NT


NT - 09.11.1985, Qupperneq 9

NT - 09.11.1985, Qupperneq 9
Laugardagur 9. nóvember 1985 9 ■ Reagan og frú ■ ERFITT er aö átta sig á stöðunni í undirbúningsvið- ræðum risaveldanna fyrir fund þeirra Gorbachevs og Reagans í Genf 19. og 20. þ.m. Fréttir af þeim minna oft á veðurfarið á Islandi. Einn daginn virðast samkomulagshorfur vera að batna, en næsta dag hefur aftur- kippur komið til sögunnar og svo öfugt. Það er einnig býsna flókið, nema fyrir sérfræðinga, að gera sér fullnægjandi grein fyr- ir þeim tillögum, sem þeir Gorbachev og Reagan hafa verið að leggja fram. Þær fjalla orðið um verulegan samdrátt kjarnavopna, jafnvel allt að helmingsfækkun. Af hálfu Sovétríkjanna hefur það hins vegar verið sett að skilyrði að Bandaríkin hætti við rann- sóknir, sem gætu gert vopna- búnað í himingeimnum mögu- legan og leitt til þess, að öll langdræg kjarnavopn Rússa yrðu úrelt. Af hálfu Bandaríkj- anna virðist hins vegar gert ráð fyrir, að fækkun kjarnavopna verði hagað þannig, að niður- skurðurinn verði mestur á þeim þáttum, þar sem Sovét- ríkin hafa helst yfirburði. Bæði risaveldin virðast þannig setja skilyrði, sem mót- aðilinn getur ekki fallist á, a.m.k. ekki eins og sakir standa. Þetta veldur því, að óvarlegt er að gera ráð fyrir því, að einhver kraftaverk gerist á fundi þeirra Reagans og Gor- bachevs. Menn mega því ekki vera meira en hóflega bjartsýn- ir. Hins vegar virðist ekki með öllu vonlaust um, að á ein- hverjum takmörkuðum svið- um geti þokast í rétta átt og þannig skapast grundvöllur fyrir bætta sambúð risaveld- anna og frekara samkomulag síðar. Jafnt fyrir Reagan og Gor- bachev yrði það áfall, ef fundur þeirra yrði með öllu árangurs- laus. Almenningur í löndum þeirra og raunar í öllum heim- inum væntir einhvers árangurs og kaldastríðsáróðurinn myndi magnast að nýju, ef menn eygðu ekki neina von í náinni framtíð. í ÞEIM málflutningi, sem risaveldin hafa haldið uppi í sambandi við undirbúnings- viðræðurnar, virðist Sovétríkj- unum hafa veitt mun betur til þessa. Gorbachev virðist hafa tekist að ná frumkvæðinu og halda því, þótt um það megi deila hversu mikilvægt það hafi verið. Afstaða hans virðist oft hafa verið jákvæðari en afstaða Reagans. Þó virðist Reagan ■ Gorbachev og frú. legar hefur tillöguflutningur Rússa borið verulegan árangur í þessum löndum. Það myndi verða verulegt áfall fyrir vest- rænt samstarf, ef Genfarfund- ur Reagans og Gorbachevs misheppnaðist á þann hátt að hægt yrði að kenna Reagan um. Sá málflutningur Gorbac- hevs hefur fundið góðan hljómgrunn í Vestur-Evrópu, að á fundi hans og Reagans eigi að leggja aðaláherslu á að ná samkomulagi um takmörk- un kjarnavopna. Það eigi að gangafyriröðru. Reaganhefur hins vegar lagt til, að rætt yrði um fleiri mál, eins og meintan yfirgang Rússa í löndum þriðja heimsins, en þar eiga Rússar að sjálfsögðu mótleik með því að minna á vesturbakka Jór- dansárinnar og Mið-Ameríku, svo að eitthvað sé nefnt. Ræðan, sem Reagan flutti á afmælisfundi Sameinuðu þjóð- anna, fjallaði að talsverðu leyti um þessi mál og mæltist það misjafnlega fyrir. Henni mun sennilega einkum hafa verið ætlað að róa þá Bandaríkja- menn, sem eru andvígastir Rússum. Óvíst er því hvort Reagan eyðir miklum tíma í þessi mál á Genfarfundinum. Það virðist hins vegar ekki óeðlilegt, að eitthvað sé minnst á fleiri ágreiningsmál risa- veldanna en kjarnorkumálin. Allt, sem getur dregið úr ágreiningi risaveldanna er af hinu góða og gæti auðveldað samkomulag um afvopnunar- málin með því að eyða tor- tryggninni. ÞAÐ MÁ segja, að nokkur glímuskjálfti sé í Bandaríkja- mönnum vegna þess, að þeir óttast að Gorbachev reynist Reagan ofjarl í viðræðunum. Aldurinn segir til sín hjá Reag- an og hann hefur átt það til á fundum að vera gleyminn á mikilsverð minnisatriði. Sagt er að hann verði þrautþjálfað- ur undir það hlutverk, sem hann verður að leika á Gen- farfundinum, og mun nú mjög reyna á þá þjálfun, sem hann hefur fengið í Hollywood. Sumir Bandaríkjamenn virðast þó óttast það enn meira, að bandaríska forseta- frúin standist frú Gorbachev ekki snúning, en hún er orðin eftirlætisgoð vestrænna frétta- ritara og myndatökumanna. Þetta eru hins vegar aukaatr- iði. Mestu skiptir að fundurinn skili árangri, þótt vart megi búast við honum miklum að sinni. hafa heldur bætt stöðu sína á lokasprettinum, m.a. með því að fallast á ýmsar hugmyndir Rússa, en telja aðrar ekki fráleitar. Þess verður að gæta, að aðstaða Gorbachevs er ótví- rætt mun betri. Hann virðist hafa einhuga stjórn að baki sér. Hins vegar er stjórn Reag- ans klofin. Ahrifamiklir menn innan hennar virðast mótfalln- ir öllu samkomulagi við Rússa. í stað þess eigi að stefna að því að ná yfirburðum í vígbúnað- arkapphlaupinu. Reagan hefur verið talinn sá forseti Banda- ríkjanna, sem einna mest hafi verið háður ráðgjöfum sínum, og þegar þeim komi ekki saman, sé hann oft á báðum áttum. Klofningurinn í stjórn hans hefur reynst honum erfið- ur þrándur í götu í þessum málum. Það hefur hins vegar haft verulegt að segja, að Evrópu- ríkin í Nató hafa stutt fast við bakið á þeim ráðgjöfum Reag- ans, sem hafa viljað leita leiða til einhvers samkomulags á fundi þeirra Gorbachevs. Frá þeim hefur komið sú hvatning, að Bandaríkjastjórn leggi ekki eins mikið ofurkapp á stjörnu- stríðsáætlunina og gert hefur verið. M.a. hefur Willoch for- sætisráðherra Noregs gengið Þórarinn Þórarinsson skrifar: svo langt að skrifa Reagan bréf, þar sem honum er ráðlagt að nota stjörnustríðsáætlunina sem samningsatriði til að ná fram tilslökun hjá Sovétríkjun- um. Margt bendir til, að Evrópu- ríkin í Nató hafi haft meiri áhrif á undirbúninginn af hálfu Bandaríkjanna en menn hafi yfirleitt gert sér Ijóst. Óneitan- Ekki má búast við kraftaverki á fundi Reagans og Gorbachevs Eitthvað gæti þó þokast í rétta átt í sambúð risaveldanna uð vel við öfug áhrif fyrr getinna slagorða. Eitt versta dæmi um slagorð í pólitík var samsetningin „Flatur grasrótarflokkur". Reyndin varð líka sú að það var lítið notað og aldrei sett á kort eða burðarspjald það ég veit. Þetta var erfitt í fram- burði og enn verra að skilja það og benda líkur til að sumir þeir sem að því stóðu hafi aldrei áttað sig almennilega á því hvað það þýddi. Margar skemmtilegar hug- myndir um slagorð koma fram við kosningar og þó sérstak- lega framsetning þeirra. Slag- orðin eru sett á borða sem má strengja milli húsþaka, þau eru sett á merki sem má hafa í barminum og þau eru sett á límmiða sem börnum finnst gaman að líma á skólatöskur og strætóskýli. Þá er rétt að minnast sér- staklega á notkun slagorða í kröfugöngum og verkföllum en þar gegna þau ómetanlegu hlutverki. Þar finnast þau í öllum stærðum og gerðum. í stað þess að þurfa að hrópa og kalla halda menn einungis á handhægu skilti og hlusta á lúðrablástur. Að síðustu vil ég ítreka hve áhrifamáttur slagorða í auglýs- ingum getur verið mikilll. Allir þekkja auglýsinguna Morgun- blaðið góðan daginn. Svo oft var búið að þylja þetta í fjöl- miðlum að karl einn norður í landi taldi ákveðið að blaðið héti þetta og annar varð svo hugfanginn að hann mátti hvorki heyra né sjá Morgun- blaðið án þess að hrópa - góðan daginn. Já áhrifamáttur áróðurs og slagorða er mikill. Níels Árni Lund

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.