NT


NT - 31.12.1985, Side 18

NT - 31.12.1985, Side 18
* » < -» * *r « * * * —. > > «. , _ , . « Priðjudagur 31. desember 1985 18 Hafskipsmáliö: Margþættar afleiðingar stærsta gjaldþrotamáls íslenska lýðveldisins ■ Hafskip er sokkift en eigur gjaldþrotabúsins lóna værðarlega við Reykjavíkurhöfn og bíða þess að tilboðsfrest- urinn renni út þriðja janúar, svo örlög þcirra verði ráðin. NT-mynd Árni Bjarna. Það mál sem bar hvað hæst í um- ræðunni síöustu tvo mánuði ársins, er án efa Hafskipsmálið svokall- aða. Þetta stærsta gjaldþrot í sögu íslenska lýðveldisins á vafalaust eftir að hafa víðtæk áhrif, áhrif sem varla verður séð fyrir enn. Það var í febrúar að fyrsta atriði Hafskipsmálsins árið 1985 var sviðsett. Að ósk Útvegsbankans var ákveðið að efna til hlutafjár- aukningar í fyrirtækinu, hlutaféð átti að auka um 80 miiljónir, úr 15 í 95 milljónir. Á fundi með hlut- höfunum flutti Ragnar Kjartans- son, stjórnarformaður fyrirtækis- ins Krossgötuskýrslu sína. Skýrsla sú var sögð byggð á svartsýnisfor- sendum, en þrátt fyrir þær forsend- ur var framtíðin mjög björt að mati formannsins. Niðurstaða fundarins varð sú að hluthafarnir skrifuðu undir skuldabréf upp á þessar 80 milljónir. í júlí skýlur Hafskip svo aftur upp kollinum þegar Helgarpóstur- inn birtir ítarlega úttekt á stöðu fé- lagsins. Niðurstaða þeirrar úttekt- ar cr sú að skipafélagið sé að sökkva. Ástæðan fyrst og fremst sú að Hafskip hafði veðjað á kolvit- lausan hest, þegar ráðist var í Trans Atlantic siglingarnar í samkeppni við risaskipafélög í Bandaríkjun- um og Evrópu. Forráðamenn skipafélagsins kölluðu skrif HP róg og vísuðu honum á bug, hótuðu að málsækja blaðið, en ekkert varð úr því. Haf- skipsmenn fengu annað að hugsa um. Útvegsbankinn hafði farið fram á skýrslu um stöðu félagsins og kom þá í ljós að hin hagstæða svartsýnis- spá sem bankinn hafði fengið í hendurnar um síðustu áramót stóðst ekki. Hallarekstur Hafskips var miklu verri en nokkurn hafði órað fyrir. Þrátt fyrir það kemst málið ekki í hámæli fyrr en á haustnóttum. Ekki verður gcrð tilraun til að rekja alla söguna hér, yrði þá niegnið af öðrurn atvikum, úrannál ársins að víkja vegna plássleysis, heldur verður reynt að rýna í nokk- ur atriði og kannað hvaða áhrif þetta gjaldþrot eigi eftir að hafa á íslenskt þjóðlíf. Hér vcrður drepið á þrennt sem á eftir að brcytast í kjölfar gjald- þrotsins. í fyrsta lagi, hvaða áhrif það hefur á siglingar til og frá land- inu, þegar Hafskip er út úr mynd- inni? Hafskip var upphaflega stofnað fyrir 27 árum til höfuðs Eimskipafé- laginu. Nú er allt útlit fyrir að erki- fjandinn yfirtaki eigur félagsins og komist í sterka einokunarstöðu á íslenska skipaflutningamarkaðin- um. Ekkert annað félag hefur boð- ið upp á svipaða þjónustu og Eim- skip og má jafnvel búast við því að félagið undirbjóði flutninga ann- arra. Þreifingar Sambandsins nú í haust um stofnun nýs skipafélags með ýmsum aðilum er ekki úr myndinni þó hún hafi verið söltuð í bili. Má fastlegt búast við að henni verið aftur hreyft í vor, þegar fram- tíðarskipulag Samvinnuhreyfing- arinnar verður rætt á aðalfundinum að Bifröst. í öðru lagi er það bankakerfið. Samskipti Útvegsbankans og Haf- skips hafa opnað augu manna fyrir mörgum brotalömum í bankakerf- inu. Bankarnir eru of margir og smáir til að standast kröfur nútím- ans og gcta þjónustað stóra við- skiptavini á borð við Hafskip. Haf- skipsmálið hefur orðið til þess að settur hefur verið forgangshraði í umræðuna um sameiningu bank- anna. Hafa tvær hugmyndir eink- um komið til greina. Önnur er sam- eining Útvegsbankans og Búnaðar- bankans en hin er þó öllu róttæk- ari, að Búnaðarbankinn og Lands- bankinn taki upp nána samvinnu sín á milli en Útvegsbankinn og einkabankarnir og sparisjóðirnir stofni stóran hlutafjárbanka. Bankarnir eru ekki bara of litlir heldur virðist vanta fastmótaðar reglur um viðskipti þeirra við stóra aðila eins og Hafskip, en slíkar reglur eru að finna í öllum ná- grannalöndum okkar. Það eru regl- ur um hversu stórt hlutfall af eigin fé bankans einn viðskiptavinur get- ur fengið lánað. Þá hafa lögin um bankaieyndina fengið mikla gagn- rýni. Þriðja afleiðing þessa máls er svo pólitísks eðlis. Má fastlega gera ráð fyrir að Hafskipsmálið og önnur fjármálahneyksli verði ofarlega á baugi í næstu kosningabaráttu. Það er vitað mál að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt mikilla hagsmuna að gæta í Hafskipsmálinu og verður það vafalaust nýtt af andstæð- ingunum. Einkum hefur þó Al- bertsþáttur Guðmundssonar verið tilnefndur. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þetta væri pólit- ískur banabiti hans en svo er þó ekki að sjá á skoðanakönnun sem Helgarpósturinn birti um síðustu helgi. Hafskipsmálið virðist lítið hafa rýrt traust kjósenda á Albert. Afskipti löggjafarvaldsins af framkvæmdavaldinu hafa verið mikið tii umræðu og m.a. var Bandalag jafnaðarmanna stofnað til að aðskilja algjörlega þarna á milli. Má búast við að þessi um- ræða eigi eftir að rísa aftur í ljósi reynslunnar af Hafskipsmálinu og annarra fjármálahneyksla, þar sem stjórnmálamennirnir hafa verið með putta sína. Þegar hefur komið upp mikil gagnrýni á að stjórnmálaflokkarnir skipi menn í bankaráðin og hafa tveir stjórnmálaflokkar afsalað sér siíkum réttindum, Kvennalistinn og Bandalag jafnaðarmanna. Þá hefur Alþýðuflokkurinn þá reglu að skipa ekki þingmenn í banka- ráðin. Framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins samþykkti svip- aða reglu nú nýverið sem þing- flokkurinn hundsaði þegar skipað var í bankaráð nú í desember. Eins og sjá má á framansögðu mun Hafskipsmálið hafa mikil áhrif og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn, eins og hvert verður tap ríkissjóðs á þessu og hver verð- ur byrði skattborgarans. Okurlánamáliö: Rannsókn lýkur eftir áramótin Sjónvarpið í ágúst: Nýr fréttastjóri og nýr dagskrárstjóri Fyrstu vikuna í nóvember var ungur ntaður úrskurðaður í gæsl- uvarðhald, vegna gruns um okur- lánastarfsemi. Þetta varð upphafið aðeinu umfangsmesta rannsóknar- efni sem rannsóknarlögregla ríkis- ins hefur fengist við. Rannsóknar- lögregla vildi sem minnst um málið segja, en fljótlega varð Ijóst að tug- ir manna voru viðriðnir málið á einn eða annan hátt. Á heimili okurlánarans og á skrifstofu hans fundust veigamikil skjöl sem auðvelduðu rannsókn málsins til muna. Okurlánarinn. Hermann Björgvinsson er sagður vera reglumaður og liélt því gott bókhald. Við húsleit sem gerð var hjá Hermanni fundust miklar fjár- hæðir i ávísunum og erlendum gjaldeyri. Sögusagnir fóru af stað og ntargir voru nefndir. Lögfræðingar, kjöt- kaupmenn, bankamenn og fleiri. ekki fékkst neitt staðfest hjá rann- sóknarlögreglunni. Þcgar fjölmiðl- ar fóru að rannsaka málið kom í Ijós að Hermann var dæmdur fyrir okurlánastarfsemi nú í sumar, í sakadómi Kópavogs. Viðskipti þau sent Hermann stundaði, voru fyrst og frcmst skipti á ávísunum, með mismun- andi innlausnardögum, og upp- hæðum. Gæsluvarðhald yfir Hermann var framlengt fram í desember. Þá var hann látinn laus. Heimildir NT scgja að nú sé Hermann sestur á skrifstofu sína aftur og tekinn til við verðbréfasölu. Rannsóknarlögregla var ánægð með hversu vel gekk að rannsaka málið og í byrjun desember var haft eftir Þóri Oddssyni í blöðun- urn að málið yrði sennilega fu11- rannsakað um áramót. NT hafði sambandi við Hallvarð Einvarðsson rannsóknarlögreglu- stjóra og forvitnaðist um hvað rannsókn liði. Hallvarður sagði að líklega myndi eitthvað dragast fram í janúar að málið yrði sent til ríkissaksóknara. Þórður Björnsson ríkissaksókn- ari sagði í samtali við NT að það samræmdist ekki vinnubrögðum embættisins, að gefa upp nöfn þeirra manna sem yrðu á lista frá rannsóknarlögreglunni. ■ 1 ágúst réði útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson nýjan fréttastjóra og nýjan dagskrár- stjóra innlends efnis í trássi við vilja útvarpsráðs. Þrír fréttamenn sjónvarpsins sóttu um stöðu fréttastjóra, þeir Einar Sigurðsson, Helgi E. Helga- son og Ólafur Sigurðsson. Auk þcirra sótti Ingvi Hrafn Jónsson um stöðuna, en hann starfaði við al- mannatengsl og áður sem þing- fréttamaður sjónvarpsins um tveggja ára skeið. Helgi E. Helgason fékk fjögur grciddra atkvæða en Ingvi Hrafn tvö og réði útvarpsstjóri hann til starfans. Um stöðu dagskrárstjóra voru tveir umsækjendur þeir Tage Ammendrup og Hrafn Gunnlaugs- son leikstjóri. Tage Ammcndrup fékk fjögur greiddra atkvæða í útvarpsráði en Hrafn fékk tvö atkvæði og réði út- varpsstjóri Hrafn til dagskrár- stjóra. Ingvi Hrafn Jónsson tók form- lega við fréttastjórastöðunni af Emil Björnssyni þann I. nóvember sl., en Emil hafði gegnt stöðunni frá upphafi íslenska sjónvarpsins árið 1966. Ingvi sagði að ýmsar breytingar væru á döfinni á fréttastofunni, m.a. væri að koma nýtt fréttasett og mun fullkomnara en nú er til landsins og verður það tekið í gagn- ið fljótlega upp úr áramótum. Um leið verður tölvuvæðing komin í gagnið og mun nýja fréttasettið tengjast henni og að sögn Ingva mun það auðvelda alla frétta- vinnslu frá því sem nú er. Þá sagði Ingvi Hrafn að í bígerð væri að koma með nýja kynningu á fréttunum og einnig nýtt kynning- arlag á undan þeirn, og reynt verð- ur að gera fréttirnar myndrænni og meira lifandi en verið hefur. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri nýráðinn dagskrárstjóri innlends efnis í sjónvarpinu mun taka form- lega við starfinu á gamlárskvöld. Aðspurður um hvort eitthvað nýtt væri á döfinni svaraði hann að ganrlárskvöldið í ár vcrði alís- lenskt, fyrst verða innlendir frétta- annálar, síðan bregða sjónvarps- menn sér á áramótabrennur víðs vegar um borgina. og sjónvarpa beint frá þeim og inn í þær myndir verður fléttað ýmsum söngvum sem Ragnhildur Gísladóttir, Diddú, Kristján Jóhannsson, Kristinn Hallsson og fleiri sjá um. Þá tekur áramótaskaupið við undir stjórn Sigurðar Sigurjónssonar og Egils Eðvarðssonar og síðan mun útvarpsstjóri flytja ávarp sitt og sagði Hrafn að það verði í nýj- um búningi. Að lokum verðursleg- ið upp balli í sjónvarssal undir stjórn Stuðmanna og fleiri gesta og geta landsmenn nú dansað heima í stofu langt fram eftir nýársnóttu. Hrafn sagði að ekki væri búið að ákveða með annað efni en ýmsar hugmyndir væru í gangi sem betur á eftir að vinna úr.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.