NT - 03.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 03.11.1985, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 3. nóvember NT ... Þaö er frekar erfitt aö lýsa þessu ef þú hefur ekki upplifað þetta sjálfur. Þú verður líka að afsaka ef ég hleyp úr einu í annað. Vissulega er það óskiljanlegt en ofurmannlegt, en ég mun ekki færa nein rök fyrir því. Hvers vegna? Stundum eru engin svör. Stundum svarar heimurinn þér ekki hversu hart sem þú gengur á hann. Þú ert eins og i kirkjugarði en ekki innanum lifandi, talandi, skynj- andi fólk. Og eitthvað bannar þér að tala við krossana. Þú veist fyrir fram að þeir munu aldrei svara þér. Þú ert ekki eins og þeir. Þú ert svo fullur af lífi að þú ert að springa. Þeir bara vagga lítið eitt þegar hvessir og söngur þeirra er á allt öðru tungumáli en þínu. Og þar sem þú ert að ganga þarna, og sérð að krossabreiðurnar ná eins langt og augað eygir, sérð þú að gleði þín er einskisnýt. Til hvers að vera glaður einn? hugsar þú og stoppar. Hræðileg þögn ræðst á þig úr öllum áttum. Auðvitað finnst þér þetta barnalegur hugsunarháttur, en það er sama. Hvernig sem þú reynir að hrista þetta af þér, alltaf eflist hugsunin. Þú hneppir að þér. Það er ■ Jóhamar 23.6.’63. Hef ur gef ið út tvær smásögur: T askan ’83, Brambolt ’84, og Ijóð í félagi við Medusa hópinn. kaldara en þú hélst. Dettur þér þá ekki í hug það sem öllum dettur í hug fyrr eða siðar: Hvernig get ég orðið eins og þeir? Kannski eru þeir glaðir á sinn hátt. Ég gæti lært að syngja eins og þeir. Ég gæti látið vindinn vagga mér eins og þeir gera, og smátt og smátt yrði ég eins og.... Ófreskja. Þú veist allra manna best að þú ert þú og þú verður aldrei annað en það sem þú ert. Þú getur dregið fram ákveðna eiginleika og ýkt þá þangað til enginn þekkir þig fyrir sömu manneskju. En þú ert samt alltaf þú og þannig vil ég líka hafa þig. En ég var ekki þarna til að benda þér á þetta. Þér liður ekki vel, sem er skiljanlegt, þú finnur enga skynsam- lega leið og sest á leiði. Þér finnst tilgangslaust að halda áfram fyrst þú getur ekki orðið eins og þeir; strax. Smá stund veltir þú fyrir þér hvert gleðin fór. En hún bara fór. Nú líða mörg ár á skömmum tíma, eins og gerist. Og þú ert ekki lengur til. Jörðin gleypti þig. Eftir stend ég, og á svolítið erfitt með að trúa að þú hafir eitt sinn verið ég. NT-mynd: Sverrir á meðan hjartað þykist slá... Og gaddavirsstúlkan brosir kæruleysisleg handarhreyfing sker mig dreymir Þig spyr hver drekkur kaffi allan daginn talar þú Hugsar hún enn: Já, ég er akkeri sjávardýra. Kyssiö mig bara, mér er alveg sama. Hvað er ég annað en mjúkur steinn, klofinn. Hugsar hann enn: En ég elska þig ég elska þig ég elska þig ég elska þig. Hún: Þú ert nálægur í draumi. Og ein slæ ég tunglskinsstrengi, trú máli mínu. Loka skúffu og sný mér við. Of sein. Þreifa mig áfram og er nærri þér. Drottin? Er ég ekki hrein? Drottinn! Engin útgönguleið án elds. Flökta dauðar rósir. Fjórar kynslóðir í einum kristal. Samt er eins og ég sé öll að dofna. Andlit þín sjást snöggvast rofna hvert frá öðru, smábrotna og spegillinn sofnar. Dag eftir dag gengur svartur maður inn í herbergið mitt. Ert þetta þú eða er kvikmynd í myrkrinu. Veggurinn andar. Talaðu við mig. Komdu undir sængina til mín. En þú ert ekki hér. Myrkrið hatar mig. Ég vildi þig aldrei hvort eð er. Farðu aldrei frá mér. ÍHvað á ég að hugsa? Hann: Allt er að hverfa. Ég er að sökkva. Þú ert hjá mér Og þú ert ekki hjá mér: Farðu ekki frá mér. Ég er hræddur um að kannski, bara kannski... Ég skil ekki neitt. Hvers vegna ert þú svona góð við mig. Hvað á ég sem ég get gefið þér. Ég á ekkert nema já sjálfan mig. Þú mátt eiga mig, en er það nóg. NÆTURSALA UM HELGAR Æðislegir næturréttir sem kitla bragðlaukana: 5T Pítur eins og þær gerast bestar. Girnilegir hamborgarar og ýmislegt annað góðgæti. ^ Eirikur, faðir pítunnar á Islandi, er með sitt eldhressa lið i eldhúsinu og frammi i sal er gamla góða ,,djúkboxið“ á fullu. Sendum einnig heim ef þú kemst ekki á staðinn. Pítu-húsið _ Iðnbúð 8, Garðabæ Sími 64 12 90. Opið til kl. 05 Laugardags- og sunnudagsmorgna. Skáld- mæringar og rit- snillingar Óskum eftir framhaldssögu (neðan- máls-sögu) til birtingar Hún má bæði vera í bundnu máli sem óbundnu. Reynið nýja birtingar- leið! Það er víst ótrúlega spennandi að skrifa sögu jafnóðum og hún birtist og fá ferska gagnrýni á hvern nýlokinn staf. Það fannst Dostójevskí allavega.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.