NT - 14.12.1985, Blaðsíða 14

NT - 14.12.1985, Blaðsíða 14
 mr Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 18 LlL Umsögn Aðalheiðar saga Lífssaga baráttukonu. Inga Huld Hákonardóttir rekur fcril Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur. Vaka - Helgafell 1985. 229 bls. ■ Fyrsti kaflinn í sögu Aðalheið- ar Bjarnfreðsdóttur ber yfirskrift- ina „Er eitthvað að borða?“ og það vel við hæfi. Aðalheiður ólst upp í mikilli fátækt austur í Meðallandi. í upphafi bókar lýsir hún á næsta átakanlegan hátt allsleysi bláfá- tæks barnafólks á fyrri hluta aldar- innar. Hún greinir frá bernsku sinni og æsku, frá foreldrum og systkinum og lýsir glögglega heim- ilisháttum á bernskuheimili sínu. Hún segir frá fyrstu kynnum af kenningum sósíalista, frá veru í Vestmanneyjum, vonlitlu hjóna- bandi og frá dvöl á Vífilsstöðum. í öðrum þætti greinir frá fátækt- arbasli í Reykjavík, búskap fyrir austan fjall, frá ýmiss konar félags- starfi og frá undirbúningi kvenna- frídagsins fræga árið 1975. Þriðji þáttur fjallar um þátttöku Aðalheiðar í verkalýðsbaráttunni og greinir þar ýtarlegast frá starf- inu í Sókn, en einnig frá starfi í samninganefndum, frá setu á ASÍ þingum og framboðum þar. Því er ekki að neita, að lífssaga Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur er fyrir flestra hluta sakir mjög at- hyglisverð. Hún er sögð af hispurs- leysi og stórskemmtilega skrifuð. Aðalheiður hefur kynnst margvís- legum erfiðleikum í lífinu, hún er alin upp í sárri fátækt, hefur lengst af ævinnar unnið erfiðisvinnu og á síðari árum tekið virkan þátt í bar-' áttu þeirra sem minnst mega sín fyrir bættum kjörum. Þar - á vett- vangi félagsmálanna - hefur hún unnið feikimikið starf, sem seint mun fullþakkað. Við lestur þessarar bókar mun engum dyljast, að Aðalheiður hef- ur alla tíð verið mjög stéttvís. Hún byrjaði að taka þátt í verkalýðsbar- áttunni á unga aldri í Vestmanna- eyjum og þótt nokkuð hlé yrði á störfum hennar þar um skeið getur engum dulist, að hún studdi ávallt þá sem minna máttu sín. Af frá- sögn hennar er ljóst, að hún á afar sterka réttlætiskennd og það er réttlætiskenndin, sem rekur hana áfram í baráttunni, miklu fremur en einhver pólitísk sannfæring. Eins og áður sagði, er þessi bók stórskemmtilega skrifuð. Aðalheið- ur býr yfir sérkennilegri frásagnar- gáfu, hún lýsir fólki og atburðum á mjög ljósan hátt, dregur ekkert Ásgeir Hvítaskáld: Froskurinn sem vildi fljúga - barnaleikrit á kassettu ■ „Froskurinn sem vildi lljúga", heitir nýtt barnaleikrit eftir Ásgeir Hvítaskáld, og kom það nýlega út á kassettu. Þeir Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason leika aðalhlutverkin, en auk þeirra fara Klemens Jóns- son og Elfa Gísladóttir með hlut- verk í leikritinu. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson. „Leikritið fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um frosk sem dreymir um að læra að fljúga" sagði höfundur í samtali við NT, en þegar hann loks fær vængi, kemst hann að raun um að það er ekkert skemmtilegra að kunna að fljúga en kafa, þannig að hann tekur á ný upp sína fyrri lífshætti. Æ tli að það megi ekki segja að í þessu sé dálítill boðskapur.“ Er þetta fyrsta leikrit Ásgeirs ■ „Byrjaöur að spá í leikrita- gerð,“ segir Ásgeir Hvítaskáld, en frumraun hans á því sviði hefur fengið góðar viötökur. NT-mynd: Svcrrir. Hvítaskálds, sem hingað til hefur mest fengist við skáldsagna- og Ijóðasmíð, en sagði hann að leikritið hefði fengið betri viðtök- ur en hann þorði að vona. „Kassettuútgáfan er þegar á sléttu, og fer líklega að borga sig innan tíðar með þessu áframhaldi hún er seld í flestum hljómplötu- verslunum og ég er núna að reyna að koma henni í bókaverslanir. Mér finnst það vera mjög gott án þess að hafa eytt krónu í auglýs- ingakostnað. Svo er það stærsti kosturinn við þetta að geta hreinlega framleitt þetta samhliða eftirspurn, því að ef hún verður mikil tek ég upp á spólur í samræmi við það, þannig að áhættan við það að eiga stafla af þessu á lager, er engin. Þessa dagana hef ég ekki undan að setja leikritið á kassettur." Að lokum sagði Ásgeir Hvíta- skálda tvær skálsögur væru í smíðum hjá honum, en auk þess væri leikritagerð farin að heilla hann, einkum eftir að frumraun hans á því sviðinu fékk þessar ágætu viðtökur. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. undan og hikar ekki við segja álit sitt á mönnum og málefnum. Mörgum kunna að þykja ýmsir dómar hennar yfir samverkamönn- um í verkalýðsforystunni harðir og vinnubrögðin, sem hún lýsir við samningagerð næsta fáránleg. Þar mun þó ekkert ofsagt. Inga Huld Hákonardóttir hefur fært frásögn Aðalheiðar í letur og verður ekki annað séð an að hún hafi skilað sínu verki með miklum sóma. Er þó oft í bókum, sem unn- ar eru eins og þessi, erfitt að greina í sundur hlut sögumanns og skrá- setjara. Fjölmargar myndir prýða bók- ina og állur frágangur hennar er með ágætum. Jón Þ. Þór Spennum beltin ALLTAF ekki stundum Þjóðkunnir menn fjalla um Jónas frá Hriflu ■ Komin er út bók í tilefni af aldarafmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þar sem þjóðkunnir menn fjalla um og segja frá lífi og starfi hins mikla stjórnmála- skörungs. Gylfi Gröndal hefur annast útgáfuna og skrásett hluta efnisins. Höfundar og viðmælendur eru 26 talsins: Valur Arnþórsson Er- lendur Einarsson, Indriði G. Þor- steinsson, Árni Bjarnarson, Finn- ur Kristjánsson, Þórir Baldvins- son, Þórarinn Þórarinsson, Jónas Pálsson, Eggert Þór Bernharðs- son, Guðmundur Sveinsson, Sig- urvin Einarsson, Jón Sigurðsson skólastjóri, Baldvin Þ. Kristjáns- son, Haraldur Ólafsson, Halldór E. Sigurðsson, Helgi Skúli Kjart- ansson, Jón Baldvin Hannibals- son, Andrés Kristjánsson, Har- aldur Matthíasson, Aðalgeir Kristjánsson, Þór Whitehead, Leifur Sveinsson, Albert Guð- mundsson, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Auður Jónasdótt- ir og Gerður Steinþórsdóttir. Hér er um safnrit að ræða, sem hefur að geyma erindi, greinar, ræður og viðtöl við samferða- menn. Efnið er aðallega tvenns konar: Annars vegar fræðileg umfjöllun um einstaka þætti í stjórnmálastarfi Jónasar, en hins vegar persónulegar minningar manna. sem þekktu hann vel og störfuðu með honum. Margt af efni bókarinnar hefur ótvírætt heimildargildi og verður kær- komið, þegar fram líða stundir og farið verður að rannsaka feril Jónasar með vísindalegum að- ferðum. í eftirmála bókarinnar, sem Gylfi Gröndal skrifar, segir með- al annars: „Jónas frá Hriflu var umdeildur stjórnmálamaður... Æ fleiri gera sér þó ljóst, hvílíkur tímamótamaður hann var og hve staða hans í þjóðarsögunni er sterk. Menn hafa smátt og smátt áttað sig á því, hve lífsstarf hans var margþætt og mikilvægt. Valda- dagar hans á vettvangi stjórnmál- anna voru ekki ýkja margir, en það er með ólíkindum, hve miklu hann kom í verk. Merki um stór- hug hans og framsýni sjást enn um land allt.“ Samband íslenskra samvinnufé laga gefur út bókin „Á aldaraf- mæli Jónasar frá Hriflu“, en hún er 264 bls. að stærð, prýdd fjöl- mörgum myndum, þar af nokkr- um litmyndum. Upplag er tak- markað og bókin verður ekki endurprentuð. Hún fæst í flestum bókaverslunum, einnig hjá Fræðsludeild Sambandsins, Lindargötu 9A, sími 26344. ■ Jónas frá Hriflu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.