Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Page 2
! Orðasamband, oft tengt breskum menningarheimi, hefur verið mér ofarlega í huga síðastliðnar vikur. Það er „fair play“, sem mér finnst óþarfi að snara á íslensku, það er svo vel þekkt í sinni upprunalegu mynd. Orðalagið er oftast notað um íþróttir og framkomu íþrótta- manna í leik. Ég var á fótboltamóti með sex ára syni mínum í byrjun júlí, þar sem mikil áhersla var lögð einmitt á „fair play“. Fyrirmæli sem þjálfarar voru að gefa strákunum meðan á leikjunum stóð voru yfirleitt: „Gefðu boltann áfram,“ „Leyfðu nú bróður þínum að skora, hann var að gefa boltann á þig áðan,“ og fleira í þeim dúr. Ekki heyrði ég kallað: „Þið verðið að vinna,“ eða „Þið eruð betri en hinir“. Það var ekki aðalatriðið. Það þurfti oft að minna strákana á að þeir væru ekki einir á vellinum, að um hópíþrótt væri að ræða. Í lok leiksins var krökkunum kennt að taka í höndina á mótleikurum og þakka fyrir skemmtilegan leik. Mótið snerist ekki um að vinna, heldur um að vera með og hafa gaman af. Fyrir ferðina var meira að segja lesið yfir okkur foreldrunum og leið- beiningar gefnar um hvernig við ættum að haga okkur. Og ekki veitti af. Mér skilst að framkoma foreldra á íþróttamótum krakka hafi farið batnandi. Forvarnir bera árangur. „Fair play“ snýst um að fara eftir reglum, virða mörk og andstæðinginn eða mótleikara. En fyrir utan krakkamót er því miður ekki að sjá að „fair play“-reglan hafi verið virt í samfélaginu síðastliðna mánuði. Það sem við fyrstu sýn virtist vera frekar einföld regla eða öllu heldur lög, skrifuð á einn blaðsíðuhelming, breyttist allt í einu í ótæmandi tilefni til deilna. Ekki var tekið tillit til leikreglna, að vera með var ekki aðalatriði. Rökum og mótrökum var hent fram og til baka og eftir sitjum við, engu viturri en áður. Og enginn þakkar fyrir sig eða fyrir góðan leik, maður er bara feginn að lönguvitleys- unni skuli vera lokið. Það var þörf á markvissri auglýsinga- herferð Umferðarstofu til að minna fólk á að virða „fair play“ í umferðinni, þannig að öll kæmumst við heim heil á húfi eftir verslunarmannahelgina. Það þurfti að minna unga pilta á hvar mörkin væru í samskiptum við ungar stelpur. Umferð- arstofa mun sennilega geta séð hvort að- gerðir hennar hafa borið árangur. V- samtökin munu sennilega ekki geta klárað sínar tölfræðiskýrslur eins auðveldlega, það tekur meira á að tilkynna nauðgun en umferðaróhapp. En við vonum það besta. Í fljótu bragði kemur mér bara eitt til- vik í hug þar sem „fair play“-reglan var virt. Það er málið með hinar óheppnu majónesdollur sem plantað var við veginn á Suðurlandi. Hverjum hefði dottið í hug að þessi snilldarhugmynd, að taka dolluna úr ísskápnum og setja hana við veginn undir bláhimni, myndi trufla landsmenn á leiðinni í útilegu, þar sem hápunktur dags- ins er hjá flestum að fá sér bjór og grill með einmitt sömu tegund af majónesi í kokkteilsósu? Minni menn hefðu haldið sínu striki, þrjóskast við og skilið dolluna eftir á sínum stað og stór gjá hefði getað myndast í þjóðarsálinni út af henni. En ekki majónesdollueigendur, ó nei. Þeir biðjast afsökunar, þótt þeim finnist þeir ekki hafa gert neitt af sér, og taka dolluna burt. Þeim fannst staðsetning dollunnar ekki þess virði að pirra helming þjóð- arinnar með henni. Vel af sér vikið. Um helgina eru Hinsegin dagar hér í Reykjavík. Í mörgum löndum heims eru Hinsegin dagar engin hátíðahöld, heldur kröfugöngur fyrir sjálfsögðum mannrétt- indum. Stundum enda þessar kröfugöng- ur í átökum og blóðbaði. Það er algengara en við gerum okkur grein fyrir að fólk sé ennþá beinlínis í hættu vegna kyn- hneigðar sinnar. Þeim löndum fer fjölg- andi þar sem samkynhneigð er glæpur og dauðarefsingu beitt. Ísland er sem betur fer landið rétt fyrir ofan regnbogann í þeim efnum. Hér er fólki frjálst að velja ástvini sína eftir sinni ástarhneigð. Hér ganga menn í skrúðgöngu á Hinsegin dög- um til að sýna samstöðu með bræðrum og systrum í öðrum löndum sem minna mega sín. Fyrir utan það að skrúðgangan er orðin besta skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Förum í bæinn, kaupum ís handa börnunum og njótum dagsins. Fair play Eftir Tatjönu Latinovic tlatinovic@ossur.com 2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. I Sjálfsskoðun listamanna í formi sjálfs-ævisagna eða dagbóka er til umfjöllunar í Lesbók dagsins. Breska leikskáldið Simon Grey er eins konar utangarðsmaður í miðj- unni; hann hefur skrifað fjölda leikrita sem flest hver hafa verið sviðsett í einkaleikhúsum beggja vegna Atlantshafsins en opinberu leik- húsin bresku hafa lengst af sýnt honum fálæti. Ein skýringin sem gefin hefur verið er að hann sé fulltrúi forréttindastéttarinnar, menntaður í Cambridge, háskólakennari til margra ára sem skrifar ekki um hinn harða heim heldur hina mjúku veröld háskólamanna í Oxford og Cambridge. Leikritum hans er lýst sem gáfu- legum samtölum menntamanna í setustofum Oxbridge-skólanna, konur koma þar lítið við sögu. Lífshlaup Simons Greys hefur þrátt fyrir veruleg afköst á ritvellinum mótast af áfengis- sýki sem hann gerir reyndar stólpagrín að í viðtölum og dagbókum sínum en öllum má vera ljóst að þar undir kraumar sterkur sárs- auki sem ekki verður bættur en aðeins lifað við. II Gunnþórunn Guðmundsdóttir tekur í raunupp þennan þráð í umfjöllun sinni um sjálfsævisögur íslenskra rithöfunda á síðustu árum. Það er athyglisvert að lesa umsögn hennar um texta Lindu Vilhjálmsdóttur í sam- hengi við það sem að ofan var sagt um afstöðu breska háðfuglsins Simons Greys. „Sjálfsævisögur byggjast að sjálfsögðu á minni og að höfundur segi eins satt og rétt frá og mögulegt er. Ofdrykkja hefur hins vegar í för með sér lygi og óminni og sögumaður hlýt- ur þá að einhverju leyti að vera óáreiðanlegur. Þetta skapar athyglisverða spennu í text- anum, höfundur viðurkennir margoft að muna ekki eitt eða annað, mörg smáatriði og ná- kvæm tilhögun atvika eru löngu horfin úr vit- undinni en sjálfskönnunin sem er óvægin og leitandi er stöðugt í forgrunni.“ III Það má líka telja athyglisvert að þessisjálfskönnun er í hvorugu tilfellinu möguleg fyrir höfundana fyrr en þeir hafa los- að sig við vímuna; hvorki Linda Vilhjálms- dóttir né Simon Grey (eða hver sem er) geta horfst í augu við fortíð sína fyrr en drykkjunni sleppir, það er í rauninni forsenda þess að þeim sé mögulegt að gera upp líf sitt. „Ég lauk aldrei við neitt sem ég tók mér fyr- ir hendur. Ég fylgdi engu eftir út í ystu æsar. Ég lagði mig aldrei alla fram. Hvorki sjúkra- liði né skáld. Ekki venjuleg kona en ekkert mjög óvenjuleg. Ég vissi aldrei í hvorn fótinn ég ætlaði að stíga.“ Kannski er þarna fundinn raunhæfari skýr- ing á því hvers vegna Simon Gray var ekki tekinn fullkomlega alvarlega sem leikskáld fyrr en seint og um síðir. Neðanmáls Þú myndir ekki geta þér þess til meðþví að líta á hann – þar sem hannliggur letilega í sófanum, sokkalaus,rytjulegur og með „Made in Can- ada“-derhúfu á hausnum,“ segir í nýlegu hefti Entertainment Weekly, „að Michael Moore sé hættulegur maður.“ Þessi fullyrðing er lík- legast ekki fjarri lagi, nú þegar forsetakosn- ingar nálgast í Banda- ríkjunum og Michael Moore hefur tekist að fá fólk til þess að streyma í bíó í unnvörpum sitja undir harðskeyttri gagnrýni á stjórnar- hætti sitjandi forseta. Það er auðvitað heim- ildarmyndin margumdeilda Fahrenheit 9/11 sem hér um ræðir og eru það einkum repú- blíkanar og George W. Bush, sitjandi forseti úr þeirra röðum, sem hafa ástæðu til að líta á hinn slúbbertalega útlítandi Moore sem ógn- vald. Kosningabaráttan er jú komin á skrið, og óvænt framlag Moores því mikill hvalreki fyrir mótframbjóðanda Bush úr röðum demó- krata, John Kerry. Í myndinni er reyndar hvergi minnst á nafn Kerrys, eða fólk beinlín- is hvatt til að kjósa hann sem slíkan, en sú hugsun hlýtur óneitanlega að hvarfla að fólki þegar það horfir á eftirfarandi atriði úr Fahrenheit 9/11: Móðir fallins hermanns les úr sendibréfi sem skrifað er viku fyrir dauða sonarins við skyldustörf í Írak. Bréfið hefur því að geyma síðustu orð piltsins unga til fjöl- skyldu sinnar. Þar segist hermaðurinn hafa orðið þess áskynja að hann hafi verið sendur til Írak til að berjast fyrir röngum málstað, og klykkir út með orðunum. „Ég vona að þeir endurkjósi ekki þetta fól.“ Sterkari leið til þess að gagnrýna sitjandi forseta er vart hægt að finna, og því ekki furða að Entertainment Weekly kynni kvik- myndagerðarmanninn til sögunnar sem „hættulegan mann“. Enda kennir ýmissa grasa í þeirri gagnrýni- og lofhrinu sem dun- ið hefur á Moore undanfarið. Þar finna menn honum til foráttu allt frá því að vera of feitur og ófágaður, til þess að beita útsmognum að- ferðum við að byggja sér upp málsvörn með samskeytingu mynda og frásagna í heimildar- myndum sínum. Hvort tveggja er reyndar satt um Moore karlinn, en það sem máli skiptir í síðarnefnda dæminu er hvort Moore gengur lengra en eðlilegt getur talist í að færa rök fyrir máli sínu með aðstoð mælsku- bragða heimildarmyndaformsins, sem er ávallt háð framsetningu, sjónarhornum, túlk- unum og vali. Í þeirri umræðu er mikilvægt að missa ekki sjónar á málefnunum sem verk Moores fjalla um, því erfitt er að ímynda sér að maðurinn væri að leggja þetta allt saman á sig, væri hann ekki drifinn áfram af hvöt- inni til þess að þyrla upp dálítið hressilegri umræðu um þjóðfélagsmál. Deilurnar um Fahrenheit 9/11 er ekki hægt að skilja til fulls án þess að setja þær í samhengi við breiðari pólitíska orðræðu í bandarísku þjóðlífi. Óhætt er að telja Moore til frjálslynda vinstri vængsins, en samfélags- gagnrýni hans í bæði Fahrenheit 9/11 og öðr- um verkum kallast á við umræðu sem verið hefur í gangi í þeim geiranum í Bandaríkj- unum. Að hluta til byggist því rifrildið um Michael Moore á hugmyndafræðilegum ágreiningi, þar sem Moore er sakaður um „vinstri-áróður“ og „and-kapítalisma“ og deilt er um hvers sýn á hlutina er rétt og hvers röng. Það eru einmitt þessir pólitísku undirtónar sem gera deiluna um persónu og aðferðir Michaels Moores svo hatramma sem raun ber vitni, en dæmi um það er hið gríðarlega magn vefskrifa og annarra skrifa gegn Moore sem streymir nú inn á upplýsingahraðbraut- ina. Heilu vefsíðunum er haldið út sem bera heiti á borð við MooreLies (Moore lýgur), Moorewatch (fylgst með Moore), Centigrade 9/11 og Propaganda & Fahrenheit 9/11 (áróð- ur og Fahrenheit 9/11). Nú á dögunum bætt- ist síðan í hópinn bókin Michael Moore is a Big Fat Stupid White Man (Moore er stór og feitur heimskur hvítur karlmaður) og heimildarmyndin Michael Moore Hates Am- erica (Michael Moore hatar Ameríku). Ein fjölfarnasta vefsíðan í Moore-gagnrýnispakk- anum er rekin á vegum The Independence Institute (Sjálfstæðisstofnunin) en þar hefur forstöðumaður stofnunarinnar, Dave Kopel, tekið saman lista um atriði þar sem hann tel- ur Moore vísvitandi hafa beitt blekkingum, lúalegum fantabrögðum eða lygum í kvik- mynd sinni. Sú samantekt er unnin af tals- verðri ígrundun, en engu að síður má greina þar mjög sterka hugmyndafræðilega áherslu, þar sem skoðunum og kenningum Moores er mótmælt, og hnýtt í ýmis kvikmyndagerðar- tengd atriði í leiðinni. Síða Kopels hefur greinilega sín áhrif því heyra má dæmin sem þar eru tekin fyrir enduróma í fjölmiðla- umræðu jafnt í Bandaríkjunum sem hér á landi. Á Netinu er einnig að finna síður þeirra sem hafa tekið sig til og svarað gagn- rýni á borð við þá sem Kopel setur fram, málsvörn Michaels Moores sjálfs, og svo mætti lengi telja. Ekki eru það þó bara íhaldsmenn með ýfð- ar fjaðrir sem ráðist hafa hvað harðast gegn Moore og málstað hans af mismálefnalegum mætti. Þar talar líka fólk úr öllum áttum sem finnst ástæða til að hafa varann á gagnvart svo öflugum og vinsældavænum mælskusnill- ingi sem Michael Moore er. Og þegar öllu er á botninn hvoflt eru hin marglaga skoðana- skipti sem hverfast um myndina hans til marks um að honum hafi tekist það ætlunar- verk sitt að vekja pólitíska umræðu, fá fólk til að hugsa og taka afstöðu til umfjöllunarefna kvikmyndarinnar. Og ekki má heldur gleyma áhorfandanum í þessari jöfnu, hann hefur jú vit í kollinum og mun geta tekið sína eigin af- stöðu til hugmynda Moores í Fahrenheit 9/11. Fjaðrafokið um Moore Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Það eru einmitt þessir pólitísku undirtónar sem geradeiluna um persónu og aðferðir Michaels Moores svo hatramma sem raun ber vitni.‘ Morgunblaðið/Kristinn Blómarós. Fölsuð neyðarköll Björn Bjarnason víkur að því í nýjasta netpistli sínumhversu löðurmannlegt það sé að falsa neyðarkölleins og margt bendir til að einhver hafi gert sér að leik þegar tilkynnt var um hóp ferðamanna í nauðum á sunnanverðu hálendinu. Vandalaust er að taka undir það að slík uppátæki eru svívirðileg enda fjöldi fólks sem leggur sig oft og tíðum í talsverða hættu við leit og björgunarstörf. Hjálparsveitirnar eiga betra skilið en að dregið sé dár að mikilvægri starfsemi þeirra. Á hinn bóginn er sitthvað í þessum sama pistli sem kemur skringilega fyrir sjónir og vekur jafnvel óhug. Fyrst ber að nefna sterka viðleitni til að skilgreina svonefnt „öryggiskerfi“ hér á landi og fella undir það jafnt björgunarsveitir og „sérsveit lögregl- unnar“. Dómsmálaráðherrann telur það sýna mikilvægi sérsveitarinnar að í tvígang hafi byssumenn gengið ber- serksgang upp á síðkastið, fyrst á Akureyri og síðan á Reykhólum. Hann gerir það ekki að umtalsefni að í fyrra tilvikinu reyndist hvorki þörf á slíkri stormsveit né líklegt að hún hefði fengið miklu breytt hefði byssumaðurinn skot- ið á fólk enda um nokkuð langan veg að fara frá Reykjavík. Í nýlegu hefti af tímariti Landssambands lögreglumanna var einmitt bent á hversu litla þýðingu það hefði fyrir stór- an hluta landsins að leggja höfuðáherslu á uppbyggingu slíkrar sérsveitar á einu landshorni. Múrinn.is www.murinn.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.