NT - 09.11.1985, Qupperneq 8
Laugardagur 9. nóvember 1985
8
Máltvarí frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgelandi: Núliminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaösstj.: Oddur Ólalsson
Skrifstofur: Síöumúli 15. Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 686495, tæknideild 686538.
MINN
Setning og umbrot: Tœknideild NT.
Prentun: Blabaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verö I lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr.
Landlæknir
skýri málið!
■ Óhug hefur slegið á þjóðina. Umræða um
AIDS, ónæmistæringu, er mikil og sjálfsögð, en
ekki að sama skapi málefnaleg. Fyrstu viðbrögð
manna við ítarlegum sjónvarpsþætti nú í vikunni
hafa sett mark sitt á umræðuna og er það að
vonum. Hversu mjög sem sjónvarpsmenn hafa
viljað vanda til umfjöllunarinnar situr eitt eftir
hjá fólki, að hér muni vera um tíu menn sýktir
af ónæmistæringu á mismunandi stigum og
margir tugir gangi með veiruna í sér úti í
þjóðfélaginu.
En þetta er ekki rétt. í sjónvarpsþættinum var
leitt getum að ýmsu og gripið til líkindareiknings
og hér eru þau vinnubrögð átalin. Upplýsingar
um líkur á smiti stönguðust á og viðtöl við
fulltrúa heilbrigðisstétta ýttu óneitanlega undir
ótta fólks við smithættu.
Hér er gerð sú krafa, að landlæknir upplýsi
þjóðina um raunverulega stöðu mála. í sjón-
varpsþættinum sló hann á bjartsýna strengi, en
framlag hans megnaði ekki að draga úr ótta
fólks. Hér er gerð sú krafa til landlæknis, að
hann upplýsi hversu margir, ef nokkrir, eru
sýktir af ónæmistæringu og hvaða hætta sé á
smiti við venjuleg samskipti fólks.
Fram hefur komið, að ónæmistæringu er helst
að finna í ákveðnum þjóðfélagshópum, kyn-
hverfum körlum, eiturlyfjaneytendum og blæð-
urum.
Með því að fylgjast með þessum hópum hefur
verið hægt að sporna við ónæmistæringu víða
erlendis, en sú spurning hlýtur að vakna, hvort
hér á landi séu sömu skilyrði til útbreiðslu
veikinnar. Hópur kynhverfra karlmanna hefur
fylgst náið með þróun mála og vitað er að þeir
hafa setið fræðslufundi um ónæmistæringu með
landlækni. Hópur eiturlyfjaneytenda, sem notar
sprautur, heróínneytenda t.d. er sem betur fer
ekki stór og sömu sögu er að segja um vændis-
konur, sem einnig hafa sýkst erlendis og borið
veikina. Hér er ekki vitað til þess að sé að finna
vændiskonur yfirleitt og þaðan af síður þær sem
nota heróín eða sprauta sig öðrum eiturlyfjum.
Nákvæmt eftirlit er haft með bióðgjöfum og
blóðefnum.
Hér er alls ekki verið að gera lítið úr þeirri
hættu sem samfara er útbreiðslu ónæmistæring-
ar. Enginn efast um að hér er stóralvarlegt mál
á ferðinni, en hér er varað við móðursýkislegum
viðbrögðum.
í frétt NT í gær var sagt frá því, að kynhverfum
manni hefði verið meinaður aðgangur að sund-
stað á hóteli í Reykjavík. Slík viðbrögð eru
skiljanleg í ljósi þeirrar umræðu, sem fram hefur
farið undanfarna daga, en spurningin er, hvort
sú umræða er í réttum farvegi. Þjóðin á heimt-
ingu á því, að heilbrigðisyfirvöld skýri málið og
að tekið verði á því af stillingu, en ekki hvatt til
móðursýki.
Hreiðar Karlsson:
Lömb og geislabaugar
■ Mikinn postula hafa bænd-
ur eignast, þar sem er Bjarni
Pálsson (skammst. BP) á síð-
um NT. Pó verður að gera
fáeinar athugasemdir við pred-
ikun hans, þar eð ýmislegt
hefur hann misskilið og fært úr
lagi.
1. Bjarni heldur, að bændur
fái ekkert fyrir hrútspunga,
þótt seldir séu til Ameríku.
Vita má hann það, að verð
þeirra fer í sama sjóð og verð
hausa, lifra eða vamba - þann
sjóð, sem skilar einu verði til
bóndans fyrir hvert innlagt
dilksslátur. Það tíðkast ekki ,
lengur, að eistu fylgi lambs- !
slátri í sölu innanlands, því að
íslendingar eru flestir hættir 1
að verka þau sér til matar.
2. Hann þykist hneykslaður
á því, að borgfirskir bændur
þurfi að borga afskriftir í eigin
sláturhúsi. Hann má þó skilja,
að skv. gildandi skattalögum
ber að reikna ákveðnar af-
skriftir af eignum í atvinnu-
rekstri, hvort sem er sláturhús
eða skip, fjárhús eða skurð-
grafa. Þetta gildir jafnt, hvort
sem eigandinn er kaupfélag
hlutafélag eða bóndi. Auðvit-
að veit maðurinn þetta.
3. Þá vitnar BP í Þorvald
Búason og skrif hans um
gróða í sláturhúsum. Þau skrif i
hafa margir talað um, en fáir j
lesið og enn færri skilið. Það ;
var athyglisvert, að aldrei
nefndi Þorvaldur þau slátur-
hús, sem hefðu veitt honum
upplýsingar og lagt grunninn
að niðurstöðum hans. Það
hefði styrkt kenninguna veru-
lega, ef hann hefði birt rekstr-
arniðurstöður frá Slátursam-
lagi Eykons eða einhverju
öðru „fyrirmyndarsláturhúsi", I
málisínutilstuðnings. Þáhefði '
BP haft eitthvað í að vitna.
4. Langt mál kemur um Bú-
vörudeild SÍS. BP trúir því, að
kaupfélögin borgi henni sölu-
laun af öllu kjöti, sem þau fá
til sölumeðferðar. Þetta er
rugl.
Hugmyndin er þó ekki alvit-
laus. Búvörudeildin ersameig-
inlegt verkfæri kaupfélaganna
til að markaðssetja sláturaf-
urðir, og þau geta ákvarðað
hvernig rekstrarkostnaði
hennar er skipt. Þessi sölu-
starfsemi myndi líka kosta
fjármuni, þótt einhver heild-
verzlun annaðist hana eða fé-
lögin hvert fyrir sig.
5. Enn ræðir hann um háan
sláturkostnað á Húsavík 1982-
83. Á því verðlagsári urðu
miklar kollsteypur í vöxtum og
verðlagi og þá vantaði uppá
grundvallarverð sláturafurða
víða um land. Þegar þetta kom
í Ijós, óskaði Kf. Þingeyinga
eftir því við Framleiðsluráð
landbúnaðarins, að gerð yrði
úttekt á þeirri niðurstöðu, og
var hún framkvæmd af löggilt-
um endurskoðanda.
Þá var verðvöntun á Húsa-
vík 4-5% af samanlagðri
greiðslu verðs og vaxta, en
meðaltalsvöntun í landinu öllu
varð 9.5%.
Það er rétt, að vinnulaun
voru um 5,5 millj. króna og
umbúðir nál. 0,5 millj. En þá
er ekki öll sagan sögð, því að
það sem hann kallar slátur-
kostnað, er í raun kostnaður
við slátrun, frystingu, alla
meðferð og dreifingu. í þessu
dæmi var frystikostnaður um
2,7 millj., flutningar 1 millj.,
vaxtagjöld 3,5 millj., verð-
miðlun og verðútjöfnun 3,7
millj. króna.
Það er kallað verðútjöfnun,
þegar ársfjórðungslegum verð-
hækkunum á kjötbirgðir í
landinu er dreift jafnt á haust-
innleggið, þannig að verð-
hækkunin gengur jafnt til allra
sláturleyfishafá', hvarsem kjöt-
birgðirnar liggja.
Þessi liður hefði fremur átt
að dragast frá sölutekjum en
færast sem kostnaður, enda
benti hinn löggilti endurskoð-
andi á það.
Það er Ijóst, að þessi maður
er heldur illa upplýstur, þó
hann telji sig hafa fræðst nokk-
uð af þingeyskum bónda á
Hvanneyrarfundi. Hann nefnir
það heldur ekki, að umræddar
upplýsingar voru vefengdar og
jafnvel hraktar á sama vett-
vangi, að því er viðstaddirhafa
tjáð mér. Samt veður hann
áfram og lætur sig litlu skipta,
hvort tölurnar eru frá 1982 eða
1983 - hvort farið er með rétt
mál eða rangt.
Enn hljóta menn að spyrja,
hverjum þjónar þessi máls-
meðferð?
Sauðfjárbændur berjast fyrir
málstað sínum og lífskjörum,
sem vonlegt er. Öllum raun-
verulegum stuðningi og skiln-
ingi hljóta þeir að fagna.
Þeir munu hafa af því beinan
ávinning, ef markaðsöflun í
Ameríku ber árangur, ef raf-
orkuverð lækkar eða áburðar-
verð, að ég ekki tali um, ef
verðbólgan minnkar og vaxta-
byrðin léttist.
Bjarni á því ótal möguleika
til að berjast fyrir málstað
bænda. Ef hann gerði sér far
um að greina milli staðreynda
og skáldskapar, myndi honum
betur farnast.
Hreiðar Karlsson
Þá vitnar BP í Þorvald Búason
og skriftir hans um gróða í
sláturhúsum. Þau skrif hafa
margir talað um en fáir lesið
og enn færri skilið. Það var
athyglisvert, að aldrei nefndi
Þorvaldur þau sláturhús, sem
hefðu veitt honum upplýsing-
ar og lagt grunninn að niður-
stöðum hans.
Það er Ijóst, að þessi maður
er heldur illa upplýstur, þó
hann telji sig hafa fræðst
nokkuð af þingeyskum bónda
á Hvanneyrarfundi. Hann
nefnir það heldur ekki, að
umræddar upplýsingar voru
vefengdar og jafnvel hraktar
á sama vettvangi.
Áróður og slagorð
■ Áróður er sérstök aðferð í
málflutningi sem foringjar og
aðrir leiðtogar nota til að fá
menn til fylgis við ákveðin
málefni, hvort heldur þau eru
góð eða vond.
Áhrifamáttur áróðurs er
mikill sé vel að honum staðið
enda hafa margir sérhæft sig í
að þekkja eðli hans og notkun-
armöguleika. Því er ekki úr
vegi að fjalla lítillega um áróð-
ur og ýmis tilbrigði hans.
Þá er áróður mikið notaður
í auglýsingum og máttur hans
mikill í þeim efnum, sem sést
best á því að hægt er að fá fólk
til að kaupa vörur sem það
ætlaði sér aldrei að eignast og
því síður hafði þörf fyrir.
Sem dæmi um slíkt má nefna
konuna sem fór á mikið aug-
lýsta útsölu sem bauð einstakt
verð. Konan fór drekkhlaðin
út úr versluninni meðsérhann-
aðan karlmannafatnað sem
vonlaust var að nota til nokk-
urs hlutar nema ef skyldi á
tombólu hjá börnum eða ára-
mótabrennu.
Sælubros konunnar leyndi
sér þó ekki, enda hafði hún
fengið fötin á hálfvirði.
Einkenni áróðurs í pólitík
eru slagorð og upphrópanir.
Heilu nefndirnar eru settar á
laggirnar til að undirbúa kosn-
ingaslagorð.
Það er vandasamt verk og
krefst þess að menn leggi sig
fram í frjórri hugsun. Slagorð-
in þurfa annað hvort að vera
með eða á móti málefnum.
Mjög bagalegt er ef þessi atriði
ruglast og flokkurinn fer að
vera á móti því sem hann hafði
hugsað sér. Slagorðin þurfa að
vera stutt og auðskilin venju-
legu fólki. Það á að vera létt að
læra þau og þau þurfa að falla vel
að tungunni. Þá er einnig kostur
ef hægt er að gera þau mynd-
ræn sérstaklega ef nota á þau í
mótmælalabbi á krossviðs-
spjaldi stutta eða langa vega-
lengd.
Góðir stjórnmálamenn hafa
sín einkaslagorð. Vísast fyrst
til Cathó hins gamla sem end-
aði allar sínar ræður á því að
leggja til að Karthagó yrði
lögð í eyði. Síðan eru liðin
mörg ár en margir hafa tekið
þetta upp eftir karlinum og
hafa sínar einkasetningar.
Svo dæmi séu tekin hefur
formaður Alþýðuflokksins
haft það sem slagorð að spyrj-
ast fyrir um það hverjir eigi
ísland. Þetta er örugglega slag-
orð frekar en að hann sé raun-
verulega í vandræðum með að
finna eigendur þess til að leita hjá
þeim svara við einhverju. Sbr.
ámóta spurningu sem gæti
hljóðað: Hvar finnégeigendur
félagsheimilisins?, eða Hvað
er í matinn? Þetta slagorð er
þó erfitt að teikna og enn verra
að halda á því.
Önnur slagorð þekkjum við
úr pólitíkinni.
Ég nefni „ísland úr Nató og
herinn burt“. Þetta slagorð
eða þau bæði saman komin,
hafa sér það til ágætis að hægt
er að syngja þau. Þar að auki
eru þau létt og fyrirferðarlítil
sem sannast best á því, að þau
eru hvað vinsælust í löngum
göngutúrum og hefur marg oft'
verið haldið á þeim alla leið
milli Keflavíkurog Reykjavík-
ur.
Aftur á móti er áhrifamáttur
þeirra lítill sem hlýtur að telj-
ast ókostur. Sífeílt fjölgarþeim
sem vilja hafa herinn og varla
finnst sá maður nú sem ekki
kýs að ísland sé í Nató. Eftir
svo sem þrjár til fjórar göngur
í viðbót verða allir íslendingar
sammála í þessum efnum. Ef
mig misminnir ekki kemst Nó-
belsskáldið okkar svo að orði í
einni bók sinni að maðurinn
hafi „dottið aftur á bak á
kjaftinn", þessi lýsing á nokk-