NT - 06.12.1985, Blaðsíða 18

NT - 06.12.1985, Blaðsíða 18
Hvaða jurtir voru „Liljur vallarins“, eða „Astareplin“ og „Skilningstré góðs og ills“? Konur bera vatn í Palestínu. ■ Biblían er um margt stórfróðleg bók, auk þess að vera undirstöðurit í kristnum fræðum. Sagt er m.a. frá ræktun og ýmsum gróðurnytjum í löndum við austanvert Miðjarðarhaf fyrir þúsundum ára. Og hinir fornu höfundar rita svo skilmerkilega að ísraelsmenn nútímans hafa það oft að leiðarljósi er taka skal ný svæði til ræktunar, t.d. um hvað best þrífist á hverjum stað. Lítum á nokkrar frá- sagnir og byrjum á aldingarðinum í Eden, langt austur frá, með lífsins tré í miðjum garðinum og skilnings- tré góðs og ills. Maðurinn átti að yrkja þann garð og gæta hans. Og Drottinn Guð bauð manninum og sagði: Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta, nema skiln- ingstrénu. Þetta bann vakti forvitni; höggormurinn tældi Evu og hún Adam til að eta af trénu. Augu þeirra opnuðust er þau höfðu etið af ávöxt- um skilningstrésins, þau skynjuðu gott og illt og sáu nekt sína - og gerðu sér mittisskýlu úr fíkjuviðar- blöðum. Adam og Eva voru nú rekin úr garðinum, skyldu neyta síns brauðs i sveita síns andlitis og jörðin bar þeim þyrna og þistla. Lífsins tré gæti hafa verið fíkjutré eða döðlupálmi, sem bæði voru og eru einhver mikilvægustu ávaxtatré þar eystra. Norræna sögnin um epli Iðunnar er að sumu leyti hliðstæð. En skilnings- tré góðs og ills? E.t.v. tré með áhrifamiklum efnum í ávöxtunum? Margs hefur verið getið til. I biblíunni er getið margra jurta, runna og trjáa, einkum í Palestínu, Arabíu og Egyptalandi. Gróðurfar „biblíulandanna" er æði fjölbreytt, enda vaxtarskilyrði margvísleg. Þar er leðjan frjóa á Nílarbökkum, sand- auðnir Arabíu og snævi krýndir tindar Líbanonfjalla. Vatnið dýrmætast af öllu. Akuryrkja er mjög gömul i Mið- jarðarhafslönum. Á steinöld vartekið að rækta korn og ýmsarfleiri nytjajurt- ir, sem nú eru víða alkunnar, t.d. vínvið, hveiti. bygg, hirsi, melónur, gúrkur, olífur, baunir, lauka, salat, rófur og káltegundir. í smurðu líki hafa verið rannsökuð meltingarfærin, hin elstu, sem skoð- uð hafa verið, í landi smurlinganna Egyptalandi. Hið síðasta sem þessir Forn-Egyptar höfðu lagt sér til munns voru byggkorn, hirsikorn og rótar- hnýði af sefi. Talið er að þessarar máltíðar hafi verið neytt fyrir um sex þúsund árum! Akuryrkja er ævaforn þarna eystra. Síðar barst korn og ýmsar fleiri nytjajurtir þaðan alla leið til Norður- landa, en voru kannski margar aldir á leiðinni. Glóðarbakað brauð var etið í fornöld og grautar eru ævafornir réttir. Menn komust smám saman á lag með að nytja og síðar mala korn. Línklæði eru nefnd í íslendinga- sögunum og þótti mikils um vert. Lín, öðru nafni hör, er ævagömul vefnað- arjurt í Austurlöndum, baðmullin einnig. Tjaldbúð Gyðinga var gerð úr tvinnaðri baðmull. Hör er helsta jurtin sem Mósebækur geta um til klæða- gerðar. Við ræktum Nílarsef í stofum, en það er sannarlega sögufræg jurt. Fræg er sagan um móður Móse, sem faldi vögguna í sefi Nilar til að reyna að forða barninu undan ofsókn- um Faraós, sem óttaðist hinn mikla fjölda Hebrea (Gyðinga) sem búsettir voru í landinu. Svo vel vildi til, að dóttir Faraós fann vögguna, aumkvaðist yfir sveininn, ól hann upp og lét kenna honum fræði Egypta. Papýrussef 2-3 m hátt vex enn á bökkum Nílar og var löngum haft til pappírsgerðar og er frægt í fornum sögum. Við ræktum skylt, smávaxið afbrigði. í eyðilegum héruðum Arabíu getur biblían ísópsins, sem helgi var á, einitrjáa, akasíutrjáa, skuggasælla pálmalunda ofl. í gróðurvinjunum. Döðlupálminn er kallaður konungur eyðimerkurinnar. Hann stendur með fæturna í vatni og höfuðið í glóð sólarinnar, segja Arabar. Landið helga var gróðursælt mjög þar sem vatns naut, það „flaut í mjólk og hunangi" í fornöld, samanborið við hrjóstur Arabíu og Sínaí. Ferða- menn dást að blómskrúði þess á vorin, en í þurrum sumarhitanum visnar margt og landið verður víða brúnleitt yfir að líta. í fyrsta kafla Mósebókarsegir: Láti jörðin spretta af sér græn grös, sáðjurtir og aldini. Alkunn er frásögn- ■in um Kain og Abel. Kain ræktaði jörðina og færði drottni fórn af' ávöxt- um hennar, en Abel fórnaði frumburði hjarðar sinnar, og sú fórn var drottni velþóknanlegri. Þetta sýnir að á þeim tíma var kvikfjárrækt mest metin, meira en ræktunin. Snemma var vínviður mikils metinn Þegar Nói hafði siglt örkinni um hríð á syndarflóðinu, lét hann út hrafn, en hann flaug fram og afturyfir örkinni. Síðan lét hann út dúfu, en hún fann heldur ekki hvíldarstað fótum sínum og kom aftur. Eftir sjö daga sendi hann dúfuna aftur. Hún kom til hans undir kvöld og var með grænt olíuviðarlauf í nefinu. Og nokkru síðar nam örkin staðar á fjallinu Ararat. Nói gerðist ræktunar- maður, gróðursetti vínvið og efndi til víngerðar. Vínviður er ein fyrsta rækt- aða jurtin sem ritningin getur um. Á dögum Abrahams er getið um fíngert mjöl, brauð og kökur. Þá þegar hafa menn haft allgóðar myllur eða kvarnir. Frumburðarréttur fyrir mat! [ frásögnum um bræðurna Esaú og Jakob, syni isaks, er rætt um linsur, þ.e. eins konar baunir, en fyrir þær seldi Esaú frumburðarrétt sinn. Esaú kom dauðþreyttur heim af veið- um, sársoltinn og sagði við Jakob sem starfaði að matreiðslu: Gef mér fljótt þetta rauða þarna að eta! Jakob gaf honum brauð og baunarétt og fékk í staðinn hinn mikilvæga frum- burðarrétt. Rautt afbrigði þessara bauna (linsur) er enn ræktað í Palestínu. Síðar er sagt frá notkun byggs, hveitis, hirsis, rúgs, fíkja, hneta, granatepla og allmargra annarra. Til ilmbætis var hafður angandi kanelbörkur, myrra, vírak o.fl. Einnig sagt frá ilmrunna Benjamíns o.fl. ilmjurtum. Gyðingaland var í fyrndinni vaxið miklu meiri skógum en nú. Alls munu um 30 trjátegundir nefndar f ritningunni. Mikill skógur var höggvinn, geitfénaður át nýgræðing- inn og átti drjúgan þátt í eyðingu skóganna. Sedrusviður hefur jafnan þótt ágætur smíðaviður. Sedrus er sí- grænt barrtré, sem getur orðið æði gamalt. Salómon konungur lét sækja sedrusvið í musterið til Líbanon. Sycamore-fíkjuviður er ódýr en ekki endingargóður. Var mikið notaður, sumpart innfluttur. Um þrjú þúsund ára gamlir bútar af sedrusviði hafa fundist í rústum hinnar miklu, forn- frægu Nineveborgar. Olíuviðartré eru algeng í Palestínu og ýmsum Miðjarðarhafslöndum langt vestur. Það er auðþekkt álengdar á gráum lit laufanna. Verðuroft mjög kræklóttog hnútótt með aldrinum, en það getur orðið mjög gamalt, Aldin þess olíf- urnar eru mikið notaðar til matar og úr þeim unnin olífuolía, bæði að fornu og nýju. Olían úr þeim, eöa viðsmjörið var mikil verslunarvara þegar í fornöld. Salómon konungur greiddi Híram konungi í Líbanon musteristimbrið með olífuolíu. Salómon konungur lýsir ræktunar- framkvæmdum sínum á þessa leið: Ég gróðursetti vínvið og gerði bæði trjágarða og urtagarða, ég gróðursetti alls konar ávaxtatré og gerði vatns- þrær til að vökva gróðurinn. Og þetta var fyrir um þrjú þúsund árum. Hengigarðarnir í Babýlon voru taldir eitt af sjö undrum veraldar. Þeir hafa verið á svölum eða stölíum geysi mikillar byggingar. Þeir kunnu margt fyrir sér í Áusturlöndum fyrir þúsundum ára. Sterkra drykkja er getið í dómara- bókinni og víðar. Það gæti hafa verið pálmavín. Úrstofni döðlupálma er unnið arrakvín, það er enn drukkið á Indlandi og víðar. Ýmsar sígrænar eikartegundir vaxa í landinu helga, og er eikin oft nefnd í ritningunni. Fræg er eik Abrahams, sbr. komu englanna til hans í Mamreslundi. Þegar Jakob var að vinna fyrir konum sínum hjá Laban föður þeirra og gætti fjár, gerði hann þann samn- ing að mislit lömb væru hans eign, en hin hvítu Labans. Jakob tók sér stafi af grænni ösp, hesliviði og hlyni, skóf á þá hvítar rákir og lagði í vatns- þrærnar, þar sem féð kom að drekka um fengitímann. Höfðu þá ærnar röndótta stafina fyrir augum er þær fengu. Bragðið heppnaðist, mislit lömb urðu óvenju mörg! Hlynur ritningarinnar mun raunar vera platantré, en það vex víða í Palestínu og Líbanon. Heslitré, sem nefnt er, mun vera möndlutré. Spámennirnir hafa margt til málanna að leggja Jesaja spámaður ræðir um trjá- gróður og leggur Drottni orð í munn: Eg læt sedrustré, akasíutré, myrtutré og olíutré vaxa f eyðimörkinni. Og kýprustré, álmtré og buxtré spretta hvert með öðru á sléttunum. (Buxtré er harðviðartegund).

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.