NT


NT - 31.12.1985, Síða 2

NT - 31.12.1985, Síða 2
Þriðjudagur 31. desember 1985 2 Árið 1985: 52 íslendingar létust í slysum ■ Fimmtíu og tvcir Islendingar lct- ust af slysförum á árinu sem er að líða. Árið 1984 lctust fimmtíu ís- lendingar af slysförum. Fimm lctust erlcndis á árinu, og cr það þremur flcira en 1984. Tuttugu og fimm manns lctust af völdum umfcrðarslysa, þar af tvcir crlendis. Pctta er sama tala og árið 1984. Fjörtán manns lctust af völd- um sjóslysa og drukknana og cr það fjórum færra cn 1984. Mcsta aukningin varð á dauðsföll- um af völdum ýmissa slysa, cn þrctt- án manns létu lífið af ýmsum slysum. Árið 1984 fórust scx af völdum ýmissa slysa, svosem vinnuslysa, lík- amsárása og annarra ástæðna. Þrjú sjóslys urðu á árinu. Velb. Ber- vík SH 43 frá Ólafsvík fórst skammt undan Rifshöfn þann 27. mars. Með honum fórst fimm manna áhöfn. Kvistur SK 58, fimm tonna plast- bátur l'rá Sauðárkróki sökk á Skaga- firði. Mannbjörg varð og var áhöfn- inni, þremur mönnum, bjargað um borð í Blátind SK 88. I>á varð mannbjörg þcgar fær- cyska flutningaskipið Rona frá Klakksvík fórst út af Dalatanga. Áhöfn skipsins, l'jórir menn komust í björgunarbát og þaðan um borð í eitt af leitarskipunum, Svcinborgu Sl 70. Læknisþjónusta hækkar í verði ■ Heilbrigðis- ogtrygginga- málaráðuneytið hefur gcfið út nýja vcrðskrá varðandi grciðslur sjúkratryggðra. Hcr cftir þarf sjúklingur að grciða 100 krónur fyrir viðtal á læknisstofu cn var áður 75 krónur. Vitjun læknis til sjúk- lings kostar sjúklinginn liins vcgar 180 krónur cn kostaði áður 140 krónur. Pcgar sjúklingur þarf að leita til sérfræðings þá skal hann samkvæmt hinni nýju verðskrá greiða 325 kónur cn sú upphæð var áður 270 krónur og röntgengreining sem kostaði áður 195 krónur kostar nú 325 krónur. Sjúkraflutningar til og frá sjúkrahúsi kostuðu sjúklinga áður 700 krónur cn hækka nú upp í 1100 krónur. Nýtt og ódýrt. mco þurrkan í tjflinn í bátinn á vinnustaðifnt á heimilið ... »sumarbústaotnn* i ferdalagíð og fl. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur. ■ Embættismenn bera útrcikninga sína undir ráðherra. F.v. Þórður Eyþórsson, deildarstjóri, Jón B. Jónasson skrif- stofustjóri, Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Sigurðsson for- stöðumaður Þjóðhagsstofnunar. Þorskaflahámark hækkar í sóknarkvóta Kvótinn: - sjávarútvegsráðuneytið gefur út reglugerð ■ Gefin hcfur verið út reglugerð um stjórn botnfiskveiða árið 1986, og kemur reglugerðin í framhaldi af lögum um fiskveiðistjórnun sem samþykkt voru í Alþingi þann 19. desembcr sl. í hcild sinni hafa ekki orðið grundvallarbreytingar á lögum og reglum um fiskveiðar frá því í fyrra, nema að nú cru meginatriði fiskveiðistjórnunarinnar bundin í lög tiltveggjaára og hlutverk rcglu- gcrðar að sama skapi minna. t>ó má nefna ýmsar breytingar sem koma fram í þessari reglugerð og nýsam- þykktum lögum. Almennt hefur sú breyting orðið að sóknarmark er gerður fýsilegri kostur cn áður. Þorskaflahámark hjá þeim sem velja sér sóknarmark hækkar um 10% á næsta ári hjá öllum flokkunr skipa, og þorskaflahámark hjá skip- um á suðursvæði hækkar hlutfalls- lega meira en hjá skipum á norðursvæði. Er þetta gert til að draga úr mismun sem skapast hcfur á milli þessara svæða m.a. vegna minnkandi karfaafla. Þá verða þær breytingar á sóknar- dagafjölda báta að hann verður auk- inn um 5 daga á tímabilinu apríl- mars eða tímabilinu apríl-maí fyrir þá sem hafa enga sóknardaga á fyrr- greinda tímabilinu. Togbátar yfir 100 brl. senr cingöngu stunda tog- veiðar fá aukningu sem ncmur 25 dögum til samræmis við minnstu togarana. Þær breytingar verða á rétti til framsals aflamarks, að framsalsrétt- ur á botnfiskkvóta þeirra rækju- skipa, sem frystu cigin afla um borð, skerðist sem svarar hálfri þyngd rækjuafla skipsins. Þá er óheimilt að framsclja aflamark skips, sem ekki hefur verið haldið til veiða 1985. Loks er loðnuskipum, sem jafnframt hafa rækjuveiðileyfi óheimilt að framselja aflamark sitt. Loðnuskip eiga nú aðeins kost á botnfiskveiði- leyfi með aflamarki. Heildaraflamark fyrir einstakar fisktegundir er sem hér segir: Þorsk- ur 300 þús. tonn; ýsa 60 þús. tonn; ufsi 70þús. tonn;karfi 100 þús. tonn; grálúða 30 þús. tonn. Ýmsar aðrar breytingar koma fram í reglugerðinni, og má þar nefna heimild til að veita nýjum skipunt, sem smíði var hafin á hér á landi fyrir árslok 1983, veiðileyfi er miðist einkum við veiðar á vannýtt- um tegundum. Þetta merkir að raðskipin svoköll- uðu sem íslenskar skipasmíðastöðv- ar hafa ekki getað selt, m.a. vegna þess að þessi skip hafa ekki haft kvóta, eiga nú möguleika á að fá ein- hvern kvóta. Sjávarútvegsráðuneytið mun á næstu dögum senda útgerðum upp- lýsingar sem gera þeini kleift að velja á milli sóknarmarks og aflamarks. Vilji útgerðir velja sóknarmark, þurfa tilkynningar þess efnis að hafa borist ráðuneytinu fyrir 20. janúar. að öðrum kosti verður skipum út- hlutað aflamark. „Menn verða að læra af þessu“ segir Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði ■ Svartolían, sent rann í Scyðis- fjörð þcgar snjóflóð skcmmdi birgðatank Olís við loðnubræðslu Hafsíldar, hefur þokast út fjörð- inn undan vcsfanátt sem ríkt hef- ur að undánförnu. Þorvaldur Jöhannsson bæjar- stjóri scgirað fréttirhafi borist frá Dalatanga og þar hafi mcnn orðið varir við stóra olíuflekki í fjörum og úti á firðinum. Mjög illa hefurgcngið að ná olí- unni upp þrátt fyrir mikla vinnu sem í það hefur verið lögð. „Það verður að segjast eins og cr að það virðist ekki vera til út- búnaður í landinu sem ræður við svona verkefni. Viðfcngum mjög færa menn frá Siglingamálastofn- un til liðs við björgunarsveitar- menn hér á staðnum en útbúnað- urinn sem notaður var virtist ekki koma nema að litlu gagni og það er íhugunarefni. Þctta slys hefði heldur ekki þurft að koma fyrir ef öryggisreglum hefði veriö fylgt. Menn verða að læra af þessu og bæjaryfirvöld munu krefjast þess að betur verði búið að málum.“ Á Seyðisfirði hefur verið reist- ur stór olíutankur sem tryggilega er varinn og hann dugar fyrir hrá- olíubirgðir allra olíufélaganna. „Við munum fara fram á að hann verði notaður og betur verði gengið frá svartolíutönkunum tveimur sem notaðir eru þannig að svona slys komi ekki fyrir aftur. ■ Þrír skákmenn urðu efstir og jafnir í Útvegsbankaskákmótinu sem haldið var uni helgina, þeir Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins og Guðmundur Sigurjónsson. I 4.-5. sæti urðu Friðrik Ólafsson og Elvar Guðmundsson með 13 vinninga. Alls tóku 18 skákmenn þátt í mótinu. Á myndinni sést Helgi Ólafsson tefla við Jón Þorsteinsson og í baksýn situr Ingvar Ásmundsson. NT-mynd Róbert. ■ Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út í gærdag, vegna sinu- elds í Laugardalnum. Um tíma var óttast að eldurinn kæmist í Skrúðgarðinn í Laugardal. Slökkvilið afstýrði því að svo færi. „Borgarinn" lét sitt ekki eftir liggja, og hringdu um þrjá- tíu manns til slökkviliðsius á um fimm mínútum, og tilkynnti um eldinn. Ekki er vitað hverjir kveiktu eldinn en grunur leikur á | að unglingspiltar hafi átt hlut að máli.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.