NT - 14.12.1985, Blaðsíða 12
itt
Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 16
Hjónaminning
Sigríður Gunnarsdóttir
og Björn Sigurðsson
Sigríður Gunnarsdóttir
Fædd 22. nóvember 1894
Dáin 10. október 1985
Björn Sigurðsson
Fæddur 4. ágúst 1984
Dáinn 21. október 1985
Svefn og vaka, líf og dauði,
dagur og nótt.
Hin eilífa hringrás eðlileg og
öllum kunn. Tveir öldungar sofn-
aðir svefninum langa, með fárra
daga millibili. Órlagaþráður
þeirra saman spunninn frá vöggu
til grafar. Bæði fædd í Syðra-
Vallholti í Hólmi sama ár, hann
4. ág.,enhúnþann22. nóv. 1894,
og jarðsett í Miklabæjarkirkju-
garði hlið við hlið, hún þann 19.
okt. en hann þann 26. okt s.l.
Hún fór inn til sín og ætlaði að
taka úr á sokktotunni handa
barnabörnunum, kvöldið 10. okt.
sl. Hún frestaði aldrei til morguns
því sem gera átti í dag. Samt urðu
nokkrar lykkjur eftir.
Hann sem dvalist hafði eins og
hún á heimili sonar síns og
tengdadóttur á Stóru-Ökrum, var
þrotinn að kröftum, nýfluttur á
Sjúkrahús Sauðárkróks, þar sem
hann andaðist rúmri viku seinna.
Lögmál lífs og dauða segjum
við. Samt hrekkur maður við,
eins og slitni strengur, ljós
slokkni og maður sitji í myrkrinu,
ráðlaus og fálmandi. Minningin,
myndin, grópuð í hugann, en
gripið ítómt. Nákomnirættingjar
kærir vinir horfnir. Öldungar sem
manni finnst að hafi alitaf verið
þarna,og munialltafverða,eins
og fjöllin og hæðirnar. Taka
manni opnum örmum, veita skjól
og hlíf gegn misvindi mannlífsins,
beina til réttra átta, snúa þeim
hröktu á rétta braut með haldgott
vegarnesti.
Þannig hafa gengnar kynslóðir
varðveitt kjarnann í íslenskri
þjóðarsál um aldir og skilað til
nútíðar. Aldamótakynslóðinni
var e.t.v. meiri vandi á höndum
en nokkurri annarri, því hún
mátti lifa tímana tvenna og
þrenna og tileinka sér meiri
tækninýjungar og hraðskreiðari
breytingar en dæmi eru um áður.
En vegarnestið, þrautseigjan,
dugnaðurinn og kjarkurinn, ósér-
hlífnin að takast á við hvern
vanda. Drengskapur, ábyrgðar-
tilfinning og víðsýni vörðuðu leið
til skilnings og réttláts mats á
hismi og kjarna, vafurlogum eða
lýsandi hugsjónum.
Sigríður Gunnarsdóttir og
Björn Sigurðsson á Stóru-Ökrum
voru rík af þessari ættarfylgju,
enda bæði af hinni merku Skíða-
staðaætt. Þau ólust upp hlið við
hlið við leik og störf, þó einkum
störf, að þeirrar tíðar hætti. Því
börn þess tíma tóku strax þátt í
störfum fullorðinna og byrjuðu
snemma að axla ábyrgð.
Langskólanám var ekki ætlað
almenningi þeirra tíma, en lestur
góðra bóka þeim mun betur
nýttur. Björn fór í búfræðinám í
Hólaskóla, tveggja vetra nám. Ný-
gift hófú þau Bjöm og Sigríður bú-
skap á Stóru-Ökrum í Blöndu-
hlíð árið 1919. Fyrst í gamla torf-
bænum, en 1937 byggðu þau
steinhús, traust og gott, sem þau
ólu síðan aldur sinn í alla tíð fram
á síðustu ár, er þau fluttu sig milli
húsa þar á Ökrum, til sonar síns
Sigurðar og Maríu tengdadóttur,
sem hlynntu að þeim af stakri um-
hyggju og hlýju til hinstu stundar,
þá er þeim þrutu kraftar.
Ég kynntist ekki þeim Akra-
hjónum fyrr en þau voru komin á
efri ár og farin að minnka sín
umsvif, en afkomendur að taka
við. Allt gekk það jafn hljóðlátt
og eðlilega eins og önnur árstíð-
arskifti. En dugnaðurinn og ósér-
hlífnin var enn hin sama og entist
fram á elli ár. Báðum var þeim
Stóru-Okrum, Blönduhlíð
eðlislægt að taka til hendi af vak-
andi áhuga og hlífa sér hvergi, ef
mikið lá við.
Börnin þeirra 5,dæturnar þrjár
og tvíburabræðurnir, atorku og
mannkostafólk, þegar búin að
stofna sín eigin heimili, með börn
og bú. En dótturdóttirin, Sigrún,
er þau ólu upp, naut ástríkis og
umönnunar í ríkum mæli. Og
börn þeirra Sigurðar og Maríu í
hinum enda hússins fóru ekki
varhluta af leiðsögn afa og
ömmu. Þar var alltaf hlýja og ör-
yggi. Hún Sigríður átti sokk á
prjónum, þegar hún var kölluð
burt ísvefninnlanga,enþeirvoru
orðnir margir áður. Hennar
verksvið var alla tíð heimilið og
umhyggjan fyrir öllu og öllum,
skyldum og vandalausum. Með
sínu hógværa látleysi og glaða
viðmóti laðaði hún fram það
besta í öllum, sem henni
kynntust. Jafnvel þó hún sé nú
fyrr farin, þá skilur hún eftir svo
ljósar minningar, svo trausta fyrir-
mynd, að til hennar verður oft
hugsað þegar ráða þarf ú r vanda.
Hún var hamhleypa til verka,
jafnt úti sem inni. Hennar jafn-
rétti var í verkunum. Um það
þurfti engar prédikanir. Hún var
jafnvíg á að baka það besta með-
læti sem rennur í manns munni og
að afla heyja handa skepnunum
sem ætíð hafa goldið ríkulega
gott atlæti þeirra húsbænda.
Björn hafði unun af að fara vel
með skepnur og sjá þær feitar og
sællegar. Um langt skeið var
Björn umsjónarmaður Pósts og
síma á Stóru-Ökrum. Þar var því
gestkvæmt og mannmargt og
innangengt í eldhúsið til Sigríðar
meðan beðið var eftir afgreiðslu.
Og Björn lokaði ekki eftir
klukku, en opnaði þegar bankað
var, þó sumum hefði þá sýnst
langt til morguns, enda vinnutími
bænda aldrei skorinn við nögl.
Björn valdist til margskonar trún-
aðarstarfa annarra, fyrir sveit
sína og samfélag s.s.
hreppsnefnd, fjallskilastjórn,
fulltrúi á aðalfund Kaupfél. Skag-
firðinga og þ.h. Þeim málum var
vel borgið í hans höndum.
Skyldurækni, ráðdeild og heiðar-
leiki einkenndu öll hans störf,
jafnt heima fyrir sem í annarra
þágu. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum en lét
aldrei pólitískt moldviðri byrgja
sér sýn. Víðsýnn, margfróður,
ræðinn og skemmtilegur í tilsvör-
um, hélt hann meiningu sinni og
treysti betur eigin dómgreind en
áróðri annarra. Hann var mála-
fylgjumaður og lét vel að fá aðra
til að hugsa rökrétt og sjáandi.
Þar gerði hann engan mannamun
og talaði tæpitungulaust jafnt við
unga sem aldna. Börn og ung-
lingar sóttu til hans mikla speki.
Það var gott að vera í návist
þeirra Akrahjóna og frá þeim
fóru allir bjartsýnni, fróðari og
skyggnari á rök tilverunnar. Það
eru þessi mannbætandi áhrif, er
frá þeim stafaði, sem lifa þótt þau
deyi. Lifa og lýsa skyldum og
vandalausum, minna á skyldur
okkar hinna að skila okkar hlut-
verki ekki lakar af hendi,
sem tengiliður til næstu
kynslóðar. Okkar uppeldi,
aðbúð og efnahagur gefur langt
um meiri möguleika, en hvernig
höfum við unnið úr þeim. Gefum
við börnum og unglingum jafn
trausta leiðsögn og fyrirmynd?
Um leið og við þökkum sam-
fylgdina, alúðina og hlýjuna,
fylgir söknuðurinn, spurningarn-
ar og ábyrðartilfinningin, eins
og skuggi, ófarna leið. Blessuð sé
minning þeirra Stóru-Akra-
hjóna, Björns og Sigríðar.
Guðríðiir B. Helgadóttir
■ Á síðastliðnu hausti létust
með skömmu millibili hin öldnu
heiðurshjón á Stóru-Ökrum í
Blönduhlíð í Skagafirði, þau Sig-
ríður Gunnarsdóttir og Björn
Sigurðsson. Mér er bæði ljúft og
skylt að minnast þeirra með fá-
einum orðum, þar sem Sigríður
var föðursystir mín, og bæði voru
þau hjón fædd og uppalin hér í
Syðra-Vallholti. Þau voru búin
að lifa langa ævi og gifturíka, í
sátt og samlyndi ævilangt, e.t.v.
lengur og betur en mörg önnur
hjónin, þar sem bæði voru þau
komin á tíræðisaldur, og höfðu
verið samvista í starfi og leik allt
frá því að þau litu lífsins ljós. Þau
voru fædd á sama árinu, hann í
Austurbænum en hún í Vestur-
bænum í Syðra-Vallholti, fáum
vikum síðar. Hér lifðu þau sín
æsku og unglingsár, unz þau flutt-
ust austuryfir Vötn, til fullorðins-
áranna, og bjuggu rausnarbúi
langa tíð á Stóru-Ökrum í
Blönduhlíð, því fornfræga höfuð-
bóli. Svo voru þau samrýmd, sátt
við lífið, tilveruna og dauðann,
að þegar annað þeirra hvarf á vit
hins ókunna yfirum móðuna
miklu, þá fylgdi hitt þegar eftir,
svo að aðskilnaðurinn varð ein-
ungis fáeinir dagar.
Feður þeirra hjóna er hér er
minnst, voru bræður, og bjuggu
að Syðra-Vallholti, en faðir
þeirra skipti á milli þeirra jörð-
inni. Það bendir til þess að báðir
hafi þeir viljað vera í Vallholti,
enda þótt þeir ættu ítök í, og aðr-
ar jarðir, og e.t.v. má segja að á
tímabili hafi þeir átt jarðir þvert
yfir Skagafjörð, má þar til nefna
Stóru-Akra og Brekkukot í
Blönduhlíð, Mikley, Syðra-
Vallholt, Borgarey, Krithól og
Kirkjuhól vestan Vatna, en allar
þessar jarðir, og raunar fleiri,
voru einhvern tíma í eigu þeirra.
Þeir voru af Skíðastaðaætt, sem
kennd er við Skíðastaði á Laxár-
dal ytri, og er þessi ætt allfjöl-
menn um Skagafjörð og e.t.v.
víðar.
Björn Sigurðsson var fæddur
hinn fjórða dag ágústmánaðar
árið 1894, og var því á nítugasta
og öðru aldursári, þegar hann
lést, 21.10. s.l. Hann var sonur
Sigurðar Gunnarssonar, bónda í
Syðra-Vallholti og Herdísar Ól-
afsdóttur.
Sigríður Gunnarsdóttir var
fædd hinn 21. dag nóvember, árið
1894. Voru þau hjón því jafn-
aldra, hann fáum mánuðum eldri
í árinu. Sigríður var dóttir Gunn-
ars Gunnarssonar, bónda í
Syðra-Vallholti og víðar, og konu
hans, Ingibjargar Ólafsdóttur frá
Kálfárdal. Dánardægur Sigríðar
var lO.lO.s.l., og var hún þá nær
91 árs gömul. Aldur þessara
sæmdarhjóna var því orðinn hár,
og miklu lífsstarfi lokið á því
langa og farsæla æviskeiði.
Ekki er að efa að oft hefur ver-
ið glatt á hjalla meðal ungling-
anna sem voru að alast upp á
heimilunum tveimur í Vallholti, á
fyrstu árum þessarar aldar, þar
sem var margt af ungu og uppvax-
andi fólki og vart steinsnar á milli
bæjanna. Þeir voru byggðir upp
skömmu eftir aldamótin, að ég
held 1907 eða 1908, og í Vestur-
bænum var gerð svo stór bað-
stofa, sem hét á þeirrar tíðar vísu,
að þar kom fólkið í sveitinni sam-
an til fagnaðar, og dansaði stund-
um allt fram undir næsta dag,
undir dunandi hljóðfalli einfaldr-
ar harmonikku, sem ég hygg að
heimilið hafi átt. í Austurbænum
voru svo veitingarnar fram born-
ar af rausn og örlæti. Þangað
hljóp dansfólkið á milli dansa, að
kæla sig og svala þorstanum.
En þetta er allt löngu liðin tíð.
Fyrir mitt minni voru þessar sam-
komur af, baðstofan góða hólfuð
í tvennt, og nú er hún ekki lengur
til. Horfin - eins og svo margt
annað sem var og hét í þjóðlífi
okkar til forna.
Sigríður og Björn gengu í
hjónaband og hófu búskap á
Stóru-Ökrum í Btönduhlíð árið
1919, í gamla Akrabænum. Þar
var einnig tvíbýli, og voru mót-
býlingarnir frá árinu 1922, Jóel
Jónsson, sem nú er nýlátinn í
hárri elli, og kona hans Ingibjörg
Sigurðardóttir, hálfsystir Björns á
Ökrum, látin fyrir nokkrum
árum. Blessuð sé minning þeirra.
Á Stóru-Ökrum bjuggu þau
Björn og Sigríður snotru myndar-
búi um langa tíð, allt þar til að Sig-
urður sonur þeirra tók við bús-
forræði. Þau byggðu sér íbúðar-
hús úr steini snemma á árum, og
hafa búið í því æ síðan, þar til fyr-
ir tveimur árum, að þau flúðu Élli
'kerlingu og fluttu til Sigurðar
sonar síns og konu hans, Maríu
Helgadóttur, á heimili þeirra í
Akratorfu.
Þau Sigríður og Björn áttu
góða heilsu allt fram undir hið
síðasta. Hann átti þó við nokkra
vanheilsu að stríða nú síðasta
árið, og var þó ekki búinn að
dvelja lengi á sjúkrahúsi, þegar
kallið kom. Hinsvegar má segja
að Sigríður hafi verið eins og
blómi í eggi til hinstu stundar.
Hún kenndi sér einskis meins, var
alltaf kát og glöð, og töldu hinir
nánustu að hún lifði mann sinn.
En enginn veit sína ævina fyrr en
öll er. Síðasta hérvistarkvöld
hennar, brá hún vana sínum,
fékk aðsvif og var fylgt til hvílu og
fékk þegar hægt og rólegt andlát.
Hringt var í lækni þegar, sem
kom að vörmu spori, en hún var
þá látin.
Hversu gott er ekki svo að
deyj a - ganga rólega og æðrulaust
fram fyrir Drottin sinn. Blessuð
veri minning þessara mætu
hjóna, sem með lífi sínu og hátt-
erni sýndu samborgurunum svo
gerla, hversu lífið er gott og
fagurt, þegar vel er að öllu staðið
með samhentum huga og glöðu
geði, sem þau áttu í svo ríkum
mæli.
Börn þeirra Sigríðar og Björns
á Ökrum eru 5. Elst er Gunnfríð-
ur, húsfreyja á Þorleifsstöðum í
Blönduhlíð, gift Hólmsteini Jó-
hannessyni bónda þar, og eiga
þau 4 uppkomin börn. Onnur
dóttirin er Ingunn. Hún er gift
Geir Axelssyni, bónda ogbifreið-
arstjóra. Bjuggu þau lengi í
Brekkukoti, en eru nú búsett á
Sauðárkróki. Börn þeirra eru 7.
Herdís er þriðja dóttirin, gift
Sveini Jóhannssyni, bónda og
verslunarmanni á Varmalæk, og
eiga þau 6 böm. Yngstir eru tvíbur-
arnir, Gunnar og Sigurður.
Gunnar er giftur Ragnheiði Jóns-
dóttur og bjuggu þau framan af
árum í Sólheimum í Blönduhlíð
en hafa átt heimili í Reykjavík nú
um allmörg ár. Þau eiga 4 börn.
Sigurður er giftur Maríu Helga-
dóttur frá Tungu í Gönguskörð-
um. Þau búa á Stóru-Ökrum, og
eiga 9 börn. Hann er orðinn stór
og myndarlegur, afkomendahóp-
urinn þeirra Björns og Sigríðar á
Ökrum, alls 73 afkomendur í
dag. Þau hafa átt miklu lífsláni að
fagna, og þau hafa lagt stóran og
góðan skerf til framtíðar þessa
lands.
í fyrravetur kom hér sönghóp-
ur að sunnan norður yfir heiðar
að skemmta okkur í skammdeg-
inu. Þau kölluðu sigNorðanbörn,
og það er skemmtilegt að segj a frá
því að gömlu hjónin á Ökrum
voru afi og amma allflestra söngfé-
laganna. Það er ekkert efamál, að
það er söngur í Skíðastaðaætt-
inni. Gunnar sonur þeirra var
söngstjóri sönghópsins, og hann,
ásamt Valgerði dóttur sinni, söng
yfir moldum gömlu hjónanna í
Miklabæjarkirkj u.
Björn á Ökrum var góður og
farsæll bóndi. Hann átti ekki
margt fjár, en fór vel með og
hafði fullan arð af hverjum grip.
Ég minnist þess, að meðan hann
hafði hross í Mikley, þá þótti mér
folöldin hans bera af öðrum hér
vestan vatna.
Björn var farsæll í störfum, at-
hugull og gætinn, og hugði vel að
hverju máli. Á hann hlóðust op-
inber störf fyrir sveitarfélagið.
Hann sat í hreppsnefnd, varlengi
fulltrúi sveitar sinnar á fundum
Kaupfélags Skagfirðinga. Fleira
mætti og nefna, þótt það verði
ekki gert hér.
Það er mjög misjafn hæfileiki
manna til að tjá sig, og koma
fram. Sumir eru svo gott sem
fæddir mælskumenn, aðrir eiga
„mjög tregttungu að hræra“, og
alkunna er hversu samræðuhæfi-
leiki manna er misjafn. Ég hygg
að í þessum efnum hafi Björn á
Ökrum staðið framar mörgum
manninum, því hann hafði mjög
góða samræðuhæfileika. Hafði
alltaf frá einhverju að segja, var
áheyrilegur og skemmtilegur í
samræðu. Ég heyrði einu sinni
gegnan og góðan dreng, genginn,
segja svo um Björn á Ökrum:
„Mér finnst Björn á Ökrum hafa
meiri og betri samræðuhæfileika
en gengur og gerist um menn.“
Ég fullyrði ekki að þessi orð séu
.nákvæmlega eftir höfð, en mein-
ing þeirra var þessi.
Sigríður á Ókrum var mikil og
góð húsmóðir. Hún hafði stórt
heimili, nær í þjóðbraut, þar sem
var símstöð og póststöð stórrar
i sveitar um langt skeið. Þar var
því gestkvæmt, og öllum sinnti
Sigríður af sönnu ljúflyndi og
eljusemi. Þar var gott að koma,
og þess munu margir minnast frá
liðnum árum. Sigríður á Ökrum
var þar eins og drottning í ríki
sínu, ljúf og glöð, reiðubúin að
leysa hvers manns vanda með
glöðu geði.
Þau hjón voru vel á sig komin,
bæði andlega og líkamlega, höfð-
ingjar í sjón og reynd. Þau hafa lif-
að langa ævi og lagt af mörkum
góðan skerf til hags og frama
þessarar þjóðar. Megi líf þeirra
verða öðrum til eftirbreytni. Ég
vil votta þeim mitt innilegasta
þakklæti fyrir allt og allt, og að-
standendum samúð mína. Bless-
uð sé minning þeirra.
Gunnar Gunnarsson,
Syðra-Vailholti