NT - 31.12.1985, Page 14

NT - 31.12.1985, Page 14
Þriðjudagur 31. desember 1985 14 Árið 1985 Nokkrir atburðir þess séðir með gleraugum dagsins í dag ■ Hvernig var árið 1985? eru sjálfsagt margir að spyrja sig þessa dagana. Var þetta gott ár?; gjöfult ár?; merkilegt ár?; vonbrigðaár? Sjálfsagt verða svörin jafn mörg og spyrjendurnir. Það eru atburðir ársins sem móta þetta mat og á þessari og næstu síðum ætlum við að rifja upp nokkra atburði ársins 1985. En jafnframt höfum vjð kannað hvaða þýðingu þeir hafi haft eftir á að hyggja fyrir þá sem atburðirnir snertu beint eða þjóðina í heild. Sjálfsagt sakna lesendur einhverra atvika sem hefðu að þeirra mati verið meira virði að rifja upp en þessir hér. Það verður þá svo að vera. Ungfrú heimur 1985 ■ El' landsmcnn v;cru bcðnir um að rifja upp cftirminnilegasta at- burð ársins I985 myndi sjálfsagt llcstum koma í hug kjör Hólmfríð- ar Karlsdóttur scm Ungfrú heimur 1985 í nóvembcr. Enn cr of stutt síðan til að mcta hvaða þýðingu þcssi titill Hólm- fríðar hcfur fyrir land og þjóö, þó hún sc strax orðin talsverð. En Hólmfríður á eftir að ferðast um allan heim á næsta ári sem fulltrúi Islands. Og að því loknu crekki að cfa að hún hefur skiliö smámynd af Islandi cftir í hugum margra. Viö látum okkur því nægja að Ofbeldismyndbönd gerð upptæk í febrúar fóru lögreglumenn á myndbandaleigur borgarinnar og víðs vega um landið og gerðu upp- tæk myndbönd scm öll voru um hrottalegar líkamsmeiðingar og nauðganir, mannakjötsát, sifja- spell og ýmsan annan sora. Áður hafði kvikmyndaeftirlitið skoðað um 3000 myndir og dæmt þar af 67 óhæfar til birtinga vegna grófs ofbeldis í þcim. Eftirlitið ósk- aði eftir því við innflytjcndur myndbandanna að þeir innkölluðu þessar myndir af leigunum og í ljósi nýrra laga um sýningar á ofbeldis- kvikmyndum, scm tóku gildi fyrir rúmum tveimur árum fór eftirlitið þess á leit við lögregluna að hún að- stoðaði við að fjarlægja þessar myndir. í Reykjavík cinni voru gerðar upptækar á þriðja hundrað myndbönd. öll um fyrrgreint efni. Á blaðamannafundi sem haldinn var stuttu seinna var efni þcssara mynda kynnt og sýnt og var það vægast sagt hroðalegt og sagði þá Madurinn í sprungunni: Varð að dúsa í jökulsprungu í rúma þrjátíu tíma talsmaður eftirlitsins að listi yrði sendur til allra myndbandaleiga svo þær gætu fylgst með hvað væri leyfilegt að hafa á boðstólum og hvað ekki. Níels Árni Lund einn eftirlits- manna sagði að stöðug rannsókn væri í gangi og síðan í febrúar hafa verið um þúsund myndir skoðaðar og hefur eftirlitið dæmt milli 80 og 90 af þeim óhæfar til sýninga vegna ofbeldis. Nýir listar hafa verið sendir út til myndbandaleiganna og sagði Nícls að reynt verði að fylgjast með myndbandaleigum áfram þó einhverjar yrðu auðvitað alltaf útundan. Kvikmyndaeftirlitið hefur nú fengið betra húsnæði á Hverfisgötu 39 og þar er starfsmaður í hálfu starfi og sagði Níels að aðstaðan þar væri langtum betri en áður til að skoða myndir og nú hefur verið skipuð nefnd á vegum fjármála- ráðuneytisins sem á að vinna að samræmingu á vinnubrögðum hjá tollinum og kvikmyndaeftirlitinu, en þetta hefur ekki alltaf farið saman, og má því gera ráð fyrir að meira og betur verði fylgst með því að grófar ofbeldismyndir séu ekki á boðstólum. Þá er bígerð að auka samstarf við barnaverndarnefndir því oft hafa þær þurft að grípa inn í mál sem þessi. birta þessa ntynd af Hólmfríði, sem tekin var þegar lítil frænka hennar fagnaði henni á Keflavíkurflugvelli þegar hún kom aftur til landsins eftir keppnina. Nl-mvnd Svcrrir. Leigubíla- stríð í Reykjavík ■ Hið svokallaða leigubílastríð í Reykjavík náði hámarki laugar- dagskvöldið 9. mars þegar bílar frá Sendibílum h/f voru króaðir af víðs vegar um borgina og bílstjórar frá öðrum stöðvum kærðu akstur þeirra til yfirvalda. Á nokkrum stöðum kom til ryskinga og brotn- uðu framrúður í tveimur sendibíl- anna. Töldu bílstjórar þeirra að skotið hefði verið á þá og kærðu til lögreglu. í rauninni hafa kærumál og ásak- anir gengið á víxl allt árið vegna aksturs greiðabílanna sem hófu akstur í ársbyrjun og aka fyrir lægra gjald en leigubílar gera. Nú í árslok aka um 60 sendibílar hjá Sendibílum h/f og hefur fyrirtækið vaxið þrátt fyrir það stríð sem átt hefur sér stað. Bílstjórar Sendibíla segja að erfitt sé að greina á milii aksturs með fólk og þess að skreppa með pakka eða gera fólki greiða á annan 'hátt fyrir gjald. Lcigubílstjórar hinna stöðvanna segja á hinn bóginn að hér sé um dulbúna farþegaflutninga að ræða og telja sendibílstjórana vera að færa sig inn á lögverndað starfssvið leigubílstjóra með akstri sínum. Erfitt er að segja til um fram- vindu þessa máls en Ijóst er að þrátt fyrir þær orustur sem háðar hafa verið meðal leigubílstjóra á árinu þá sé stríði þeirra ekki lokið. Hefur ekki markað djúp spor í sálarlífið segir Kristján Hálfdánarson Kristján Hálfdánarson tækni- fræðingur lenti í þeirri lífsreynslu í lok maímánaðar að falla niður unt sprungu í Kverkfjöllum og hafðist þar við í 32 klukkustundir þar til honum var bjargað af Slysavarnar- félagsmönnum frá Egilsstöðum. Kristján var á fcrð ásamt tveimur félögum sínum úr Flugbjörgunar- svcitinni á Akureyri og ætluðu þeir yfir þveran Vatnajökul á skíðum. Á evstra Kverkfjalli brast ís- þekja undan Kristjáni og féll hann um 15 metra ofan í jökulsprungu og vegna erfiðra aðstæðna trcystu félagar hans sér ekki að koma honuni til aðstoðar en báðu um hjálp í gegnum talstöð. Fjöldi leitarflokka víðs vegar að af landinu lagði strax af stað en að- stæður voru mjög erfiðar og uppi á jöklinum var norðan bylur og allt upp í 30 stiga gaddur. Seint á laugardagskvöld 30. apríl sáu Slysavarnarfélagsmenn frá Egilsstóðum neyðarblys sem þremenningarnir skutu á loft og skömmu seinna hafði tekist að ná Kristjáni upp úr sprungunni, heilu og höldnu. Þegar NT ræddi við Kristján nú nýlega þar sem hann var að störfum á Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddssen á Akureyri sagði hann að þessi lífreynsla hefði ekki markað nein djúp spor í sálarltf sitt. Hann sagðist halda áfram fjalla- ferðum þegar færi gæfist. Ætlunin hefði verið að fara á þetta sama svæði í sumar til að kanna það í betra veðri en það hefði ekki tekist. „Þegar ég var búinn að átta mig á aðstæðum þarna niðri í sprungunni og búinn að komast að því að fé- lagar mínir höfðu ekki fallið líka leið mér strax bærilega. Ég sá glitta í vatn um 30 metrum fyrir neðan mig og upp úr sprungunni lagði gufu og sterkan brennisteinsþef. Það sem olli mér mestum áhyggj- um voru óhugnanlegir brestir sem heyrðust í jöklinum annað slagið. Það má segja að mesta hættan hafi verið í því fólgin að jökulstykki brotnuðu úr jöklinunt fyrir ofan mig og féllu á ntig. Við kölluðumst á á tveggja tíma fresti og félagar mínir þeir Rúnar Jónsson og Frið- rik Sigurðsson veittu mér andlcgan stuðning á þann hátt," sagði þessi fjallagarpur sem ekki lætur þcssa lífreynslu aftra sig frá því að kljást við óblíða náttúruna á hálendi íslands. ■ Kristján Hálfdanarson á leið til byggða eftir sprunguvistina, ásamt félögum sínuni Rúnari Jónssvni og Friðrik Sigurðssvni. NT-mynd Arni Bjarna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.