NT - 09.11.1985, Page 1

NT - 09.11.1985, Page 1
Haukafell dró Hafberg GK til hafnar: Mikil slagsíða var á skipinu - þegar það náði höfn á Seyðisfirði ■ Síldarbáturinn Hafberg GK var hætt kominn í gær, þegar báturinn var staddur á Seyðis- fjarðarflóa út af Borgarnesi., Báturinn var orðinn fullur af síld og var verið að ganga frá, áður en halda átti heimleiðis. Þegar verið var að draga síldar- nótina í síðasta skiptið kom ólag á hana og fór báturinn hér um bil á hliðina, og flaut mikill sjór yfir lunninguna. Þetta gerðist um klukkan 11.30ígærmorgun. Haukafell frá Hornafirði kom skipinu til aðstoðar. Skipverjar voru þegar fluttir um borð í Haukafellið og Hafbergið tekið í tog. Skipin lögðust að bryggju við Seyðisfjörð klukkan 19.15 í gærkvöldi og var þá orðin mikil slagsíða á skipinu. Þegar NT fór í prentun seint í gærkvöldi var verið að reyna að rétta skipið við svo lunningin kæmi upp úr. Til þess var notaður krani sem staðsettur var á bryggjunni. Slökkvilið Seyðisfjarðar og Björgunarsveitin ísólfur voru til taks og unnu við áð koma dælum í Hafbergið. Dælur höfðu ekki undan, á meðan ekki var búið að rétta skipið af. Hljóðið í mönnum fyrir austan var gott, þar sem enginn meiðsli urðu á áhöfn. Lögregluþjónn á varðstofunni á Seyðisfirði sagði við NT í gærkvöldi að skipið yrði ekki látið sökkva við | bryggjuna. Svo mikið væri víst. NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7 _ Haughúsið opnast hægt og hægt: Tveir lögf ræðingar og verðbréfasalar - meðal þeirra sem ávöxtuðu fé sitt með okurlánum Amfetamínsmyglið: Fjórði maðurinn - í gæsluvarðhald ■ Tíu daga gæsluvarð- haldsúrskurður var kveðinn upp í gær í sakadómi Reykjavíkur. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæslu tengist umfangs- miklu amfetamínsmygli sem komst upp um nú fyrir skömmu. Alls sitja nú fjórir menn í gæslu- varðhaldi vegna smyglsins. Eins og NT skýrði frá reyndu mennimir að smygla amfetamíni til landsins með því að koma því fyrir um borð í togur- um, sem staddir voru í Þýskalandi. ■ Haughúsið hefur verið opn- að upp á gátt. Okurlánamálið verður stöðugt umfangsmeira. Áhrifamenn í þjóðfélaginu eru nefndir sem fjármagnsaðilar að meintri okurlánastarfsemi Her- manns Björgvinssonar. NT hef- ur áreiðanlegar heimildir fyrir því að tveir þekktir lögfræðing- ar í Reykjavík hafi ávaxtað fé sitt á okurlánamarkaðinum. Þá eru tveir verðbréfasalar, hjá smærri verðbréfafyrirtækjum orðaðir við þessa starfsemi. Bankastjóri í Stykkishólmi hef- ur verið yfirheyrður vegna málsins, þó óljóst sé hvernig hann tengist því. í frétt NT í gær var sagt frá sjálfstæðum atvinnurekanda sem missti fyrirtæki sitt vegna okurlána og yfirgengilegra afborg- ana. Nú hefur NTgrafið upp tvö fyrirtæki sem hafa tekið lán hjá okurlánurum. Annað fyrirtæk- ið, sem hefur lagt upp laupana, starfaði á sviði tískufatnaðar, en hitt fyrirtækið, sem er meðal- stór matvöruverslun, á í miklum erfiðleikum. Hjá versluninni starfa um sex manns. Það eru því jafnt einstaklingar sem fyrir- tæki sem hafa leitað til okurlán- ara. Rannsóknarlögregla verst allra frétta af málinu og einstök- um atburðum sem tengjast því. ■ Hið gamla vígi smáauglýsinga og afgreiðslu DV stóðst ekki lengur kröfur nútímans og var rífið í gær. í bakgrunninum má sjá nýja húsið, en þar munu hinar ýmsu deildir blaðsins verða undir einu og sama þaki. NT-mynd Róbert Hjón seldu 770 þúsund króna skuldabréf með 27% afföllum: Tapa 220 þúsund krónum miðað við sama bankalán Fjármagnseigendur fá mismuninn ■ Er um „okurlán“ að ræða að greiða af því 70-80 þús. eða ekki þegar maður sem í króna hærri upphæð í afborg- sumar tók 545 þús. króna un, vexti og verðbætur. „Ián“ þarf þegar á næsta ári (54.500 kr. auk vísitölu), en l'safjörður: Kviknaði í kaupfélaginu ■ Slökkvilið ísafjarðar var kallað að kaupfélaginu í fyrri- nótt. Eldur kom upp í reykofni, sem er í sama húsnæði og versl- un kaupfélagsins. Ekki var um mikinn eld að ræða, og var það fyrir sakir reyks sem eldurinn uppgötvaðist. Þegar slökkvilið opnaði reykofninn gaus upp mikill reykur úr honum, og urðu skemmdir á húsnæðinu af völdum reyks. Lögreglan á ísa- firði sagði NT að slökkvistarf hefði gengið vel og skeinmdir voru ekki það miklar að loka þyrfti kaupfélaginu í gær. ef hann hefði fengið jafn hátt lán í banka? Og auk þess að skulda líklega undir næstu jól um 915 þús. krónur af eftir- stöðvum lánsins í stað 670 þús. króna eftirstöðva af banka- láninu. Þetta er raunar mis- munurinn sem þeir standa frammi fyrir sem brugðið hafa á það ráð að afla sér lánsfjár með því að selja skuldabréf hjá almennum verðbréfasöl- um í borginni undanfarna mánuði. NT hefur raunverulegt dæmi af hjónum sem um Jóns- messu í vor ákváðu, eftir ráðgjöf hjá einni virtustu verðbréfasölu borgarinnar, að losa sig úr lausaskuldum með því að selja skuldabréf til, 5 og hálfs árs með 1. greiðslu eftir ár og síðan á 6 mán. fresti. Hjón þessi seldu bréf að verðmæti 766.725 krónur. Eftir sölu þeirra með afföllum (gengi 72,74) og 11 þús. króna þóknunar til verðbréfasalans fengu þau 546.561 krónu í hendur fyrir bréfin. Nú 5 mánuðum síðar cr skuld þeirra (bréfin) komin í um 890 þús. kr. með vöxtum og vísitölu, en væri tæplega 652 þús. hefðu þau átt þess kost að fá sömu upphæð (545 þús.) lánaða í banka eða t.d. lífeyr- issjóði. Munurinn rúm 237 þús. krónur nú í nóvember. í báðum tilfellum er miðað við hæstu lögleyfðu vexti - nú 5% á ári, auk lánskjaravísitölu. Til þess að fá sömu upphæð í hendur (um 545 þús.) í bankanum hefðu hjónin aðeins þurft að skrifa undir 550 þús. króna skuldabréf í stað tæplega 767 þús. króna bréfa hjá verðbréfasalanum. Það heitir að gengi bréfanna var 72,74. Mismunurinn fer að mestu til þeirra sem lofað er í auglýsingum fyrirtækj- anna að kaupi þeir núna bréf fyrir 1 húsverð eigi þeir orðið verðmæti 2ja húsa eftir 4 ár, og 4urra húsa eftir átta ár. Til þess að standa undir afborgunum og vöxtum þurfa hjónin næstu árin að leggja fyrir um 15 þús. krónur á hverjum mánuði auk vísitölu- hækkana á hverjum tíma. Það dæmi hafa þau þegar séð að gengur ekki upp. Því má svo bæta við, að þau bréf sem „hamingjusamir" kaupendur nýrra bfla eru þessa dagana að skrifa undir hjá sumum bílaumboðum borgarinnar eru á svipuðum kjörum og hér er fjallað um. Bjórsmygl í Svani frá Grundarfirði: Yfirmenn játuðu ■ Yfirmenn á flutninga- skipinu Svanur frá Grund- arfirði hafa játað aðild að bjórsmygli sem upp komst á Akureyri í fyrrinótt. Skipverjar, sem eru sjö talsins, eru flestir tengdir málinu. Svanur var að koma frá Frakklandi með viðkomu á Eskifirði. Skipverjar voru staðnir að verki þegar verið var að skipa rúmlega tvö hundruð bjórkössum í trossum frá borði í skjóli myrkurs. Miklar yfir- heyrslur stóðu yfir hjá rannsóknarlögreglu á Ak- ureyri í gær. Ölafur Ólafs- son fulhrúi bæjarfógeta á Akureyri sagði í samtali við NT í gær að alls hefðu 15-20 manns verið yfir- heyrðir vegna þessa máls. Hann sagði ennfremur að rannsókn hefði miðað að því að kanna hvort smygl hefði verið stundað í lengri tíma. Bjórinn var falinn undir þiljum og var svo að segja á einum stað. Þá var kann- að hvort dreifingaraðilar og flutningsmenn væru' einhverjir.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.