NT - 03.11.1985, Blaðsíða 21

NT - 03.11.1985, Blaðsíða 21
NT Sunnudagur 3. nóvember 21 Kiarnorkubyrgið á Hverfisgötu Spakvitur maöur sagöi einu sinni að eina raunhæfa afstaöan til kjarn- orkuvopna væri einhliða afvopnun einstaklingsins; þ.e. aö hver og einn afneiti tilvist bombunnar. Og hann hélt áfram og sagði aö ef allir leiddu hjá sér tal um kjarnorkuvopn þá stæöu eigendur þeirra uppi meö vita gagns- lausan hlut, þar sem þaö gagnar lítið aö ógna fólki meö hættu sem enginn tekur mark á. Þessi maður var, eins og margir spakvitrir, Islendingur. Þó svo þessi röksemdarfærsla kunni aö hljóma sem helber þvætting- ur í eyrum flestra þjóöa þá virkar þetta mjög rökrétt fyrir íslendinga, sem eftir kappsama byrjun í mann- drápum hafa að mestu látið útlend- ingum eftir þá iðju síðastliðnar 6-7 aldir. Og þó svo þessari stefnu sé ekki flíkað í opinberum ræöum valda- manna þá er hún í rauninni ekki fjærri kjarnanum í aðgerðum íslendinga til varnar kjarnorkuvá. Á meðan nágrannaþjóðir okkar keppast við að grafa út fjöll og gera neðanjarðarmannvirki held fyrir kjarnorkuárás látum við okkur nægja að eiga eitt byrgi ætlað um fjörutíu mönnum. Það byrgi er í kjallara lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu og er daglegu tali kallað stjórnstöð Almannavarna. Eins og sést á listanum hér til hliðar er það fólk sem hefur öruggt pláss í kjarnorkubyrginu ekki valið með það fyrir augum að viðhalda íslenska kynstofninum ef til allsherjar kjarnorkustyrjaldar kemur. Ef það væri meiningin þyrfti hlutfall kynjanna að vera annað. Konur ættu að vera í miklum meirihluta til að tryggja há- marks afköst við fjölgun kynstofnsins svo hann gæti byggt upp landið sem fyrst. Karlar mættu þó ekki vera færri en sex svo komist yrði hjá skyldleika- ræktun og úrkynjun hjá annars ágæt- is stofni. Ástæðan fyrir því að einmitt þetta fólk er á listanum er sú að þetta er sama fólkið og er ofan í kjallara lögreglustöðvarinnar hvenær sem vá skellur yfir. Oq skiftir þá engu hvort búist er við slysum og eigna- skemmdum af völdum veðurs eða að landsmenn allir séu í bráðri hættu eins og getur orðið ef um meiri háttar kjarnorkuárás er að ræða. Þessi hópur fólks mannar stjórnstöð Al- mannavarna og skipuleggur hjálpar- starf þeirra. Þegar stöðin er fullmönnuð eru þar að störfum um fjörutíu manns og gegnir hver maður sínu hlutverki. Töluverð reynsla er komin á starf- semina og hafa hjálparliðarnir öðlast dýrmæta reynslu í náttúruhamförum á borð við eldgosið í Vestmannaeyjum, snjóflóðin á Norðfirði og aurskriðurn- ar á Patreksfirði. í viðtölum við starfs- menn stöðvarinnar kom fram að þó svo þeir að sjálfsögðu óttuðust nátt- úruhamfarir þá örvæntu þeir ekki þar sem kerfi Almannavarna væri orðið eins og vel smurð vél og fært í flestan sjó. - En hjálparliðunum í byrginu er ekki einungis ætlað að stjórna hjálpar- starfi í náttúruhamförum heldur einnig í mannlegum hamförum eins og kjarnorkuslysum eða árás. Stöðin er sérstaklega styrkt til að þola högg- bylgju frá kjarnorkusprengju og hún er varin fyrir geislavirkni og hita. Ef hætta verður á kjarnorkuárás verða hjálparliðarnir kallaðir til starfa og munu þeir reyna að stjórna hjálpar- starfi þaöan. En þó svo kjallarinn sé styrktur og varinn til að þola kjarnorkuárás virðist ekki vera mikil alvara á bak við undirbúning vegna kjarnorkuhættu. Flestir eru sammála um það að ef til kjarnorkustríðs komi sé lítið hægt að gera til bjargar. Þó svo þessir fjörutíu menn kunni að lifa hana af niðrí byrginu hafi fólkið til einskis að hverfa þegar það að nokkrum dögum liðnum geti farið á kreik. Þó svo menn geti ekki sagt nákvæmlega til um það hvernig verði umhorfs á jörðinni eftir hildarleikinn þá er hægt að segja með nokkurri vissu að hún verði óbyggileg fólki. Tilraunir til varnar slíkum hryllingi þjónaþví aðeinsþeim tilgangi aö sefa ótta fólks áður en stríð skellur á, en ekki því að bjarga mannslífum. Um allsherjar kjarn- orkustyrjöld gildir það sama og stend- ur á auglýsingum um hryllingsmyndir; „Hinir heppnu deyja fyrstir". En fæstir hugsa sér slíkan hildar- leik sem möguleika, hvort sem það er sökum þess að hann er í reyndinni ómögulegur eða ómögulegur ímynd- unarafli manna. En það ern til fleiri möguleikar á kjam- orkuvá en þessi. Hættageturskapast vegna slyss, bilunar eða af vangá. Hvað svo sem þeir sem hafa umsjón með þessum tólum kunna að segja þá veit alþýðuspekin betur og kann margar sögur af mannlegum mistök- um og ófullkomleik mannlegra verka. Öfugt við stríð sem ætti að eiga sér einhverja forsögu gera slys ekki boð á undan sér. Ef sprengja lenti fyrir- varalaust á Reykjavík næði saga stjórnstöðvarinnar náttúrlega ekki lengra. En ef hún spryngi það fjarri borginni að hjálparliðarnir gætu þrátt fyrir þá æsingu er þá brytist út náð niður á Hverfisgötu og lokað á eftir sér tekur ekki betra viö. Þar eru hvorki matar- né vatnsbirgðir. Svo þeir sem ekki verða það fyrirhyggju- samir að grípa með sér dilkalæri, eins og Diddi fiðla gerði í Vestmanna- eyjagosinu, syltu heilu hungri og yrðu að slökkva þorstann með geislavirku Gvendarbrunnavatni. En þó svo það ynnist tími til að gripa mat og vatn á hlaupunum er hætt við að stöðin kæmi að litlum notum. Þegar kjarnorkusprengja springur brenna öll radíó-tæki á stóru landssvæði ytir og símakertið dettur út. Þannig að þó svo tækin í byrginu kunni að virka þá verður ekki hægt að ná sambandi við neinn nærri hættusvæðunum og þeir sem næst í með fjarskiftum munu sjálfsagt verða ófúsir til að stunda áhættusöm hjálp- arstörf, því hvergi á landinu fyrirfinn- ast búningar sem verja menn fyrir geislun. Ef sprengja fellur í nágrenni Reykjavíkur þá verður áhöfn stjórn- stöðvarinnar að bíða aðgerðalaus eins og aðrir eftir að mesta hættan er liðin hjá. Og þessir aðrir munu kúldr- ast í kjöllurum steinhúsa nær óvarðir fyrir geislun og reyna að fara eftir leiðbeiningum Almannavarna aftast í símaskránni þar sem segir að ekki megi yfirgefa skýli nema boð komi frá Almannavörnum um slikt. En sjálf- sagt munu einhverjir freistast til að banka upp á hjá þeim í byrginu þar sem ytri hurð er ávallt opin. En ef ágangurinn verður of mikill verður settur vörður viö dyrnar og ef það dugir ekki veröur læst. Eina kjarnorkubyrgi íslendingaget- ur því vart talist annað en tákn.um lífslöngun. Enda eru því margir sam- mála að lítið annað sé hægt að gera þar sem það sé jafn vonlaust mál að yfirfæra reynslu af hjálparstarfi í nátt- úruhamförum á kjarnorkuvá og að heimfæra þekkingu á akstri bifreiða yfir á stjórn geimferju. Það er erfitt að gera sér grein fyir hver áhrif sprengj- unnar kunna að verða og þá ekki síst á almenning. í náttúruhamförum er skaðinn yfirleitt skeður þegar hjálpar- starf hefst og það beinist þá fyrst og fremst að uppbyggingu en í kjarn- orkuvá er hluti hættunnar ósýnilegur og sívirkur. En ekki skal gert lítið úr stjórnstöð Almannavarna sem sjálfsagt hefur staðið sig vel í þeim hamförum sem þetta land hefur lagt á okkur. Og það má búast við fleiru úr þeirri átt því ísland hefur aldrei almennilega sæst við ábúendur sína og mun sjálfsagt halda áfram að reyna að hrista þá af sér. Hér á eftir fylgja viðtöl við nokkra áhafnarmeðlimi stjórnstöðvarinnar þar sem þeir reyna að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar kjarnorkuárás kann að hafa á stöðina og þá sjálfa. Þau sem haf a tryggt skjól í kjarnorkubyrginu Starfsfólk Almannavarna: Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Hafþór Jónsson, fulltrúi Örn Egilsson Steinunn Ingólfsdóttir Lilja Laxdal í eldhúsinu: (frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur) Þuríður Ágústsdóttir Hulda Guðmundsdóttir, Á símanum: (frá Pósti og síma) Soffía Sveinsdóttir Kristjana H. Guðmundsdóttir Edda Ragnarsdóttir Guðlaug Valdimarsdóttir Guðrún Maack Tengsl við hjálparliða utan stöðvar- innar: Þorsteinn J. Jónsson, lögregluþj. Bogi J. Bjarnason, lögregluþj. Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Albert Finnbogason, frá Slysavarnafélaginu Arnfinnur U. Jónsson, frá Landssamb. Hjálparsv. skáta Jón Bergsson, hjá Landssamb. Hjálparsveita skáta Magnús Þórarinsson, frá Flugbjörgunarsveitinni Óttar S. Guðmundsson, frá Flugbjörgunarsveitinni G. Ómar Friðþjófsson, frá Rauða krossinum Hannes Hauksson, frá Rauða krossinum Hjörleifur Ólafsson, frá Vegagerðinni Sigurður Hauksson, frá Vegagerðinni Egill Örn Arnarson, frá Birgðadeild ríkisspítalanna Ólafur Gunnarsson, frá Birgðadeild rikisspítalanna Guðmundur Haraldsson, frá Eldvarnareftirlitinu í þráðlausu fjarskiptin: (radíó- amatörar) Stefán Sæmundsson Björgúlfur Bachmann Jón Þ. Jónsson Haraldur Þórðarson Kristinn Daníelsson I framkvæmdastjórn: Jóhannes Reykdal, tæknistjóri DV Einar Einarsson, frá Flugmálastjórn Almannavarnaráð: Snæbjörn Jónasson, vegamálast. Sigurjón Sigurðsson, lögreglust.í Reykjavík Jón Skúlason, póst og símamálastjóri Guðjón Magnússon, landlæknir Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Land helgisgæslunnar Ólafur W. Stefánsson, skrifstofust. i dómsmálaráðuneytinu. Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri og formaður almannavarnaráðs Okkar hlutverk er að stjórna fram- kvæmdum á sviði almannavarnaráðs sem undir ríkisvaldið heyra. I því felst að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Almannavamaráð er skipað 5 mönnum, lögreglustjóranum í Reykjavík, póst- og símamálastjóra, landlækni, forstjóra landhelgisgæslunnar og vegamálastjóra. Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri er formaður almannavarnaráðs. Ég hitti hann að máli á skrifstofu hans í Borgartúni og fékk hann til að leiða hugann að hugsanlegri kjarnorkustyrjöld. Ég spurði Snæbjörn fyrst að því hvert hlutverk almannavarnaráðs væri þegar ofan í byrgið væri komið. En hvað er það sem þið gerið í hugsanlegri kjarnorkuárás? Það fer væntanlega eftir því hvar sú árás er gerð. Ef sprengja springur fyrirvaralaust í Reykjavík gerum viö að sjálfsögðu ekkert en ef skotmarkið er annað er ef til vill hægt að gera gagn. Við höfum okkur til ráðgjafar ýmsa sérfræðinga svo sem kjarn- orkufræðinga og veðurfræðinga og getum leiðbeint um fjarskipti, hvernig beri að bregðast við áhrifum sprengj- unnar, þá kannske fyrst og fremst geislavirku ryki. Ef einhver fyrirvari gefst verður reynt aö flytja fólk af hættusvæðum og um slíkaflutningaeru til áætlanir. Þetta byggist að sjálfsögðu á að fjarskipti haldist En annars er það eitt af skyldustörf- um Almannavarna að fræða almenn- inq um viðbröqð við hverskvns vá þ.á.m. um afleiðingar kjarnorku- sprenginga. Við höfum haldið nokkrar æfingar í þessu skyni, sumar innan stofnunarinnar, aðrar með almanna- varnanefndum úti á landi og hafa þær verið mjög fróðlegar fyrir alla aðila. Svo við höldum áfram að ímynda okkur kjarnorkustrið og afleiðingar þess, hver verða viðbrögð ykkar í sambandi við upplausn í þjóðfélag- inu, múgæsingu, gripdeildirogannað slíkt? Um það þori ég ekki að spá. öll löggæsla verður erfiðleikum háð meðan geislavirknin varir enda ekki til búningar fyrir lögreglu sem þola hana. Eftir nokkra daga verður e.t.v. hægt að fara á kreik fyrir hjálparlið og þá lögreglu um leið. Verður almannavarnaráð þá ein- rátt í öllum málum og fylgir í kjölfar sprengjunnar einhverskonar al- mannavarnafasismi? Nei alls ekki, almannavarnaráð á ekki að taka við af ríkisstjórninni en hún getur falið því víðtækt vald eins og Almannavörnum var t.d. falið I Vestmannaeyjagosinu. í lögunum um almannavarnir er gert ráð fyrir að þær geri ráðstafanir vegna stjórnar landsins og ýmissa stofnana þar með væntanlega áætl- anir um flutning úr höfuðborginni á öruggan stað ef á þarf að halda. Þaðan mun stjórnað eins og lög gera ráð fyrir. Reglur um þetta hafa enn ekki verið settar. En ef kjarnorkustyrjöld væri nú yfirvofandi og þú yrðir kvaddur niður í byrgi, mundirþú skilja við fjölskyldu þína og mæta á Hverfisgötuna? Maður hefur náttúrlega góðan ásetning meðan allt er í lagi og það er erfitt að spá um hver viðbrögðin yrðu ef á reyndi. Þó geri ég ráð fyrir aö skylduræknin myndi segja til sín, það vona ég að minnsta kosti. Hugsar þú mikið um kjarnorkustyrj- öld? Nei, ég get ekki sagt að sú hugsun liggi þungt á mér, enda höfum við hjá Almannavörnum í nógu að snúast varðandi aðra vá sem sífellt ógnar hér á landi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.