NT - 09.11.1985, Page 24
_
Viðtökum viðábendingum umfréttirallansólarhringinn.Greiddarverða 1000krónurfyrirhverjaábendingusemleiðir til
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
—
Þróunarfélagið:
Hlutafjársófnunin
gekk vonum f ramar
■ Alls höfðu borist hlutafjár-
loforð frá 55 aðilum að upphæð
rúmar 244 milljónir í Þróunarfé-
lag íslands, þegar fresturinn
rann út á miðnætti aðfaranótt
gærdagsins. Ekki eru þó öll kurl
komin til grafar, því búist er við
að eitthvað eigi eftir að berast í
pósti og var vitað um einn aðila
að minnsta kosti sem hafði sent
hlutafjárloforð sem ekki var
komið fram enn.
Þetta er mun meiri hlutafjár-
söfnun en búist hafði verið við,
því stofnun Þróunarfélagsins
virtist fá dræmar undirtektir.
Eitt er þó áberandi þegar listinn
yfir stærstu hluthafana er
skoðaður, að það eru sjóðir og
bankar en lítið um fyrirtæki.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, sagði við NT í
gær, að hann teldi þetta mjög
mikinn árangur og sýna mikinn
vilja til að stuðla að nýsköpun
atvinnuveganna: „Þarna er
komið umtalsvert hlutafé um-
fram það sem við leyfðum okkur
að vona, mikið af því að vísu frá
hálfopinberum sjóðum og
bönkum, en minna frá atvinnu-
uvegunum beint, en ég hefði
viljað sjá meira frá þeim“
Steingrímur sagði einnig að
hann teldi nú mjög mikilvægt að
í stjórn félagsins veldust menn
úr atvinnulífinu, sem hefðu góð-
an skilning á nýsköpuninni.
„Þetta má ekki verða bára sjóða
sjóður, h'eídur sjóður, sem er
tilbúinn að taka áhættu og
styðja við nýjar hugmyndir.
Þróunarfélagið mun verða
næst stærsta hlutafélag landsins
þegar það hefur verið stofnað,
með hlutafé upp á um 350
milljónir, sem greiðist af hlut-
höfum upp á fjórum árum.
Stærst er Járnblendifélagið með
660 milljónir, en álfélagið_ og
olíufélögin eru með hlutafé upp
á 100 milljónir. Stærstu hluthaf-
ar í Þróunarfélaginu verða ríkis-
sjóður með 100 milljónir, Iðn-
þróunarsjóður með 40 milljón-
ir, Fiskveiðasjóður og Iðnlána-
sjóður með 30, Lífeyrissjóður
verslunarmanna, Stofnlána-
deild landbúnaðarins, Iðnaðar-
bankinn og'Eandsbankinn með
20milljónirhver, Lífeyrissjóður
SÍS með 15 milljónir. Aðrir
hluthafar eru undir 10 milljón-
um.
Stofnfundur Þróunarfélagsins
er 23. nóvember en búist er við
að starfsemin verði komin á
fuilt upp úr áramótum.
■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra heimsótti Byggðastofnun í gær. Hann
sést hér á myndinni ásamt Stefáni Guðmundssyni alþingismanni og stjórnarformanni
Byggðastofnunar, Bjarna Einarssyni aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar, Guðmundi
Malmquist forstjóra Byggðastofnunar og Karli Björnssyni starfsmanni í byggðadeild.
NT-mynd: Róbert.
SCANIA TIL ALLRA ATTA
Höfum til afgreiðslu strax tveggja drifa Scania bíla með fjórum fjöðrum sérstaklega útbúna
SCANIA SPARAR
ALLT NEMA AFLIÐ
ímifitf H.F.
Skógarhlíð 10
Sími: 20720
Scania R 112 H 6x4 tveggja drifa
fjögurra fjaðra.
Fjarlægð milli fremri hjóla 4,6 m.
„Intercooler" vél 333 hestöfl og 142
kpm við 1250 sn/mín togafi.
Hitastýrð vifta.
Hátt loftinntak.
Auka loftsíur í loftinntaki.
Kaldstart tengi.
10 gíra gírkassi.
Kraftúttak fyrir sturtur.
100 km drif.
Driflás.
Svert drifskaft.
Spíraúðari í bremsur.
Sjálfvirkur vélhemill.
Handbremsur á framöxul.
Handbremsuöryggi.
Vagnbremsur með handventli.
400 lítra brennsluolíutankur.
Ballansstöng aftan.
160 Ah rafgeymar
55 A riðstraumsrafall.
Bakkljós.
Ökuriti.
Einfalt ökumannshús.
Þaklúga.
Miðstöð.
Loftfjaðrandi ökumannsstóll.
Upphitað ökumannssæti.
Hvíldar-svefnútfærsla.
Gardínur fyrir hliðar og framglugga.
Rafmagnsstýrður upphaldari hægra
megin.
Upphitaðir speglar.
Sólskyggni.
Öryggisbelti.
Halogenljós.
Ljósaþurrkur.
Ljósastilling.
Keyrsluljós - dagljós.
Veltistýri.
Scania R 142 H 6x4.
Tveggja drifa fjögurra fjaðra.
Fjarlægð milli fremri hjóla 4,6m.
„Intercooler" vél 420 hestöfl með 176
kpm dragkraft við 1250 sn/mín.
Hátt loftinntak með hvirfilhreinsara.
Kaldstart - tenging.
10 gíra gírkassi.
Kraftúttak fyrir sturtur.
100 km drif.
Driflásar.
Svert drifskaft.
Spíraúðari í bremsur.
Sjálfvirkur vélhemill.
Handbremsa á framhjól.
Handbremsuöryggi.
Vagnbremsur með handstýringu.
Dekkjadæluslanga.
400 lítra brennsluolíutankur.
Ballansstöng aftan.
160 Ah rafgeymi.
55 A riðstraumsrafall.
ökuriti.
Svefnhús í de lux útfærslu.
Þaklúga.
Bílstjóra og farþegasæti loftfjaðrandi
og með upphitun.
Tauáklæði í toppi.
Gardínur fyrir glugga.
Rafmagnsupphalari hægra megin.
Upphitaðir speglar.
Sólskyggni.
Öryggisbeiti.
Halogenljós.
Ljósaþurrkur.
Dagökuljós.
Veltistýri.
Vökvalæsingar á húsfestingum.
Litaðar rúður.
SYEIGJANLEG GREIÐSLUKJÖR