NT - 09.11.1985, Blaðsíða 14

NT - 09.11.1985, Blaðsíða 14
Laugardagur 9. nóvember 1985 18 Umsjón: ÞorsteinnG. Tónlistarhátíðin í M.H. Fjölbragðarokk og bárujárnsljóð ■ Ekki er ofsagt að segja að tónlistarkvöldið hafi verið dá- lítið sérstakt, sem haldið var í M.H. síðastliðið sunnudags- kvöld. Hátíðin hófst með ljóða- flutningi. Sjón lá í hnipri undir bárujárnsplötu sem falin var bak við skilrúm og þar öskraði hann til fólksins, á íslensku, japönsku og kínversku. Sjón hefur oft gert betur og ekki var að sjá að hann hafi höfðað til fólksins. Það sama má segja um Ijóðaflutinginn í hléinu. Jóhamar og Björk voru hins- vegar ágæt. Skelton Crew hóf tónleikana og satt best að segja þá tók ég í huganum undir orð sessu- nautarins, sem efaðist stórlega um að áhafnarmeðlimirnir fyndu hljoðfærin sín í allri þeirri kaos sem á sviðinu var, en það tókst og beinagrinda- bandið stóð svo sannarlega fyrir sínu. Það er ekki á hvers manns færi að lýsa og skilgreina þá tónlist sem Skeleton Crew fremur, en þetta kvöld voru áheyrendur leiddir inn í heim tónlistar sem ekki er lokið upp á hverium degi. Stöku sinnum hljómaði tón- listin eins og röð ósamstæðra tóna, en úr því urðu oft skemmtilegir taktar og beina- grindurnar eru ágætir rokkar- ar. Svo kom Leo Smith og blés í trompet. Hann náði sér aldrei almennilega á strik og ekki var að sjá að hann skemmti sér. Hann náði ekki til fólksins á sama hátt og Skeleton Crew. Það besta við Leo Smith voru íslensku tónlistarmennirnir sem léku með honum. Steini var fantagóður á gítarinn og hélt prógrami Leo saman. Sig- tryggur var prýðisgóður á trommunum og Skúli var ágæt- ur á bassanum, en sándið kannski ekki uppá það besta hjá honum, enda einhver bilun í tækjum hans. Strákarnir í hljómsveitinni Vonbrigði áttu síðasta leikinn og stóðu þeir undir nafni. Þeir áttu kannski ekki sjö dagana sæla að koma fram á eftir þeim sem að framan voru nefndir, það var líka langt liðið á kvöld- ið og fólk orðið þreytt. Alla vega tókst þeim ekki að halda áheyrendum í salnum. En svona þegar allt kemur til alls, þá var kvöldið gott og tónlistarfélag M.H. á miklar þakkir skildar fyrir þetta frum- kvæði sitt. ÞGG NT-mynd: Sverrir. Slagurinn er hafinn Herbert, Cosa Nostra og Ásthildur Cesil ■ Þó enn séu um 7 vikur til jóla eru íslensku jólaplöturnar að streyma á markað. Fyrir rúmri viku gaf Herbert Guðmundsson út plötuna Down Of the Human Revolut- ion og stefnir hraðbyri inná topp 10 Rásarlistans. Verslunarskólabandið Cosa Nostra sendi frá sér síðastlið- inn fimmtudag sína fystu plötu, hún heitir Waiting For an Answer og nú er bara að sjá hvort vídeómyndin sem sýnd var í Skonrokki í gær hjálpi hljómsveitinni að kom- ast inná vinsældalista. Fálkinn sér um að dreifa báðum þess- um plötum. Hljómplötuútgáfan Þor er nýbúin að senda frá sér hljóm- plötuna Sokkabandsárin með ísfirska sokkabandsleiðtogan- um Ásthildi Cesil. Ásthildur hefur verið atkvæðamikil í ís- firsku tónlistarlífi og hljóm- sveitin Sokkabandið, sem hún stofnaði, vakti töluverða at- Biúsað í Broadway ■ Herbert Guðmundsson er nú í 11. sæti Rásarlistans með lagið Can’t Walk Away. Skon- rokk sýndi myndbandið í gær- kvöldi svo það er aldrei að vita hvað gerist í næstu viku. NT-mynd: Sverrir hygli þegar hún komst í undan- úrslit í fyrstu SATT keppninni í sem haldin var í Tónabæ. §I§S “HSToTS® .4,ið ,995 1 LMtdÁnl.. Lousiana | Til Chicago ' persónulegur munnhorpuletk- ari og söngvari, enda hefur hannhaft fyrirmyndir sem em Sonnv Bov Wúhamson, Little Waíerogeinkumþómeistan B B King.Tækni hans er rnj g mikil og ólík tækni flestra blus- ista enda leikur hann ser að djasstöktum og f°nkf™*V™t' en blúsinn ersamthanstonhst, Iliig SislS li§§§««** ■ Leo Smith. Hann á aðstoðarmönnum sínum mikið að þakka. NT-mynd: Sv^rrir'. Vinsældalistar 1. ( 1) This ts the Night ......... Mezzoforte 2. ( 5) Nikita ..................... Eltonjohn 3. ( 2) Maria Magdalena................ Sandra 4. ( 4) Whíte Wedding ................ Billy Idol 5. ( 3) Election Day .................Arcadia 6. (10) Cherry Cherry Lady ...... Modern Taiking 7. ( 6) Gambler....................... Madonna 8. (12) Eaten Alive.............. Donna Summer 9. ( 9) Rock’n Roll Children............... Dio 10. (18) Alive and Kicking .........SimpleMinds Grammið 1. ( 1) Little Creatures......... Talking Heads 2. ( -) Wide Awake In America ..............U2 3. ( 2) Low Live.................... New Order 4. ( 3) Fables Of The REM....................REM 5. ( -) Secret Wish ................. Propaganda 6. ( 6) Blá Himmlen Blues.............. Imperiet 7. ( -) The Dream Ot The Blue Turtle.......Sting 8. ( 8) Natalia .................... Toure Kunda 9. ( 9) Kona..................... Bubbi Morthens 10, ( 5) HoundsOfLove .................KateBush NT listinn-12 tommur 1. (2) Election Day ...................Arcadia 2. ( 4) Nikita ..................... EltonJohn 3. ( 1) You Can Win If You Want... Modern Talking 4. ( -) Beiieve ..................Tears For Fears 5. ( 6) She’s So Beautiful ......... Cliff Richard 6. ( -) Alive And Kicking ..........Simple Minds 7. ( -) Maria Magdalena ................. Sandra 8. ( 3) Thís Is the Night ............Mezzoforte 9. ( 5) Take On Me ........................ A-ha 10. (10) Boys Will Be Boys ...........MaurelSteel Rás 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.