NT


NT - 31.12.1985, Síða 3

NT - 31.12.1985, Síða 3
Þriðjudagur 31. desember 1985 3 Ríkissaksóknari: „Enginn einstaklingur brotlegur“ þó borgaryf irvöld brjóti heilbrigðisreglugerð • ■ Pórður Björnsson ríkissak- sóknari treystir sér ekki til að hefj- ast handa varðandi rannsókn á meintu broti borgaryfirvalda í Reykjavík í frágangi skólplagna. Fyrir rúmu ári fór einn blaðamanna NT, Jón Ársæll Þórð- arson, fram á það við ríkissaksókn- ara að það yrði rannsakað hvort borgaryfirvöld væru ekki að brjóta heilbrigðisreglugerð nr. 45 frá 1972 með því að skólplagnir í Reykjavík ná ekki út fyrir stórstraumsfjöru- borð eins og kveðið er á um í reglu- gerðinni. Eftir að málið hefur verið í at- hugun hjá ríkissaksóknaraembætt- inu í rúma tólf mánuði komst ríkis- saksóknari að þeirri niðurstöðu „að eigi verði leyst úr vandamálum vegna vangerðra frárennslislagna í höfuðstaðnum með því að leita uppi brotlegan einstakling til að leiða hann til refsingar" eins og seg- ir í bréfi ríkissaksóknara. Kæra blaðamannsins var send Hollustuvernd ríkisins og Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu til umsagnar og komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að í kærunni væri sýnt fram á að sumar frárennslislagnir í Reykjavík full- nægi á engan hátt kröfum heil- brigðisreglugerðar. Borgaryfirvöld í Reykjavík þurfa því ekki að hafa áhyggjur af frekari afskiptum ríkissaksóknara- embættisins vegna meintra brota borgarinnar á heilbrigðisreglugerð og geta þar með snúið sér að hátíðahöldunum vegna 200 ára af- mælisins með tilheyrilegri reisn. ■ Ekkja Gunnars Thoroddsen, frú Vala Thoroddsen, afhjúpaði minnismerkið um mann sinn að viðstöddum Davíð Oddssyni, borgarfulltrúum og fleiri. Ni-mvnd Róbert. GunnarThoroddsen: Brjóstmynd afhjúp- uð á Fríkirkjuvegi ■ Sunnudaginn 29. desember 1985 voru 75 ár liðin frá fæðingu Gunnars Thoroddsen og af því tilefni afhjúp- aði frú Vala Thoroddsen brjóstmynd af Gunnari á Fríkirkjuvegi 3 þar scm hann fæddist og bjó til ársins 1948. Davíð Oddsson borgarstjóri skýrði frá því við athöfnina að hjónin Benta og Valgarð Briem hefðu stofnað Minningarsjóð Gunnars Thoroddsen. Tilgangur sjóösins er að veita styrki til cinstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, cða veita verðlaun cða lán í sambandi við rannsóknir, tilraunir cða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála en þau mál lét Gunnar Thoroddsen sérstaklcga til sín taka scm borgar- stjóri. Sjóður þessi verður í vörslu borg- arstjórans í Reykjavíkog ákveður hann úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen eða börn þeirra hjóna meðan þeirra nýtur við og skal úthlutun fara Iram á afmælisdcgi Gunnars, 29. desember. Stofnfé sjóðsins ncmur kr. 1.000.000 og verður það greitt í l'ernu lagi, á stofndegi og á sama degi árin 1986-1988. Höíuöstóll sjóðsins veröur jafnan verötryggöur og eftir 50 ár frá stofnun sjóðsins má úthluta honum öllum í cinu lagi eða fleiri hlutum en verði eignum hans þá ekki ráðstafað að fullu skulu þær rcnna til Borgarspítalans í Reykjavík. Skipulagsskrá m i nningarsjóðsins hefur hlotið staðfestingu forseta ís- lands og eru gjafir til sjóösins frá- dráttarbærar frá tekjum til skatts. Þeim sem vilja lcggja fram gjafir til sjóðsins er bent á að hafa samband við skrifstofu borgarstjóra. í74jyð \''vT/ / " Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri óskar starfsfólki og viðskiptavinum farsœldar á komandi ári Þakkar gott samstarf og viðskipti á árinu, sem er að líða Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.