálanna hefst söngtextinn svo: „Mallebrok er dod i krigen". Um þetta förulag var hægt að spinna aö mig minnir klukkutíma langan útvarpsþátt - auðvitað með mörgum tónleikum - stórfróölegan og stórskemmtilegan frá upphafi til enda. Auövitað var hér ekki um „mikla tónlist" að ræða. En á móti fengu hlustendur óvænta innsýn í mismunandi sögu, eðli og viðhorf Evrópuþjóða í gegnum þetta að öðru leyti ómerkilega lag, með því að skoöa hvernig það (og textinn) breytt- ist í meðförum á hverjum stað á flakki þess vítt og breitt um álfuna. Undirritaður hefur ekki heyrt neitt sambærilegt í hérlendum Ijósvaka síðan, og þó eru liöin mörg ár. Og, til að kóróna fátækt okkar í aurum og anda, var umræddur þáttur víst erl- endur að uppruna, fluttur hér í þýð- ingu. Hvaðan man ég ekki. Enda aukaatriöi. Hitt stendur eftir, að við virðumst eiga afskaplega erfitt með að gera „létta" og skemmtilega fræðsluþætti um tónlistarleg efni. There must be an Angel... Ég held að það komi að vísu fleira til en atriði eins og (lítil) auraráö, aðstaða og hæfileikamenn. Þaö er afstaðan í röðum tónlistarmanna og meöal eldri forráðamanna Rikisút- varpsins. Löngum hefur ríkjum ráðið það viðhorf, að Tónlist - með stóru T-i sé einskonar fjöregg sem ber að vernda og varðveita eins og móður- málið, nánast með því að geyma í sótthreinsandi formalínlegi. Til að mynda virðast ýmsar tilraunir til nýj- unga hafa verið litnar hornauga, svo sem blandaöir þættir með t.d. þung- klassísku, léttklassísku, djössuðu og poppuðu efni undir sama hatti, svo og rabbþættir um klassiska músík með léttu sniði, t.d. í formi e.k. „samkvæmisleiks" eins og „gest- umblindni" (ef þýða mætti „blindfold test“ svo, þegar maður þekkir ekki íslenskt nafn á því gátuformi). Yfirleitt allt það, sem „hrífur tónlistina ofan af helgum stalli og niður í svaðið" í augum þeirra er ólust upp við mun takmarkaðra tónlistarlíf en er í land- inu í dag, þykir „verndarenglum" tónlistar mesta óráð. Taufur Tjallans Ekki verri útvarpsstöð en BBC hefur mun afslappaðra viðhorf til þessara hluta. Tjallinn virðist hafa eitthvert sérstakt lag á að blanda saman fræðslu og afþreyingu, svo úr verði smekkvíst jafnvægi. Til að mynda hefur maður heyrt í háskólaút- varpi vestanhafs (öndunarholur menningarlífsins vestra flytja inn breskt efni í stórum hundruðum) rabbþætti um Bruckner, Mahler og fleiri stórhveli, setta saman með þeim hætti, að hlustendur gætu alveg eins haldið sig vera að hlýða á skemmti- þátt með Victor Borge eða Tom Lehrer. Mér er stolið úr minni hvað þessir þættir hétu allir, en allavega einn var með „gestumblinda" -sniði þar sem þátttakendur áttu ekki aðeins að geta upp á verkum og höfundum sem leikin voru, heldur einnig flytj- endum og jafnvel tiltaka útgáfufyrir- tæki og -ár. í leiðinni hrutu svo hnitmiðaðar athugasemdir um kosti og galla, smekk og smekkleysu, borið saman við flytjendur fyrri tíma, og svo framvegis, í svo laufléttum dúr, að um hjal í hanastélsveislu hefði getað veriö að ræða. Tvennt er e.t.v. einkum áberandi við þessa bresku tónlistarþætti. f fyrsta lagi, að beinir þátttakendur eru fræðimenn, sem kunna og þora aö tala blaðlaust upp úr sér um stund- um viökvæm mál á hiklausan og alþýðlegan hátt. Þetta viröist reyndar aðal breskra menntamanna, að minnsta kosti þeirra er fá inni í ríkisútvarpi þvísa lands. Þeir leika það eftir hljóðfærasnillingum aö fara með viðfangsefnið svo að hver maður skilur og telur sig geta gert hið sama sjálfur, hann verður ekki var við erfiðu hliðina. „Slíkt er sönn list,“ sagði W.A. Mozart á sínum tima. Hitt er, að enginn hörgull virðist á góðum, óbeinum þátttakendum, hlustendum, í slíka þætti. Og ekki er átt við daufdumba eins og hérlendir tónleikagestir, er gefa aðeins frá sér mismunandi sterkt klapp. Nei, undir- tektir utan úr útvarpssal eru vakrar og lifandi. Góður brandari fellur ekki flatur, né heldur fer óvinsæl athuga- semd óátalin út í Ijósvakann. Islandia insula est Að ekki skuli vera komin krafa fyrir löngu frá íslenskum útvarpshlustend- um um skemmtilegri og fjölbreyttari tónlistarþætti, á sér sjálfsagt skýr- ingu. Beinast við liggur að skrifa sinnuleysi almennings á reikning ein- angrunar. Eins og áður hefur verið drepið á hér á þessum vettvangi, dettur engum í hug að heimta þaö sem hann veit ekki um að sé til. Þeir sem hafa reynt það hér á suðvestur- horninu, vita hvílíkt basl þaö er aö ná óbjöguöu sambandi við útvarps- stöðvar nágrannalandanna á þeim bylgjulengdum sem til greina koma. Fæst okkar höfum þar af leiðandi neitt til að miða við, þegar við dæmum írammistöðu tónlistardeildar Ríkisút- varpsins. Ég verö sjálfsagt hengdur í næsta Ijósastaur fyrir að segja það, en í þessum efnum vil ég gefa mál- verndunarsjónarmiðum frí og láta flytja inn rjómann af bresku tónlistar- þáttunum fyrir útvarp, með skírskotun til mjög almennrar enskukunnáttu ' M II hér á landi, svo lengi sem við fáum ekki öllu betra dagskrárefni neðan frá Skúlagötunni. Eftir örfá ár fer aö hellast yf ir okkur alþjóðlegt afþreying- arefni hvaðanæva, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Breskir hágæðaþættir gætu að nokkru gefið þá viðmiðun sem þarf til að byggja upp sjálfstætt mat almennings. Þaö veitir ekki af kröfuhörkunni þegar Dallasígildin verða komin á 40 rásir. Með á nótunum Eitt og eitt dæmi sér maður ein- stöku sinnum um viðleitni gufuradíó- sins til að halda uppi dampi á katlin- um. Nýlegt dæmi um tilbreytingu í tóndagskrárgerð er spurningakeppni sú er hófst í vor og er að taka lokasprettinn núna eftir sumarhlé. Hún nefnist Með á nótunum eins og viðlagið úr bankaauglýsingarlaginu, þótt það sé sennilega tilviljun, og er á dagskrá að áliðnu undorni á sunnu- dögum. Sá sem þetta ritar fagnaði því heilshugar í vor að útvarpið skyldi taka á sig rögg og vænti mikils af þessu lofsverða framtaki. Alltaf er gaman að sjá/heyra aðra svitna og brjóta heilann í örvinglan. Mörgum þykir stundum hnýsilegt að prófa eigin þekkingu, að ekki sé talað um hina nýju fróðleiksmola er kunna að bætast í þekkingarþró hlustendans. Því miður verður að segjast, að spurningakeppni útvarpsins fatast nokkuö flugið. Fyrst og fremst er of þungt yfir þátttakendum. Menn eru óratíma að koma orðum að hugsun- um sínum og flestöll spenna týnist. Þetta hefði mátt forðast með því að velja ekki lið frá hinum og þessum fyrirtækjum utan úr bæ, heldur velja vanalega tvö pallborðslið þar sem þekking, skoðanadirfska oa ekki síst fyndin málbein vænu ráoandi. Það er auk þess næsta fyrirsjáan- legt, hversu lítinn bakhjarl tónlistar- unnendur eiga hjá einkafyrirtækjum, enda þótt þá megi að sjálfsögðu finna í flestum atvinnuvegum. Það lýsir sér í frammistöðu einkageirans, að íslenskir athafnamenn eru meira þekktir fyrir að styrkja knattspyrnu en tónlist. Enda þótt ríkisstarfsmenn eins og læknar hafi staðið sig vel, hafa flest önnur liö reynst vera fremur illa að sér í tónlistarefnum. Þó að oft mætti staldra ögn lengur við efni fróðlegustu spurninga, þar sem margt fróðlegt framhaldsum- fjöllunarefni fer í vaskinn, finnst mér spurningarnar oft vel samdar þótt fullléttar séu. Þó hefur dómarinn ekki notfært cér hið upplagða tækifæri til að fá fram mismunandi upplifunar- máta manna á tónlist. Hvernig heföi það mátt gera? Eitthvað á þessa leið: (Tóndæmi leikiö) „Eftir hvern er þetta verk?“ „Við höldum að það gæti verið eftir Sergei Prókoféff. Pó þykist enginn okkar hafa heyrt það fyrr.“ „Og hvers vegna endilega Prókoféff?" „Jú, við erum sammála um að það sé soldill balletblær og grallaraskapur yfir verkinu sem okkur finnst ein- mitt heimfærandi uppá Prókoféff". „Skarplega athugað! Enda er þetta eftir hann. Eitt prik til Selvogsbankans." Það má vel vera að ábyrgir tónlist- arkennarar hristi hausinn í hryllingi yfir að þess konar huglægar athuga- semdir um tónlist komi fram í ríkis- fjölmiðli, enda allskostar ósannað að að Prókoféff megi ávallt þekkja úr fyrir balletblæ og grallaraskap (burt séð frá því hvernig menn sætti sig við að slík atriði teljist koma fram í tónlist yfirleitt.) En það væri þó fjandakornið meðverkandi til að gera þessa spurn- ingakeppni ögn líflegri. Hví ekki að gera aðra tilraun næsta vor? V,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.