NT


NT - 31.12.1985, Síða 6

NT - 31.12.1985, Síða 6
s UáUvarl frjáltlyndis, samvinnu og léiagshyggju Úlgelandi: Núliminn h.1. Ritstj.: Helgi Pélursson Ritsljómarlulllr.: Niels Árni Lund Framkvslj.: Guómundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ölalsson Skrifstofur: Siðumúli 15. Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifmg 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tækmdeild 686538 Setning og umbrot: Tcknideild NT. Prentun: Bladaprent h.t. Kvóldsimar: 686387 og 686306 Veri f lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Breyttir tímar ■ Tæpra tveggja ára göngu NT er nú lokið. Þetta síðasta blað ársins er einnig síðasta eintakið af blað- inu. Með NT gerðu menn tilraun til að brydda upp á nýjungum í blaðaheimi hérlendis. Tilraunin mistókst. Hún reyndist afar kostnaðarsöm og mun leggjast með miklum þunga á starfsemi Framsóknar- flokksins sem ábyrgist greiðslur skuldanna með veði í eignum sínum. Með nýju ári hittumst við á ný í Tímanum.Fram- sóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykja- vík hafa bundist samtökum um útgáfu á nýju blaði með þessu gamla og góða nafni. Ljóst er, að nauð- synlegt verður að rifa seglin iítillega án þess að það komi niður á þeirri þjónustu sem blaðinu er ætlað að veita lesendum sínum. Við biðjum lesendur velvirð- ingar á því og vonum að þar verði aðeins um tíma- bundið vandamál að ræða. Barátta á blaðamarkaði er hörð. Blöð miðju og vinstri flokkanna hafa átt við mikla rekstrarörðug- leika að stríða undanfarin ár. Þess vegna eru bundn- ar miklar vonir við þær umræður, sem hafnar eru um aukið samstarf og samvinnu milli blaðanna þriggja, Alþýðublaðsins, Þjóðviljans og nú Tímans. Slíka samvinnu má auka verulega og einnig hefur komið til tals að þeir aðilar, sem standa að þessum blöðum þrem og nokkrir fleiri, mynduðu félag um víðtækan rekstur á sviði fjölmiðlunar. Hver niðurstaða þeirra viðræðna verður, mun koma í ljós á næstu vikum. Lesendum NT eru þakkaðar viðtökurnar og sam- skiptin. Jafnframt leyfum við okkur að vonast til þess, að Tímanum verði vel tekið þegar hann birtist á ný eftir áramót. Öllu starfsfólki NT eru þökkuð vel unnin störf. NT þakkar árið sem er að líða og óskar lands- mönnum velfarnaðar á því ári, sem nú fer í hönd. Blóðug frjálshyggja ■ Eitt síðasta embættisverk menntamálaráðherra Sverris Hermannssonar á þessu ári verður án efa lengi í minnum haft. Blóðugur upp fyrir axlir, haldinn blindu frjáls- hyggjunnar hóf hann árásir á framkvæmdastjóra og starfsfólk Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fram- kvæmdastjóra lánasjóðsins var sl. föstudag gert að segja upp störfum frá og með áramótum. Enn einu sinni sýna ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að þeir svífast einskis til að koma sínum mönnum að í embætti ef þeim býður svo við að horfa. Málefni lánasjóðsins eru nú í mesta ólestri. Sýnt er að á næsta ári verður að skerða útlán sjóðsins allverulega. Til endurskoðunar á lögum og reglum sjóðsins hefur menntamálaráðherra fengið harðasta kjarna frjáls- hyggjuliðsins. Það lið hefur komið ár sinni vel fyrir borð innan ráðuneytisins en sækir enn fastara á og nú þarf aö koma frá fólki sem ekki er haldið sama frjáls- hyggjuofstækinu og þeir. Heyrst hefur að kandídat menntamálaráðherra í framkvæmdastjórastarf lána- sjóðsins sé einn úr hópi þessara frjálshyggjustráka. Því verður ekki trúað að ráðherrar Framsóknar- flokksins láti það óátalið að menntamálaráðherra nái fram vilja sínum í þessu máli. Það verður fylgst með málalokum af framsóknarmönnum um allt land. Þridjudagur 31. desember 1985 6 Steingrímur Hermannsson Um áramót Fyrir því er orðin margra áratuga hefð, að forystumenn stjórn- málaflokka setjast niður um áramót og skrá hugleiðingar, sem birt- ast í blaði viðkomandi flokks. Oftast bera slíkar greinar mjög svip flokksins, enda gjarnan horft á málin frá þeim sjónarhóli. Að þessu er ég ekki að finna, slíkt er eðlilegt. ■ Hinsvegarerekkisíðurnauðsyn- legt að meta þróun þjóðmála á hlut- lægan hátt og án fordóma. í þessum áramótahugleiðingum mínum vil ég bæði leitast við að gera það, og jafn- framt líta á þróun þjóðmála frá sjón- armiði framsóknarmanna. í þcssu skyni kýs ég að skipta stjórnarsam- starfinu í nokkur tímabil. Fyrstatímabil- Hjöðnun verðbólgu Þegar ríkisstjórnin tók við, í maí I983, var verðbólga orðin meiri en þjóðarbúið þoldi. Um það hygg ég að allir geti verið sammála. Slík verð- bólga hlaut að leiða til stöðvunar at-. vinnuvega og atvinnuleysis. Ég hef heldur ekki heyrt neinn and- mæla því, að nauðsynlegt var að ná verðbólgunni hratt niður. Ekki verður urn það deilt, að þetta tókst, og þannig var þjóðinni forðað frá mjög miklum vanda. Um hvað deila menn þá? Deilt er um þær aðferðir, sem beitt var. Ýmsir nefna þær gerræðislegar. Þær voru harðar, undir það get ég tekið. En stundum brýtur nauðsyn lög, og jafn- vel helgasti réttur getur orðið að víkja fyrir meiri nauðsyn. Ég er þeirrar skoðunar, að svo hafi verið í maí 1983. Því er einnig haldið fram, að hjöðn- un verðbólgu hafi öll orðið á kostnað launþega. Þetta er misskilningur. Ef óðaverðbólgan hefði haldist, þá hefðu kjörin fyrst versnað svo um munaði með stöðvun atvinnuvega og atvinnu- leysi. Minni verðbólga er ekki síst í þágu launþega. Kjörin versnuðu vegna þess, að á árunum 1982 og 1983 dróst sjávarafli saman um 17 af hundraði að verð- mæti. Það leiddi til hruns þióðartekna um u.þ.b. 8 af hundraði. A fyrri sam- dráttartímabilum hefði þetta eflaust verið brúað með erlendu láni. Það var ekki gert nú, enda erlendar skuldir orðnar alltof miklar. Þess vegna dróg- ust tekjurnar saman og lífskjörin versnuðu. Ég heyri stundum fullyrt að aðgerð- irnar hafi í raun verið þær sömu og sjálfstæðismenn boðuðu með leiftur- sókninni um árið. Þetta er rangt. Leiftursóknin gerði að vísu ráð fyrir því að afnema vísitölubindingu launa, en jafnframt að samningar, verðlag o.fl. yrði þegar frjálst. Svo var ekki nú. í stað þess voru launahækkanir lögbundnar og hömlur settar á hækk- un verðlags og fjölmargar aðrar hlið- arráðstafanir gerðar. Þetta var gert að kröfu okkar framsóknarmanna, sem reyndar töldum að lögbundnar að- gerðir þyrftu að standa lengur, t.d. í eitt og hálft til tvö ár, þannig að sæmi- legt jafnvægi næðist. Sjálfstæðismenn vildu hins vegar hafa þær sem styst og jafnvel engar. Málamiðlun varð um átta mánuði. Þótt mikill árangur næð- ist á skömmum tíma, virðist mér reynslan hafa sýnt, að rétt hefði verið að halda lögbindingu eitthvað lengur en gert var. Þótt það skipti litlu máli, er loks al- gengt að menn deili um það, hvaða stjórnmálaflokkar eigi helst sök á vax- andi verðbólgu og erlendri skulda- söfnun. Ég hygg að í raun eigi allir stóran þátt í því. Það erstaðreynd, að þessa þróun má rekja allt til stríðsár- anna. Við íslendingar höfum ætíð búið við mjög miklar sveiflur í þjóðar- framleiðslu. Nokkur ár er afli mikill og hagvöxtur góður, en síðan koma erfiðu árin með aflabresti og minni þjóðarframleiðslu. Þessu valda að- stæður í náttúrunni, ekki síst hitastig sjávar. Nokkurn veginn undantekn- ingarlaust höfum við mætt erfið- ieikunum með erlendum lánum og gengisfellingum. Þegar á tímabilið allt er litið frá stríðsárum, er það jafn- framt staðreynd. að erlendar skuldir og verðbólga fara jafnt og þétt vax- andi. Virðist litlu máli skipta hverjir standa við stjórnvölinn. Þessu tímabili stjórnarsamstarfsins lauk vorið 1984. Þá hafði tekist að færa verðbólgu úr um 130 í u.þ.b. 25- 30 af hundraði. Það er mikill árangur, það er óumdeilanlegt. Með því tókst jafnframt að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuvega og atvinnuleysi. Um það verður heldur ekki deilt. í raun og veru er það þessi árangur sem máli skiptir á fyrsta tímabili stjórnarsam- starfsins. Annað tímabil - leitað jafnvægis Eins og storminum fylgir undiralda, hlaut óðaverðbólgunni og margra ára óeðlilegu ástandi í þjóðfélaginu að fylgja rnikill órói. Auk þess gengur þjóðfélagið í gegnum miklar breyting- ar, sem eru óhjákvæmilegar en ekki þrautalausar. Þetta hefur hins vegar tekið lengri tíma en ég fyrir mitt leyti gerði mér vonir um. Eftir að kjarasamningar voru gefnir frjálsir, var þeim að vísu mjög í hóf stillt í febrúar 1984. Það sama verður ekki sagt um samningana um haustið það sama ár. Ýmsir gerðu kröfur til þess að endurheimta fyrri kaupmátt án tillits til þess, að þjóðartekjur höfðu dregist mjög saman. Þetta leiddi að sjálfsögðu til aukinnar verð- bólgu. Umþaðættu menn aðgetaver- ið sammála. Sumir halda því að vísu fram, að sú verðbólga sem fylgdi hafi verið óþörf. Ég verð að viðurkenna, að ég kann ekki ráð til þess að gera at- vinnuvegunum kleift að þola svo mikl- ar kostnaðarhækkanir, sem urðu með launasamningunum í október. Gengisfelling var nauðvörn. Boginn var einfaldlega spenntur um of. Það viðurkenna fjölmargir verkalýðs- leiðtogar. Aukið frjálsræði Því er haldið fram, að á þessu öðru tímabili hafi ýmiss konar óþarfa frjáls- ræði, og jafnvel frjálshyggja, fengið að leika lausum hala. Um frjáls- hyggjuna ræði ég síðar, en mér virðist þetta mjög ýkt. Ýmsir vöruflokkar voru að vísu teknir undan verðákvörðun Verðlags- ráðs. Þetta hefur smám saman verið að gerast á undanförnum árum. Með því er verið að hrinda í framkvæntd lögum, sem Ólafur Jóhannesson beitti sér fyrir sem viðskiptaráðherra fyrir um tíu árum. Ég er sannfærður um, að það er misskilningur, að þetta hafi leitt til umtalsverðrar hækkunar á vöruverði. Smanburður frá einum mánuði til annars sýnir, að þar sem samkeppnin hefur verið, hefur frjálsa vöruverðið síður en svo hækkað meira en hitt, sem enn er ákveðið af Verðlagsráði. Mér virðistjafnframt, að upplýsingar Verðlagsstofnunar um vöruverð hafi verið mjög gagnlegar og leitt til aukins verðskyns almennings. Hins vegar er vafalaust, að stóraukin notkun greiðslukorta hefur leitt til hækkunar á vöruverði, og sömuleiðis of mikil þensla og eftirspurn, ekki síst nú á síð- ustu mánuðum ársins. Vextir Vextir og fjármagnskostnaður hafa verið mikið til umræðu. Það er eðli- legt. Margir hafa haft af þessu þungar raunir. í því sambandi hef ég heyrt ýmsa fullyrða, að vextir væru orðnir frjálsir. Þetta er rangt. Aðeins hluti innlánsvaxta er frjáls. Aftur á móti eru sparibókavextir og allir útláns- vextir enn ákveðnir af Seðlabanka íslands. Því verður hins vegar ekki neitað, að samkeppni banka um sparifé hefur farið mjög út í öfgar og vafalaust auk- ið þrýstingá útlánsvextina. Þeir eru að vísu að nafninu til aðeins rétt raun- vextir, eins og nú er ástatt, nema vext- ir af verðtryggðum útlánum. Hins vegar virðast ýmsar leiðir til að láta lántakendur greiða meira fyrir fjár- magnið, t.d. með afföllum og ýmsum kostnaði, sem reiknaður er. Fyrir þjóð sem er orðin með rúm- lega helming af öllu útlánsfé erlent, og greiðir fyrir það háa vexti, er þetta ekki auðvelt viðfangs. Slíkt fjármagn verður ekki lengur lánað, einsog tíðk- aðist, á lægri vöxtum eða jafnvel með neikvæðum vöxtum innanlands. Vaxtamunurinn var áður greiddur af sparifjáreigendum og skattgreiðend- um, eða einfaldlega með nýju, er- lendu láni. Slíkt er að sjálfsögðu úti- lokað til lengdar. Því er nú jafnframt ákaflega mikilvægt, að innlendur sparnaður aukist. Erlend lán má ekki lengur taka í svo ríkum mæli sem áður tíðkaðist til ýmiss konar fram- kvæmda, og alís ekki til almennrar neyslu. Því verður að byggja á inn- lendum sparnaði. Til þess að svo verði, verða sparifjáreigendur að fá ‘raunvexti af sínu fé. Ég er sannfærður um, því miður, að ódýrt fjármagn eins og var, sé óskhyggja ein. Eina leiðin til að draga verulega úr fjármagn- skostnaði er að lækka verðbólgu. Þar er meinsemdin. Á meðan eftirspurn etir fjármagni er miklu meiri en framboð, er hins vegar nauðsynlegt að hafa sterka stjórn á peningamálum þjóðarinnar. Það hefur ekki tekist sem skyldi, það viðurkenni ég. Vegna þess hve opið hið tslenska þjóðfélag er orðið og nátengt öðrum löndum með miklum erlendum við- skiptum, efa ég ekki, að vextir og fjármagnskostnaður muni, þegar til lengri tíma er litið, þróast hér á landi svipað og í nágrannalöndum okkar. Fullkomlega frjálsir vextir eru hins vegar ekki tímabærir á meðan mikill fjármagnsskortur er og verðbólga margfalt meiri en í viðskiptalöndun- um. Því tel ég mjög mikilvægt, að stjórn peningamála verði um sinn ákveðin og markviss. Að því er m.a. stefnt með þeim frumvörpum, sem nú liggja fyrir Alþingi um nafnskráningu verðbréfa og um verðbréfamarkað- inn. í þeim er gert að skyldu að skrá öll verðbréf á nafn og eftirlit með sölu bréfa stórlega aukið. Ég tel þetta meðal mikilvægustu mála, sem nú eru til meðferðar. fnýju frumvarpi til laga um Seðlabanka íslands, er sú skylda jafnframt lögð á herðar bankans að tryggja að raunvextir hér á landi verði ekki hærri en þeir eru að jafnaði í við- skiptalöndum okkar. Of mikil verðbólga Eins og skilja má af orðum mínum, þykir mér ekki hafa náðst sá árangur í efnahagsmálum á því ári, sem nú er að líða, sem að var stefnt. Segja má, að aðeins hafi tekist að halda verðbólg- unni í skefjum og koma í veg fyrir umtalsverða hækkun erlendra skulda. Að sjálfsögðu er ýmsu um að kenna, bæði innlendu og erlendu. Ég hef nefnt kröfur um aukinn kaupmátt. Þær voru ótímabærar. Af opinberri hálfu hefur ekki tekist að halda nógu föstum tökum, hvorki um fjármál ríkissjóðs, né peningamál almennt. Hækkun Evrópugjaldmiðla og lækkun Bandaríkjadollars hefur að sjálfsögðu valdið verulegum vandræð- um með hækkun á vöruverði og lækk- un tekna útflutningsatvinnuveganna. Gengi Um gengisskráningu hefur verið deilt. Þeir útflytjendur, sem fá greitt í dollurum, hafa ýmsir krafist meiri gengislækkunar. Það er gamla sagan. Mér virðist sú krafa ekki hugsuð til enda við núverandi aðstæður. Gengis- felling kemur því aðeins að notum, að með henni verði tekjur útflytjenda auknar. Hvaðan á sú tekjuaukning að koma? í frystingu skiptast útgjöld þannig, að fiskverð er tæplega helmingur, laun tæplega fjórðungur, og rúmlega fjórðungur er fjármagnskostnaður, orka, umbúðir o.s.frv. Það sem í síð- asta fjórðungnum telst er yfirleitt mjög háð gengi og hækkar því fljót- lega með Iækkun gengis. Varla er því um annað að ræða en að flytja tekjur frá fiskverði og launum. Er líklegt að útgerðin, sjómenn og fiskverkunar- fólk telji sig aflögufært? Það efa ég mjög. Þjóðartekjur eru heldur vaxandi og ég tel mjög ólíklegt að við þær aðstæð- ur náist samkomulag um lækkun launa. Lögbundin tilfærsla kemur

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.